Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 31 '
)
I
I
)
)
>
I
)
>
I
I
i
I
:
9
Gyðríður Pálsdóttir, móðursystir
okkar, er látin í hárri elli á Hrafn-
istu í Reykjavík.
Við kynntumst henni ungar að
aldri, vel að okkur fannst, í gegnum
bréfin hennar sem komu reglulega
til móður okkar að Hallormsstað
með ítarlegar fréttir frá æskuslóð-
unum í . Landbrotinu. Þessi bréf
sögðu okkur mikið um manneskjuna
Gyðríði. Skriftin var formfögur og
stíllinn fágaður. Þau lýstu skil-
merkilega atburðum líðandi stundar
1 byggðarlaginu, tíðarfari, heilsufari
fólks og félagslífi í sveitinni og voru
því mikils virði móður okkar sem
þá hafði sest að fjarri heimahögum.
Við munum ekki eftir símtölum
milli þeirra systra, en þessi löngu
og efnismiklu bréf, sem bárust
reglulega, lýsa vel nánu sambandi
þeirra og gagnkvæmri umhyggju,
en þær voru þá orðnar húsfreyjur á
stórheimilum hvor í sínum fjórð-
ungnum.
Eftir að við fluttumst til Reykja-
víkur að austan með móður okkar
kom Gyðríður oft í heimsókn og þar
hittum við hana fyrst. Hún var þá
í íslenska búningnum eins ogjafnan
þegar hún fór af bæ. Á þessum ferð-
um sínum suður var hún oft á kven-
félagasambandsþingum eða að
vinna að framgangi kapellubygg-
ingarinnar á Kirkjubæjarklaustri.
Henni var það mikið hjartans mál
að kapellan risi af grunni og átti
hún raunar einna drýgstan þátt í
að sú gullfallega bygging varð að
veruleika. Við vorum sannfærðar
um að hún myndi hafa erindi sem
erfiði í því máii sem öðrum. Slíkur
var trúarstyrkur hennar og eldmóð-
ur. Þær eðliseigindir mótuðu raunar
frá fyrstu tíð öll störf hennar. Út-
geislun og sannfæringarkraftur
hennar létu engan ósnortinn og
verður hún því ógleymanleg öllum
þeim sem áttu því láni að fagna að
kynnast henni.
Það var hins vegar ekki fyrr en
á síðustu árum hennar í Seglbúðum
að við systur höfðum tök á að heim-
sækja hana og sjá með eigin augum
hið rómaða Seglbúðaheimili og
garðinn hennar sem svo mikið orð
fór af. Gyðríður lýsti fyrir okkur
hvernig þessi unaðsreitur hafði orð-
ið til, þar sem hvert tré og runni
áttu sér sína sögu. Hún trúði því
staðfastlega að þrátt fyrir ótrygg
ræktunarskilyrði væri hægt með
alúð og þolinmæði að ala upp marg-
víslegar tegundir í byggðarlaginu,
og er garðurinn í Seglbúðum fagur
og órækur vitnisburður þess.
Aðrir munu vafalaust verða til
þess að lýsa innihaldsríku lífi
frænku okkar og giftusamlegu
starfi að félags- og mannúðarmálum
í héraði og í samtökum sunnlenskra
kvenna, en við viljum með þessum
fáu orðum koma á framfæri þökkum
fyrir einstæðan hlýhug og um-
hyggju í garð okkar systkinanna
allt frá bemskuárunum. Blessuð sé
minning Gyðríðar Pálsdóttur.
Elísabet og Margrét
Guttormsdætur.
Svo er sagt að Jón biskup Ög-
mundsson, sem kallaður var hinn
helgi, hafi mælt er rætt var um
fóstra hans, ísleif Skálholtsbiskup:
„Hans skal ég ávallt geta, er ég
heyri góðs manns getið.“
Svipað hefur mér oft farið er ég
hef heyrt um Gyðríði frá Seglbúðum,
sem nú er kvödd. Alllangt er síðan
ég leit hana síðast, enda hefur hún
átt við mikil veikindi að stríða hin
síðustu ár, en í bernsku- og æsku-
minningum mínum er hún óijúfan-
legur hluti af tilverunni. Raunar
tengdist hún mér á tvennan hátt
áður en minni mitt nær fótfestu.
