Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 9 FRETTIR Anna Gunnarsdóttir, fatastílsfræðingur, verður þér til aðstoðar í versluninni ídagfrákL 11-14. TE88 IMt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl. 9-18, laugardag kl. 10-14. UTSALA 25-40% afsláttur af öllum vörum í versluninni. Snyrtivöruverslunin Soff ía, Hlemmtorgi *_ Hækkun farmgjalda SIF Eimskip vill ekki ræða einstök mál ÞÓRÐUR Sverrisson framkvæmda- stjóri hjá Eimskip hf. segir fyrirtæk- ið ekki fjalla opinberlega um samn- inga við einstaka viðskiptavini. Því vilji hann ekki ræða pm fullyrðingar stjórnarformanns SÍF um að SÍF hefði ekki notið þeirrar lækkunar á flutningsgjöldum, sem Eimskip segir að hafi orðið síðustu ár. Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert ræða þetta mál þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Við ræðum flutningskjör og þró- un á farmgjöldum SÍF við stjórn og stjórnendur SÍF en teljum ekki ástæðu til að ræða það í fjölmiðl- um,“ sagði Þórður Sverrisson við Morgunblaðið. SIF mun ekki sætta sig við hækkun Á aðalfundi SÍF á miðvikudag sagði Sighvatur Bjarnason stjórnar- formaður að þrátt fyrir fullyrðingar forsvarsmanna eins skipafélagsins um að flutningsgjöld félagsins í inn- flutningi hefðu lækkað jafnt og þétt frá árinu 1986 hefði SIF ekki notið þeirrar lækkunar og fragtin hefði þvert á móti hækkað í erlendri mynt. Nýverið hefði raunar verið farið fram á hækkun á flutningsgjöldunun en síðan horfið frá því. „Það er ljóst að við munum ekki sætta okkur við hækkun því það eru engar forsendur fyrir hækkun á flutningsgjöldum," sagði Sighvatur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði að þessi mál væru nú í vinnslu hjá báðum aðilum. Þórður sagði forsvarsmenn Eim- skips undanfarið hafa rætt opinber- lega um þróun flutningsgjalda fé- lagsins í innflutningi. „En við ræðum við hvern viðskiptavin um þá samn- inga sem þeir hafa en teljum ekki ástæðu til að ræða það í fjölmiðl- um,“ sagði Þórður. Hann sagði að Eimskip hefði ekki rætt við stjórn SÍF eftir aðalfundinn. Nýr leikskóli í Kópavogi LEIKSKÓLINN Smárahvamm- ur í Kópavogi var opnaður á miðvikudag, í landi Smára- hvamms, en bærinn var nýbýli í landi Fífuhvamms. I leikskól- anum eru fjórar deildir, Álfhóll, Víghóll og Þinghóll eru deildir fyrir 3-5 ára börn, en í Hvamm- koti er deild fyrir 2-3 ára. I Smárahvammi eru 130 börn, ýmist í 9, 6, 5 eða 4 klukkustund- ir. Á myndinni sjást systkinin Bjarni Þór Sigurbjörnsson, 5 ára, og Heiða Lind Sigurbjörns- dóttir, 3 ára, sem klipptu á borða þegar Ieikskólinn var opnaður. Frá L E ■ TR U C ru & CATHERINA HEPFER Glæsilegur sumarfatnaður Ný sending G U Ð R U N Rauðarárstíg, sími 615077 - kjarni málsins! ♦ ♦ ♦■■ Mál Sophiu Hansen Gjafsókn hafnað DÓMSMÁLARAÐUNEYTIÐ hefur hafnað beiðni um að Sophiu G. Han- sen verði veitt gjafsókn vegna mála- reksturs í Tyrklandi. í svarbréfi kemur fram að ráðu- neytið hafí sent erindið gjafsóknar- nefnd. „Ráðneytinu hefur borist umsögn gjafsóknamefndar þar sem fram kemur að nefndin telji það ekki á sínu færi að veita umsögn um er- indið þar sem gjafsóknarheimildum 20.' kafla laga nr. 91/1991, um með- ferð einkamála, verði aðeins beitt uin dómsmál sem rekin eru hér á landi,“ segir þar. ' Þá segir að ráðuneytið telji að gjafsóknarreglur gildi einungis um rekstur mála fyrir íslenskum dóms- stólum. „Með vísun til þessa tilkynn- ist yður hér með að ofangreindri gjafasóknarbeiðni er hafnað.“ segir ao loRufm íslandsbanki býður ókeypis myndatöku vegna Debetkorta! Jón Slgurösson Kennitala 121063-6190 TékHaábyrgðamúmer 0580-000274 * - / ' UNOIRSKFUFT / AUTHORlZEO SIOHATUftE Kortið má sá emn nota s«m það er gefið út á. f gSdandS fögiur. RnnawxS « boöinn að afáta þvf ð íslandsbanki býöur viöskiptavinum sínum ókeypis myndatöku vegna Debetkorta. Debetkortiö er í senn staögreiöslukort, hraöbankakort, persónuskilríki og tékkaábyrgö- arkort. Þá er einnig ódýrara aö nota Debetkort en aö greiöa meö tékka. Notaöu tœkifœriö og sœktu um Debetkort núna á meöan þér býöst ókeypis myndataka og kortagjald. Þetta tilboö stendur aöeins í takmarkaöan tíma. GifcUf út 04/97 ^ ***""*<* Okeypis myndataka fer fram í eftirtöldum útibúum íslandsbanka á höfuöborgarsvœöinu: Lœkjargötu 12............. kl. 09:15 - 16:00 Bankastrœti 5............. kl. 11:00- 16:00 Háaleitisbraut 58......... kl. 13:00- 16:00 Suburlandsbraut 30........ kl. 13:00- 16:00 Stórhöfba 17.............. kl. 11:00- 16:00 Kringlunni 7.............. kl. 11:00 - 16:00 Þarabakka 3............... kl. 09:15 - 16:00 Dalbraut 3................ kl. 13:00 - 16:00 Strandgötu 1.............. kl. 13:00 - 16:00 Einnig er boöiö upp á ókeypis myndatöku í útibúum utan höfuöborgarsvæöisins. ISLANDSBANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.