Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Asgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari, hefur valið lands- liðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, fyrir vináttulandsleik- inn gegn Lúxemborg í Lúxem- borg 18. maí. Eftirtaldir leik- menn skipa liðið: Markverðir: Atli Knútsson, KR og Eggert Sig- mundsson, KA. Aðrir leikmcnn: Lárus Orri Sigurðsson, Þ6r, Pétur Marteinsson, Fram, Sturlaugur Har- aldsson, ÍA, Kristinn Lárusson, Val, Þúrður Guðjónsson, Bochum, Hákon Sverrisson, UBK, Helgi Sigurðsson, Fram, Rútur Snorrason, ÍBV, Auðunn Helgason, FH, Pálmi Haraldsson, ÍA, Tryggvi Guðmundsson, KR, Guð- mundur Benediktsson, Ekeren, ívar Bjarklind, KA og Lárus Huldarson, Víkingi. UM HELGINA Frjálsíþróttir Húsasmiðjuhlaupið Hlaupið fer fram I Hafnarfirði í dag og er í samvinnu við frjálsíþróttadeild FH. Keppn- in hefst kl. 12.30 við Húsasmiðjuna í Hafn- arfirði. Hlaupnir vera 3,5 km., 10 km og hálfmaraþon. Víðavangshlaup flugfélaga I dag mun hlaupaklúbbur Flugleiða standa fyrir einu sterkasta víðavangshlaupi sem haldið hefur verið hér á landi. 126 starfs- menn evrópskra flugfélaga, flestir sterkir hlauparar, auk 15 frá Flugíeiðum taka þátt [ hlaupinu sem verður á svæði Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Keppni, sem er sveitakeppni, hefst kl. 11. Golf Opna Rangármótið verður á Strandavelli í dag, laugardag. Leikin verður 18 holu pútt- keppni. 7/8 forgjöf. Ræst verður út frá kl. 08.00. Þetta er þriðja mótið af þremur í S/L mótaröðinni. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-úrslitakeppnin Austurdeild: New York - Chicago.............96:91 ■New York hefur yfir 2:0. Næstu tveir leikir fara fram í Chicago. Atlanta - Indiana..............92:69 ■Liðin standa jöfn að vígi, 1:1. Næstu tveir leikir verða í Indiana. Vesturdeild: Houston - Phoenix............117:124 ■Leikinn þurfti að framlengja, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 108:108. Pho- enix hefur yfir 2:0 og fær tvo næstu leiki á heimavelli. Utah - Denver................104:94 ■Utah hefur 2:0 yfir. Knattspyrna '*Seoul, S-Kóreu: S-Kórea - Intemacionl (Brasilíu).2:2 Choi Dae-sik (34.), Hwang Sun-hong (38.) - Anderson Schveltzer (13.), Agrellco Fuks (69.). 30.000. Holland Bikarúrslit: Rotterdam: Feyenoord - NEC Ngmegen.........2:1 Ruud Heus (8. - vsp.), John von Loen (81.) - Benny Dekker (90.). 49.000. Sviþjóð Bikarúrslit Gautaborg-. Norrköping - Helsingborg.........4:3 Niclas Kindvall (19.), Mikael Hansson (31.), Goran Holter (76. - vsp.), Jan Jansson (110.) - Jonas Dahlgren (11.), Ulruk Jansson (13.), Patrick Andersson (25.), 4.021. FOLK I MAREL Guðlaugsson og Hjörtur Harðarson úr Grinda- vík, Hermann Hauksson, KR og Brynjar K. Sigurðsson, Val, léku allir fyrsta landsleik sinn í körfuknattleik gegn Eistlending- um á Polar-cup í Stokkhólmi á fimmtudag. ■ ÍSLENSKA landsliðið er minnst allra liðanna á mótinu í Svíþjóð eins og svo oft áður. Það var ekki uppörvandi fyrir íslensku strákana þegar rútubílstjórinn sem sótti liðið á flugvöllinn var hærri en Guðmundur Bragason, hæsti maður íslenska liðsins, sem er 2,00 metrar. ■ ILAGASKAS frá Litháen er hæsti leikmaður keppninnar, 2,14 metar og Michael Dahl Anders- en frá Danmörku er næstur, 2,13 m. Flest liðin eru með fjóra til fimm leikmenn sem eru yfir tveir metrar á hæð. ■ STEFÁN Þórðarson hefur ákveðið að skipta úr f A í KA á Akureyri. Hann var með KA í tíu leikjum í 2. deildinni í knatt- spyrnu sl. sumar og gerði 4 mörk, en skipti svo aftur í lið Akurnes- inga. Stefán hefur ekki fengið mörg tækifæri með liðinu í vor og ætlar því að leika með KA aftur í sumar. Islenska körfuknattleikslandsliðið mátti þola stórtap, 76:109, fyrir Finnum á Norðurlandamótinu í Solnar-höllinni í Stokkhólmi í gær, en áður hafði liðið tapað, 98:105, fyrir Eistlendingum á fimmtudag. „Finnar voru betri, en við áttum að veita þeim meiri mótspymu. Þeir gerðu út um leikinn með því að skora tuttugu og þijú stig á okkur á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik — eftir það áttum við ekki möguleika," sagði Torfi Magnús- son, þjálfari íslands. Leiðir skildu þegar staðan var ?ai—mmmmmm 26:28 og 15 mín. búnar. Eftir það mátti sjá tölur eins og 29:40, en staðan í leikhléi var 39:53. Vörn íslenska liðsins náði sér ekki á strik. Guðmundur Bragason var besti leikmaður liðsins. Stig íslands: Guðmundurt Bragason 16, Nökkvi Már Jónsson 14, Hjörtur Harðarson 13, Jón Kr. Gíslason 10, Teitir Örlygsson 10, Hermann Hauksson 5, Brynjar Karl Sigurðs- son 5, Valur Ingimundarson 2, Kristinn Frið- riksson 2. Eistlendingar náðu strax tökum á leiknum á fímmtudag — gerði út um hann strax í fyrri hálfleik, 41:64. „Það tók okkur heilan hálf- leik að skilja að mótið var byijað, en í síðari hálfleik fórum við í gang en það var of seint,“ sagði^ Jón Kr. Gíslason, besti leikmaður íslands. Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari, sagði að leikmenn hafí ekki verið tilbúnir að mæta svona harðri vörn í fyrsta leik. „Leikurinn tapað- ist í fyrri hálfleik, en við komumst vel inní leikinn í síðari hálfleik." Stig fslands: Jón Kr. Gíslason 14, Guðmund- ur Bragason 12, Valur Ingimundarson 12, Jón Amar Ingvarsson 12, Teitur Örlygsson 11, Hjörtur Harðarson 8, Nökkvi Már Jónsson 8, Brynjar Karl Sigurðsson 6, Guðjón Skúlason 2, Marel Guðlaugsson 2. KR-ingar Reykja- víkur- meistarar KR-ingar hömpuðu Reylcjavíkurmeistarat- itlinum í knattspymu karla í 31. sinn á fímmtudagskvöldið. KR sigraði Fram örugglega í úrslitaleik mótsins 5:0. Tómas Ingi Tómasson gerði tvö marka KR og þeir Tryggvi Guðmundsson og Salih Heim- ir Porca sitt markið hvor, en fímmta markið var sjálfsmark Framara. Staðan í hálfleik var 2:0. Á myndinni Rúnar Krist- insson, fyrirliði KR, með bik- arinn sem KR.fékk. Morgunhlaðið/JúKus 19. MAI KL. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 18. maí kl. 11:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKI AFHENTIR FVRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ miðvikudaginn 18. maí kl. 08:00 - 12:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Ótrúlegur lokaþáttur Phoenixvann upp 20 stiga mun á 10 mín. og tryggði sérsigur NEW York og Phoenix eru talin líkleg til að leika til úrslita um NBA-titilinn í ár. New York hefur 2:0 yfir gegn meisturunum sjálfum, Chicago, í Austur- deildinni og Phoenix er 2:0 yfir gegn Houston í Vesturdeildinni og á næst tvo heimaleiki. John Starks, bakvörður New York, var sterkur og skor- aði 8 stig í röð í fjórða leikhluta gegn Chicago í undan- úrslitum Austurdeildar. Hann átti því stóran þátt í 96:91 ^■■■^■1 sigri New York. Patrick Ewing var stiga- Frá hæstur að vanda í liði New York með 26 Gunnari stig, en Scottie Pippen var bestur í liði V8lgeirssyni meistaranna með 22 stig. Það er of snemmt i an ari junum ^ afskrá meistarana því þeir voru í sömu stöðu í fyrra því þá vann New York einnig tvo fyrstu leik- ina, en þá var Jordan með. Það verður því fróðlegt að fylgjast með tveimur næstu leikjum sem fram fara í Chicago. í hinum undanúrslitaleiknum í Austurdeildinni náði Atl- anta Hawks að jafna gegn Indiana, 92:69. Þetta er í fyrsta sinn sem aðeins 69 stig eru gerð í heilum leik í úrslita- keppni NBA. Fyrra metið átti Golden State sem gerði 70 stig í leik gegn Seattle 1973. Kevin Willis gerði 20 stig fyrir Atlanta og tók 15 fráköst og Mookie Blaylock náði fyrstu þreföldu tvennunni í úrslitakeppninni — gerði 11 stig, tók 10 fráköst og átti 13 stoðsendingar. Reggie Mill- er gerði 12 stig og Derrick McKey 11 fyrir Pacers. Vesturdeild Phoenix er í milku stuði í Vesturdeildinni og gerði næst- um það ómögulega gegn Houston í Houston. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var Phoenix 20 stigum undir, 104:84. En með frábærum lokakafla náði Phoenix að knýja fram framlengingu með því að jafna 108:108 áður en flaut- að var af. Phoenix gerði því 24 stig á móti aðeins fjórum þennan leikkafla og er það besti árangur liðs í úrslita- keppni. Annað met var sett í leiknum því samtals voru 55 stig skoruð úr þviggja stiga skotum. Næstu tveir leik- ir fara fram á heimavelli Phoenix og fátt sem bendir til annars en liðið tryggi sér öruggt sæti í úrslitum Vestur- deildar um helgina. Barkley var stigahæstur í liði gest- anna með 34 og Hakeem Olajuwon gerði 34 fyrir Houston. Karl Malone var í aðalhlutverki er Utah Jazz sigraði Pashalis þjálfar Snæfell Grikkinn Nick Pas- halis, sem þjálfaði 1. deildarlið Hött á Egilsstöðum sl. vetur, hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeild- arliðs Snæfells í Stykkishólmi fyrir næsta keppnistíma- bil. Snill- ingur liew York Partick Ewing var að vanda stiga- hæstur í liði New York sem hefur 2:0 yfir gegn meistur- unum, en næstu tveir leik- Ir fara fram í Chicago. Denver Nuggets 104:94 og hefur nú 2:0 yfír. Hann skoraði alls 32 stig, en þess má geta að hann gerði ekkert stig í fyrsta leikhlutanum. Ma- hmoud Abdul-Rauf gerði 23 stig fyrir Denver og LaPhonso Ellis kom næstur með 19. Stórl tap geqn Finnum KNATTSPYRNA Asgeir velur 21sárs KÖRFUKNATTLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.