Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 31
_____________________________________________________ . »
AÐSENDAR GREIIMAR
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
Háskóli íslands, auk margra ríkis-
stofnana, þurft að bregðast harka-
lega við vegna þrenginga í efna-
hagslífinu. Hvernig á Háskólinn að
bregðast við þeim niðurskurði sem
hann stendur frammi fyrir? Á hann
að reyna til hins ýtrasta að halda
sér heilum og óskiptum með því
að iáta niðurskurð koma jafnt niður
á öllum deildum og skorum, jafnvel
þótt jaðri við að þær verði óstarf-
hæfar?
Er á hinn bóginn rétt af honum
að leggja til lokun heilla náms-
brauta, ef sýnt þykir að eðlilegt
skólastarf geti ekki haldið áfram
með boðuðum fjárframlögum? Er
stjórnsýsla hans þá ef til vill ófær
um að taka af skarið með þeim
hætti?
Þetta eru spurningar sem marg-
ir velunnarar, starfsmenn og nem-
endur Háskólans spyrja sig nú.
Undirritaður hefur svör við nokkr-
um þeirra.
Frumkvæði að harkalegum
aðgerðum
Háskólinn á að hafa frumkvæði
að svo harkalegum aðgerðum ef
þær teljast nauðsynlegar, af eftir-
töldum ástæðum:
1 Vegna þess að Háskólinn vill,
eins og akademískri stofnun
sæmir, vera sjálfstæð stofnun,
sem tekur ákvarðanir um eigin
framtíð.
2 Vegna þess að yfirvöld vilja, að
eigin sögn, að Háskólinn sé sjálf-
stæð stofnun, og er þvi ekki að
vænta frumkvæðis úr þeirri átt.
3 Vegna hins pólitíska veruleika.
Það er þægilegast fyrir stjórn-
völd að niðurskurður haldi áfram
að leggjast flatur á allan skól-
ann, því það vekur minnsta at-
hygíi (þar til allt hrynur á endan-
um, en þá verður
kjörtímabilinu hvort
eð er lokið).
Við upphaf ársins
1994 er það mat
margra (og þar á með-
al undirritaðs) að Há-
skólanum sé sniðinn
svo þröngur stakkur
fjárhagslega að hann
geti ekki lengur sinnt
hinu lögboðna starfi
sínu svo boðlegt megi
teljast. Allar deildir og
skorir Háskólans beij-
ast nú svo í bökkum,
að það telst orðið til
tíðinda ef starfsemi
einhverrar námsbraut-
ar hefur ekki beðið stórtjón af. Það
er orðið tímabært að leggja niður-
skurðarhnífinn til hliðar og taka
upp öxina og gangast undir aflim-
un. Slíkt sár sem hún veitir má búa
um, en þúsund skeinur munu óumf-
lýjanlega draga sjúklinginn til
dauða.
Lokun námsbrauta
Sumir kjósa að halda í vonina
um að betri tíð sé í vændum og
að rétt væri að reyna að þrauka
án þess að grípa til limlestinga.
Ekki er þó hægt að segja að mörg
teikn séu á lofti um bættari af-
komu. Það sem er hins vegar dag-
ljóst er að Háskólanum er smám
saman að blæða út og nauðsynlegt
er að bregðast strax við því. Ef
beðið er enn um sinn eftir góðæri
sem aldrei kemur, er ekkert lík-
legra en að skólinn hefði þá beðið
svo mikið tjón á sál og líkama að
það yrði seinbætt við þær aðstæður
sem við þekkjum.
Annað atriði sem ekki er lítil-
vægt í þessu sambandi, er sú at-
hygli sem það myndi vekja ef Há-
skólinn boðaði lokun
námsbrauta. Það
myndi opna augu al-
mennings fyrir því
ófremdarástandi sem
ríkir innan skólans.
Þetta ástand er alger-
lega óásættanlegt fyr-
ir Háskólann og því er
það eðlileg nauðvörn
fyrir hann að leggja til
lokun einnar eða fleiri
námsbrauta, svo hinar
geti lifað af. í því sam-
bandi má sérstaklega
nefna tannlæknadeild.
Slik ákvörðun myndi
neyða stjómmálamenn
og þjóðina alla til að
svara þeirri spurningu, hvort vilji
sé fyrir því að kosta því til sem
þarf til að reka háskóla á íslandi.
Er Háskólaráð vanhæft?
