Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skipasmíðar Samstarf við Faxaflóa VERIÐ er að skoða möguleika á samstarfí skipa- smíðafyrirtækja á Faxaflóasvæðinu fyrir for- göngu Iðnlánasjóðs og iðnaðarráðuneytisins. Stjórnendur tveggja fyrirtækja hafa þegar lýst sig fúsa til samstarfs og er verið að fjalla um fjárveitingu til að athuga samvinnu, jafnvel sam- runa, skipasmíðafyrirtækja við Faxaflóa. Þetta kom fram í svari Sighvats Björgvinssonar iðnað- arráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar í utandagskrárumræðu á Alþingi á miðvikudag um vanda skipasmíðaiðnaðarins. Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra sagði um aðgerðir að iðnaðarráðuneyti og sjávarút- vegsráðuneyti hefðu náð samkomulagi um að setja á stofn samstarfsvettvang útgerðar og málmiðnaðar, sem þegar hefði hafið störf. Þá rakti Sighvatur jöfnunaraðstoð, markaðsaðstoð og þróunaraðstoð við skipasmíðaverkefni, sem gefið hefðu góða raun. Þá hefði ráðuneytið veitt aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu og rekstrarathuganir bæði hjá einstökum fyrirtækj- um og í samstarfi fyrirtækja. Sighvatur sagði að sjávarútvegsráðherra hefði beitt sér fyrir samkomulagi við Fiskveiðisjóð íslands um að lengja lán til innlendrar skipa- smíði um tvö ár, sem væru þá afborgunarlaus. Iðnaðarráðherra hefur einnig samið við Iðnlána- sjóð um að veita til viðbótar 20% lán til slíkrar starfsemi þannig að nú byðust mun hagkvæm- ari lán til innlendra skipasmíðaverkefna en er- lendra. Alþingi hefur nú afgreitt lagasetningu um jöfnunar- og undirboðstolla, en það hefur verið baráttumál skipasmíðaiðnaðarins um ára- bil. Fyrir ríkisstjórninni liggur nú skýrsla, sem iðnaðarráðherra lét semja, um svonefnd rússa- viðskipti. „I þeirri skýrslu eru tillögur, sem ríkis- stjórnin er nú að íjalla um, um aðgerðir til þess að auka möguleika íslenskra skipasmíðafyrir- tækja á að veita hinum volduga rússneska flota þá þjónustu sem íslensk skipasmíðafyrirtæki geta vissulega veitt,“ sagði Sighvatur. Vífilfell fær gæða- verðlaun VÍFILFELL hf., framleiðandi Coca-Cola, hefur hlotið viður- kenninguna „Division Produeti- on Quality Award“ frá Coca-Cola fyrirtækinu fyrir góða frammi- stöðu í gæðamálum. Þetta er mesta viðurkenning sem fram- leiðenda Coca Cola getur hlotn- ast og var hún afhent við hátíð- lega athöfn í gær. Vífilfell er hluti af 12 landa sölusvæði Coca Cola en auk ís- lands tilheyra því Noregur, Sví- þjóð, Finnland, Eistland, Lett- land, Litháen, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Moldavía, Úkraína og Rússland. Þetta er stærsta svæði fyrirtækisins að flatarmáli með alls 35 verksmiðjur. GÆÐAVERÐLAUN — Fulltrúar Coca Cola fyrirtækisins afhentu í gær forstjóra Vífilfells verðlaun fyrir góða frammistöðu í gæðamálum. Á myndinni eru Pál Lutnes, Kurl Peterssen, Leif Hall frá Coca Cola og Pétur Björnsson, forstjóri. SKYRSLAN — Kaupfélagsstjórinn, Þorgeir B. Hlöðversson, skýrir frá afkomu Kaupfélags Þingeyinga á aðalfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Kaupfélag KÞ tapaði nær 54 milljónum Húsavík - TAP Kaupfélags Þing- eyinga á síðasta ári var 53,7 millj- ónir samanborið við 8,2 milljóna tap árið áður. Þetta kom fram fram á aðalfundi félagsins var haldinn á Húsavík fyrir skömmu. Árið 1993 var á margan hátt lak- ara í rekstri en árið áður. Heildar- tekjur voru 1.429 milljónir og lækkuðu um 353 milljónir frá fyrra ári. En stóran hluta þess má rekja til breytinga á verðmynd- un kjöts- og mjólkurafurða eftir að niðurgreiðslum til afurðastöðva var hætt, að því er kemur fram í ávarpi Þorgeirs B. Hlöðverssonar, kaupfélagsstjóra, sem hóf störf þar í janúar sl. Tap af reglulegri starfsemi varð alls 23,3 milljónir en þar við bætt- ust veruleg áföll og voru afskrifað- ar og niðurfærðar eignir um 27,9 milljónir. Þar af nam niðurfærsla hlutabréfaeignar um 11,2 milljón- um. Af einstökum rekstrarþáttum sveifiaðist afkoma í rekstri slátur- húss verulega á verri veg á árinu í kjölfar óheillaþróunar á kjöt- markaði með tilheyrandi verðfalli kjötafurða. í verslunarrekstri fé- lagsins er afkoman lakari en árið áður. Fjármágnskostnaður var 44,7 milljónir og lækkaði á árinu. Þor- geir segir mjög brýnt fyrir félagið að auka hlutfall langtímalána. Ársverk hjá félaginu töldust 160 og launagreiðslur námu um 204 milljónum sem er hækkun um 1,4% milli ára. Eigið fé félagsins í árslok var 212 milljónir sem er liðlega 