Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 45
Allra eiðaeta eýning Enn eru fáein sæti laus. Miesið ekki af ipessari frábæru skemmtun. Pantanir! sima 91-29900. SértHboð á gistintju Hljómsveitin Saga Klaee og söngvararnir Þerglind Björk Jónaedóttir, ein af Borgardætrum og Reynir Guðmundeson halda uppi fjörinu á dansleiknum eftir sýningu. Miðaverð á dansleik 850 kr. Þorvaldu Gunn ná upp vason ningu Laugavegi 45 - r.ími2l255 í kvöld: Landskeppnin í karaoke úrslit Ath.: Fimmtudaginn 19 maí: Hinn eini sanni Hörður Torfa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 14. MAÍ 1994 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Minningartónleikar um Hauk Morthens söngvara BREFRITARI telur hvalaskoðunarferðir gott innlegg í ferðaþjónustu á Islandi. Frá Jóni Kr. Ólafssyni: í TILEFNI af því að vinur minn Haukur Morthens hefði orðið 70 ára 17. maí 1994 langaði mig að minnast þess með þessum fáu orðum. Og í tilefni þess verða haldnir tónleikar á Hótel Sögu 15. maí 1994 og vonandi mæta þar allir sem vettlingi geta valdið, eins og sagt var á sínum tíma. Ég, undirritaður, kynntist Hauki um 1976 og það var mitt stóra lán, því eins og ég held að öll þjóðin viti var hann Haukur ljúfur og góður maður, kom alltaf fram sem sjentilmaður og lagði Haukur Morthens hefur auðgað flóru íslenskrar dægur- tónlistar. fram margar ljúfar og fallegar perlur, sem hann söng svo fallega á sinn sjarmerandi hátt á giftusömum og löng- um söngferli. Vonandi hefur þessi góða þjóð það i huga í framtíðinni að varðveita þessi góðu lög og ljóð. Ég vona að 15. maí verði góður minningardagur og okkur öllum til sóma í stíl við þennan ljúfa söngvara sem verður minnst á Hótel Sögu. Með virðingu og þökk. JÓN KR. ÓLAFSSON, söngvari, Bíldudal. Opið í kvöld frá kl. 22 Hljómsveitin Gleðigjafamir ásamt Andra Bachmann og Ellý Vilhjálms skemmta í kvöld Sími 686220 V____________________________________7 V ...... .___________________J Áróðursríkissjónvarpið Sjónvarp sumra landsmanna Frá Sveini Baldurssyni: ÓÞOLANDI er hve ríkissjónvarpið er hlutdrægt í mörgum umdeildum málum. Áróðursbumbur hvalveiðisinna hafa undanfarið verið barðar með æ meiri látum og einmitt nýverið með lofgjörð ríkissjónvarpsins um japanska hvalkjötsfíkla. Skilaboðin til okkar voru skýr: „Hefjum hvalveiðar að nýju áður en það verður um seinan!" Þessum miskunnarsnauðu og krefjandi skilaboðum var útvarpað um gerv- allt landið, án tillits til þjóðarhags- muna, án tillits til mannúðar, án tillits til viðskiptahagsmuna og án tillits til nokkurra nema hvalveiði- klíkunnar og sjálfskipaðra hirð- sveina hennar. Þennan ósæmilega áróður fær þjóðin yfir sig á sama tíma og aðr- ar þjóðir, svo sem Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Nýsjálending- ar, laða til sín ferðamenn í stríðum straumum til þess að beija lifandi hvali augum — lifandi og fijálsa. Þannig endurnýta þessar þjóðir hvalastofninn, því sömu hvalina er hægt að skoða aftur og aftur, ár eftir ár. Eftir situr aur hins ánægða ferðamanns, sem upplifir sérstök tengsl við mikilfenglegar skepnur í fögru umhverfi. Þetta hið sama eru nokkrir fram- sæknir íslendingar farnir að gera, menn sem sjá hvílík auðæfi eru fólgin í okkar fagra, fjölskrúðuga og stórbrotna landi, menn sem Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. kunna að framleiða ferðaþjónustu sem skilur eftir sig litskrúðugar minningar í hugum ferðamanna um dvöl í undralandi hinna villtu nátt- úruafla. Þessir forgöngumenn skilja að því fleiri ævintýri, sem hægt er að bjóða upp á, því fleiri ferðamenn munu stökkva á ævin- týraferð til íslands. í ævintýrasarp- inn á hvalaskoðun fullkomlega er- indi ásamt jöklaferðum, eyjaferð- um, flugferðum, fljótaferðum, há- lendisferðum og öðrum þeim ævin- týrum sem íslensk náttúra og ís- lenskt hugvit og framkvæmdasemi bjóða upp á. Fyrst ríkissjónvarpið hefur svo rækilega hossað hvalveiðisinnum, sem raun ber vitni, ber að bíða og sjá hvort við fáum ekki líka að líta inn í hinn heillandi heim þeirra sem bjóða upp á hvalaskoðun. Þangað til verður ríkissjónvarpið bara sjón- varp sumra landsmanna. SVEINN BALDURSSON, Hörgshlíð 18, Reykjavík. Þægilegt umhverfi - ögrandi vinningarl OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00 _ * Trúverðugleiki Arna Sigfússonar Frá Gunnlaugi Eiðssyni: ÞAÐ ER gleggsta dæmið um ör- væntingu R-listafólks hvernig það skrifar í Moggann: Staðreyndum er snúið á hvolf og til þess að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu beitir R-listinn svo vitlausri rök- semdafærslu, að keyrir um þverbak. Nú á að sýna fram á að Árni Sigfússon sé ekki trúverðugur í málflutningi sínum. Ámi — sem er kennari að mennt og áhugamaður um uppeldis- og skólamál — leggur meiri áherslu á fjölskyldupólitík en fyrirrennarar hans. Stefna Sjálf- stæðisflokksins hefur ekkert breyst; aðeins áherslur flokksins í Reykja- vík. Vitanlega ber Árni með öðrum ábyrgð á glæsilegri uppbyggingu borgarinnar síðustu ár; Perlunni og Ráðhúsinu til dæmis. En hvernig getur það verið í mótsögn við fjöl- skyldustefnu Sjálfstæðisflokksins? Getur hrein og fögur borg ekki fall- ið saman við áhuga Árna á uppeldis- málum? Heimskulegast er þó, að reyna að halda því að fólki, að Ámi sé ómerkur orða sinna um fjöl- skyldumál vegna þess að hann er fijálshyggjumaður og hlynntur einkarekstri. Og til að fullkomna bullið er Friedman og Hayek bland- að í þetta! Það er mér gersamlega hulið, hvernig þeir geta staðið fjöl- skyldupólitík Árna fyrir þrifum. Ég held að fátt sé fögm mannlífi heilla- drýgra en frjálshyggja. Að minnsta kosti er kúgun og ofríki miðstýring- arinnar, sem R-listinn stendur fyrir, í hróplegri mótsögn við fagurgal- ann, sem frúmar þar bera á torg. Auðvitað era eigendur R-listans í sjokki. Þær héldu, að þær einar ættu ákveðin viðhorf og nefndu þau hin „mjúku málin“. En svo kemur Árni og leyfir sér að hafa áhuga á uppeldis- og fjölskyldupólitík. Og hann kallar hana „hörðu málin“! Þjóðfélagið hefur breyst og Sjálf- stæðisflokkurinn breytist með. R- listinn á ekki neitt. Kvennapólitíkin er að líða undir lok. GUNNLAUGUR EIÐSSON, Lindargötu 42, Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.