Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRMR FOLK ■ PÉTUR Guðmundsson, kúlu- varpari og Andrés bróðir hans, sem bætti sig verulega í fyrrakvöld, fóru í gær til Portúgals til æfinga ásamt Helga Þór Helgasyni, þjálfara. Þeir bræður keppa svo í Hollandi 4. júní og Pétur í Róm 8. júní og Dublin 11. og 12. júní. ■ JOCELYN Angloma, franski landsliðsvarnarmaðurinn hjá Mars- eille hefur gert þriggja ára samning við Tórínó á Itaiíu. ■ RUI Barros, sem leikið hefur með Marseille í vetur, er á heim- leið og hefur gert fjögurra ára samning við Porto. Þessi portúg- alski landsliðsmaður, sem er 28 ára, fór frá félaginu fyrir sex árum og hefur síðan leikið með Juvent- us, Mónakó og Marseille. ■ BASILE Boli, miðvörður franska landsliðsins og Marseille, fer að öllum líkindum einnig frá félaginu og verður líklega hjá Lazio á Ítalíu næsta vetur. ■ BRYAN Rohson, nýráðinn leik- maður og framkvæmdastjóri hjá Middlesbrough, er að reyna að fá Viv Anderson, fyrrum félaga sinn hjá Man. Utd., sem aðstoðarmann. Anderson er nú „stjóri" Barnsley. ■ DUNCAN Ferguson, fram- hetji Rangers, hefur áfrýjað 12 leikja banni sem hann var úrskurð- aður í af skoska knattspyrnusam- bandinu fyrir að skaila mótherja í leik. Það, að hann skuli áfrýja, ger- ir það að verkum að hann getur leikið í bikarúrslitunum gegn Dundee United í dag. ■ JOHANN Olav Koss, skauta- hlauparinn norski sem vann til þrennra gullverðlauna og setti jafn mörg heimsmet á Ólympíuleikunum í LiIIehammer, er hættur keppni til að geta einbeitt sér að lækna- námi. ■ REDONDO, landsliðsmaður frá Argentínu, hefur gengið til liðs við Real Madrid, sem borgaði Tene- rife 355 millj. ísl. kr. fyrir hann. Redondo er miðvallarspilari. ■ MICHAEL Laudrup, danski landsliðsmaðurinn hjá Barcelona, er sagður búinn að semja við erkifj- endurna í Real Madrid um að leika • með liðinu næsta vetur. ■ JUPP Heynckes, fýrrum þjálf- ari Bayern Miinchen, Borussia Mönchengladbach og Atletico Bilbao, hefur verið ráðinn þjálfari Eintracht Frankfurt. ■ HEYNCKES, sem stjórnaði Bayern til meistarasigurs tvisvar, er 49 ára. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Hér verða breytingar sjöunda júlí. Ég vil fá meistaratitil og er kominn hingað til að ná honum,“ sagði Heynckes. ■ STEVE Hodge, fyrrum leik- maður Nottingham Forest, Tott- enham og Leeds, æfir nú með Sporting frá Lissabon í Portúgal og reiknað er með að hann gerist jafnvel leikmaður með félaginu fyr- ir næsta keppnistímabil. ■ CLAUDIO Caniggia, lands- liðsmaður Argentínu, sem er ný- kominn úr þrettán mánaða banni vegna kókaínsneyslu, meiddist á fæti í leik með Roma á dögunum. Hann lék ekki með Argentínu gegn Chile í vikunni og óvíst er hvort að hann geti leikið í HM. ■ CHRIS Woods, fyrrum lands- liðsmarkvörður Englands, er kom- inn á sölulista hjá Sheffield Wed- nesday. Nott. For. og QPR hafa . hug á að fá hann til sín, en Woods hefur leikið með báðum félögunum. Hann er metinn á 500 þús. pund. ■ PAT Bonner, markvörður Celtic og írska landsliðsins, hefur fengið ftjálfa sölu hjá Celtic. Einn- ig Charlie Nicholas. ■ BOB Weiss, þjálfari Los Ang- eles Clippers í NBA-deildinni hefur verið rekinn frá félaginu, eftir að hann hafði aðeins starfað í eitt ár af þeim þremur sem hann var samn- ingsbundinn. