Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 29

Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 29 LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Árni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum lesenda Árni Sigfússon borgarstóri í Reykjavík og efsti maður á framboðs- lista sjálfstæðis- fólks í borgar- stjórnarkosningum, sem fram fara 28. maí næstkomandi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í til- efni kosninganna. Lesendur Morgun- blaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðs- insísíma 691100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarsijóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borg- armál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svar- að um borgarmál, ritsljórn Morgun- blaðsins, pósthólf 3040,103 Reykja- vík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrj- anda komi fram. Ríkisstofnun Þorsteinn Jónsson, Hátúni 6, 105 Reykjavík, spyr: Ég er með fullnaðarkvittun fyr- ir greiðslu á opinberum gjöldum undirritaða af fyrrverandi yfír- borgarfógeta Reykjavíkur sem hann nú vill ekki kannast við né Gjaldheimtan. Ég vil fá úr því skorið frá borgarstjóra hvað kvitt- unin þýðir. Svar: Fyrirspurnin er ekki svo greini- leg að ég treysti mér til að svara henni, en ég bendi á að borgarfóg- etaembættið, sem nú er búið að leggja niður, var ríkisstofnun. Körfubolti í Skerjafirði Árni Sigurðsson, Skildinganesi 12, 101 Reykjavík, spyr: 1. Hefur Reykjavíkurborg áform um að koma upp aðstöðu fyrir körfuboltaiðkun í Skerjafirði þar sem unglingar í Skerjafírði í dag þurfa að fara upp á Melavöll til að kasta bolta í körfu? 2. Hvenær á að Ijúka fram- kvæmd við göngustíg framhjá Skeljungi og út fyrir flugbraut til að tengja saman göngustíg um Ægisíðu upp í Öskjuhlíð? Svör: 1. Á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs verður sett upp karfa á leikvelli við Skildinganes. 2. í sumar verður unnið fyrir 20 millj. kr. við gerð þessa stígs og lokið við áfangann frá Nauthólsvík, út fyrir fiugbrautina að Skeljungssvæðinu. Þar með verður komin tenging fyrir gang- andi og hjólandi milli Ægisíðu- svæðisins og Nauthólsvíkur; hluti hennar að vísu í bráðabirgða- ástandi. Þessi gönguleið verður svo bætt á næstu árum. Auglýsinga- skilti Kristín Guðmundsdóttir, Berg- staðastræti 67, 101 Reykjavík, spyr: 1. Hvenær og hvernig á að ganga frá Njarðargötu, þ.e. veg- spottanum sem liggur yfir Vatns- mýrina milli Hringbrautar og Þorragötu í LitlaSkeijafírði? 2. Getur borgarstjóri beitt sér fyrir því að Ijóaskiltið á Borgar- leikhúsinu verði tekið niður ásamt öðrum skiltum sem óprýða borg- ina? Svör: 1. Samkvæmt skipulagi á að koma þarna tveggja akreina gata, malbikuð að sjálfsögðu. Ekki hef- ur verið ákveðið hvenær þessi gata verður lögð, en vegna vænt- anlegra breytinga á Hringbraut frá Landspítala, vestur fyrir Njarðargötu eru annmarkar á því að ganga frá henni í endanlegri útfærsiu. 2. Skiltið á Borgarleikhúsinu var samþykkt í byggingarnefnd 12. júlí 1993, en þar er einungis auglýst sú starfsemi sem fram fer í leikhúsinu. Arkitektar hússins samþykktu staðsetningu skiltis- ins. Skilyrði fyrir leyfinu var að auglýsingaskilti á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Lista- brautar yrði fjarlægt og hefur það nú verið gert. Varðandi önnur skilti þarf að taka á hvetju máli fyrir sig. Borgaryfirvöld hafa haft áhyggjur af miklum skiltafjölda í borginni og reynt að hafa áhrif á að þetta færi ekki út í öfgar og yrði til óprýði. Leyfi bygginga- nefndar þarf fyrir auglýsingaskilt- um og er synjað um leýfi þegar ástæða þykir til. Þá er þess kraf- ist að skilti sem sett eru upp í óleyfi séu tekin niður en viður- kenna verður að ekki er alltaf auðvelt að fylgjast með því og stundum erfítt að fá menn til að hlýða fljótt og vel fyrirmælum um að fjarlægja skilti. Bólstaðar- hlíð Eva Karlsdóttir, Lönguhlíð 13, 105 Reykjavík, spyr: Stendur til að minnka umferð- arþunga um Bólstaðarhlíð fyrir neðan Stakkahlíð þar sem mörg börn eru að leik á þessu svæði: Svar: Ósk um aðgerðir í þessum málum hefur nýlega borist frá íbúa við Bólstaðarhlíð og er hún til meðferðar hjá umferðarnefnd og umferðardeild borgarverk- fræðings. Frágangnr á bílskúrslóð Guðmundur Arnason og Halla Aðalsteinsdóttir, Brekkugerði 34, 108 Rvík, spyija: Við hjónin ásamt börnum okkar fíuttum í Brekkugerði 34 árið 1962. Síðan höfum við árangurs- Iaust beðið eftir því að svæðið hér fyrir austan okkur, sem takmark- ast af Skálagerði, Smáíbúðahverfí og Brekkugerði 32 og 34, yrði snyrt með svipuðum hætti og t.d. Fossvogurinn, sem byggðist mun seinna. Hvenær megum við búast við framkvæmdum? Svar: Rúmlega helmingur svæðisins er bílskúrslóð sem tilheyrir blokk- unum við Skálagerði skv. skipu- lagi sem samþykkt var S árinu 1986. Beðið hefur verið með að ganga frá hinum