Við allar þessar vangaveltur
vakna spurningar um það hvort
Háskóli Islands sé yfirleitt fær um
að gera það að tillögu sinni að loka
t.d. einni skor. Gæti Háskólaráð,
sem er æðsta valdastofnun Háskól-
ans, komist að samkomulagi um
það eins og það er samansett í dag
en þar sitja rektor, rn'u deildarfor-
setar, tveir fulltrúar háskólakenn-
ara og íjórir fulltrúar stúdenta?
Slík samþykkt fæli í sér að einni
deild (sem á einn fulltrúa í ráðinu)
væri gert að taka á sig verulegt
tjón, meðan aðrar deildir slyppu
að mestu óskertar. Þetta verður
að skoða í því ljósi að deildarforset-
ar eru einfaldlega valdir úr hópi
prófessora í viðkomandi deild,
m.ö.o. úr hópi manna sem hafa
akademíska forfrömun sér til ágæt-
is, en ekki stjórnunarlega. Að mati
undirritaðs er til of mikils ætlast
af slíkum mönnum að taka jafn
Þetta ástand er alger-
lega óásættanlegt fyrir
Háskólann, segir Einar
Gunnar Guðmunds-
son, og því er það eðli-
leg nauðvöm fyrir hann
að leggja til lokun einn-
ar eða fleiri náms-
brauta, svo hinar geti
lifað af.
afdrifaríkar ákvarðanir og hér hef-
ur verið lýst, ákvarðanir sem geta
jafnvel varðað líf eða dauða Há-
skóla íslands sem akademískrar
menntastofnunar. (Á eftir þessu
kemur síðan spurningin um hæfni
fjögurra pólitískt kjörinna fulltrúa
stúdenta til að eiga þátt í slíkri
ákvörðun, en hún verður ekki rædd
að sinni.)
Það er álit undirritaðs að Háskól-
anum sé ófært að halda uppi því
starfi sem honum er ætlað á núver-
andi fjárveitingum. Ef meiri pen-
ingar fást ekki úr einhverri átt er
því eina úrræðið að hætta algerlega
eða að mestu rekstri einhverra
námsbrauta hans. Þar eð frum-
kvæðis til slíks er ekki að vænta
frá stjórnvöldum, fellur það í hlut
Háskólans að brydda upp á því.
Þegar svo erfitt úrlausnarefni
stendur fyrir dyrum, er nauðsyn-
legt að endurskoða gagngert sam-
setningu og starfssvið Háskólar-
áðs.
Menntastefna dregur ráðherra
til ábyrgðar
Hvernig mætti breyta til hins
betra? Til að koma í veg fyrir frek-
ari pólitíska hentistefnu af hálfu
hins opinbera, er nauðsynlegt fyrir
Háskólann að móta sér mennta-
stefnu, stefnu sem yrði framfylgt.
Það er óviðunandi að menntamála-
ráðherra geti með einu pennastriki
hindrað eðlilega námsframvindu
stúdenta, þegar honum er gert að
spara í sínu ráðuneyti. „Það er
undir skólanum komið hvernig
hann útdeilir því fjármagni sem
hann fær,“ segir ráðherra. Þar með
firrir hann sig allri ábyrgð. Ef
menntastefna væri fyrir hendi.
þyrfti ráðherra að taka ákvörðun
sem krefðist þess að stefnunni yrði
framfylgt eða ekki og hann þannig
persónulega dreginn til ábyrgðar;
með því að skera niður svo og svo
mikið, væri hann beinlínis að koma
í veg fyrir að tiltekið nám yrði
kennt.
Fjármál í hendur stjórnar en
ekki Háskólaráðs
Mótun menntastefnu á að vera
í verkahring Háskólaráðs auk þess
að fást við málefni af akademísk-
um toga (mótun rannsókna- og
vísindastefnu, samningar við er-
lenda háskóla, o.s.frv.). Hver sér
þá um fjárhagslegu hliðina? Eðli-
legast væri að mynduð_yrði fram-
kvæmdastjórn Háskóla Islands þar
sem sætu 3-5 manns. Þar ættu
sæti rektor auk óháðra háskóla-
genginna einstaklinga, þ.e.a.s. ein-
staklinga sem ekki hafa hagsmuna
að gæta innan skólans. Hlutverk
stjórnarinnar, eins og í öllum fyrir-
tækjum, væri að taka ákvarðanir
sem tengjast fjármálum, deila út
fjármagni til deilda, gera lang-
tímafjárhagsáætlanir í samræmi
við menntastefnu Háskólaráðs,
o.s.frv. í dag eru fjárhagsáætlanir
Háskóla íslands gerðar til eins árs
í senn og bitnar það óneitanlega á
starfsemi hans þegar til lengri tíma
er litið! Hvaða 1.600 milljóna króna
fyrirtæki í heiminum myndi stand-
ast það lengi að gera fjárhagsáætl-
anir til eins árs hveiju sinni?
