Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ellefu ljúka námi frá Söngskólanum í Reykjavík ELLEFU af nemendum Söngskólans í Reykjavík luku að þessu sinni 8. stigi, lokaprófí úr almennri deild söngnáms. Prófinu fylgja tónleikar sem verða í íslensku óperunni sem hér segir: Laugardaginn 14. maí kl. 17: Eyr- ún Jónasdóttir mezzó-sópran og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Guð- rún María Finnbogadóttir sópran og Elín Guðmundsdóttir píanó. Ólafur Kjartansson Sigurðarson baritón og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Sunnudaginn 15. maí kl. 16: Bjarni Thor Kristinsson bassi og Lára Rafnsdóttir píanó. Guðbjört Kvien mezzó-sópran og Óiafur Vign- ir Albertsson píanó. Sigurbjörg Hjör- ieifsdóttir sópran og Lára Rafnsdótt- ir píanó. Mánudaginn 16. maí 20.30: Að- alheiður Magnúsdóttir sópran og Hólmfríður Sig- urðardóttir píanó. Amdís Halla Ás- geirsdóttir sópran og Davíð Knowles Játvarðsson píanó. Ásgerður Júníusdóttir mezzó-sópran og Hólmfríður Sig- urðardóttir píanó. Kristján Helga- son bariton og Davíð Kvowles Játvarðsson píanó. Birna Helga- dóttir lauk einnig 8. stig prófi, en frestar sínum tónleikum. AFTASTA röð; Guðrún María Finnbogadótt- ir, Eyrún Jónasdóttir, Ólafur Kjartan Sigurð- arson, Birna Helgadóttir, Guðbjört Kvien, Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, Bjarni Thor Krist- insson, Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Ásgerður Júníusdóttir, Aðalheiður Magnúsdóttir og Kristján Helgason. Nemendatónleikar Nýja tónlistarskólans NEMENDUR Nýja tónlistarskólans leika og syngja á fimm tónleikum í vikunni. Sunnudaginn 15. maí kl. 18 verða tónleikar með nemendum á fyrstu stigum námsins, á mánudaginn kl. 18 verða söngtónleikar þar sem ein- göngu koma fram nemendur úr söng- deild. Þriðjudaginn 17. maí verða tónleikar nemenda á 6. og 7. stigi, svo og hljómsveitartónleikar. Mið- vikudaginn 18. maí leika nemendur úr 7. og 8. stigi, þessir tónleikar fara allir fram í skólanum Grensás- vegi 3. Hinn 19. ma! verða próftón- leikar í Norræna húsinu þar sem fram komu tveir söngnemendur, þau Katla Björk Rannversdóttir sópran og Sigurður Sævarsson barítón og syngja hvort um sig 25 mínútna efn- isskrá. Milli þessara söngatriða leik- ur 11 ára píanónemandi Franska svítu í a-moll eftir J.S. Bach. Tónleik- amir í Norræna húsinu hefjast kl. 20.30. Aðgangur á alla tónleikana er ókeypis. m EQ BJ W ryksugur ED EQ EQ EQ EQ EQ EC EQ EC EC K Hljóðlát hörkutól EQ EQ EQ EQ EQ EQ EQ | Heimasittiðjan husasmiðjan Morgunblaðið/Þorkell KÓR Langholtskirkju var við æfingar á H-mollmessunni í Hallgrímskirkju í gær. Kór Langholtskirkju H-moll messa í Hallgrímskirkju KÓR Langholtskirkju flytur H-moll messu Johanns Sebast- ians Bachs í Hallgrímskirkju í dag kl. 17.00. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir, Rann- veig Fríða Bragadóttir, Michael Goldthorp og Kristinn Sig- mundsson. H-moll messan gerir miklar kröfur til kórsins, segir í fréttatil- kynningu frá aðstandendum tón- leikanna. Mikiil kraftur er í tónlist- inni, en messan er eitt vinsælasta verk tónskáldsins. Bach samdi H-moll messuna á löngum tíma. Fyrsti kafli verksins var fluttur árið 1724 en verkinu var ekki lokið fyrr en 1748. Verkin rykféllu á söfnum Tónverk Bachs rykféllu