Með henni og Helga Jónssyni manni
hennar og foreldrum mínum á Efri-
Steinsmýri var góð vinátta og oft
viku þau Seglbúðahjón dýrmætum
greiða að ijölskyldunni stóru á Stein-
smýri, eins og reyndar fleiri góðir
grannar. Þegar ég fæddist, sextánda
barnið í fjölskyldunni, gekkst hún
fyrir því að ég færi í fóstur til bróð-
ur síns og mágkonu að Efri-Vík í
Landbroti. Þar eignaðist ég aðra
foreldra, sem ég hefi ávallt kallað
pabba og mömmu. Og þau Seglbúða-
hjón gerðu meira en úytvega mér
fóstrið. þegar ég var hálfs annars
sólarhrings gamall komu þau að
Steinsmýri og þar var sveinsstaulinn
vafinn inn í gæruskinn. Helgi reiddi
mig siðan á hnakknefinu milli sveit-
anna, nokkurra klukkustunda reið í
norðan byl yfir óbrúuð vatnsföllin
og Gyðríður fylgdi með. „Þá bað ég
oft til Guðs, sérstaklega í Jónskvísl-
inni,“ sagði hún við mig síðar.
Og hún bað oftar til Guðs. Hún
var einhver trúaðasta manneskja
sem ég hefi kynnst. Trú hennar var
sönn og einlæg. Hún var ekkert
varamál, sem gripið var til á hátíðar-
stundu, hún var henni allt, styrkur
MINNINGAR
og skjól ef á móti blés, og alla vel-
gengni þakkaði hún Guði sínum.
Lífsviðhorf hennar var líka við-
horf sannkristinnar manneskju. Ég
vitnaði hér að framan í orð Jóns
biskups. Ég hitti Gyðríði vitanlega
oft í uppvexti mínum, bæði heima
hjá mér, í Seglbúðum og við fjöl-
mörg tækifæri í sveitinni. Ég tók
þá þegar eftir því og það hefur síðar
orðið mjög sterkt í minningu minni,
hvernig hún brást við ef á einhvern
var hallað í umræðu.
Hún var ákaflega trúuð, eins og
ég hefi getið um, hún var mikil bind-
indiskona og hún hafði ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum. Oft bárust
þeir vitaskuld í tal, sem ekki voru
henni samstíga í þessum efnum -
jafnvel ekki neinu þeirra. Væru þeir
á einhvem hátt átaldir sagði Gyðríð-
ur ávallt hið sama: Já - en ... og
svo taldi hún upp málsbætur fyrir
þá sem um var rætt. Hún gat aldrei
látið halla á neinn, þótt hún væri
honum ósammála, hún var að bæta
um - það var öllum gott gefið. Það
er minningin um þessi viðbrögð
hennar, hið ótakmarkaða umburðar-
lyndi, sem hefur alltaf fylgt mér,
og það er kannski fyrst og fremst
hún sem veldur því að ég minnist
orða Hólabiskupsins, er ég heyri
nafn hennar.
Gyðríður var mikil ræktunarkona.
Hún vildi hlúa að öllu sem veikburða
var, hvort sem voru menn eða mál-
leysingjar og ekki síður jurtir. Hún
ræktaði mikinn og fagran garð við
heimili sitt, sem var einsdæmi í sveit-
unum milli sanda á þeim árum - og
er jafnvel enn. Ég minnist þess hve
glöð og stolt hún var yfir garðinum
sínum, ekki síst á efri árum, og hve
blíðlega hún talaði við rósirnar sínar
í garðhúsinu, enda guldu þær um-
hyggjuna á þann hátt sem hún kaus.
Ég veit að aðrir muni rekja lífs-
hlaup Gyðríðar nú að leiðarlokum.
Þessum orðum er fyrst og fremst
ætlað að vera lítill þakklætisvottur
fyrir allt það sem hún og hennar
fólk gerði fyrir mig og mína í
bemsku og æsku. Þau verða þó aldr-
ei nema lítil afborgun af þeirri stóru
skuld, sem ég get aldrei goldið.
Magnús Bjarnfreðsson.
Fleiri minningargreinar um
Gyðríði Pálsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ijúf og björt í dauða
lézt þú eftir litla rúmið auða.
(M. Joch.)
Blessuð sé minning Stefaníu
Guðjónsdóttur.
