Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
LÝÐVEDISMERKIÐ verður selt við kjörslaði á laugardaginn.
Á myndinni eru Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags
íslands, Kristinn Skæringsson, framkvæmdastjóri Landgræðslu-
sjóðs, Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður Landgræðslusjóðs,
og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags
Islands.
Lýðveldis-
merkið
selt við
kjörstaðina
MERKIÐ sem gefið var út við
lýðveldiskosningarnar árið 1944
hefur verið endurútgefið og
verður til sölu við kjörstaði um
allt land á kjördegi við sveitar-
stjórnarkosningarnar 28. maí.
Ágóði af sölunni rennur í Land-
gpræðslusjóð.
Þegar atkvæði voru greidd
dagana 20.-23. maí 1944 um hvort
stofna ætti lýðveldi á Islandi fékk
hver kjósandi barmmerki, sem
var hringur með þremur bjarkar-
laufum. Landsnefnd kosninganna
valdi þjóðaratkvæðagreiðslunni
þetta merki. Skyldi merkið þvi
næst verða fjársöfnunarmerki
Landgræðslusjóðs, sem stofnaður
var fyrir atbeina landsnefndar
samtímis lýðveldiskosningunum
og til minningar um þær. Val
merkisins og stofnun sjóðsins var
byggt á þeirri hugsun að sjálf-
stæðisbaráttan sem slík héldi
áfram og skyldu bjarkarlaufin
minna Islendinga sérstaklega á
„að eftir að hið stjórnaifarslega
sjálfstæði er fengið, verður merk-
asti þátturinn í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar að klæða landið skógi
og öðrum nýtilegum gróðri."
Barmmerkið hefur nú verið
endurútgefið og verður til sölu
við kjörstaði á kjördag næstkom-
andi laugardag.
Nokkrir listamenn ætla að
leggja söfnuninni lið. Lag og ljóð
Jóhanns G. Jóhannssonar „Yrkj-
um ísland" verður útgefið að
nýju undir stjórn Björgvins Hall-
dórssonar. Skífan gefur lagið út
en íslenska útvarpsfélagið mun
sjá um kynningu ásamt fleiri
aðilum.
Námsáföngum fjölgað á
starfsári Sumarskólans
„VIÐ verðum með fleiri framhaldsskólaáfanga í sumar en við höfum boð-
ið upp á áður eða alls 65 og þetta virðist ætla að verða mjög vel sótt,“
segir Ólafur H. Johnson, annar tveggja rekstraraðila Sumarskólans hf.
Starfsemi Sumarskólans hf., sem starfar í húsnæði Fjölbrautarskólans í
Breiðholti, hefst 30. maí. Innritun stendur yfir þessa dagana. Sumarskól-
inn starfar frá lokum maí til loka júní. Ólafur sagðist gera ráð fyrir að
30-40 kennarar störfuðu við skólann í sumar.
í áföngum sem standa til boða
fyrir framhaldsskólanemendur er
m.a. boðið upp á tungumálanám,
bókfærslu, eðlis- og efnafræði, fé-
lagsfræði, jarðfræði og líffræði og
viðskiptareikninga og þjóðhag-
fræði. Ólafur sagði að áfanganámið
í Sumarskólanum væri allt mats-
hæft á milli framhaldsskólanna en
það byggir á námsskrá mennta-
málaráðuneytisins. Sagði hann að
nemendur kæmu víða að og það
hentaði líka nemendum í sumar-
vinnu, því kennsla færi fram frá
kl.,17.30 til 22.
í sumar mun Sumarskólinn einn-
ig bjóða starfsmönnum fyrirtækja
í sérstakt fyrirtækjanám, sem er
sérstaklega ætlað þeim sem ekki
hafa mikla framhaldsmenntun en
vilja styrkja stöðu sína og bæta sig
í starfi. Ólafur sagðist telja að fyrir-
tækjanámið, eins og því verður
háttað í Sumarskólanum, væri nýj-
ung hér á landi.
Ofaglærðu starfsfólki sjúkrahúsa
verður boðið upp á nám í líffæra-
og lífeðlisfræði, heilbrigðisfræði og
skyndihjálp og aðstandendum
sjúkra og aldraðra býðst nám sem
nýtist við aðhlynningu í heimahús-
um. Loks er nám í uppheldisfræðum
fyrir dagmæður og aðstoðarfólk á
leikskólum nýr áfangi, sem boðið
er upp á í sumarskólanum.
„Þetta er annað árið sem við rek-
um skólann. Það var reynt að setja
lögbann á okkur í fyrra en okkur
tókst að hrinda því og það lítur út
fyrir að við fáum að vera með þetta
alveg í friði í ár,“ sagði Ólafur.
Ungur fiðluleikari hlýtur meistaragráðu
Askonin að verða
einleikari á fiðlu
Júdith hlaut meist-
aragráðu í fiðluleik
frá „Cleveland Inst-
itute of Music“ við
„Case Western University“
í liðinni viku, ásamt því að
veita viðtöku verðlaunum
sem kennd eru við Joseph
Scharff, sem jafnan hafa
fallið framúrskarandi fiðlu-
leikurum í skaut. Júdith er
tveimur árum yngri en þeir
samstúdentar hennar sem
hlutu meistaragráðu á sama
tíma. Hún hlaut einnig fyrir
nokkrum dögum fyrstu
verðlaun „Marcia Polayes
National Violinist Comp-
etition" í New Haven í
Connecticut-ríki. Ásamt
verðlaunum hlaut hún
samninga um tónleika á
ýmsum stöðum í Bandaríkj-
unum á næstu misserum. Fyrir ári
hlaut Júdith fyrstu verðlaun í „Le-
opald Shopmaker Mid-America
Violin Competition" í Kansas City
og hefur síðan þá tekið þátt í fimm
samkeppnum um fiðluleik og borið
sigur úr býtum í fjórum þeirra.
