Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 17
Nýjung
Efni dregur úr
hættu á hálku
slysum í böðum
ALÞJÓÐA verslunarfélagið hf. hefur
byijað að flytja inn nýtt bandarískt
efni á gólfflísar, keramik og marm-
ara til að draga úr slysahættu. Efn-
ið hefur þann eiginleika að yfirborð
gólfa og flísa verður stamt í bleytu
án þess að breyting verði á áferð.
Fyrirtækið tekur 3ja ára ábyrgð á
gólfí sem meðhöndlað hefur verið
einu sinni að því tilskildu að notuð
séu sérstök hreingerningarefni.
Magnús Jónatansson, frkvstj.
sagði að mörg slys í heimahúsum
yrðu þegar fólk hrasaði í sturtubotn-
um og böðum. Einnig mætti nota
efnið á sundstöðum, íþróttahúsum,
fískvinnslustöðum, hótelum og veit-
ingahúsum þar sem fólk rynni oft á
hálum gólflísum. Tekist hafa samn-
ingar við Félag eldri borgara til 3ja
ára um að bjóða 7.300 félagsmönn-
um þessa þjónustu. Hafa um eitt
hundrað baðherbergi hérlendis verið
meðhöndluð með hinu nýja efni.
Fyrirtækið hefur fengið heimild
frá bandaríska framleiðandanum til
að markaðssetja efnið í allri Evrópu
og hefur þegar verið gengið frá
samningum um dreifingu þess í Sví-
þjóð og Noregi. Hann gat þess að
sænska fyrirtækið hefði sent skeyti
til páfans í Róm eftir að fréttir bár-
ust af því að hann hefði fótbrotnað
er hann hrasaði í baðkeri. Páfa stæði
nú til boða að láta bera efnið á bað-
ker og gólf í sínum híbýlum til að
draga úr slysahættu.
Fyrirtækið hefur auglýst eftir
dreifíngaraðilum hér til að annast
sölu efnisins og mun halda námskeið
til að kenna hvemig eigi að standa
að sölu og meðferð efnanna.
Fyrirtæki, sem
leitar uppi
ódýrustu tilboðin
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið
TVÆR stúlkur í Árósum hafa
komið auga á hvaða möguleik-
ar liggja í verðþjónustu og
stofnað Verðsveitina, „Prispa-
truljen". Gegn vægu gjaldi
taka þær að sér að leita uppi
lægsta verð á ákveðinni vöru
eða þjónustu.
Hver meðal Dani getur hæg-
lega orðið andvaka,
ef hann hefur nýlega
keypt sér sjónvarp
með kostakjörum og
kemst svo að því að
nágranninn hefur
keypt alveg eins sjónvarp, en
á lægra verði. Og honum er
líka vorkunn. Jafnvel þó maður
sjái af tíma í að leita uppi góð
tilboð, er seint fullleitað.
Hugmynd stúlknanna fædd-
ist yfir kaffibolla í Árósum og
þær létu ekki sitja við orðin
tóm, heldur hrintu Verðsveit-
inni í framkvæmd. Fyrirtækið
starfar þannig að viðskiptavin-
ur hringir og gefur nákvæm-
lega upp hvaða vöru eða þjón-
ustu hann er á höttunum eftir
og hvaða verð hann hefur fund-
ið. Fyrirtækið leitar svo með
því að hringja í búðir og fyrir-
tæki. Ef tekst að finna lægra
verð en það sem viðskiptavin-
urinn hafði fundið tekur fyrir-
tækið 30% af sparnaðinum fyr-
ir sinn snúð. Eina skilyrðið er
að varan eða þjónustan verður
að kosta meira en sem sám-
svarar 5 þúsund ísl. kr. Það
segir sig því sjálft að það svar-
ar ekki kostnaði að leita að
lægsta verði á tannbursta eða
tyggigúmmíi í lausa-
sölu.
Velgengni fyrir-
tækisins byggir að
nokkru á viðbrögð-
um seljenda en í
upphafi kviðu stúlkurnar að
þau yrðu dræm. Sú hefur ekki
orðið raunin nema síður sé.
Ýmis fyrirtæki senda þeim
reglulega verðlista svo þær
geti fylgst með. Og viðskipta-
vinir hafa ekki látið á sér
standa, bæði einstaklingar og
fyrirtæki. Það liggur í augum
uppi að þjónustan kemur sér
vel fyrir þá sem eru að leita
að dýrari hlutum, því það getur
verið tímafrekt að leita að
ódýrasta tilboðinu og nánast
ómögulegt, ef viðkomandi
þekkir markaðinn ekki því bet-
ur. Svo er bara að sjá hvort
þessi snjalla hugmynd breiðist
út.
Finna lægsta
verð á vöru
eða þjónustu
MATAK- X
VlNKUJÍBUR AB
ELKERIN
'treiðsla
Matar-, og
vínklúbbur AB'
sameinast Heimsmynd
MATAR- og vínklúbbur Almenna
bókafélagsins er að taka nokkrum
breytingum þessa dagana. Hefur
verið ákveðið að hætta útgáfu mat-
reiðslubókanna sem hafa komið út
reglulega í ár og mun matar- og
vínumfjöllunin nú færast yfir á síð-
ur tímaritsins Heimsmyndar.