hlutanum vegna rasks sem óhjákvæmilega fylgir byggingaframkvæmdum. Það er tímabært að fá ákvörðun um það hvort og þá í hve miklum mæli íbúar við Skálagerði ætla að nýta þennan bílskúrsrétt. Mun borgar- skipulagi verða falið að hafa sam- band við viðkomandi húsfélög og fá þessa hluti á hreint. MESSUR UM HVÍTASUNNUNA ÁSKIRKJA: Hvítasunnudagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Erla Gígja Garðarsdóttir syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Annar í hvítasunnu: Fjöl- skylduhátíð Bústaðasóknar kl. 13.30 á félagssvæði Víkings við Stjörnu- gróf. Fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um. Ræðumaður Þorgrímur Þráins- son rithöfundur. Allir velkomnir. Hátíð fyrir alla fjölskylduna. DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Ferming og altarisganga. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Annar í hvítasunnu: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdótt- ir. Organisti Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Annar í hvíta- sunnu: Hátíðarmessa kl. 14 vegna 220 ára afmælis Viðeyjarkirkju. Sr. Þórir Stephensen staðarhaldari prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Dómkirkjuprestunum sr. Hjalta Guðmundssyni og sr. Maríu Ág- ústsdóttur. Dómkórinn syngur við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Eftir messu er boðið til kaffidrykkju á lofti Viðeyjarstofu. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. GRENSÁSKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Sigurður Björnsson óperusöngvari syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Organisti Hörður Áskelsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Hátíðar- messa kl. 14. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Hvítasunnudag- ur: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarmessa kl. 11. Sungið úr Hátíðarsöngvum sr. Bjarna Þor- steinssonar. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Tónleikar kl. 20.30. Flytjendur gospelkór undir stjórn Veru Gulazsiovu og Kór Háteigskirkju undir stjórn Pavels Manasek. Guð- jón Gunnarsson leikur á trompet. Organisti Pavel Manasek. Aðgang- ur ókeypis. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist- insson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur IV og V) syngur. LAUGARNESKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarmessa kl. 11. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Hildigunnur Halldórsdóttir spilar á fiðlu. Organisti Ronald Turner. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Hvítasunnudagur: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Arnar Hrafn Gylfason, Rauðalæk 13, Rvík. Orgel- og kór- stjórn Reynir Jónasson. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. Annar í hvíta- sunnu: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur sem stólvers k'órverk eftir Heinrich Schutz. Á annan dag hvítasunnu verður í Árbæjarkirkju sýning á málverkum eftir listmálarana Jó- hannes Geir og Ragnar Breiðfjörð kl. 14-18. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarmessa með altaris- göngu kl. 11. Annar í hvítasunnu: Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar hvítasunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Máté- ová. Kaffi eftir guðsþjónustuna. Prestarnir. GRÁFARVOGSKIRKJA: Hvíta- Guðspjall dagsins: (Jóh. 14.) Hver sem elskar mig. sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Einsöngur Haukur Páll Har- aldsson óperusöngvari við Óperuna í Munchen. Ferming: Elín Birgitta Þorsteinsdóttir, búsett í Danmörku, Hvassaleiti 62, Reykjavík. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur ásamt skólakór Kársness. Ólafur Flosason leikur á óbó. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta í Seljahlíð kl. 11. Prestur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Guðsþjónusta í Seljakirkju kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti syng- ur undir stjórn Ernu Guðmundsdótt- ur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Violeta Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SIK, KFUM og KFUK, KSH: Almenn samkoma annan hvítasunnudag kl. 20 í Kristniboðssalnum. Klara Liefrá Noregi prédikar. Engin samkoma hvítasunnudag. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Hvítasunnudagur: Hátíðarsamkoma kl. 14. Ræðumaður VörðurTrausta- son. Minnum á sjónvarpsútsend- ingu frá áður upptekinni samkomu á RÚV kl. 17. Annar í hvítasunnu: Útvarpsguðsþjónusta send út frá Fíladelfíukirkjunni kl. 11. Ræðumað- ur Snorri Óskarsson. Brauðsbrotn- ing strax að lokinni útsendingu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hvíta- sunnudagur: Kl. 16 útisamkoma á Lækjartorgi ef veður leyfir. Kl. 17 hermannasamkoma. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Hermannavígsla. Major Anne Gurine og Daníel Ósk- arsson stjórna og tala á samkomum dagsins. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta hvítasunnudag kl. 11. Sigríður Elliðadóttir syngur einsöng. Kirkju- kórinn syngur undir stjórn Veru Guláziová organista. Þórsteinn Ragnarsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Há- tíðarmessa í Lágafellskirkju kl. 14. Eldri borgarar aðstoða. Kirkjukaffi í skrúðhússalnum eftir messu. Jón Þorsteinsson. GARÐA- og BESSASTAÐASÓKN- IR: Hátíðarguðsþjónusta í Garða- kirkju kl. 11. Álftaneskórinn og kór Garðakirkju syngja saman. Organ- isti Ferenc Utassy. Bragi Friðriks- son. FRÍKIRKJAN, HAFNARFIRÐI: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Sr. Einar Eyjólfsson. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaða- kirkju syngur. Organisti Úlrik Óla- son. Ólafur Jóhannsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hátíð- armessa kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Báðir prestarnir þjóna. Guðsþjónusta á Sólvangi kl. 15.30 hvítasunnudag. Gunnþór Ingason og Þórhildur Ólafs. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 10 hvítasunnudag. Messa í Víðihlíð kl. 11.15. Kór Grindavíkurkirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA, Höfnum: Messa kl. 14 hvítasunnudag. Kó&- Grindavíkurkirkju syngur. Organisti Siguróli Geirsson. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Hátíð- arguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11. Baldur Rafn Sigurðson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Prestur Ólafur Odd- ur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einars- son. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. ÚTSKÁLAKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Ester Ól- afsdóttir. Hjörtur Magni Jóhanns- < son. HVALSNESKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Börn borin til skírn- ar. Organisti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. SJÚKRAHÚS Suðurnesja: Helgi- stund kl. 13. Kór Útskálakirkju syng- ur. Hjörtur Magni Jóhannsson. GARÐVANGUR, dvalarheimili aldr- aðra, Garði: Helgistund kl. 15.30. Kór Hvalsneskirkju syngur. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa hvítasunnudag kl. 11. Frambjóðend- um til bæjarstjórnarkosninga sérT staklega boðið til messunnar. Tóm- as Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Ferming- armessa hvítasunnudag kl. 13.30. Tómas Guðmundsson. KAPELLA HNLFÍ, Hveragerði: Messa annan hvítasunnudag kl. 11. Tómas Guðmundsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Hvíta- sunnudagur. Messa kl. 14. Ferming. Sr. Úlfar Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Hátíðarmessa hvítasunnudag kl. 11. Sóknarprest- ur. STRANDARKIRKJA, Selvogi: Hátíð- armessa hvítasunnudag kl. 14. Rúta fer frá Grunnskóla Þorlákshafnar kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. Sóknarprestur. HJALLAKIRKJA, Ölfusi: Messa annan hvítasunnudag kl. 14. Rúta fer frá Grunnskóla Þorlákshafnar kl. 13.30 og til baka að messu lokinni. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISPRESTAKALL: Fermingarmessa í Villingaholts- kirkju hvítasunnudag kl. 14. Ferm- ingarmessa í Hraungerðiskirkju annan í hvítasunnu kl. 13.30. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Há- tíðarmessa kl. 14 í Stóra-Núpskirkju í Gnúpverjahreppi. Hátíðarmessa í Ólafsvallakirkju á Skeiðum annan í hvítasunnu kl. 14. Guðsþjónusta á dvalarheimilinu Blesastöðum eftir messurnar. Axel Árnason. STÓRÓLFSHVOLSSÓKN: Hátíðar- guðsþjónusta í Stórólfshvolskirkju hvítasunnudag kl. 11. Sóknarprest- ur. ODDASÓKN: Helgistund á Hjúkrun- ar- og dvalarheimilinu Lundi hvíta- sunnudag kl. 13. Hátíðarguðsþjón- usta í Oddakirkju hvítasunnudag kl. 14. Sóknarprestur. KELDNASÓKN: Hátíðarguðsþjón- usta í Keldnakirkju annan í hvíta- sunnu kl. 24. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Hvítasunnudag: Fermingarguðs- þjónustur kl. 11 og kl. 14. Stutt helgistund á sýningunni Vor í Eyjum ’94 kl. 17. HVAMMSTANGAKIRKJA: Messa^ kl. 11. Minnst verður stofndags kirkjunnar með lofgjörð, fyrirbæn og altarisgöngu. Kristján Björnsson. LEIRÁRKIRKJA: Guðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11. Jón Einars- son. HALLGRIMSKIRKJA í Saurbæ: Guðsþjónusta hvítasunnudag kl. 14. Jón Einarsson. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Guðsþjón- usta annan hvítasunnudag kl. 14. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar hvítasunnudagur hátíðar- guðsþjónusta á dvalarheimilinu Höfða kl. 12.45. Hátíðarguðsþjón- usta í Sjúkrahúsi Akraness kl. 14. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarmessa verður í Borgarneskirkju kl. 11. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Annar hvíta- sunnudagur: Guðsþjónusta í Álftárt- ungukirkju kl. 14. Guðsþjónusta í dvalarheimili aldraðra kl. 16.30. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.