Björk, Otto og Júlía,
Ingibjörg, Sveinbjörn og
Berglind Björk.
Það var á föstudaginn 13. maí,
er ég var nýkomin í vinnuna að sím-
inn hringdi. Ég svaraði hress og kát
og var þá Inga systir mín að hringja.
Hún hefur ekki hringt tii mín í vinn-
una fyrr, hennar orð voru:„ Guðrún
mín, hún Stebba er dáin“. Ég gat
ekkert sagt, nema „ég tala við þig
seinna", ég bara skalf öll og hljóp
út af skrifstofunni.
Það er erfitt að lýsa þeim tilfinn-
ingum sem hellast yfir fólk við svona
frétt, þegar einhver sem manni þyk-
ir mikið vænt um hefur látist.
Stebba, eins og hún var oftast
kölluð, var frumburðurinn í sinni
föðurætt, feður okkar voru bræður.
Á eftir henni kom ég einu og hálfu
ári síðar. Ekki var fjárhagurinn hjá
okkar fjölskyldum mikill svo fyrstu
árin bjuggum við sex saman í kjall-
ara hjá ömmu og afa á Vesturbraut
3 í Keflavík. Feður okkar voru þá
að koma sér upp eigin húsnæði á
Smáratúni 1 og 4 svo eftir að flutt
var þangað vorum við áfram hlið
við hlið. Það er svo margs að minn-
ast frá okkar bernskuárum og minn-
ingarnar streyma fram í huga minn.
Þegar ég man fyrst eftir mér vorum
við öll á Vesturbrautinni. Ég ætla
ekki að telja upp ártöl, mig langar
aðeins til að minnast hennar Stebbu
í fáeinum orðum. Stebbu „stórf-
rænku" kallaði ég hana. Hún var
eldri en ég og líka stærri. Mikla virð-
ingu bar ég alltaf fyrir henni, hún
var alltaf svo góð og hlý í garð allra.
Skýr er minningin um tryggð þíná
og styrk. Ég ætla bara að stikla hér
á stóru og draga aðeins fram sumar
þær minningar sem koma fram í
huga minn þegar ég sest hér niður
og skrifa þessar línur. Ég man okk-
ar bernskuár, marga þá leiki sem
við krakkarnir á Smáratúni og Há-
túni lékum saman. Þegar þú þurftir
að sofa í gifsinu út af bakinu þínu
og hvað ég vorkenndi þér oft, hvað
þú og Auður systir þín voruð dugleg-
ar í sundinu - Sunddrottningar
Keflavíkur - ég reyndi líka fyrir
mér í sundinu en náði aldrei líkum
árangri og þið systurnar.
Ég minnist líka margs frá ungl-
ingsárum okkar, þegar við áttum
báðar kærasta og seinna þegar þú
eignaðist soninn, Guðjón Felxisson,
Gaua, eins og hann var alltaf kallað-
ur. Guð blessi minningu hans. Hann
hafði brosið hans pabba síns og not-
aði það óspart í gegnum öll sín veik-
indi. Þegar ég var að læra og vinna
á Landspítalanum kom hann ansi
oft á Barnaspítalann. Óla og Gaui
voru honum og Stebbu ávallt ómet-
anleg stoð. Leiðir okkar beggja lágu
út í heim. Lengst af vorum við í
henni stóru Ameríku.
Þegar Stebba frænka var lögð á
Landspítalann fyrir nokkrum dögum
síðan dreymdi mig „Gauana“ tvo
vera að taka á móti henni, með út-
breidda arma og bros á vör og mik-
il birga allt í kring.
Mannssálin hverfur aldrei og ein-
hvern tíma aftur eigum við eftir að
hittast á ný. Ég bið Guð að geyma
Stebbu frænku.
Ég bið Guð að gefa allri fjölskyldu
þinni styrk. Elsku Walt, Heiður, Óla
mín, systurnar og fjölskyldur, Guð
varðveiti ykkur í sorg ykkar. Ég
færi ykkur öllum innilegustu samúð-
arkveðjur frá foreldrum mínum sem
viidu gjarnan vera hjá ykkur á þess-
ari sorgarstund. Guð blessi ykkur öll.
Aldrei mæst í síðasta sinn
sannir Jesús vinir fá.