Matar- og vínklúbburinn hefur
verið starfræktur í eitt ár og tólf
matreiðslubækur hafa verið gefnar
út á þeim tíma. Jafnframt hefur
fylgt bókunum fylgiritið Sælkerinn
en þar hafa verið fréttir til klúbb-
félaga, allskyns sértilboð í verslun-
um og á veitingastöðum, kynningar
á sælkeraferðum erlendis, nám-
skeið, uppskriftir og svo framvegis.
Sigurður Hall hefur ritstýrt Sæl-
keranum og aðlagað uppskriftimar
í bókunum að íslenskum aðstæðum.
Sælkerinn verður nú aftasti hluti
Heimsmyndar, nokkurskonar mat-
arblað með Heimsmynd. Þar sem
Sælkerinn verður hluti af Heims-
mynd verða allir þeir sem voru
áskrifendur að Heimsmynd eða
matar- og vínklúbbi AB sjálfkrafa
félagar í matar- og vínklúbbnum
með þeim fríðindum sem fylgja og
fá að sjálfsögðu Heimsmynd líka.
í Sælkeranum verða uppskriftir
frá Sigurði Hall matreiðsiumeist-
ara, frá Matreiðslumeistaranum á
Stöð 2 auk þess sem byijendaþáttur
verður í blaðinu og töluverð áhersla
lögð á grillmat.
Fimm einstaklingar verða í
hveiju blaði fengnir til að smakka
á hinum ýmsu tegundum af vínum
og í byijun eru það Einar Thorodd-
sen, Hörður Siguijónsson á Naust-
inu, Sigurður Hall, Sigríður Péturs-
dóttir og Hafsteinn Egilsson á
Naustinu sem bragða á veigum.
Áfram verður veitingahús mán-
aðarins kynnt og í fyrsta tölublað-
inu verður niðurstaðan kynnt á
gæðakönnun sem klúbbfélagar
hafa gert á veitingahúsum síðast-
liðið ár. Veitingahús ársins verður
kynnt og ennfremur níu önnur veit-
ingahús sem komu best útúr könn-
uninni.
Haldið verður áfram með ýmis
tilboð sem tengjast veitingahúsum,
verslunum, ferðum og námskeiða-
haldi. Sigurður mun ritstýra Sæl-
keranum áfram og hefur ráðið sér
aðstoöarmann Sigríði Pétursdóttur
en ritstjóri Heimsmyndar er Vilborg
Einarsdóttir.
Garðúðunarmenn
þurfa að sýna leyfi
NÝJAR reglur um úðun
garða gera ráð fyrir að
enginn hafi heimild til
að stunda garðaúðun í
atvinnuskyni nema með
leyfí frá Hollustuvernd
ríkisins. Þeir sem fá
leyfi skulu bera á sér
skírteinin og framvísa
þeim þegar menn óska
þess. Þessar reglur
gengu í gildi 4.maí sl.
Sigurbjörg Gísladótt-
ir hjá eiturefnasviði
Hollustuverndar ríkis-
ins sagði að hér væri á ferð endur-
skoðun á 10 ára gömlum reglum.
Á árum áður hefðu sterkari og
hættulegri efni verið notuð. Síðan
hefðu komið ný efni til sögunnar
og í sjálfu sér gæti garðeigandi
keypt sér úðunarefni og úðað
garð sinn sjálfur ef hann hefði
nokkra þekkingu á tijám og
gróðri. Það hefði viljað brenna við
að menn hefðu gefið sig í að úða
garða gegn greiðslu án þess að
hafa til þess kunnáttu og nýju
reglurnar ættu því að koma sér
vel fyrir neytendur. Sjálfsagt
væri að ítreka að menn sem seldu
þessa þjónustu sýndu leyfi því til
staðfestingar að þeir hefðu kunn-
áttu til að gera þetta á réttan hátt.
Uta nk j örstaðaskrifstof a
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð.
Símar: 880900, 880901,880902 og 880915.
Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík,
Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum.
Aðstoð við kjörskrárkærur.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um
alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k.
áfram
Opnunarhátíð
Kolaportsins
í Tollhúsinu i dagl
Heimsækið stórkostlegra Kolaport í nýju umhverfi.
Fjöldi nýrra seljenda og óvæntar söluvörur á
sannkölluðu Kolaportsverði.
Á laugardag mun borgarstjóri opna markaðstorgið formlega kl 10.
Lúðrablásarar og barnakór auk dansara og tónlistarmanna frá
Kramhúsinu verða með stórskemmtilegar uppákomur.
Lokað á Hvítasunnudag en opið á mánudag, annan í Hvítasunnu,
og þá verður sannkölluð fjölskylduhátíð, uppákomur listamanna
og smágjafir fyrir börnin.
Opið laugardag kl 10-4 og mánudag kl. 11-5.
KOIAPORTK)
MARKAÐSTORG
Reykjavík
ennþá betra