Morgunblaðið - 14.05.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 14.05.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 9 FRETTIR Anna Gunnarsdóttir, fatastílsfræðingur, verður þér til aðstoðar í versluninni ídagfrákL 11-14. TE88 IMt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl. 9-18, laugardag kl. 10-14. UTSALA 25-40% afsláttur af öllum vörum í versluninni. Snyrtivöruverslunin Soff ía, Hlemmtorgi *_ Hækkun farmgjalda SIF Eimskip vill ekki ræða einstök mál ÞÓRÐUR Sverrisson framkvæmda- stjóri hjá Eimskip hf. segir fyrirtæk- ið ekki fjalla opinberlega um samn- inga við einstaka viðskiptavini. Því vilji hann ekki ræða pm fullyrðingar stjórnarformanns SÍF um að SÍF hefði ekki notið þeirrar lækkunar á flutningsgjöldum, sem Eimskip segir að hafi orðið síðustu ár. Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert ræða þetta mál þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Við ræðum flutningskjör og þró- un á farmgjöldum SÍF við stjórn og stjórnendur SÍF en teljum ekki ástæðu til að ræða það í fjölmiðl- um,“ sagði Þórður Sverrisson við Morgunblaðið. SIF mun ekki sætta sig við hækkun Á aðalfundi SÍF á miðvikudag sagði Sighvatur Bjarnason stjórnar- formaður að þrátt fyrir fullyrðingar forsvarsmanna eins skipafélagsins um að flutningsgjöld félagsins í inn- flutningi hefðu lækkað jafnt og þétt frá árinu 1986 hefði SIF ekki notið þeirrar lækkunar og fragtin hefði þvert á móti hækkað í erlendri mynt. Nýverið hefði raunar verið farið fram á hækkun á flutningsgjöldunun en síðan horfið frá því. „Það er ljóst að við munum ekki sætta okkur við hækkun því það eru engar forsendur fyrir hækkun á flutningsgjöldum," sagði Sighvatur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði að þessi mál væru nú í vinnslu hjá báðum aðilum. Þórður sagði forsvarsmenn Eim- skips undanfarið hafa rætt opinber- lega um þróun flutningsgjalda fé- lagsins í innflutningi. „En við ræðum við hvern viðskiptavin um þá samn- inga sem þeir hafa en teljum ekki ástæðu til að ræða það í fjölmiðl- um,“ sagði Þórður. Hann sagði að Eimskip hefði ekki rætt við stjórn SÍF eftir aðalfundinn. Nýr leikskóli í Kópavogi LEIKSKÓLINN Smárahvamm- ur í Kópavogi var opnaður á miðvikudag, í landi Smára- hvamms, en bærinn var nýbýli í landi Fífuhvamms. I leikskól- anum eru fjórar deildir, Álfhóll, Víghóll og Þinghóll eru deildir fyrir 3-5 ára börn, en í Hvamm- koti er deild fyrir 2-3 ára. I Smárahvammi eru 130 börn, ýmist í 9, 6, 5 eða 4 klukkustund- ir. Á myndinni sjást systkinin Bjarni Þór Sigurbjörnsson, 5 ára, og Heiða Lind Sigurbjörns- dóttir, 3 ára, sem klipptu á borða þegar Ieikskólinn var opnaður. Frá L E ■ TR U C ru & CATHERINA HEPFER Glæsilegur sumarfatnaður Ný sending G U Ð R U N Rauðarárstíg, sími 615077 - kjarni málsins! ♦ ♦ ♦■■ Mál Sophiu Hansen Gjafsókn hafnað DÓMSMÁLARAÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni um að Sophiu G. Han- sen verði veitt gjafsókn vegna mála- reksturs í Tyrklandi. í svarbréfi kemur fram að ráðu- neytið hafí sent erindið gjafsóknar- nefnd. „Ráðneytinu hefur borist umsögn gjafsóknamefndar þar sem fram kemur að nefndin telji það ekki á sínu færi að veita umsögn um er- indið þar sem gjafsóknarheimildum 20.' kafla laga nr. 91/1991, um með- ferð einkamála, verði aðeins beitt uin dómsmál sem rekin eru hér á landi,“ segir þar. ' Þá segir að ráðuneytið telji að gjafsóknarreglur gildi einungis um rekstur mála fyrir íslenskum dóms- stólum. „Með vísun til þessa tilkynn- ist yður hér með að ofangreindri gjafasóknarbeiðni er hafnað.“ segir ao loRufm íslandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna Debetkorta! Jón Slgurösson Kennitala 121063-6190 TékHaábyrgðamúmer 0580-000274 * - / ' UNOIRSKFUFT / AUTHORlZEO SIOHATUftE Kortið má sá emn nota s«m það er gefið út á. f gSdandS fögiur. RnnawxS « boöinn að afáta þvf ð íslandsbanki býöur viöskiptavinum sínum ókeypis myndatöku vegna Debetkorta. Debetkortiö er í senn staögreiöslukort, hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgö- arkort. Þá er einnig ódýrara aö nota Debetkort en aö greiöa meö tékka. Notaöu tœkifœriö og sœktu um Debetkort núna á meöan þér býöst ókeypis myndataka og kortagjald. Þetta tilboö stendur aöeins í takmarkaöan tíma. GifcUf út 04/97 ^ ***""*<* Okeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibúum íslandsbanka á höfuöborgarsvœöinu: Lœkjargötu 12............. kl. 09:15 - 16:00 Bankastrœti 5............. kl. 11:00- 16:00 Háaleitisbraut 58......... kl. 13:00- 16:00 Suburlandsbraut 30........ kl. 13:00- 16:00 Stórhöfba 17.............. kl. 11:00- 16:00 Kringlunni 7.............. kl. 11:00 - 16:00 Þarabakka 3............... kl. 09:15 - 16:00 Dalbraut 3................ kl. 13:00 - 16:00 Strandgötu 1.............. kl. 13:00 - 16:00 Einnig er boöiö upp á ókeypis myndatöku í útibúum utan höfuöborgarsvæöisins. ISLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.