Hrellda sá, það haf í minni
harmakveðju stundum á.
Þótt vér sjáumst oftar eigi
undir sól er skín oss hér
á þeim mikla dýrðardegi
Drottins aftur fínnumst vér.
Þótt vér hljótum hér að kveðja
hjartans vini kærstu þrátt,
indæl von sú oss má gleðja
aftur heilsum vér þeim brátt.
Hrellda sál það haf í minni
harmakveðju stundum á:
Aldrei mæst í síðsta sinni
sannir Jesú vinur fá.
(Þýð. Helgi Hálfdánarson.)
Hvíl í friði elsku frænka. Ég
minnist þín með virðingu.
Guðrún Pétursdóttir.
Það er tómlegt hér
nú þegar þú ert farin.
Þó ég fínni fyrir
návist þinni
og hlátur þinn
ómi enn í huga mér,
þá er tómleiki
í hjarta mínu.
En ég veit
Stebba min
að nú ertu hamingjusöm,
hamingjusöm
í Nangijala.
(Ólöf Thoroddsen.)
Þín Ólöf.
HEIMIR
EIRÍKSSON
+ Heimir Eiríks-
son fæddist á
Húsavík 13. janúar
1973. Hann lést af
slysförum 15. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Sigrún Harðar-
dóttir og Eiríkur
Marteinsson og
ólst Heimir upp
hjá þeim á Húsa-
vík ásamt systkin-
um sínum, Guð-
rúnu og Herði.
Utför Heimis fer
fram frá Húsavík-
urkirkju í dag.
Guð gefí mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ
ekki breytt, kjark til að breyta
því sem ég get breytt og vit til
að greina þar á milli.
NÚNA þegar náttúran skartar sínu
fegursta og gróður og líf að lifna
og kvikna berast mér þær sorgar-
fréttir að Heimir frændi minn hafi
dáið af slysförum aðfaranótt sunnu-
dagsins 15. maí.
Það er svo erfítt að trúa þessu
og minningarnar koma ein af ann-
arri upp í hugann.
Þú í bílskúrnum í Baldursbrekk-
unni, búinn að hálffylla hann af
fuglum og dýrum sem þurftu
umönnunar við, vængbrotnir fuglar
eða fótbrotnir sem þurfti að hlúa
að. Það var ekki alltaf pláss fyrir
heimilisbílinn í þeim bílskúr. Eða
þú að koma úr fuglatalningu utan
úr Bakka og sagðir mér að meðal
annarra fugla hefðir þú séð flórgoða
og í staðinn fyrir að gera grín að
frænku þinni sem aldrei hafði séð
flórgoða fórstu og sóttir fuglabók,
eina af mörgum sem þú áttir inni
í herbergi og sýndir mér myndir
og sagði mér frá honum.
Núna á seinni árum, þú og Höddi
bróðir þinn að fara á sjó, í svart-
fugl eða upp í fjöll í ijúpur og ekki
varstu gamall þegar þú varst farinn
að fara á sjó á trillunni með pabba
þínum.
Það kom því engum á óvart þeg-
ar þú valdir Stýrimannaskólann og
núna voru bara nokkrir dagar í
útskrift og búið að ráðgera útskrift-
arveislu sem ekki verður af.
Elsku Heimir, ég veit að afi
Höddi hefur tekið á móti þér á
landamærunum þar sem engra skil-
ríkja er krafíst og allir eru jafnir
fyrir augliti Guðs almáttugs, og
eins veit ég að þú stendur í brúnni
og tekur á móti okkur þegar okkar
jarðvist lýkur. Þangað til, Heimir
minn, vertu sæll.
Elsku Sirra og fjölskylda, Eiki,
Guðrún og Höddi. Guð gefi ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Emma.
Sá sem eftir lifir
deyr jieim sem deyr
en hinn dáni lifír
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Með örfáum orðum langar mig
að minnast Heimis Eiríkssonar,
frænda míns. Heimir ólst upp á
Húsavík við ást og umhyggju for-
eldra sinna og var mikið náttúru-
barn frá fyrstu tíð.
