Morgunblaðið - 21.05.1994, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNAltSTRÆTl 85
LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sparisjóðirnir tilkynna lækkun inn-
og útlánsvaxta um allt að 1%
Yfirdráttur
fyrirtækja
lækkar mest
SPARISJÓÐIRNIR tilkynntu í gær um lækkun á nokkrum liðum
inn- og útlánsvaxta, einkum af lánum til fyrirtækja. Vextir af
viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum lækka frá og með degin-
um í dag um 0,5% og 1. júní næstkomandi tekur gildi 1% lækkun
á yfirdráttarlánum til fyrirtækja. Þá lækka vextir af víxlum og
óverðtryggðum skuldabréfum í dag um 0,15%.
Margrét
Skúladóttir Sigurz
Fegurðarsamkeppni
Islands
„Við teljum að það þurfi að lækka
vexti á óverðtryggðum liðum núna
en viljum fara hægt af stað og frem-
ur reyna að koma til móts við at-
vinnulífið. Ég vona að það geti orðið
framhald á þessum lækkunum,"
sagði Baldvin Tryggvason, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis.“
Baldvin sagði að ákveðið hefði
verið að lækka ekki vexti af yfir-
dráttarlánum einstaklinga. Kvaðst
hann vilja ráðleggja fólki að taka
frekar lán á lægri vöxtum en að
notfæra sér dýr yfirdráttarlán.
Eftir vaxtalækkunina eru kjör-
vextir sparisjóðanna af víxlum 8,1%,
vextir af yfirdráttarlánum fyrir-
tækja 12,5% og vextir af skuldabréf-
um 7,85%. Vextir af viðskiptavíxlum
eru nú 12,75% og vextir af viðskipta-
skuldabréfum 12,9%.
Samkvæmt upplýsingum Seðla-
bankans breyttust inn- og útláns-
vextir bankanna ekki að neinu marki
í gær nema á gengisbundnum liðum.
Munar
200% á
barnaís
ÍS í brauðformi er almennt mun
ódýrari í Reykjavík en á landsbyggð-
inni, samkvæmt skyndikönnun
Morgunblaðsins.
Stór ís í brauðformi kostar 80
krónur í Ishöllinni við Melhaga þar
sem hann er ódýrastur, en 195 kr.
í Eden í Hveragerði, þar sem hann
er dýrastur. Hlutfallslega er meiri
verðmunur á barnaís, sem kostar
50 kr. þar sem hann er ódýrastur
en 160 kr. þar sem hann er dýrast-
ur. Verð var kannað á 23 sölustöðum
á landinu og sögðu sumir að verð-
stríð væri milli íssala á höfuðborgar-
svæðinu.
■ Verðstríð/16
Hótað að
vísa Grikkj-
um úr HM
FIFA, alþjóða knattspyrnusamband-
ið, hefur hótað Grikkjum að þeir fái
ekki að taka þátt í úrslitakeppni HM
í sumar vegna deilna knattspyrnu-
sambands Grikklands og ríkisstjórn-
ar landsins.
Grikkir voru í riðli með íslending-
um í undankeppni og ísland virðist
næsta lið inn í úrslitakeppnina í
Bandaríkjunum, sem hefst 17. júní,
verði Grikkir ekki með.
■ Grikkjum vísað/53
Morgunblaðið/Þorkell
212 hvítir kollar
TVÖ HUNDRUÐ og tólf nýstúd-
entar brautskráðust frá Verzlun-
arskóla íslands í gær. Þórólfur
Jónsson varð dúx skólans með
9,76. Þorvarður Elíasson, skóla-
stjóri, lagði í ræðu sinni áherslu
á að þó venjubundnu skólanámi
væri lokið stæði nám yfir að ei-
lífu. Sérstaklega bæri að huga að
heimspekilegum og siðferðisleg-
um viðfangsefnum enda gæfist
lítill tími til að sinna þeim í fram-
haldsskólum. 18 nýstúdentanna
Iuku einnig verslunarmenntaprófi,
■ Reyni að læra/8
Margrét
var valiii
MARGRÉT Skúladóttir Sig-
urz, 21 árs ungfrú Reykjavík,
var í gærkvöldi valin fegurðar-
drottning Islands, en 21 stúlka
keppti til úrslita um titilinn á
Hótel íslandi.
