Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Biskup tíl Árósa og Rómar BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, verður meðal vígslu- votta í dómkirkjunni í Árósum á morgun, sunnudaginn 15. maí, en þann dag verður nýr biskup vígður í kirkjunni. Nýi biskupinn heitir séra Kjeld Holm og tekur við af Kristiansen biskup, sem hingað hefur komið oftar en einu sinni og er mikill íslandsvinur, eins og segir í fréttatilkynningu frá Biskups- stofu. Að athöfninni lokinni heldur biskup íslands til Rómar ásamt konu sinni frú Ebbu Sigurðar- dóttur. Sækir hann heim fyrir- menn í Vatikaninu. Samkvæmt upplýsingum frá biskupsstofu er nokkuð síðan biskup þáði boð frá Páíagarði. Ekki er vitað hvort páfi geti haldið áætlun um að taka á móti biskupshjónunum en búið er að skipuleggja fundi með ýmsum úr kúríunni. Nýr prófastur í Reykjavík Ragnar Fjal- ar skipaður BISKUP ís- lands hefur sett séra Ragnar Fjalar Lárusson í embætti próf- asts í Reykja- víkurpróf- astsdæmi vestra í stað séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar sem hefur horfíð til preststarfa til Gautaborgar í Svíþjóð. Ragnar Fjalar er fæddur 15. júní 1927. Hann iauk embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla ís- lands 1952. Að loknu prófi gegndi hann prestsstörfum í Hofsósprestakalli í Skagafirði til 1958. Hann var sóknarprestur á Siglufirði frá 1958-1968. Síðan 1968 hefur hann verið prestur í Hallgrímskirkju. Eiginkona Ragnars Fjalars er Herdís Helgadóttir. Þau eiga sex börn. Ragnar Fjalar Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk ALDREI ATTI ég von á því að ég mundi þykjast skilja skáldskap betur en Helgi Hálfdan- arson, sá maður sem með mestum ágætum hefur túlkað fyrir okkur landa sína mörg stór- virki heimsbókmennt- anna. En nú er sú stund upp runnin, og mér hef- ur orðið svo mikið um þetta að ég get ekki orða bundist. Þetta tekur raunar aðeins til eins kvæðis, þess sem Steinn Stein- arr x>rti og kallaði „Til minningar um mis- heppnaðan tónsnilling". Þetta ljóð hefur farið svo mjög fyrir brjóstið á Helga, að hann hefur skrifað um það þijár greinar í Morgunblaðið, vill láta banna flutning þess í útvarp, og þá að sjálfsögðu einnig lagsins sem Jór- unn Viðar hefur gert við ljóðið. Þau andsvör sem fyrri greinar Helga vöktu hafa engin áhrif haft á skoðun hans á málinu eins og sjá má á síð- ustu grein hans (Mbl. 11. maí 1994). Þess vegna finnst mér skylda mín að leggja hér fáein orð í belg, þótt vonlítið sé að þau fái hér nokkru um þokað. Kvæðið sem hér um ræðir birtist í þriðju ljóðabók Steins, ,,Spor í sandi“, sem kom út 1940. Á næstu árum þar á undan kynntist ég Steini nokkuð vel. Við vorum báðir aðkomu- menn í höfuðborginni og „áttum kannske erfitt og athvörf miður hlý“, eins og segir í kvæðinu. Þó með einni undantekningu. Uppi á háalofti í húsi einu við Ingólfsstræti bjuggu þijár prestsdætur að norðan, Ásthild- ur Björnsdóttir bekkjarsystir mín úr Menntaskólanum á Akureyri sem síð- ar varð kona Steins og systur henn- ar. íbúð þeirra kölluðum við „Skjól- ið“. Þar var hlýtt athvarf og þangað komu oft fáeinir bekkjarbræður Ast- hildar. Og þar kynntist ég Steini, ekki aðeins skáldinu sem einatt faldi viðkvæmni sína og sársauka bak