Vorið var hans tími. Þá færðist
líf í náttúru landsins, fuglarnir,
varpið, þetta var hans tími, hans
líf og yndi. Oft og iðulega sat hann
með ýmsar fuglabækur sem hann
kunni spjaldanna milli og fræddist
um þessa vini sína. Það var líka
fátt sem Heimir vissi ekki um fugla,
enda kom það fæstum á óvart,
þegar farið var að fá hann til að
vera við fuglatalningar og bera
kennsl á aðkomufugla.
Veiðimennska var honum líka
mikið áhugamál og var þá Hörður
bróðir hans oft í för með
honum. Það var ekki
sjaldan sem þeir bræður
lögðu af stað í veiði, á
öllum tímum sólar-
hrings. Ýmist voru þá
meðferðis net eða byss-
ur. Sjaldnast komu þeir
heim tómhentir, enda
voru hér á ferð ungir
menn sem hafa alist
upp við lögmál náttúr-
unnar og báru virðingu
fyrir henni, þekktu
hana og vissu þar sín
takmörk.
Ekki kom það mörg-
um á óvart þegar Heimir valdi sjó-
mennskuna sem sitt ævistarf. Þar
hefur faðir hans án efa haft sín
áhrif, en ófáum dögum hafa þeir
feðgar eytt saman á sjónum ásamt
Herði og Jóni Óla.
Guðrún og Heimir voru alla tíð
náin og eftir að Guðrún stofnaði
sitt eigið heimili með Jóni Óla stóð
það honum ætíð opið og þangað
leitaði hann oft. Hörður og Heimir
voru ekki einungis bræður heldur
sér Hörður nú á eftir besta vini sín-
um. Leiðir foreldra Heimis skildu
er Heimir var unglingur. Síðar eign-
aðist Heimir stjúpföður, Ása, sem
ætíð reyndist honum sem hinn besti
faðir. Auk þess eignaðist Heimir
þá stjúpbróður, Halldór, og þrátt
fyrir hve ólíkir þeir voru sér Hall-
dór nú á eftir einum af sínum bestu
vinum. Auk þess skilur Heimir nú
eftir sig litlu systur sína, Ásrúnu.
Heimir var rétt að ljúka sínum
síðari vetri við Stýrimannaskólann
á Dalvík. Við honum blasti björt
framtíð við hlið ástvina, móður, sem
ætíð reyndist honum vel, stjúpa,
föður, systkina og við hlið okkar
allra hinna, þar sem hann átti sinn
stað í hjarta okkar.
Á okkar yngri árum, ólumst við
Heimir nánast upp saman, enda
mjög mikill samgangur í fjölskyld-
unni. Ég leitaði mikið á heimili Sirru
frænku sem stóð mér ætíð opið.
Þaðan á ég margar ljúfar minning-
ar og oftar en ekki á Heimir sinn
hluta í þeim.
Leiðir okkar hafa að mestu legið
í sitt hvora áttina síðustu árin. Því
eru mér minningar mínar um Heimi
mjög dýrmætar, nú þegar of seint
er að endurnýja og styrkja vináttu-
böndin.
Ég talaði við Heimi kvöldið áður
en hann dó. Þá var hann svo glaður
og ánægður, skólinn að verða bú-
inn, vorið komið. Hann sagði mér
hvað hann hlakkaði til útskriftar-
innar, hvað þeir skólafélagarnir
ætluðu að gera eftir útskrift, allt
það sem hann ætlaði að gera í sum-
ar.
En raunin varð önnur, nú er
Heimir frændi farinn á æðri stað.
En minningin um góðan dreng mun
lifa um ókomna tíð, 5 hugum okk-
ar, sem vorum honum samferða
þennan alltof stutta spöl á lífsleið-
inni.
Er sárasta sorg okkar mætir
og söknuður huga vor grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hiýjum.
(Hallgrimur I. Hallgrimsson)
Elsku Sirra, Ási, Eiki, Björk,
Marteinn, Guðrún, Óli, Eiríkur
Fannar, Höddi, Jóna, Dóri, Ásrún,
amma og langamma. Sorg ykkar
er mikil. Fátækleg orð eru engin
huggun á stund sem þessari. Það
er von mín að styrkur ykkar og
ást geti með tímanum sefað þá
sorg sem nú ristir svo djúpt og þið
getið litið til baka með gleði í huga,
gleði yfir að hafa átt þennan stutta
tíma með Heimi, sem ykkur var
gefinn.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín. Spámaðurinn.
Heiðrún.