Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994________________________ BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Morgunblaðið/Árni Sæberg „iadfali Miklar annir hjá Ingibjörgu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al- þingismaður og borgarstjóraefni R-listans heimsótti Prentsmiðj- una Odda í gær og hélt þar vinnu- staðafund. Hún skoðaði einnig nýjan kosningabækling sem var að koma úr prentun. Síðdegis fór hún ásamt fleirum í Kringluna þar sem bæklingnum var dreift og í dag ætlar hún i Kolaportið. „Fólk notar tækifærið þegar það hittir mann og spjallar um það sem því liggur á hjarta,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Sem vænta má er dagskrá hennar þéttskipuð þessa dagana. Ingibjörg hefur farið á marga vinnustaði og átt fundi með ýms- um faghópum, svo sem kennur- um, læknum, foreldrum skóla- barna og hagsmunasamtökum til að ræða ýmis mál sem varða borgina og borgarana. Hún segir talsvert um að hópar óski eftir heimsókn hennar til að ræða málin. Með Ingibjörgu Sólrúnu eru á myndinni þau Stella Skúladóttir framleiðslustjóri Odda og Ólafur Steingrímsson prentari. Sjálfstæðisflokkurinn hefði 6 sinnum misst meirihlutann frá 1930 SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR hefði sex sinnum misst meirihlutann frá árinu 1930, er hann bauð fram nýstofnaður lista til borgarstjórnar Reykjavíkur, ef andstæðingar flokksins hefði nýtt hvert einasta atkvæði sitt og borið fram sameiginlegan lista. Meirihluti flokksins hefði fallið árin 1934, 1942, 1954, 1966, 1970 og 1978, en það var raunar í eina skiptið, sem flokkurinn missti meirihluta sinn. Þetta sést á súluritinu sem hér fylgir sem sýnir sveiflur í hlutfalls- tölum kosninganna sem eru 16 talsins frá 1930. Úrslit borgarstjórnarkosninga 1930-1990 Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta í 10 skipti af 16 Kosningar- ar Sjálfstæðisflokkur 50% Önnur framboð* 1990 I : 60,4% 1986 52,7% 1982 52,5% 1 1978 ■ 52,5% 1974 MH 57,76% 1970 -m ,152^26% 1966 k m j 51,45% 1962 52,85% | 1958 57,73% 1954 50,51% 1950 50,79% 1946 50,69% IZl 1942 151,33% 1938 54,73% 1934 mm 150,68% 1930 53,45% 1 * Framsóknarflokkur hefur boðið fram frá 1930 og svo er einnig um Alþýðuflokk en þrisvar hefur hann boðið fram í félagi við aðra. Kommúnistaflokkur bauð fram 1938, Sósíalistaflokkur 1942-54 og Alþýðubandalag frá 1958. Kvennalisti hefur boðið fram frá 1982. Önnurframboð komu frani 1986 og 1990. Ávallt hafa borgarfulltrúar verið 15 og því meirihluti náðst með 8 fulltrúum, nema árið 1982, þá þurfti 11 fulltrúa til þess að ná meirihluta, því að vinstri stjómin sem kjörin var 1978 fjölgaði borgar- fulltrúum um 6 eða í 21. Við kosn- ingamar 1982 hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn 12 fulltrúa kjöma og breytti fulltrúatölunni aftur í 15 og síðan hefur þurft 8 fulltrúa til þess að ná meirihluta. Þótt atkvæði vinstri flokkanna hafi skipzt mjög óhagkvæmt þeirra í milli í 5 skipti sem þeir hafa ekki náð meirihluta fulltrúa hefur oft verið mjótt á mununum. Árið 1934 munaði aðeins 101 atkvæði á 8. fulltrúa sjálfstæðismanna og 6. manni Alþýðuflokks. Árið 1942 munaði aðeins 114 atkvæðum á 8. fulltrúa sjálfstæðismanna og 4. manni Alþýðuflokks og 1966 mun- aði aðeins 128 atkvæðum á 8. full- trúa sjálfstæðismanna og 3. manni Framsóknarflokks. Þegar' hins veg- ar vinstri flokkamir náðu meirihluta í það eina sinn, sem þeim hefer tekizt það, árið 1978, munaði að- eins 8 atkvæðum á 5. fulltrúa Al- þýðubandalagsins og 8. manni sjálf- stæðismanna, sém ekki komst að. Fyrstu bæjarstjómarkosningam- ar í Reykjavík fóm fram árið 1836 og vom bæjarfulltrúar þá 4. Nokkm síðar var þeim fjölgað í 6 og 1872 f 9. Árið 1902 vom þeir 11 og árið 1908 var tölunni breytt í 15. Frá 1908 til 1930 var kjörtímabil bæjar- fulltrúa 6 ár og vom þá kosnir 5 bæjarfulltrúar á tveggja ára fresti. Borgarfulltrúatalan hefur því í raun verið óbreytt frá 1908 utan eitt kjörtímabil, sem fylgdi næst á eftir kjörtímabili vinstri flokkanna, 1982 til 1986. Árni Sigfússon borgarstjóri um orð Ingibjargar Sólrúnar Tilhæfulaus ósannindi Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki niðurgreitt áfengi á skemmtistöðum