Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Páll Hjálmarsson kjötmeistari 1994 frá Kjötiðnaðarstöð KEA
Akureyri tekur við viðurkenningu frá Halidóri Biöndal landbún-
aðarráðherra.
Kjötmeistari 1994
Gullverðlaun
fyrir vínarpylsur
UM síðustu helgi var haldin fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna
í annað skipti og 43 einstaklingar frá 17 fyrirtækjum sem tóku þátt í
henni og sendu inn 130 vörur í keppnina. Keppnin sjálf fór fram í Digra-
nesskóla á sýningunni Matur ’94 um síðustu helgi.
Páll Hjálmarsson frá Kjötiðnað-
arstöð KEA á Akureyri varð stiga-
hæstur með 282 stig af 300 mögu-
legum og hlaut titilinn Kjötmeistari
1994. Hann fékk gullverðlaun fyrir
vínarpylsur, Pedersen-salami, úr-
beinað hangilæri, reyktan lax og
bronsverðlaun fyrir sviðasultu.
í dómnefnd voru fimm kjötiðnað-
armeistarar og einn matvælafræð-
ingur. Yfirdómarinn var frá Dan-
mörku, tveir frá Meistarafélagi
kjötiðnaðarmanna, einn frá Iðnskól-
anum í Reykjavík, einn frá RALA
og matvælafræðingur frá Samtök-
um iðnaðarins. Af 130 vörum fengu
75 verðlaun, 18 fengu gull, 26 silf-
ur og 31 brons.
í flokki hrárra og soðinna kjöt-
vara var keppnin hörð og meistari
varð Hrönn Káradóttir frá Kjötiðju
KÞ Húsavík fyrir úrbeinaðan hangi-
frampart.
Páll Hjálmarsson kjötmeistari
ársins hlaut þau einu gullverðlaun
sem veitt voru fyrir soðnar matar-
og áleggspylsur. Hann hlaut verð-
launin fyrir vínarpylsur.
Fyrir framleiðslu á hrápylsum
hlaut Jónas F. Hjartarson frá Meist-
aranum verðlaun fyrir Salamipylsu.
Jónas F. Hjartarson varð einnig
meistari í framleiðslu á kæfum og
patéum. Hann hlaut titilinn fyrir
hreindýrapaté.
Sérstakur flokkur er fyrir blóð-
pylsur og kjötsultur. í þeim flokki
fengu þtjár vörur gull en meistara-
titilinn hlaut Ævar Austfjörð hjá
Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri
fyrir blóðmör.
Síðasti flokkur er fyrir sérvörur
og nýjungar. Þar hlutu þrjár vörur
guilverðlaun en flokkstitillinn fór
til Arnars Sverrissonar hjá Síld og
Fiski fyrir hráskinku.
Katla veitti verðlaun fyrir athygl-
isverðustu nýjungina og hreppti þau
Kristján R. Arnarsson frá Kjötiðju
KÞ Húsavík fyrir svartfuglapaté
með rósahlaupi.
REYKJAVIKUR
LISTINN
Ertu að fara úr bænum?
Reykjavíkurlistinn hvetur alla stuöningsmenn
sína sem verba ab heiman á kjördag til ab
kjósa ábur en þeir fara.
Utankjörfundarkosning fer fram í
Ármúlaskólanum alla daga kl. 10-12, 14-18
og 20-22 (lokab hvítasunnudag).
Skrifstofa Reykjavíkurlistans ab Laugavegi 31
veitir allar naubsynlegar upplýsingar
varbandi utankjörfundarkosninguna og
kjörskrá.
m
Komib vib hjá okkur eba hafib samband í
síma 15200 og 15241. (Bréfsími 15246).
Laugavegi 31 - Sími 15200- Bréfasími 16881
NEYTEIMDUR
Verðkönnun vikunnar
ls, ís með dýfu eða ís með dýfu og hrískúlum
R I S A í S
.
I
tlí
B A R N CO < S T Ó R í s
ís með ' með dýfu og hrís- ís _ með dýfu T.. oq hrís-
dýfu kúlum ayru kúlum
50,- 60,- 90,- 80,- 95,- 130,-
50,- 60,- 90,- 120,- 135,- 170,-
55,- 60,- 80,- 80,- 95,- 105,-
60,- 70,- 80,- 100,- 120,- 130,-
60,- 70,- 90,- 90,- i O o T” 130,-
60,- 75,- 90,- 90,- 110,- 130,-
60,- 75,- 100,- 90,- 110,- 140,-
70,- 80,- 100,- 100,- 110,- 130,-
80,- 90,- 110,- 110,- 120,- 140,-
80,- - - 110,- - -
90,- 100,- - 130,- 145,- -
90,- 100,- - 100,- 110,- -
100,- 110,- - 130,- 145,- -
110,- 125,- 125,- 140,- 170,- 170,-
120,- 130,- 140,- 160,- 185,- 210,-
130,- 150,- 170,- 160,- 180,- i O o C\J
130,- 145,- 165,- 170,- 190,- 210-
130,- 150,- - 170,- 190,- -
130,- 150,- - 150,- 170,- -
135,- 160,- 180,- 160,- 190,- 210,-
145,- 160,- 175,- 175,- ro o o 225,-
150,- 170,- 190,- 170,- 190,- 210,-
160,- 185,- - 195,- 225,- _
I
íshöllin
Melhaga 2, Reykjavík
ísbúðin
Kringlunni, Reykjavík
ísbúðin
Álfheimum 2, Reykjavík
ísbúð Vesturbæjar
Hagamel, Reykjavík*
ísbúðin
Síðumúla 35, Reykjavík
Skalli
v. Reykjavíkun/eg, Hafnarfirði
Skalli
Laugalæk 6, Reykjavík
Bræðraborg,
Hamraborg, Kópavogi
Dairy Queen
Hjarðarhaga 47, Reykjavík
Shell-skálinn
Egilsstöðum
Ó.K.
