Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ORÐSENDING FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS TILSJÓÐFÉLAGA Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hef- ur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 1993. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræð- ingafélags íslands eða ef yfirlitið er ekki í sam- ræmi við frádrátt á launaseðlum, þá vinsamleg- ast hafið samband við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 1. júní nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyris- sjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar, innan 60 daga frá dagsetningu yfir- lits, ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á ið- gjöldum skal launþegi, innan sömu tímamarka, leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi Iffeyris- sjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 688504, fax 688834. I DAG Farsi BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnnrsun Frá öndverðu hafa brids- fræðimenn verið sammála um að þriðja hönd eigi að láta lægra spilið í slaginn með tvö samliggjandi háspil: gosa frá DG og drottningu frá KD, o.s.frv. Reglan hefur líka átt við um þijú spil í röð, • en við nánari skoðun kemur í ljós að það er ekki alltaf skynsamlegt. Suður gefur, allir á hættu. Norður ♦ 86 ¥ K95 ♦ Á75 * DGI084 Vestur Austur ♦ Á9752 ♦ DGIO ¥ 1084 | ¥ DG72 ♦ 963 111111 ♦ G1082 * K6 * 52 Suður ♦ K43 ¥ Á63 ♦ KD4 ♦ Á973 Suður spilar þrjú grönd eftir opnun á grandi og stökk norðurs í þijú. Vestur kemur út með spaðafímmu, fjórða hæsta, og suður drepur tíu austurs með kóng. Hann fer síðan inn í borð á tígulás og lætur laufdrottningu rúlla yfir á kóng vesturs. Setjum pkkur nú í spor vesturs. í þessu tilfelli hnekkir hann geiminu með því að spila smáum spaða. En frá hans bæjardyrum gætu hendur austurs og suð- urs allt eins litið þannig út: Norður ♦ 86 ¥ K95 ♦ Á75 + DG108 Vestur Austur ♦ Á9752 ♦ G104 V 1084 IIIIH ¥ ÁG73 ♦ 963 111111 ♦ G1082 ♦ K6 +52 Suður ♦ KD3 ¥ D62 ♦ KD4 ♦ Á973 Og þá gefur áframhald- andi spaðasókn sagnhafa níunda slaginn. Hvað er þá til ráða? „Smith-kallið“ (Oddball) gæti dugað, ef það er í vopnabúrinu, en þá myndi austur sýna áhuga á útspils- litnum með því að henda háum tígli undir ásinn. En spumingin er, hvort austur er ekki bara að sýna gosann með því. A.m.k. leysir það málið fullkomlega ef austur setur gosann í byijun frá DG10. Þá getur vestur spilað smáu næst, áhættulaust. Hann gefur nefnilega ekkert ef sagnhafí átti upphaflega KD10. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Fékk hjólið aftur KONA hringdi til Vel- vakanda og sagði að allt- of sjaldan væri minnst á jákvæða hluti. Hún sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hjóli verið stolið frá henni og hún hefði verið búin að gefa upp alla von um að fá það aftur. Hún lýsti eftir því í Velvakanda í þeirri von að einhver vissi um það. Svo bar það við sl. helgi að hjólinu var skilað á sama stað þar sem það hafði verið tek- ið, algjörlega óskemmdu. Hvort það var auglýs- ingu Velvakanda að þakka eða að sá sem tók hjólið hafi fengið sam- viskubit og skilað því, þá vildi þessi kona þakka kærlega fyrir að fá hjólið aftur. Gæludýr Kettlingur Svartur og hvítur kassa- vanur fresskettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 681187. Kettlingur GRA sex vikna læða