Eins og ljóst má vera þýðir ekki
að sitja. á bleiku skýi og hugsa um
þjóðskóla þegar Háskóla Islands
er úhlutað íjánnagni árlega sem
nemur tæplega tveimur þyrlum.
Meðal þjóða sem hyggja á framfar-
ir og framsókn í atvinnulífi þættu
slík framlög hæfileg til að reka
félagsmálaskrifstofu. Háskólayfir-
völd verða hreinlega að vakna til
lífsins, skynja raunveruleikann og
setja niður fótinn.
Höfundur er líffræðinemi og
Stúdentaráðsliði.
Óþolandi ráðaleysi
háskólayfirvalda
Einar Gunnar
Guðmundsson
Skíðadeild KR 60 ára
HRESSIR KR-ingar á æfingu.
í ÁR eru liðin 60 ár frá
stofnun Skíðadeildar KR
Upphafið má rekja til stofnunar
ferðanefndar undir forystu Björns
Þórðarsonar. Aðrir í nefndinni voru
Gísli Halldórsson, Kjartan Gíslason,
Ólafur Guðmundsson, Ragnheiður
Ólafsdóttir, Ásta Benjamínsson og
Laufey Halldórsdóttir. Nefndin
hafði á sinni könnu skipulagningu
göngu- og skíðaferða á fjöll í ná-
grenni Reykjavíkur.
Það leið ekki á löngu þar til
KR-ingar komust að því að gott
skíðasvæði væri í Skálafelli í Kjalar-
neshreppi, enda var þar iðulega
góður snjór og veðursæld mikil.
Fyrsti skáli félagsins var reistur
í Skálafelli og tekinn í notkun árið
1936. Forystumenn við byggingu
hans voru þeir Stefán Gíslason,
Björn Þórðarson, Gísli Halldórsson
og Magnús Ingimundarson. Skálinn
var í 576 m hæð yfir sjávarmáli,
og var staðsettur austan megin í
ijallinu, ekki langt frá þeim stað
þar sem nú er þjónustumiðstöð og
aðalskíðasvæðið í fjallinu.
Á þessum tíma voru vegir ekki
lagðir upp fjallið, þannig að bygg-
ingarefnið þurfti að bera á bakinu
frá Þingvallaveginum, sem er um 4
km vegalengd. Með tilkomu skálans
efldist skíðadeildin mjög og var
skálinn stækkaður tvisvar sinnum,
fyrst árið 1938 og síðan árið 1946.
Eftir þessar stækkanir var flatar-
mál skálans orðið 135 fm, auk 80
fm í risi.
Þessu til viðbótar var ráðist í
byggingu 100 fm skála á Hellis-
heiði. Haraldur Björnsson, ötull fé-
lagi deildarinnar, átti heiðurinn að
þvi að koma raflýsingu í þennan
skála, sem var bylting á þeim tíma.
Að auki var brekkan við skálann
raflýst með 5 ljósastaurum, en það
mun hafa verið fyrsta skíðabrekkan
sem var upplýst hér á landi.
Skíðaskálinn á Hellisheiði brann
árið 1953 og hús félagsins í Skála-
felli tveimur árum síðar.
Fljótlega eftir að þessir skálar
KR-inga voru horfnir af sjónarsvið-
inu höfðu þeir Georg Lúðvíksson
og Þórir Jónsson forgöngu um að
byggja nýjan skála og koma í gagn-
ið nýju skíðasvæði í Skálafelli. Nýr
skáli var reistur við Beinagil og var
hann vígður 1. mars 1959. Það eru
því rétt 35 ár um þessar mundir
frá því að skáli félagsins, sem enn
gegnir hlutverki sínu dyggilega, var
tekinn í notkun.
