Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 13 LANDIÐ Trausti Traustason for- maður Björgunarsveitar- innar Tryggva við skiltið í Þjófahrauni. Viðvörun í Þjófa- hrauni Selfossi - Björgunarsveitar- menn á Selfossi settu nýlega upp viðvörunarskilti við Þjófa- hraun á Þingvallasvæðinu. Skiltið var sett upp í kjölfar alvarlegs vélsleðaslyss sem þar varð á dögunum. A skiltinu er viðvörun til ökumanna vélsleða og fjallabíla um að alvarleg slys hafi orðið á svæðinu og þeir hvattir til að sýna fyllstu aðgát. Sædýra- safn opnað við lúðu- bankann Keflavik - „Við erum með 50 tegundir, fiska og krabbadýr, og við eigum eftir að fjölga teg- undum,“ sagði Jón G. Gunn- laugsson, sem hefur opnað sæ- dýrasafn í Höfnum. Jón starf- rækir Lúðubankann og sagði hann að opnun safnsins hefði komið í kjölfar aukins húsakosts og áhuga ferðamanna. Jón sagði að starfsemi Lúðu- bankans fælist í að kaupa lif- andi smálúðu af dragnótabátum sem hann síðan elur upp í kerum þar til þær hefðu náð slátur- stærð. Sjómenn hefðu líka verið ákaflega duglegir við að láta hann hafa aðra lifandi fiska. Hópa ferðamanna Samkomulag hefur verið gert við ferðaskrifstofur sem leiða eiga með hópa um svæðið og þarna er einnig tækifæri til að sýna nemendum fiska við bestu aðstæður. Oddvitar á Héraði ræða vanda skóg- arbænda og önnur hagsmunamál Morgunblaðið/Björn Blöndal Jón G. Gunnlaugsson ásamt starfsmanni safns- ins, Soffíu Jóhannsdóttur. Færri hrein- dýr eða fleiri? Vaðbrekku, Jökuldal - Fundur oddvita á Héraði og Borgarfirði eystra var haldinn í Brúarárskóla 7. maí. Að sögn Arnórs Benedikts- sonar, oddvita Jökuldalshrepps og formanns oddvitasamstarfs Héraðs og Borgarfjarðar eystra, voru aðal- mál fundarins tengd hreindýrum og ágangi þeirra í landi skógar- bænda og einnig rætt var um bruna- og slysavarnir á Héraði. Félag skógarbænda á Héraði sendi nýlega bréf til umhverfisráð- herra þar sem skorað er á ráðherr- ann að fækka hreindýrum veru- lega. í bréfinu, sem rætt var á oddvitafundinum, kemur fram að „ríkið leggur árlega fram 50 millj- ónir til verkefnis Héraðsskóga, og þar sem umhverfisráðuneytið ber ábyrgð á hreindýrastofninum verði það að sjá til þess að hreindýrin leggi ekki í auðn hina ungu Héraðs- skóga“. Voru skoðanir öddvita mjög skiptar um fjölda hreindýra, eða allt frá að fækka þeim í 1.500 upp í að fjölga þeim frá því sem nú er. Einnig kom fram að sumir oddvitar töldu að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni ef fækka ætti hreindýrum þar sem bændur á svæðinu hefðu tekjur af hrein- dýraveiðum. Fundurinn samþykkti að skora á hreindýraráð í samráði við Félag skógarbænda að gangast fyrir rannsókn á gróðurskemmdum af völdum hreindýra á seinni árum. Þar eftir verði tekin ákvörðun um stofnstærð hreindýra. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson VÍKINGABÆRINN sem reistur hefur verið í tilefni af kvik- myndatöku vikingamyndar. Kvikmyndafólkið setur svip áVík Vík -1 nágrenni Víkur i Mýrdal er kvikmyndafélagið Justene Picture að taka upp víkinga- mynd. Að sögn framkvæmda- stjórans, Snorra Þórissonar, hafa tökur gengið vel en þær hófust um miðjan apríl og standa út maí. Leikstjórinn Michael Chapman er mjög hrifinn af breytileikanum i landslaginu i Mýrdalnum; allt frá svörtum sandinum, fögrum fjallahringnum að ónefndri Dyr- hólaey, Reynisdröngum og Mýr- dalsjökli. Mikil vinna hefur skapast á staðnum i kringum þessa mynda- töku. Byggður hefur verið bær í víkingastíl inn á Höfðabrekku- heiðum og hafa margir heima- menn fengið vinnu við undirbún- ing myndarinnar og einnig sem aukaleikarar. Öll gistiaðstaða á svæðinu er nýtt til hins ýtrasta og nokkrir íbúar í Vík hafa leigt húsin sín og flutt út á meðan. Því fylgir óneitanlega töluverð breyting í litlu samfélagi eins og Vík að fá allt í einu 80-100 manna hóp inn á svæðið enda ríkir nú alþjóðleg kráarstemmn- ing flest kvöld á þeim tveimur krám sem eru á svæðinu, Höfða- brekku og Víkurskála. í Víkurþorpi búa 330 manns og því er þessi 80-100 manna hópur töluverð aukning við íbúa- fjöldann, eða u.þ.b. 30%. Til sam- anburðar má ímynda sér að við íbúafjölda i Reykjavík myndu bætast 30.000 manns í sex vikur. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Bjargsig í leikfimi ELSTU krökkunum í Höfða- skóla á Skagaströnd stóð til boða að prófa bjargsig í einum af siðustu leikfimitímum vetrar- ins. Ekki höfðu allir kjark til að fara niður er þeir stóðu á brúninni á 15 metra háu þver- hnýpinu, þó flestir létu sig hafa það. Calle Jakobsen, íþrótta- kennari krakkanna er vanur bjargsigi og leyfði hann krökk- unum að prófa búnað sinn undir ströngu eftirliti sínu. Að sögn Calle höfðu krakkarnir fengið nasasjón af siginu inni í sal áður en lagt var í alvöruna og valdi hann gott bjarg þar sem engin hætta var á grjótflugi. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé, enn harðskeyttari og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjóm: Gunnar Þórðarson Leikstjóm: Egill Eðvaldsson. Matseðill Portvímbœtt amturtemh sjávarrétkisúpa með rjómatopp og kavíar KoníakslegiðgrfsaJUle meðfranskri dijonsósu, parísarkartöflum, oregatto, Jlamberuðum ávöxtum og gfláðu grammeti Konfektis med piþarmyntuperu, kirsuberjakremi og tjómasúkkuiaðisósu Glæsileg tilboð é gistingu. Sími 688999 Miðasala og boröapantanir ísíma 687111 fré kl. 13 til 17. SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel íslandi SÍÐASTA SÝNING í KVÖLD Raggi Bjarna. Maggi Úlafs. Hemmi Gunn. Úmar Ragnars. Þorgeir Ásvalds. Jón Ragnars. Bessi Bjarna og Sigga h ....... ............... .............. 1111111...............mll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.