fæst gefins. Upplýsingar í síma 42384. Kettlingar TVEIR fallegir kettling- ar óska eftir góðu heim- ili. Upplýsingar í síma 650948 eftir kl. 17. Kettlingar ÞRÍR litlir kettlingar óska eftir heimili. Upp- lýsingar í síma 75918. Kettlingar fást gefins TVEIR gullfallegir, kassavanir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 673796. Pennavinir TVÍGUTUR Kúbveiji sem skrifar á spænsku leitar eftir íslenskum pennavin- um: Ricardo do Mtnez. Cor- onel, Aptdo. Postal N° 22, Giiines 33900, La Habana, Cuba. FRÁ Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á íþrótt- um,- ferðalögum, tónlist og dansi: Indira Hayford, c/o Samuel Adigbli, Box 50, Anfoega - V/R, Ghana. SEXTÁN ára fínnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Anna Kontiokorpi, 59730 Uukuniemi, Finland. Víkveiji skrifar Olafur R. Dýrmundsson ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi ís- Iands hefur sent Víkveija bréf, þar sem hann leiðréttir þá fullyrðingu Víkveija (frá 30. apríl), að allt sauðfé íslendinga sé að stofni til vestfirzkt vegna fjárskiptanna, sem urðu í kjölfar mæðiveikinnar hér- lendis fyrir nokkrum áratugum. Ólafur segir, að því fari fjarri að íslenzkt sauðfé sé einöngu af vest- fírzkum stofni, því að nokkur önnur svæði landsins hafi sloppið við nið- urskurðinn þá og síðar. Þannig hafí fjöldi líflamba verið fluttur úr Þingeyjarsýslum og töluvert úr Vestur- og Austur-Skaftafellssýsl- um. Hann telur, að um helmingur fjár sé af verstfirzka stofninum, en nákvæm skipting sé ekki kunn. Hrútar af þingeyskum stofni hafi t.d. verið notaðir meira en vestfirzk- ir í sæðingarstarfsemi. Ólafur bendir á, að vilji fólk fræð- ast frekar um fjárskiptin, sé unnt að finna grein í Árbók landbúnaðar- ins frá 1970, bls. 101-127, eftir Sæmúnd Friðriksson, sem nefnist „Baráttan við sauðfjársjúkdóm". xxx Vífílfell, sem sett hefur á mark- að nýjan gosdrykk, „Tab- xtra“ á lof sirilið fyrir góðan sykur- lausan Cola-drykic. Víkveija, sem aðallega hefur drukkið sykurlausa gosdrykki að undanförnu, finnst þessi drykkur komast næst kókinu víðfræga og því betri drykkur en „Diet-Coke“. „Tab-xtra“ tekur gamla tabinu mjög svo fram í bragði. xxx Hjálmar fyrir reiðhjólafólk hafa margsannað ágæti sitt. Nú hvað eftir annað hafa komið upp tilfelli, þar sem slíkir hjálmar hafa bjargað bömum frá stórslysum. Þetta er mjög jákvætt og sýnir for- eldrum, hve brýnt er að predika fyrir börnunum notkun hjálmanna. Þeir eru tiltölulega ódýrir og ættu í raun að vera algjörlega aðflutn- ingsgjalda- og tollalausir, svo að það ætti ekki að vera hægt að bera því við að þeir séu of dýrir. Hjálmar til öryggis notendum ættu í raun að vera fáanlegir eins ódýrt og frekast er kostur. Þetta minnir Víkveija á baráttu, sem slökkviliðsstjórinn í Reykjavík átti fyrir mörgum árum í við tollayfir- völd, en hann gat ekki sætt sig við, að öryggishjálmar slökkviliðs- manna væri tollaðir í sama flokki og pípuhattar. í raun hættu reiðhjólahjálmar að fylgja hverju hjóli, sem selt er rétt eins og bjöllur, glitaugu og annar öryggisbúnaður. xxx * IMorgunblaðinu um síðustu helgi var frá því skýrt að aðeins 16 þúsund manns hefði sé mynd Step- hens Speelbergs um helförina. Það má teljast furðulegt, að ekki hafi fleiri haft áhuga á að sjá þessa mynd, svo góð sem hún er. ' .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.