Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 1
72 SIÐUR LESBOK/C
113. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Jacqueline syrgð
TVEIR aðdáendur krjúpa við innganginn að húsi
Jacqueline Kennedy Onassis við Central Park í New
York, en hún lést þar aðfaranótt föstudags eftir
fjögurra mánaða baráttu við krabbamein. Fjöldi
fólks hefur lagt leið sína að heimili Jackie, eins
og hún var jafnan kölluð, til að votta hinni látnu
virðingu sína. Utför hennar fer fram í kyrrþey.
■ Drottning/27
Kósakkar sagðir tilbúnir til að berjast gegn Ukraínuher
Krímarþing ögr-
ar Ukraínustiórn
Simferopol. Reuter.
ÞINGIÐ á Krím kynti undir deilunum við
Úkraínustjórn í gær þegar það sam-
þykkti að vekja upp stjórnarskrána frá
1992 og segja sig að nokkru úr lögum
við stjórnina í Kænugarði. Er þar meðal
annars kveðið á um krímverskt ríkisfang
og sérstakan her. Starfandi forsætisráð-
herra kvaðst í gær hlynntur því, að Leo-
níd Kravtsjúk, forseti landsins, kæmi á
beinni forsetastjórn á Krím.
Rússar, sem eru mikill meirihluti íbúa
á Krim, samþykktu í þjóðaratkvæða-
greiðslu í mars að efla tengslin við
Moskvu og á þingi í gær var samþykkt
að endurvekja stjornarskrána frá 1992
með 69 atkvæðum gegn aðeins tveimur.
Urðu aðeins fáir til að vara við því og
sögðust óttast, að verið væri að efna til
sama ástands á Krím og í Nagorno-Kara-
bakh.
Aðrir ræðumenn sögðu, að farið væri
með Rússa í Úkraínu sem þræla og þing-
maðurinn Alexander Krúglov sagði, að
8.000 rússneskir kósakkar væru reiðu-
búnir að ráðast inn á Krím, reyndi Úkra-
ínuher að taka völdin. Aðeins kommúnist-
arnir tveir, sem sitja á þingi, voru á
móti því að taka aftur upp stjórnarskrána
frá 1992 og fulltrúar tatara sátu hjá.
Þing Úkraínu nam stjórnarskrána úr gildi
síðar um daginn.
Jefím Zvyagílskíj, starfandi forsætis-
ráðherra Úkraínu, sagði í gær, að hann
væri hlynntur beinni forsetastjórn á Krím
og Mykola Míkhaltsjenko, helsti ráðgjafi
Kravtsjúks, sagði, að nú hefði Krímarþing
gengið of langt. Hann kvaðst þó ekki
búast við blóðsúthellingum.
Þingið á Krím iagði stjórnarskrána frá
1992 á hilluna eftir að Úkraínustjórn hét
því miklu sjálfræði i eigin málum en þjóð-
erniskennd Rússanna hefur aukist eftir
því sem efnahag ríkisins hefur hnignað.
Á Krím er mikið um eftirlaunaþega, sem
búa við afar bág kjör. Kravtsjúk ræddi í
fyrradag í síma við Borís Jeltsín, forseta
Rússlands, um ástandið á Krím og þeir
voru sammála um, að hernaðaríhlutun
kæmi ekki til greina.
Úkraínustjórn hefur ekki vænt
Moskvustjórnina um bein afskipti. Hún
segir hins vegar, að ýmis önnur öfl í
Rússlandi rói undir með rússneska meiri-
hlutanum á Krím.
Færeyjar
Jafnaðar-
mönnum
spáð tapi
Þórshöfn. Morgunblaðið.
SAMKVÆMT nýjustu skoðana-
könnunum tapar Jafnaðarflokkur-
inn, stærsti flokkur færeysku land-
stjómarinnar, miklu fylgi í kosning-
unum í júlí.
Lögþingið samþykkti á fimmtu-
dagskvöld að boðað skyldi til kosn-
inga sem fyrst og þær verða að
öllum líkindum 5. júlí.
Samkvæmt könnunum er líkleg-
ast að Sambandsflokkurinn, stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn, verði
sigurvegari kosninganna. Flokkur-
inn fær 14 þingmenn af 32, en
Jafnaðarflokkurinn, sem var með
10 þingsæti, fær 4-5 þingmenn, ef
marka má kannanirnar.
Efnahagskreppan í Færeyjum er
helsta ástæða fylgistaps Jafnaðar-
flokksins, sem hefur veitt land-
stjórninni forystu síðustu ár.