á söfn- um í um 100 ár eða þar til Mend- REYKJALUNDARKÓRINN held- ur vortónleika í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 15. maí kl. 16. Kórinn er að mestu skipaður starfsmönnum á Reykjalundi og er þetta áttunda starfsár hans. Kórinn kemur fram við ýmis tæki- færi yfir vetrartímann. Á þessu starfsári sem nú er að ljúka tók hann m.a. þátt í kóramóti Tónlist- arsambands Alþýðu í Háskólabíói elssohn dustaði af þeim rykið. Því er ekki fyrir hendi sú flutnings- hefð sem hefur myndast við flutn- ing tónverka ýmissa annarra og yngri tónskálda. Enginn flutti verk Bachs eins og hann hafði ætlast til og þegar farið var að flytja verkin var hljóðfæraskipan aðlög- uð sinfóníuhljómsveitum til að mæta kröfum tímans. Á síðustu 20-30 árum hafa hins vegar komið fram tónlistarhópar sem reyna að flytja tónverkin eins og líklegt er að þau hafi hljómað á tímum tónskáldsins. í því sam- bandi hafa hljóðfæri frá þessum tíma verið dregin fram í dagsljósið eða endursmíðuð. Á tónleikum kórs Langholts- kirkju verður ekki leikið á upp- runaleg hljóðfæri, en hins vegar er reynt að taka mið af hefð sem ríkti á tímum Bachs í sambandi við túlkun, áherslur, hendingamót- un og hraðaval. og afmælistónleikum Skólahljóm- sveitar Mosfellsbæjar. Á efnisskránni á sunnudag er að finna erlend þjóðlög, lög eftir íslenska höfunda, dægurlög og sí- gild tónverk, m.a. eftir Mozart. Stjórnandi Reykjalundarkórsins er Lárus Sveinsson og undirleikari Ingibjörg Lárusdóttir. Unnur Jensdóttir hefur raddþjálfað kór- inn/Sl. fjögur ár. Einsöngvari með kórnum á þessum tónleikum er Margrét Árnadóttir. Ars Fennica 1994 Lettneskur listamaður hlaut verð- launin LETTNESKI listamaðurinn Olegs Tillbergs hlaut að þessu sinni Ars Fennica myndlistar- verðlaunin. Verðlaunin, sem eru 200.00 finnsk mörk auk annars heiðurs, voru afhent í Helsinki 5. maí. Við það tækifæri sagði Rudi Fuchs, forstjóri Stedelijk- safnsins í Amsterdam, að verk Olegs Tillbergs væru ekki að- eins full af hugarflugi og ævin- týraleg heldur lýstu þau ekki síst óttaleysi listamannsins. Olegs Tillbergs er fæddur 1956 í Saulkrasti skammt frá Riga. Hann er framúrstefnu- maður í listsköpun sinni, hefur meðal annars unnið að innsetn- ingum þar sem hann nýtir sér margs konar efni og hefur vak- ið athygli fyrir gjöminga. Ars Fennica-styrk til ungs listamanns hlýtur að þessu sinni finnskur svartlistarmað- ur, Jari Kylli, f. 1961 í Oulo. Hlíf sýnir í Stöðlakoti HLÍF Ásgrímsdóttir opnar vatnslitasýningu í Stöðlakoti í dag, laugardaginn 14. maí kl. 14. Hlíf hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, en þetta er hennar fyrsta einka- sýning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur 29. maí. Pjetur sýnir í Safnahúsinu PJETUR Stefánsson heldur myndlistarsýningu í Safnahúsi Selfoss, helgina 14.-15. maí. Opið frá kl. 2-6. Málverk í Þrastarlundi í TILEFNI opnunar Þrastar- lundar í sumar opnar Magnús Ingvarsson málverkasýningu á landslagsmálverkum í Þrastar- lundi laugardaginn 14. maí. Þetta er 12. einkasýning Magnúsar og jafnframt sú þriðja í Þrastarlundi. VORTÓNLEIKAR Reykjalundarkórsins verða haldnir á sunnudag í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Reykjalundarkór með vortónleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.