við nokkuð kaldranalegt orðalag, heldur einnig manninum ógrímuklæddum, því að þannig ræddust menn stund- um við í Skjólinu. Það var langt frá því að skáldskapur Steins nyti al- mennrar viðurkenningar á þessum tíma, og víst fannst honum hann vanmetinn þótt ekki viki hann að því Jón Þórarinsson GLOEY HF. ÁRNIÚLA19, RVK. SÍNII91-681620. ÞRAÐLAUS KALLTÆKI Tækjunum er stungið í samband við 220 volt, engin snúra á milli. Hentugt milli bæjar og útihúss eða íbúðar og bílskúrs. Kr. 5.995,- parið. í ljóði nema í hálfkær- ingi. Margnefnt kvæði hef ég þekkt og kunnað í nærri hálfan sjötta ára- tug, og það hefur aldrei hvarflað að mér að í því sé verið að hæðast að eða gera lítið úr Jóni Pálssyni frá Hlíð og sorglegum örlögum hans. I mínum huga er enginn efi á því að Steinn leit á Jón sem þjáningarbróður sinn ef ekki jafningja. Ekki þekkti ég Jón Pálsson en eftir því sem honum var lýst, get ég ekki ímyndað mér að hann hafi gert nokk- uð það á hluta Steins að Steini hafi fundist hann þurfa að ná sér niðri á honum nýlátnum með „nöpru háð- kvæði“. Miklu fremur hefur mér fundist Jón vera í kvæðinu eins kon- ar fulltrúi eða samnefnari þeirra mörgu gáfumanna íslenskra sem vegna fátæktar og tómlætis landa sinna fengu aldrei notið gáfna sinna og hæfileika. Að breyttu breytanda hefði kvæðið jafnvel eins getað verið ort um Stein sjálfan. Enda kveður einatt við svipaðan tón í þeim kvæð- um hans þar sem_ talað er í fyrstu persónu eintölu. I næsta kvæði á undan þessu í sömu bók stendur þetta: Nú baðar jörð í blóði og barist er af móði, og þessu litla Ijóði mun lítil áheym veitt. Og þótt ég eitthvað yrki um Englendinga og Tyrki, má telja víst það virki sem verra en ekki neitt. (Hugleiðingar um nýja heimsstyijöld) Og í öðru kvæði síðar í sömu bók: Víst er ég vesæll piltur af vondum heimi spilltur, og þankinn fleytifylltur af flestri sorg og neyð. Um þessar götur gekk ég og greiða lítinn fékk ég, af sulti ei saman hékk ég, og svona er margra ieið. Svo kvað ég fáein kvæði af krafti og hagleik bæði um allt hið blinda æði, sem elur jarðlíf vort. En ei var allt með felldu, þótt eitthvað gott þeir teldu, þeir helft þess stolna héldu, en hitt var vitlaust ort. (Chaplinsvísan, model 1939) Jafnvel og hjá slíkum höfuðsnillingi og Helgi Hálfdanarson er, segir Jón Þórarinsson, getur fölsk nóta laumast inn í lagið. Það er ekki mikill munur á þeirri hugsun sem hér kemur fram og t.d. þessum vísuorðum úr fyrstnefnda kvæðinu: Og margt var misjafnt talið við meðferðina og valið. Og enginn sá neitt annað en aðeins vora sök, eða vor list var lítils metin, og launin eftir því. Ég á í fórum mínum gamalt upp- kast að lagi við kvæðið um Jón Páls- son. Það var miklu glannalegra og raunar líka háðslegra en hið fallega lag Jórunnar Viðar. Meðal annars var þar í undirspili tilvitnun í „La Campanella", og þar mun hafa átt að hljóma „nóta fölsk", kannske fleiri en ein. Þetta fannst mér í upphafi nokkuð „skondið“, en við nánari at- hugun þótti mér það bijóta í bág við þann skilning á kvæðinu sem ég tel réttan og hef reynt að gera svolitla grein fyrir í þessum línum. Uppkast- ið hafnaði því í gömlu kistunni hans langa-langafa míns. Enginn efast um að Helgi Hálf- danarson er bæði „expert og