Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krókaleið farþega FARÞEGAR Flugleiða á leið frá New York til Keflavíkur aðfara- nótt fimmtudags fóru krókaleið heim. Hætt var við lendingu í Keflavík kl. 5.50 vegna þoku og vélinni snúið til Prestwick. Farþegar biðu síðan í Skotlandi án þess að fá greinargóðar upp- lýsingar, að því er farþegi sagði blaðinu. Flugleiðavél sem var á leið frá Baltimore sömu nótt lenti hins vegar klukkan 6.17 í Keflavík. Þegar farþegamir höfðu beð- ið fimm stundir í Skotlandi var haldið áfram. Vélin sem fýrst lenti í Prestwick hélt þá til Lúx- emborgar og vélin frá Balti- more, sem hafði viðkomu á ís- landi, kom við í Skotlandi á leið til Stokkhólms og tók þá með sem ætluðu til íslands. Viðmælandi blaðsins, sem kom heim 12 tímum á eftir áætlun með viðkomu í Skotlandi og Stokkhólmi, var óánægður með hve lítið barst af upplýsing- um um tafímar. Um leið og New York vélin var að snúa frá var aðstandendum hans sagt að hún kæmi á réttum tíma til Keflavíkur og fóru þeir fýluferð á völlinn. Þá velti þessi farþegi því fyrir sér til hvers væri verið að útbúa varavelli hér sem ekki væm notaðir. Erfiðar aðstæður Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði að flugvél- unum hefðu borist skeyti um að Keflavíkurflugvöllur væri lokaður vegna þoku þegar New York vélin var byijuð að lækka flugið. Hún varð að fara til varaflugvallar, en vélin frá Baltimore hafði meira ráðrúm og gat lent í Keflavík. Farið var til Skotlands vegna þess að meirihluti farþega ætlaði annað en til íslands. Einar sagði að með þessum tilfæringum hefði tekist að lagfæra röskun á áætl- un á sama sóiarhring. Það hefði ekki tekist ef vélin hefði t.d. lent á Akureyri. Einar sagði oft erfítt að veita fullkomna upplýsingaþjónustu á varavöllum, þar sem félagið hefur ekki reglulega viðkomu. Við kringumstæður sem þessar væru oft margir kostir til athug- unar í einu og erfítt að gera grein fyrir þeim í önnum augna- bliksins. Snæfellsjökull Hjónavígsla á hæstu bungu HJÓNAVÍGSLA fór fram á há- bungu Snæfellsjökuls rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, gaf Wilmu Young, fiðluleikara og tónlistarkennara, og Hafstein Traustason, húsa- smíðameistara, saman á hábungu jökulsins og er ekki vitað til að önnur lyón hafi látið gefa sig sam- anájöklinum. Hátíðarhöldin hófust á þvi að boðið var til kvöldverðar á Hótel Búðum um kl. 20 á fimmtudags- kvöld. Því næst var haldið upp á jökulinn með farartækjum frá ferðaþjónustunni Snjófelli, vél- sleðum og snjótroðara, og ekki staðnæmst fyrr en komið var efst upp á jökulinn. Séra Vigfús Þór sagði að athöfnin hefði verið afar hátíðleg. Komið hefði verið fyrir krossi og Iogandi kertum og altari útbúið á jöklinum. Við athöfnina lét hann þess get- ið að staðurinn væri valinn í tilefni af því að 240 ár væru liðin frá ferð þeirra Eggerts Ölafssonar og Bjarna Pálssonar upp á jökulinn árið 1754. Eftir að Wilma og Hafsteinn höfðu verið gefin saman skáluðu viðstaddir í kampavíni og hrísgrjón- um var dreift yfir brúðhjónin. Alls voru um 30 manns viðstaddir athöfnina, þ. á m. fjölskylda brúð- arinnar frá Hjaltlandseyjum. Hópurinn hélt niður af jöldinum að ganga þrjú um nóttina. Gleðinni var hins vegar ekki lokið því 100 manna brúðkaup- sveisla var haldinn í borginni í gærkvöldi. Morgunblaðið/Alfons Leitarflug ÓSKAÐ var aðstoðar Landhelgis- gæslunnar við leit að tveimur ferða- löngum við Langjökul uppúr hádegi í gær. Ferðalangarnir fundust heilir á húfí um þremur tímum síðar. Leitarbeiðni barst frá lögreglunni um kl. 12.45 á föstudag. Skömmu síðar hóf TF Sif, þyrla Landhelgis- gæslunnar, sig til flugs og fann hún jeppa tvímenninganna við Langafell sunnan Langjökuls kl. 15.25. Sjálfír voru þeir ekki fjarri, höfðu gist í skála í grenndinni þegar jeppinn bil- aði og voru á leið að honum að nýju. ♦ ♦ ♦--------------- Innbrot á Akranesi BROTIST var inn í Málningarþjón- ustuna á Akranesi í fyrrinótt. Stolið var litlum rafmagnstækjum á borð við ferðageislaspilara og vasasegul- bandstæki. Að sögn lögreglu liggja fimm pilt- ar á aldrinum 15 til 16 ára undir grun um verknaðinn og var verið að yfirheyra þá í gærkvöldi. -----♦ Apótek opnað í Grafarvogi GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbriðisráðherra hefur heimilað opnun apóteks í Grafarvogi en þar búa 9.000 manns. Guðmundur Árni Stefánsson segir það hafa verið lengi í skoðun að opna apótek á staðnum en hann hafí ákveðið að láta það bíða af- greiðslu nýrra lyfjalaga. Segist ráðherra gera ráð fyrir að apótek verði opnað eftir einhverjar vikur. Utanríkismálanefnd ræðir við bandarísk stjórnvöld Bandaríkin að breyta um stefnu í hvalamálum BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar, segist telja augljóst að Bandaríkjastjóm sé að breyta um stefnu í hvalamálinu og komi til með að styðja í framtíðinni takmarkaðar hvalveiðar á grundvelli vísindalegrar þekkingar. Bjöm segist einnig vera sannfærður um að hagsmunum íslend- inga sé betur borgið innan Alþjóðahvalveiðiráðsins en utan þess. Bjöm hefur undanfama daga átt viðræður við bandarísk stjómvöld ásamt öðmm nefndarmönnum í ut- anríkismálanefnd. í viðræðunum hefur verið rætt um varnarsamstarf þjóðanna, viðskiptamál, hvalamál, samskipti þjóðþinga Islands og Bandaríkjanna og fleiri mál. Eigum að ganga í hvalveiðiráðið „Það er augljóst að þeirra stefna er að breytast með þeim hætti að þeir átta sig á því að það er ekki hægt að standa gegn vísindalegum rökum varðandi veiðar á hvölum. Þeir leggja áherslu á að það verði gert undir ströngu eftirliti og með þeim hætti m.a. að hvalkjöt verði eingöngu til heimaneyslu en fari ekki á alþjóðlega markaði. Þeir ætla að láta reyna á þessa stefnu sína í Mexíkó á fundum Alþjóða- hvalveiðiráðsins núna í maí. Það hefur einnig komið fram að staða okkar er veik að því leyti að við erum ekki í Alþjóðahvalveiðiráð- inu. Við fórum ekki út í neinar lög- fræðilegar umræður um alþjóðalög í þessu sambandi, en ég er sann- færður um að staða okkar myndi styrkjast til muna ef við ákvæðum að sækja um aðild að Alþjóðahval- veiðiráðinu með fyrirvara um rétt okkar til þess að nýta þær hvalateg- undir sem mætti nýta miðað við vísindaleg rök,“ sagði Bjöm. Bjöm sagði að í viðræðum um viðskiptamál hefði utanríkismála- nefnd lýst þeirri afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar að það sé ekki á dagskrá að ísland gangi í Evrópu- sambandið, en að ísland vilji gjam- an efla viðskiptatengsl við Banda- ríkin, helst á gmndvelli tvíhliða- samnings. Björn sagði að þeim hug- myndum hefði verið tekið vel og að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að skoða það mál. Fyrsta ferðin Utanríkismálanefnd átti viðræð- ur við sérfræðinga um málefni ís- lands í varnarmálaráðuneytinu um varnarmál íslands, Atlantshafs- bandalagið og stöðuna í alþjóðamál- um almennt. Hún hitti einnig Ed- vard Derwinski, sem hefur verið tilnefndur ræðismaður íslands i Chicago, Lee Hamilton, formann utanríkismálanefndar fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, og aðra nefnd- armenn, fulltrúadeildarþingmenn- ina Ernest Holings, en hann fer með viðskiptamál og málefni sem varðar úthöfín, og Richard Lugar, sem er fyrrverandi formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeildar- í MORGUNBLAÐINU þessa dagana taka lesendur eftir nokkr- um breytingum á niðurröðun efnis blaðsins. Markmiðið er að færa saman tengda efnisþætti, þannig að þeir verði aðgengilegri Breytt efnisskipan í Morgunblaðinu fyrir lesendur. Á myndinni hér að neðan er sýnt hvar helstu efnis- þætti er að fínna. Dagskrá ljós- vakamiðlanna er nú á öftustu opnu blaðsins ásamt dagbók og veðurkorti. íþróttaopnan færist fram um eina opnu. Teikning Sigmunds verður á sama stað og áður — á blaðsíðu 8 — innan um innlendar fréttir. Staksteinar verða aftarlega í blaðinu í grennd við Bréf til blaðsins, Velvakanda og Víkverja og ýmsa þjónustu- tengda þætti. Aðsendar greinar Leiðari Viðskipti/Atvinnulif Listir Akureyri/Landið Forsiða, eriendar fréttir Sigmund ____J Innlendar fréttir Erlendar frettir Auglýsingar Aðsendar greinar Messur Minningargreinar Baksíða,-1 Dagbók- innlendar Veður fréttir Krossgáta Utvarp/ Sjónvarp Iþróttir Kvikmynda- auglýsingar Fólkl fréttum Velvakandi Stjðrnuspá Víkverji Bréf til blaðsins \ Mynda- sögur Staksteinar Þjónusta Þeninga- markaður Miðopna- Sérblöð dagsins eru Lesbók og Menninq/Listir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.