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Landsliðinu boð- ið til Argentínu KSÍ gat ekki þekkst boðið vegna íslandsmótsins KNATTSPYRIVIUSAMBAIMD íslands fékk í fyrradag boð frá Knattspyrnusambandi Argentínu um að leika æf- ingalandsleik í Buenos Aires í næstu viku. KSÍ gat ekki tekið þessu rausnarlega boði vegna íslandsmótsins, sem hefst um helgina, og afþakkaði það í gær. MT Arangur íslenska landsliðsins að undanfömu hefur vakið athygli. Liðið hefur leikið fjóra æfingalandsleiki á skömmum tíma, þar af þrjá við landslið, sem leika í úrslitakeppni heimsmeist- arakeppninnar í Bandaríkjunum, og aðeins tapað gegn Brasilíu- mönnum, en sigrað í tveimur þeirra, gegn Bandaríkjamönnum og Bólivíumönnum. Bandaríkjamenn og Brasilíu: menn buðu landsliðinu út KSÍ að kostnaðarlausu og að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSI, var boð Argentínumanna enn rausnarlegra. „Þetta er ánægjuleg þróun, en því miður gátum við ekki þegið boð Arg- entínumanna að þessu sinni vegna íslandsmótsins,“ sagði Eggert við Morgunblaðið. Eggert sagði ennfremur að afsökun aðstoðarþjálfara Bólivíu þess efnis að aðeins þrír af lykil- mönnum liðsins hefðu leikið gegn íslandi stangaðist á við það sem forráðamenn liðsins hefðu sagt sér. Þvert á móti væru leik- mennirnir, sem hér léku, hluti af hópnum, en í DV í gær kom fram að níu af 13 mönnum, sem spiluðu, voru með liðinu í riðla- keppni HM. Marfc Þorvaldar eftirsótt Sigur íslands gegn Bólivíu vakti ekki síður athygli hjá sjón- varpsstöðvum í Evrópu. Pantanir um myndir frá leiknum og eink- um markinu streymdu til RÚV í gær og að sögn Ingólfs Hannes- sonar, íþróttastjóra, var þriggja mínútna bútur sendur til 40 sjón- varpsstöðva í Evrópu í gær. ÍA byrjar titil- vömina heima 1. UMFERÐ1. deildar karla í knattspyrnu verður á mánudag og hefja íslandsmeistarar ÍA titilvörnina á heimavelli þar sem þeir taka á móti silfurhöf- um FH. Opnunarleikurinn verður á Val- bjarnarvelli, en þar mætast Fram og nýliðar Stjörnunnar kl. 17. Hinir Ijórir jeikirnir heflast allir klukkan 20. Á Akranesi leika gull- og silfurlið ÍA og FH, nýliðar UBK taka á móti KR á Kópavogsvelli, Þór og ÍBV leika á Þórsvelli á Akur- eyri og ÍBK sækir Val heim að Hlíðarenda. Samtök fyrstu deildar félaga gerðu þriggja ára samning við eign- arhaldsfélag Sólar hf. og nefnist deildin Trópi-deildin á samnings- tímabilinu. ■Nánar verður fjallað um 1. deild- ina í sunnudagsblaðinu. Sigurður Jónsson, fyrirliði ís- landsmeistara ÍA. KR spáð meistaratign Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 1. deild karla gera sér það til gamans að spá fyrir um lokastöðu Iiðanna í deildinni. Síðastliðin tvö ár hefur KR verið spáð sigri og á því varð engin breyting nú. Spáin, sem lögð var fram á