ÁRNI Sigfússon borgarstjóri tekur mjög illa ummælum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra- efnis R-listans, um tvískinnung Sjálfstæðisflokksins í áfengismál- um. Þau eru til komin vegna skemmtana á fímm stöðum í Reykjavík 7. maí sl. sem hver- fasamtök sjálfstæðismanna efndu til. Ingibjörg Sólrún sagði á fundi hjá Vímulausri æsku, sem greint var frá í Morgunblaðinu í fyrra- dag, að sér fyndist sérkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn byði ungu fóiki bjór á Iækkuðu verði á meðan Reykjavíkurborg styddi SÁÁ fjár- hagslega í baráttu gegn drykkju ungs fólks. Tilhæfulausar ásakanir Ámi Sigfússon segir að þetta séu tilhæfulausar ásakanir og ós- annindi. „OIl barátta R-listahóps- ins byggir á niðurrifsstarfsemi og Ingibjörg Sólrún er augljóslega engin undantekning á því. Hún er sérþjálfuð í andspymu og hefur reyndar aldrei verið í öðm í stjóm- málum. Ég tek því mjög illa þegar efast er um eindrægni mína í því mikilvæga verkefni að styðja við aðila sem vilja stöðva misnotkun vímuefna. Ég vil líka vísa til við- tals við hana í Mannlífi þar sem hún gerir lítið úr vanda af notkun kannabisefna sem er að mínu mati dæmigert þekkingarleysi. Dymar að sterkari vímugjöfum era um áfengi og kannabisefni. Það þekkja þeir sem hafa staðið að þessum málum og vita á hverju þarf að byrja," sagði Árni. Ámi sagðist ekki kannast við að sjálfstæðismenn hefðu boðið áfengi á niðurgreiddu verði, sagði það tilhæfulaus ósannindi sem rek- in yrðu til föðurhúsanna. Hann sagði ekkert að því að ungt fólk sækti veitingahús og væri það fjarri hugsunum hans að hamla gegn því. „Ég kannast ekki við að vín hafi verið boðið á lækkuðu verði og hafí svo verið í einhverjum tilvikum þá kemur það okkur ekk- ert við. Þarna buðu ungir sjálf- stæðismenn ungu fólki á skemmti- staði en það tengdist engum vín- veitingum," sagði Árni. Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna og talsmaður hverfasam- takanna, segir að engar veitingar, hvorki bjór né gosdrykkir, hafi verið í boði á áðumefndum skemmtunum. Þær hafi verið haldnar í samkomu- og veitinga- húsum sem sjálf selji almennar veitingar. Þá liggi það fyrir að drykkjarföng hafi ekki verið á til- boðsverði umrætt kvöld. „Veitingahúsin eiga, eftir gild- andi reglum og lögum, að gæta þess að viðskiptamenn fullnægi skilyrðum til þess að fá keyptar veitingar. Var sérstök áhersla lögð á það af okkar hálfu að farið yrði að reglum um sölu áfengra drykkja. Ummæli Ingibjargar Sólr- únar hljóta því að byggjast á mis- skilningi,“ sagði Guðlaugur. Ólína fékk ekki greiðslu Guðlaugur Þór sagðist vilja leið- rétta glefsu í garð ungra sjálfstæð- ismanna sem Pressan birti sl. mið- vikudag. Þar er því haldið fram að þeir hafí boðið Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu peninga fyrir að leika í auglýsingu Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. „Er skemmst frá því að greina að þessi ummæli era ósannindi, svo sem leikkonan hefur sjálf staðfest. Því má bæta við að SUS hefur aldrei greitt fólki fé fyrir að koma fram í auglýsingum," sagði Guð- laugur. Borgarstjóri á bifhjóli BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldis- ins, Sniglarnir, boðuðu Árna Sig- fússon borgarstjóra óg Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulitrúa á sinn fund í fyrrakvöld. Til um- ræðu voru umferðaröryggismál og umferðarmannvirki sem sjálf- stæðismenn hyggjast láta reisa í Reykjavík. „Þetta var virkilega ánægju- legur fundur og gaman að kynn- ast þessum samtökum," sagði Morgunblaðið/l>orkell Árni. „Það er auðfundið að Snigl- arnir hafa brennandi áhuga á umferðarmálum, eru vel að sér og um margt til fyrirmyndar í umferðinni. Þeir hafa þann sið að veifa hver öðrum þegar þeir mætast og það eykur á tillits- semi.“ Að fundinum loknum voru þeir Árni og Vilhjálmur klæddir í hlífðarföt úr leðri og krýndir öryggishjálmum áður en þeim var boðið á rúntinn í fylkingu bifhjólamanna. Ekið var úr Ár- bænum upp með Rauðavatni og um nýjan veg í Breiðholtið. „Ég kynntist þarna áhugaverðum fé- lagsskap og nýrri hlið á umferð- armenningunni,“ sagði Árni og veifaði að hætti bifþjólamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.