KR-ingar reistu toglyftu í Skála-
felli árið 1961, skammt frá skála
félagsins. Þetta mun vera fyrsta
varaniega skíðalyfta landsins. Lyft-
an er enn á staðnum, og þjónar nú
hlutverki á æfingum félagsmanna
í Skálafelli. Gengur hún daglega
undir heitinu 1-lyftan KR-inga á
meðal.
Á 7. og 8. áratugnum var mikill
uppgangur í starfsemi Skíðadeildar
KR, sér í lagi hvað varðar uppbygg-
ingu mannvirkja. Samtals voru 6
lyftur reistar á árunum 1964-1979,
vítt og breitt um fjallið. Þessi upp-
bygging náði síðan hámarki með
byggingu stólalyftu, sem tekin var
í notkun árið 1982. Bygging þessar-
ar lyftu markaði þáttaskil í upp-
byggingu skíðasvæðisins, en hún
Skíðadeild KR er 60 ára
og Guðjón Ólafsson
formaður hennar segir
félagið hafa átt marga
afreksmenn í skíða-
íþróttinni.
er um 1.200 metrar á lengd og flyt-
ur um 1.200 manns á klst. Á þess-
um árum rak skíðadeild KR skíða-
svæðið í Skálafelli sem almennings-
skíðasvæði, jafnframt því að
íþróttastarfið var stundað af kappi.
Deildin eignaðist einnig og rak snjó-
troðara á svæðinu, sem var orðið
nauðsynlegt sökum stærðar svæðis-
ins og vegna þeirra krafna sem al-
menningur gerði til skíðasvæða.
Rekstur skíðasvæðisins reyndist
Skíðadeild KR þungurí skauti og
var að miklu leyti byggður á
ómældri sjálfboðaliðavinnu félags-
manna. Sökum samkeppni við önn-
ur skíðasvæði á höfuðborgarsvæð-
inu, og þeirrar staðreyndar að
reksturinn þar var niðurgreiddur
af opinberum aðilum, reyndist
ómögulegt að halda rekstrinum
áfram. Það varð því úr að Reykjg,-
víkurborg keypti mannvirki Skíða-
deildarinnar árið 1989, að frátöld:
um skála félagsins og 1-lyftunni. í
dag er skíðasvæðið í Skálafelli eitt
hið besta á landinu og áframhald-
andi uppbygging er ráðgerð. Tilurð
þessa skíðasvæðis má alfarið þakka
þeim framsýnu KR-ingum sem létu
ekkert aftra sér við uppbygginguna
á sínum tíma og getur félagið verið
stolt af að hafa staðið að uppbygg-
ingu þessa glæsilega skíðasvæðis. !
Skíðadeild KR hefur frá upphafi
átt stóran hóp afreksmanna í skíða-
íþróttinni. íþróttastarf í deildinni
stendur með miklum blóma og
stunda nú um 70-80 börn og ungl-
ingar æfíngar og keppni fyrir höndu
deildarinnar. Starfið fer fram í
Skálafelli, en einnig eru stundaðar
æfingar annars staðar eftir atvik-
um, eins og t.a.m. þrekæfingar.
Farnar eru æfingaferðir til Austur-
ríkis reglulega og hefur undanfarin
ár verið farið annað hvert ár. í síð-
ustu ferð var dvalið í Zell am See
í tvær vikur og tóku samtals 28
unglingar þátt í þeirri ferð, auk
fararstjóra og þriggja þjálfara.
Ferðir sem þessar virka sem vítam-
ínssprauta á iðkendurna og hafa
iðulega heppnast með ágætum.
Þegar er hafínn undirbúningur að
næstu ferð, sem farin verður í lok
ársins. Um þessar mundir starfa 5
þjálfarar hjá deildinni og eru iðk-
endur á aldrinum 6-20 ára.
Félagslíf er einnig með miklum
blóma í deildinni. Eldri félagar eru
boðnir og búnir að leggja hönd á
plóg í hinum ýmsu verkefnum sem
til falla, sem og foreldrar þeirra
barna sem stunda æfíngar hjá deild-
inni. Mikil vinna er í Skálafelli,-.
bæði við viðhald skálans, við lyft-
umar sem- og í brekkunum. Þá er
einnig mikið starf við skíðamót
deildarinnar, sem haldin eru i fjall-
inu. Aðstaða til mótahalds er prýði-
leg og hefur félagið yfir að ráða
fullkomnum tímatökubúnaði.
Höfundur, Guðjón Ólnfsson, er
formaður Skíðadeildar KR.