Morgunblaðið - 17.05.1994, Page 29

Morgunblaðið - 17.05.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAI1994 AÐSENDAR GREINAR Einsetinn skóli allra hagur LANDSSAMTöKIN heimili og skóli hafa það sem meginverkefni á ári fjöiskyldunnar að ýta á eftir langþráðum úrbót- um í skólamálum, ein- setnum skóla með lengdum skóladegi. Til liðs við sig í því máli hafa þau fengið aðila vinnumarkaðarins, skólamenn, foreldra og aðra sem áhuga hafa á þessu mikilvæga hags- munamáli íslenskra barna og raunar þjóðar- innar allrar. Verkefnið felst fyrst og fremst í kynningu og áróðri meðal almennings, sveitar: stjórnarmanna, stjórnmálamanna. í stuttu máli sagt að skapa þjóðarsam- stöðu um að_ koma á einsetnum grunnskóla á íslandi. Þótt víða á landsbyggðinni séu skólar einsetnir húsnæðislega er skipulag skólastarfsins ekki miðað við einsetningu nema að litlu leyti. Hverjir eru kostirnir við einsetinn skóla fyrir nemendur, kennara, for- eldra og þjóðarbúið allt? * Öll böm heija skóladaginn sinn á sama tíma á morgnana. Þá er besti tíminn til náms og minna rót verður á börnunum og flölskyldum þeirra. * Skóladagurinn er samfelldur frá kl. 8-14 eða 9-15 (35 kennslustund- ir á viku). Þetta er nú þegar stað- reynd í mörgum dreifbýlisskólum. * Hver kennari hefur aðeins um- sjón - með einum bekk. Betri tími fæst til að sinna hverju barni. Kenn- ari með einn 25 barna bekk í heilan dag nær að kynnst þessum börnum Unnur Halldórsdóttir betur en þegar hann kennir tveimur 16 barna bekkjum hálfan dag. * Það er hægt að sinna fjölbreyttari námskrá. Kennsla í verk- og listgreinum, s.s. tónmennt, hand- mennt, myndmennt og heimilisfræði, líður fyrir tímaskort í skólum í dag. * Það er hægt að að auka sveigj- anleika í skólastarfinu. * Það er hægt að skipuleggja vinnudag nemenda og kennara með mun eðlilegri hætti og meiri festa kemur í allt starf skólanna. Sérstak- ir starfsdagar falla að mestu leyti niður ef kennurum er skapað svig- Þjóðflutningarnir miklu í hádeginu legðust af, segir Unnur Halldórs- dóttir um einsetna skól- ann, og bömin em ör- ugg í skólunum. rúm til að vinna saman í skólanum eftir kennslu. * Þjóðflutningarnir miklu í hádeg- inu legðust af. Börnin eru örugg í skólunum. Foreldrar hefðu stöðugri viðveru á vinnustað og meira næði til að sinna störfum sínum. Minni kostnaður vegna tómstunda bama * Stórkostleg fjölgun atvinnutæki- færa í kennslu, byggingariðnaði, ræstingum og rekstri. * Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur reiknað út að það er þjóð- hagslega hagkvæmt að lengja skóla- daginn þótt fjárfestingarkostnaður sé töluverður. Fjölgun kennslustunda er jafnvel talin gefa svipaðan arð og bygging álvers og þá er ekki metið gildi menntunar og uppeldisstarfs í skólanum sem hlýtur að vega þungt. Höfum við efni á að bíða lengur? Höfundur er formaður Heimilis og skóla. GH FESTINGAJARN OG KAMBSAUMUR Þýsk gæðavara — traustari festing HVERGI MEIRA URVAL ÓTRÚLEGA LÁGT Ármúlu 29 — 108 Reykjavik — simar .18640 og 686100 SOKKABUXURNAR f f ERIl NU FAANLEGAR I OLLUM VERSLUNUM NOATUNS NOATUN NÓATÚNI 17, ROFABÆ 39, LAUGAVEGI 116, HRINGBRAUT 121, HAMRABORG, FURUGRUND 3.ÞVERH0LTI 6 legrino / f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.