Bima Bragadóttir, Álfta-
nesi, varð í 2. sæti og Unnur
Guðný Gunnarsdóttir, 18 ára
Reykvíkingur, í 3. sæti. Besta
Ijósmyndafyrirsætan var valin
Bryndís Fanney Guðmunds-
dóttir. Stúlkumar völdu vin-
sælustu stúlkuna úr sínum
hópi og varð Hafrún Ruth
Bachman fyrir valinu.
14 feta báts-
skrokki stolið
BÁTSSKROKKI var stolið í
Hafnarfirði í vikunni.
Um er að ræða hvítan 14 feta
rrefjaplastskrokk af hraðbáti sem
stóð fyrir fyrir utan fyrirtækið
TreQar við Stapahraun.
Einnig var stolið ýmsu lauslegu
sem tengist bátasmíðinni. Lög-
reglan segir ljóst að menn hafi
þurft að vera með kerm til að
koma skrokknum á brott og telur
* að þeir hafi þurft að athafna sig
á svæðinu í nokkum tíma til að
koma skrokknum á kerru og á
braut.
Félagsfundur meinatækna fjallar um nýjan kjarasamning í dag
Skrífað undir samning
eftír sjö vikna verkfall
MEINATÆKNAFÉLAG íslands
skrifaði í gærkvöldi undir kjara-
samning við ríkið, Reykjavíkurborg
og Landakotsspítala og gildir samn-
ingurinn til áramóta. Samningurinn
verður borinn upp á félagsfundi
meinatækna í dag, og ræðst þá
hvort frestað verður verkfalli sem
staðið hefur í tæpar 7 vikur, eða
síðan 5. apríl.
Nýr kjarasamningur meina-
tækna var ekki gerður opinber í
gærkvöldi, en Edda Sóley Óskars-
dóttir formaður Meinatæknafélags-
ins sagði að lítið hefði breyst eða
bæst við frá því slitnaði upp úr við-
ræðum deiluaðila um síðustu helgi.
Þá lá fyrir tilboð frá ríkinu sem
svaraði til um 6% launahækkunar
að jafnaði til meinatækna en þá var
deilt um röðun í launaflokka.
Náðum ekki lengra
Ríkissáttasemjari kallaði samn-
inganefndirnar óvænt til fundar í
gær að undangengnum samtölum
við oddvita þeirra, og var skrifað
undir kjarasamning á 10. tímanum.
Morgunblaðið/Kristinn
Samningur á borðinu
ARNA Antonsdóttir og Edda Sóley Óskarsdóttir frá Meina-
tæknafélaginu, Þorsteinn Geirsson og Indriði II. Þorláksson úr
samninganefnd ríkisins, skrifa undir nýjan kjarasamning meina-
tækna í gærkvöldi. Fyrir aftan standa Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari og Geir Gunnarsson vararikissáttasemjari.
Það sem einkum mun hafa leyst
málið var að möguleikar meina-
tækna á að fá starfsheitið verkefn-
isstjóri, og hækka þar með um
launaflokk, voru rýmkaðir frá síð-
asta tilboði ríkisins.
Edda Sóley sagðist telja samn-
inginn viðunandi. „Við mátum það
svo að í þessum áfanga næðum við
ekki lengra og ákváðum því að
ganga að þessu,“ sagði hún.
Þorsteinn Geirsson formaður
samninganefndar ríkisins sagði að
samningurinn væri viðunandi að
mati ríkisins og innan þeirra marka
sem þar hefði verið lagt upp með.
Hann sagðist ekki óttast að þær
launahækkanir sem samið hefði
verið um til meinatækna hefðu áhrif
á aðra kjarasamninga, en yfirlýst
var að verið væri að samræma
samninga meinatækna við samn-
inga sambærilegra stétta.
I nýja samningnum er meðal
annars gert ráð fyrir að settur verði
á stofn vísindasjóður fyrir meina-
tækna til að standa straum af end-
urmenntun.