v. Ólafsbraut, Ólafsvik
Nesti
Ártúnshöfða, Reykjavík
Bjamabúð
v. Brautarskóla Biskupstungum
Söluskáli Olís
Selfossi
ísbúðin
Kaupvangsstræti 3, Akureyri
Hyrnan
v. Brúartorg, Borgarnesi
Fossnesti
v. Austurvag, Selfossi
Griilskálinn
v.Ólafsbraut, Ólafsvík
v. Aðalgötu, Stykkishólmi
Ferstikluskáli
Hvalfirði
Kaffiterían Perlunni
Reykjavík
Hamraborg
v. Hafnarstræti, Isafirði
Eden
Hveragerði
* í ísbúð Vesturbæjar í Reykjavík kostar sléttfullt ísform fyrir yngstu börnin kr. 10-20,-
. með dýfu
ís 52® og hrís-
kúlum
110,- 130,- 160,-
150,- 170,- 210,-
120,- 145,- 170,-
130,-
150,- 170,- 200,-
Verðstríð
í Reykjavík
Ó.K. við sömu götu. Af sölustöðum
utan Reykjavíkur, býður Shell-
skálinn á Egilsstöðum ódýrasta
ísinn, en þar er ekki hægt að fá
súkkulaðidýfu.
Sölustaðir voru valdir af handa-
hófi og að gefnu tilefni skal tekið
fram að hvorki er tekið tillit til
þess hversu stór ís er á hverjum
stað, hversu þéttur hann er, hvern-
ig þjónusta er á sölustöðum eða
aðstaða þar.
ís er mun ódýrari í
Reykjavík en annars
staðar á landinu sam-
kvæmt verðkönnun sem
Brynja Tomer gerði á
nokkrum sölustöðum á
landinu
IS í brauðformi er almennt um
helmingi ódýrari í Reykjavík
en á landsbyggðinni. Ishöllin
á Melhaga í Reykjavík
reyndist selja ódýrasta ísinn af
sölustöðum í þessari könnun. Dýr-
asti ísinn á höfuðborgarsvæðinu
er samkvæmt könnuninni seldur á
kaffiteríunni í Perlunni, þar sem
stór ís í brauðformi með súkku-
laðidýfu kostar 200 kr. í íshöll-
inni, þar sem hann er ódýrastur,
kostar hann hins vegar 95 kr.
Söluaðilar í Reykjavík neituðu
því ekki að verðstríð ríkti milli
þeirra, en ekki kváðust þeir sem
spurðir voru reiðubúnir til að
lækka verðið enn frekar. Augljós
verðmunur er á ís milli tveggja
söluaðila á Selfossi og í Ólafsvík.
Verð í söluskála Olís er til dæmis
lægra en í Fossnesti sem er í sömu
götu. Þá er bamaís í Grillskálanum
í Ólafsvík jafn dýr og stór ís í
Treysta sér ekki til
að keppa um verð
Nokkrir íssalar utan
Reykjavíkur sögðust
ekki sjá sér fært að
keppa við ísverð á höf-
uðborgarsv æðinu,
„enda er það ósiðlega
lágt og á örugglega eft-
ir að koma einhverjum
þessara manna í kolI,“
sagði einn viðmæland-
inn. Sumir sögðu að lágt
ísverð í Reykjavík gerði
að verkum að erfitt og
leiðinlegt væri að af-
greiða Reykvíkinga, því
þeir kvörtuðu gjarnan
undan háu verði og
teldu að verið væri að
okra á þeim.
ísbúðin í Álfheimum
vakti mikla athygli fyrir
nokkrum árum, því þá
var ís seldur þar á tals-
vert lægra en tíðkast hafði. Nú
er sú ísbúð ekki lengur sú ódýr-
asta, heldur hefur íshöllin á Mel-
haga skotist fram fyrir. Barnaís í
Kringlunni er á sama verði og í
íshöllinni, en stærri ísar eru mun
dýrari í Kringlunni.