kynningarfundi Samtaka 1. deildarfélaga með biaðamönn- um í fyrradag, er sem hér segir: 1. KR 283 stig, 2. ÍA 273, 3. FH 196, 4. ÍBK 191, 5. Valur 175, 6. Stjarnan 128, 7. Fram 126, 8. Þór 119, 9. UBK 102, 10. ÍBV 57. HANDKNATTLEIKUR Kristján Halldórsson landsHðsþjálfari kvenna ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Undanúrslit Austurdeildar Indiana- Atlanta..............98:79 ■Indiana vann 4-2 og leikur til úrslita við annað hvort Chicago eða New York. Þetta er í fyrsta skipti sem lið Indiana kemst í úrslit Austurdeildar. Undanúrslit Vesturdeildar Denver-Utah..................94:91 ■Staðan er jöfn, 3-3. Utah vann þijá fyrstu leikina, en Denver hefur sigrað í þremur síðustu. Phoenix - Houston............103:89 ■Staðan er jöfn, 3-3. Íshokkí NHL-deildin Úrslit Austurdeildar New Jersey - NY Rangers.........2:3 ■Eftir tvíframlengdan leik. New York er 2-1 yfir. KRISTJÁN Halldórsson, sem þjálfaði UBK í 2. deild karla í vetur, var í gær ráðinn lands- liðsþjálfari kvenna íhandknatt- leik til tveggja ára. Kristján tek- ur við af Erlu Rafnsdóttur og verður einnig með U-21 árs lið kvenna. Kristján er íþróttakennari að mennt og hefur starfað sem 4>jálfari um árabil, en hann þjálfaði m.a. karla- og kvennalið í Molde í Noregi í tvö ár áður en hann tók við liði UBK. „Ég hef fylgst með þróuninni og hef á tilfinningunni að ég sé rétti maðurinn, þvi annars hefði ég ekki gefið mig í starfið," sagði Kristján við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um þjálfun liðsins og ætlaði að út- færa þær. Aðspurður um hvernig sagði hann að það kæmi í ljós, en þar sem engin verkefni væru fyrr en eftir áramót ætlaði hann að gefa stúlkunum frí í sumar og byrja með haustinu. „Ég ætla að byggja þetta upp í samvinnu og samráði við þjálf- ara 1. deildar félaganna," sagði hann. Einar fræðslufulltrúi Einar Þorvarðarson, sem hefur þjálfað 1. deildar lið Selfyssinga undanfarin þijú ár, jiefur verið ráð- inn í fullt starf sem fræðslufulltrúi hjá HSI fram yfir heimsmeistara- keppnina að ári. Hann kemur til með að starfa með fræðslu- og út- breiðslunefnd auk þess að sjá um ýmss sérverkefni, en verður áfram aðstoðarþjálfari Þorbergs Aðal- steinssonar, iandsiiðsþjáifara. UMHELGINA Knattspyrna 1. deild karla Mánudagur: Valbjarnarv.: Fram - Stjarnan....17 Akranesv.: ÍA - FH...............20 Þórsv.: Þór-ÍBV..................20 Valsv.: Valur-ÍBK................20 Kópavogsv.: UBK-KR...............20 • Blikar vilja vekja athygli nýjum bílastæð- um, austan við Kópavogsvöíl. Besta leiðin þangað er af Amameshæðinni. 1. deild kvenna Laugardagur: Ásvellir: Haukar - Dalvík.............14 Mánudagur: Kópavogsv.: UBK-KR....................14 Egilsstaðav.: Höttur-ÍA..............fr. Þriðjudagur: Valsv.: Valur-Stjarnan................20 2. deild kvenna A Mánudagur: Ásvellir: Fjölnir - Selfoss...........14 Kaplakrikav.: FH-ÍBV..................14 ísafjarðarv.: BÍ-ReynirS..............14 4. deild Laugardagur: A-riðill: Leiknisv.: Leiknir R. - Ökkli.........14 B-riðill: Gervigras: Árvakur - Gk. Grindav......14 Njarðvíkurv.: Njarðvík - VíkingurÓ....16 Grýluv.: Hamar-Léttir.................14 C-riðiH: Blönduósv.: Hvöt - Kormákur...........14 Hólmavíkurv.: Geislinn - HSÞ-b........14 Siglufjarðarv.: KS - Þrymur...........14 D-riðill: SeyðisQarðarv.: Huginn-KVA............14 Vopnaijarðarv.: Einheqi - Neisti D...fr. Þriðjudagur: C-riðUl: Melar: SM - Geislinn..................20 Golf Eldri kylfingar í dag, laugardag, verður haldið opið mót í Leirunni, Leirumótið, fyrir 50-54/55 ára og eldri. Skráning í s. 92-14100. LEK-mót verður á Kjalarvelli í Mosfellsveit á morgun, sunnudag. Ræst út frá kl. 08. Skráning í s. 667415. Opin mót Opna Endurvinnslumótið í golfi verður á Strandarvelli í dag. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Ræst út frá kl. 08. Skráning í s. 98-78208. Opna Hexamótið verður á Keilisvelli í Hafnarfirði á mánudag. Keppt verður í kvenna- og kariaflokki, punktakeppni 7/8 forgjöf. Skráning í s. 653360. Hjólreiðar Fyrsta umferð bikarkeppni Eimskips í fjallahjólreiðurn fer' fram við Helgafell sunnudaginn 22. maí kl. 13. Mæting og skráning er norðan við Kaldársel kl. 12. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: A og B flokkur karla (19+), 16-18 ára og 13-15 ára drengir, 9-12 ára drengir og stúlkur, kvennaflokkur 17 ára og eldri og 12-17 ára stúlkur. Hlaup Breiðholtshlaupið verður í dag og hefst kl. 14 við íþróttahúsið Austurberg. Hægt er að velja um 2 km, 5 km eða 10 km hlaup. Knattspymufélagið Valur gengst fyrir almenningshlaupi að Hlíðarenda í dag og hefst það kl. 14 (2 km og 4 km). Skráning kl. 11 til 13.30. Frjálsíþróttir Vormót frjálsíþróttadeildar Aftureldingar fer fram á Varmárvelli í dag. Keppni í ungl- ingaflokkum hefst kl. 12, en kl. 13.30 í fullorðinsflokkum. Viðbótarskráning á mótsstað. Tennis Tennisklúbbur Víkings hefur starfsemi sína um helgina og m.a. er boðið upp á kynningarnámskeið fyrir fullorðna og tenn- isskóla fyrir börn og unglinga. Skráning stendur yfír (s. 33050). FELAGSLIF Firmakeppni KR í körfu Firmakeppni körfuknattleiksdeildar KR hefst föstudaginn 27. maí. Leikið verður í íþróttahúsi KR og Hagaskóla. Skráning á skrifstofu deildarinnar (s. 626782 frá og með þriðjudegi kl. 12 til 15. „Streetball" körfukeppni Adidasumboðið Sportmenn hf. gengst fyrir „Adidas Streetball“ körfuboltakeppn- inni í Laugardalnum 4. júní. Keppt verður í sex flokkum, 6 til 99 ára. Skráning stend- ur yfir á skrifstofunni í Laugardal kl. 13 til 18 (s. 682420) til 31. maí. Landsbankahlaupið Hið áriega Landsbankahlaup fer fram i niunda sinn laugardaginn 28. mai, en hlaup- ið er samstarfsverkefni Landsbanka íslands og Fijálsíþróttasambands íslands. Hlaupið verður á 39 stöðum á landinu, þar sem Landsbankinn hefur útibú, en einnig verður hlaupið i Mosfellsbæ og Garðabæ. Rétt til þátttöku hafa allir 10 til 13 ára krakkar og stendur skráning yfir f öllum útibúum Landsbankans, hjá Stjömunni í Garðabæ og Aftureldingu í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.