19,5% af niðurstöðu efna- hagsreiknings. Tryggingamiðstöðin liðlega tvöfaldaði hagnaðinn með auknum flármunatekjum Hagnaðurinn varð um 82 milljónir kr. TRYGGINGAMIÐ- STÖÐIN hf. skilaði alls um 82 milljóna króna hagnaði á sl. ári en árið áður varð 39,6 milljóna hagn- aður. Þessi bati í af- komu skýrist af stór- auknum fjármunatekjum en hrein- ar fjármunatekjur námu alls 376,8 milljónum á sl. ári samanborið við 251,3 milljónir árið 1992. Óreglu- leg gjöld námu alls 49,5 milljónum en þar vegur þyngst gjaldfærsla vegna tapaðra krafna á árinu. Bókfærð iðgjöld ársins námu alls 2.218,3 milljónum og hækkuðu um 6,9% frá árinu áður. Hluti endurtryggjenda í iðgjöldum nam 800 milljónum og eru eigin iðgjöld ársins því 1.382,9 milljónir og hækkuðu um 9,2%. Tjón ársins námu alls 1.993 milljónum og hafa hækkað um 10,4% frá árinu áður. Hlutur end- urtryggjenda í tjónum nam 535,3 milljónir. Stærsta tjón félagsins varð þeg- ar ms. Andvari VE-100 sökk suður af landinu þann 22. maí en heildar- tjónabætur vegna þessa tjóns urðu 197 milljónir. Þá áætlar félagið að það muni þurfa að greiða allt að 40 milljónir vegna tjóns er ms. Bergvík VE- 505 strandaði í Vaðlavík þann 18. desember. „Útkoman var góð í fyrra,“ sagði Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar," í samtali við Morgunblaðið. „Sjó- tryggingar og eignatryggingar komu vel út á sl. ári en í þeim greinum þar sem slysatjón er veru- legur þáttur tjónanna er afkoman lakari. Það er enn séð fyrir endann á uppgjörsaðferðum slysatjóna þvi mörg mál eru rekin fyrir dómstól- um.“ Gunnar sagði ljóst að fjár- munatekjur yrðu lægri á þessu ári þrátt fyrir að sjóðir félagsins hefðu stækkað um 20% á árinu. Miðað við bókfærð iðgjöld er hlutfall skrifstofu- og stjórnunar- kostnaðar 9,4% en var 10,1% árið áður. Heildartryggingasjóður fé- lagsins nam 4.116,6 milljónum en hluti endurtryggjenda í honum var 699,4 milljónir. Alitalia berst fyr- ir lífinu Mílanó. Reuter. TALSMENN Alitalia, ríkis- flugfélagsins á Ítalíu, skoruðu í gær á starfsmenn þess að sætta sig við einhveijar upp- sagnir þar sem um líf og dauða félagsins væri að ræða. Á síð- asta ári 20-faldaðist tapið á rekstri félagsins og skuldir þess jukust um helming. „Við eigum ekki um annað að velja en skera niður kostn- aðinn og það strax,“ sagði Roberto Schisano, fram- kvæmdastjóri Alitalia, og bætti við, að venjulegan rekstrar- kostnað yrði að lækka mjög fljótlega um 12% og launa- kostnað um 25%. Síðustu fimm ár hefur alltaf verið mikið tap á rekstrinum. Erfiðleikarnir hjá Alitalia og lausnir á þeim verða fyrsti prófsteinninn á vinnumála- stefnu nýrrar stjórnar Silvios Berlusconis en hans flokkur, Áfram Ítalía, og Norðursam- bandið hafa harðlega gagnrýnt fjárausturinn í ríkisfyrirtæki. Talið er, að stefnt sé að því að fækka starfsmönnum um 4.000 fyrir lok næsta árs en nú starfa hjá félaginu 21.000 manns. Fjölmiðlar hafa eftir Schis- ano, að flugfélagið muni ekki lifa nema í hálft annað ár verði ekki gripið strax í taumana og ekki aðeins með uppsögnum, heldur ekki síður með allsheija- rendurskoðun á áætlanakerf- inu. Olía hækkar um 25% Lundúnum. Reuter. HRÁOLÍA hækkaði í verði á heimsmarkaði í vikunni og hef- ur hækkað um fjórðung frá því í lok mars. Fjármálamenn í Lundúnum töldu ólíklegt að verðið héldist svo hátt lengi þar sem þörfin fyrir olíu hefði ekki aukist að ráði. Einn þeirra, Peter Gigno- ux, sagði verðhækkunina end- urspegla þróunina á hrávöru- markaðnum og svo virtist sem enginn einn hópur olíukaup- enda - svo sem stórir íjárfest- ingarsjóðir - stæði á bak við hana. „Þegar kaupæðis fer að gæta vilja menn ólmir vera með í veislunni,“ sagði hann. Verðið á hráolíu var 16,50 dalir á fatið í Lundúnum þegar markaðnum var lokað. Aukinn hagnaður á Telegraph London. Reuter. TELEGRAPH Plc, útgefandi The Daily Telegraph og Sunday Telegraph, skilaði auknum hagnaði á fyrsta fjórð- ungi þessa árs, aðallega vegna aukinna auglýsinga. Var hann 16 milljónir punda fyrir skatt nú en 12,6 milljónir á sama tíma í fyrra. Almenn aukning í auglýs- ingum er talin ágætur mæli- kvarði á batann í bresku efna- hagslífí en auglýsingatekjurn- ar jukust um 18% frá fyrsta ársljórðungi í fyrra og nálgast nú það, sem var 1989. Upplag blaðanna var hins vegar nokk- urn veginn það sama milli ára en The Daily Telegraph selst í 1.016.468 eintökum en Sunday Telegraph í 617.505 eintökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.