virtúós" á sínu sviði og í bijósti hans slær „eitt hjarta músíkalskt", en fyrr- nefndar greinar hans sýnast mér bera vitni um að jafnvel hjá slíkum höfuðsnillingum getur „nóta fölsk ... laumast inn í lagið“. Höfundur er tónskáld. Hver hefur eldd efni á að kaupa Alfinn? UM næstu helgi mun sölufólk frá SÁA bjóða landsmönnum að kaupa Álfinn. Þetta er árleg íjáröflun SÁÁ og í þetta sinn verður ágóðanum varið til að byggja upp forvarnarstarf í þágu pnga fólksins. Áfengisnotkun ungl- inga er komin á hættu- lega braut og það er mikil þörf að snúa þess- ari þróun við. Við get- um einfaldlega ekki sætt okkur við það að sjá 12, 13 og 14 ára Guðmundur J. Guðmundsson Takmarkið er að stöðva áfengisneyslu unglinga með öllu, segir Guð- mundur J. Guðmunds- son, enda eigi hún eng- an rétt á sér. börn skemma mikil- vægan þroskaferil sinn vegna áfengis- og vímuefnanotkunar. SÁÁ telur að efla þurfi þekkingu/oreldra um þessi mál. Á heimil- inu er öflugasta vörnin gegn vágéstinum. SÁÁ mun hafa samvinnu við fjölda annarra aðila í þessu forvarnarátaki. Takmarkið er að stöðva áfengisneyslu unglinga með öllu, því hún á engan rétt á sér. Við höfum ekki efni á að loka augunum fyr- ir aukinni áfengis- og vímuefna- notkun unglinganna okkar. Þess vegna höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti Álfinum um næstu helgi. Kaupum Álfinn fyrir unga fólkið. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Uppnám á Alþingi UPPNÁM í óperunni hét mynd með frægum gamanleikurum kvik- myndasögunnar, Marxbræðrum. Nokkrar kynslóðir hafa hlegið dátt að ringulreiðinni í óperunni sem Marxbræður settu gjörsamlega úr skorðum en fáir sennilega skilið söguþráðinn, enda stóð það aldrei til. Uppnámið á Alþingi íslendinga, sem Ólafur Ragnar Grímsson og marxistabræður hans þar stóðu fyrir sl. mánudagskvöld, minnir á Uppnámið í óperunni en er því miður ekki eins skemmtilegt, enda gert í alvöru. Aldrei þessu vant voru þingmenn í óða önn að setja þjóðinni lög á lög ofan og róinn var lífróður dag og nótt svo dýr- mætur var tíminn. En hvað gerð- ist? Miður sín af reiði lýstu marx- istabræður allt í einu yfir endalok- um lýðræðisins, hættu löggjafar- Enginn ansar því, að þúsund ára gamalt Alþingi hafi allt í einu orðið óstarfhæft, segir Magnús Óskarsson, af því að einhver þing- maður hvarf af sjón- varpsrásinni Sýn í kortér. starfinu og hlupu í geðshræringu heim að sofa, eins og það er nú auðvelt í slíku ástandi. Uppnám marxistabræðra á Al- þingi er álíka gott að 'skilja og uppnám Marxbræðra í óperunni. Enginn ansar því að þúsund ára gamalt Alþingi hafi allt í einu orð- ið óstarfhæft af þvi að einhver þingmaður hvarf af sjónvarpsrá- sinni Sýn í kortér. Auk þess var ræðustóllinn kominn á skjáinn aft- ur ef einhver vildi tala úr honum. Ætli það sé meira en 'h hluti þjóðarinnar sem horft getur á þing- menn á sjónvarpsrásinni Sýn, ef hann hefur lyst á því. Ef sá hluti þessa þriðja hluta, sem horfði á þingmenn á mánudagskvöldið, mátti ekki missa kortér úr án þess að Alþingi lamaðist má spyrja hvort leyfilegt sé að setja þjóðinni lög sem 2/s hlutar hennar eiga engan kost á að sjá rædd á Sýnarskjánum. Höfundur er borgarlögmaður Reykja víkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.