Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 49

Morgunblaðið - 12.05.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1994 49 Silungapollur Sandskeið UPPSTIGNINGARDAG 12. maí verður farinn fjórði áfangi lýðveldisgöngu ferðafélagsins. Þriðja áfanga lauk með kvöld- göngu eftir bökkum Suðurár að Silungapolli, en nú verður haldið þaðan upp á Sandskeið. Við höldum yfir Hólmshraun III, en Hraunsnef heitir þar sem hraunið nær lengst í norður en norðan Suðurlandsvegar eru mest áberandi húsin á Gunnarshólma, býli sem Gunnar Sigurðsson, kaupmaður í versluninni Von, stofnaði um árið 1930. Þar fyrir norðaustan er eyðibýlið Elliðakot við brún Mosfellsheiðar. Þaðan liggur gamla þjóðleiðin Dyravegur yfir að Nesjavöllum í Grafningi, en við förum fyrst um sinn gamia þjóðleið um Lækjarbotna undir Selfjalli. I Lækjarbotnum standa nokkur hús, m.a. sumarbústaðir, veglegur skátaskáli og hús starfsmanna- félags íslandsbanka, en austar er barnaheimilið Kópas- el í dalnum Dýrðard- al. í klettagili Botna- lækjar sem íennur um Lækjarbotna er hellisskúti er sumar heimildir tengja sakamáli tveggja ógæfusamra ein- staklinga er lögðust út á þessum slóðum á síðari hluta 18. ald- ar. Fyrir norðan Lækjarbotna heita Lækir og þar eru litlir gervigígar rétt við veginn er nefnast Trölla- börn eða Tröllarassar. Nafnið Selfjall er dregið af Örfiriseyjarseli er var við Lækjar- botna, en lagt af fyrir um 200 árum. Fyrir austan Lækina hækk- ar landið, á vinstri hönd norðan Suðurlandsvegar er gamli áningarstaður- inn Lögberg, en sunnan hans er Tún- hóliinn með grafreit bóndans á Lögbergi. Um Fossvallaklifið hjá Lögbergi var Suð- urlandsvegurinn lagður ofan á gömlu reiðgöturnar sem markast höfðu í ald- anna rás. Haldið er inn á Fossvellina um Lakheiði og Mosa að Vatnaásnum. Vatnaásinn skiptir Fóellu- eða Fóvelluvötnum í Efri- og Neðri-Vötn. Vatnsmagn á þessum slóðum er mismunandi bæði eftir árstíðum og árum. Því var trúað áður fyrr að veðurfar komandi sumars mætti ráða af vatnsmagni Fóelluvatna á vorin. Ef mikið vatn var í þeim t.d. um Jónsmessuna var það talið vita á gott sumar (sjá nánar árbók FÍ 1985 bls. 1939). í Vatnaásnum eru rústir gamals sæluhúss er reist var nokkru fyrir 1840. Það veitt mörgum ferðamanninum skjói í nær heila öld. Hér fyrir austan er svo lokatakmark þessa áfanga, Sandskeið, en í þeim næsta verður haldið að Drauga- tjörn þar sem eru rústir elsta sæluhússins á þessum slóðum. Móbergsklettarnir Arnarþúfur eða Arnarnýpur eru sunnan við svifflugvöllinn á Sandskeiði, en hægra megin við okkur eftir að Selfjalli sleppti höfum við haft Sandfell sem er nokkuð rismeira fjall og enn hærra rís Vífilsfell í suðaustri. í gönguna á fimrntu- daginn er brottför frá BSI, austan megin, og Mörkinni 6 kl. 13. - Félag starfsfólks í veitingahúsum Pizzusendl- ar verði á launaskrá SKORAÐ hefur verið á eigendur pizzafyrirtækja með heimsending- arþjónustu að færa alla skráða verk- taka sem starfa við heimsendingu á pizzum á launaskrá frá 1. maí. Er áskorunin frá formanni Félags starfsfólks í veitingahúsum, Sigurði Guðmundssyni, og Guðbirni Jónssyni umsjónarmanni um launamál. Segir að nokkuð mikil brögð hafi verið að því að fyrirtæki sem starfa við sölu og heimsendingu á pizzum hafi skráð starfsfólk sitt sem verktaka. Þess hafi hins vegar ekki verið gætt að fylgja settum reglum um álagspró- sentu ofan á launalið eða að uppfylla skilyrði um tilskilin leyfi. Sagt er að störf þessi séu í eðli sínu störf launa- fólks. Án leyfa til að reka atvinnubifreið Bent er á að verktakastarfsemi við heimsendingar á pizzum sé háð tilskildum leyfum til að reka atvinnu- bifreið og samkvæmt upplýsingum frá ijármálaráðuneytinu getur starfsmaður ekki selt þjónustu sína sem aðili í vöruflutningum án þess að uppfylla skilyrði laga um leigubif- reiðar. Sé verktakastarfsemi við heimsendingar á pizzum eins og hún hefur verið framkvæmd því óheimil. Er skorað á fyrirtækin að færa alla skráða verktaka á launaskrá frá og með 1. maí svo ekki þurfi að koma til árekstra vegna brota á starfsregl- um, eins og segir í orðsendingunni. 12.5. 1994 Nr .. 383 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0009 7116 4543 3700 0008 7588 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Algreiðslutólk vinsamlegast takið ofangreind kwl úr umferö og sendið VISA istandi sundurklippt. VEHDUUN kr. 5000,- lyrir að klótesta kort og visa á vágest. I 'tt. mUJHWflg Álfabakka 16-109 Reykjavík Sfmi 91-671700 ' Linda Pétursdóttir leggur sig alla fram hvort sem þaö er fyrir framan myndavélar Ijósmyndaranna eöa í keppni við happdrættisvélar Gullnámunnar. Hún setur að sjálfsögöu stefnuna á Silfurpottinn eöa Gullpottinn og þó svo hljóti ekki alltaf sigur, þá veit hún aö málefniö er gott. í Gullnámunni reynir á heppni hvers og eins. Stundum vinnur þú - stundum vinna allir, því í hvert sinn sem spilað er nýtur Háskóli íslands góös af. V)S/ZC'eSJ VQOA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.