Reuter
Solzhenítsyn snýr heim
Moskvu. Rcutcr.
ALEXANDER Solzhenítsyn,
mesta núlifandi skáld Rússa, ætlar
að snúa aftur til föðurlandsins síð-
ar í þessum mánuði, 20 árum eftir
að KGB, sovéska leyniþjónustan,
handtók hann, svipti ríkisborgara-
rétti og sendi í útlegð á Vesturlönd-
um. Aðdáendur hans í Rússlandi
munu fagna komu þessa manns,
sem lýsti í ritum sínum kúgun Stal-
íntímans, en það er ekki víst, að
þessi persónugervingur rúss-
neskrar dulhyggju og ástar til
Móður Rússlands verði jafn
ánægður með það, sem við blasir
í hinu nýja Rússlandi.
Sumir óttast, að heim-
koma Solzhenítsyns, sem
lýsti einu sinni vestrænni
popptónlist sem „forar-
hlandi, sem seitlað hefði
undir járntjaldið", verði
martröð líkust fyrir hann.
Hið nýja Rússland Merce-
des Benza og betlara er
ekki það, sem hann hefur
látið sig dreyma um. Of-
beldi, skipulögð glæpa-
samtök og klám eru nú helsta
fréttaefnið og nýleg könnun í Pét-
ursborg sýndi, að marga drengi
dreymir um að verða glæpamenn
og stúlkurnar að selja sig
fyrir dollara.
„Það skyggir helst á
heimkomuna hvað við líð-
um fyrir ástandið í land-
inu,“ sagði Natalja Ðmítrí-
evna, eiginkona Solzhenit-
syns, en þegar leitað var
álits Rússa á ákvörðun
skáldsins sögðu níu af
Solzhenítsyn hverjum tíu að hann væri
btjálaður að koma heim.
Solzhenítsyn, sem er 75 ára, bjó
í Bandaríkjunum í útlegðinni og
flutti þar margan reiðilesturinn um
vestræna úrkynjun.
Hert eftir-
lit á Gaza
Palestínskar og ísraelskar örygg-
issveitir hefja sameiginlegt ör-
yggiseftirlit á Gaza-svæðinu í dag
eftir að heittrúaðir múslimar
drápu tvo ísraelska hermenn í
Israel, nálægt landamærunum að
Gaza, í gærmorgun. Þúsundir
palestínskra lögreglumanna
höfðu tekið við löggæslunni á
Gaza og í Jeríkóborg á Vestur-
bakkanum, samkvæmt friðarsam-
komulagi ísraela og Palestínu-
manna frá 4. þessa mánaðar.
Myndin er af palestínskum lög-
reglumanni og múslimum á bæn
við mosku í Jeríkó.
Ofbeldið
tíðast hjá
Finmim
Helsinki. Reuter.
FINNAR eru miklu ofbeldis-
hneigðari en aðrar þjóðir í Vest-
ur-Evrópu, samkvæmt könnun
finnska afbrotafræðingsins
Jussis Pajuoja.
Pajuoja sagði að Finnar væru
tvisvar til fimm sinnum líklegri
tii að grípa til ofbeldis en þjóð-
irnar í Evrópusambandinu. Af-
brotafræðingurinn sagði að mið-
að við hvetja þúsund íbúa hefði
3,1 maður orðið fyrir árásum í
Finnlandi árið 1'992. Næsthæst
er þetta hlutfali á Ítalíu, 2,2,
og lægst á írlandi, 0,6.
80% ofbeldisseggjanna í
Finnlandi voru undir áhrifum
áfengis.
Kennsla
í háttvísi
Oxford. Thc Daily Tclcgraph.
ERLENDUM enskunemum í
Oxford í Englandi verður gert
að læra listina að bíða í röðum
vegna tíðra deilna sem komið
hafa upp þegar nemar troða sér
fram fyrir borgarbúa í biðröð-
um.
Um 6.000 enskunemar koma
tii borgarinnar á viku hverri á
sumrin og íbúarnir hafa fengið
sig fullsadda á því að útlending-
ar troði sér fram fyrir þá í bið-
röðum við strætisvagna, versl-
anir og kvikmyndahús.
Nefnd á vegum málaskólanna
í Oxford hefur af þessum sökum
sent bréf til allra enskukennar-
anna og mælst til þess að út-
lendu nemunum verði kennd
grundvallaratriðin í breskri
háttvísi, einkum listin að bíða í
röðum.