Júdith hefur leikið á meistara-
námskeiðum hjá ekki ómerkari
fiðluleikurum en Gingold, Stern,
Milstein, Ricci, Silverstein, Spi-
vakov, Schneider og Miriam Fried.
Eftir tvær vikur verður hún ein-
leikari í flutningi á konsert eftir
Samuel Barber með sinfóníuhljóm-
sveit Kansas City og leikur á næsta
ári með sinfóníuhljómsveit New
Haven í Connecticut.
Júdith starfar sem aðstoðar-
kennari hjá virtum fiðluleikurum,
Lindu Sharon og R. Vernon í
„Westem Reserve Academy" í
sumar en mun vinna doktorsverk-
efni sitt við „Cleveland Institute
of Music“ næsta vetur.
„Ég ætla í doktorsnámið ein-
göngu til að læra hjá tilteknum
kennara sem getur leiðbeint mér
og undirbúið fyrir tónleikahald í
framtíðinni,“ segir Júdith. „Ég
stefni að því að verða einleikari á
fiðlu að atvinnu og bíð þess að
umboðsmaður fái augastað á mér,
en það krefst bæði mikillar heppni
og enn meiri vinnu. Miðað við
árangur þann sem ég hef náð í
samkeppnum, tel ég ástæðu til
bjartsýni á því sviði en veit þó að
óvissuþátturinn er stór. Sam-
keppnir virka hvetjandi. á mig, því
ekki aðeins fylgir þeim umfjöllun
og viðurkenningar sem skipta
máli fyrir ferilinn, heldur fær mað-
ur einnig tækifæri til að leika fyr-
ir fræga fiðluleikara ------------
sem dæma í slíkum
keppnum.“
-Þú óttast ekki þá
óvægnu samkeppni sem
fylgir atvinnumennsku?
„Nei, í raun og veru
ekki. í gegnum tónleikahald mitt
og ferðalög þeim samfara, hef ég
kynnst andanum í greininni, við-
móti fólksins og þeim kröfum sem
gerðar eru til tónlistarmanna. Ég
veit því hvernig landið liggur og
óttast ekki að starfa sem atvinnu-
tónlistarmaður — það er miklu
frekar að ég sjái það sem áskor-
un. Ég mun gera mitt besta og
reyni að sætta mig við þann árang-
ur sem næst.“
Aðalkennari hennar í Curtis-
tónlistarháskólanum var rússneski
fiðluleikarinn Jascha Brodsky, og
segir Júdith spilamennsku sína
hafa orðið fyrir áhrifum frá
„russneska skólanum". Hún segir
að rússneska aðferðin boði ýmsar
áherslur og blæbrigðamun í leik
sem greini hana frá öðrum aðferð-
um, hún sé t.d. útleitnari og tján-
ingarríkari. Útkoman sé þó í raun
ekki mjög frábrugðin tónlistar-
sköpun fiðluleikara sem leita í
Júdith Franziska
Ketilsdóttir
►JÚDITH Franziska Ketils-
dóttir er fædd í Reykjavík 13.
maí 1973. Hún flutti til Banda-
ríkjanna árið 1980 ásamt for-
eldum sínum, Úrsúlu Fassbind
Ingólfsson, sem starfar nú sem
píanóleikari og tónlistarkenn-
ari í Philadephia, og dr. Katli
Ingólfssyni, stærðfræðingi.
Yngri systir hennar, Míijam,
er sellóleikari og lauk nýverið
námi í Curtis-tónlistarháskól-
anum. Júdith stundaði tónlist-
arnám hérlendis og í Banda-
ríkjunum frá barnæsku og hóf
síðan nám í Curtis-tónlistarhá-
skólanum í Philadephia árið
1987. Þar var hún nemandi
rússneska fiðluleikarans Jasc-
has Brodskys og lauk námi
með frábærum vitnisburði vor-
ið 1992. Síðan hefur hún stund-
að nám við „Cleveland Institute
of Music“ hjá David Cerone,
sem er forseti háskólans.
smiðju til annarra skóla. „Ég held
samt sem áður að bandaríski kenn-
arinn minn sem leiðbeinir mér nú
og hérlent umhverfi, hafi leitt til
að ég hafi þróað með mér eigin
leikaðferð og tón, sem mótast af
ýmsum áhrifum. Þeir fiðlumeistar-
ar sem hafa kennt á námskeiðum,
hafa líka miðlað mér alþjóðlegri
og um leið einstaklingsbundinni
reynslu sem hefur þroskað með
mér sýn á fiðluleik sem ég hefði
aldrei öðlast að öðrum kosti," seg-
ir hún.
Júdith hefur ekki komið til ís-
lands í fimm ár og
kveðst of ryðguð í ís-
lensku til að beita henni.
Hún talar hins vegar
þýsku reiprennandi,
enda er það tungumálið
sem oftast er notað á
hennar vegna uppruna
Hún segist gjarnan
Hlaðin verð-
launum og
viðurkenning-
um
heimili
móðurinnar.
vilja heimsækja íslands og spila,
þó að slíkt sé ekki í bígerð. „Ég
held að uppruni minn hafi hafi
haft mikil áhrif á þá ákvörðun
mína að verða tónlistarmaður og
segja má að andrúmsloftið á heim-
ili mínu hafi kynt undir þann
áhuga frá byrjun. Ég er stolt af
því að vera íslendingur að hálfu
og Svisslendingur að hálfu, og
held að auðug og ólík menning
þessara landa hafi hjálpað mér við
að móta tjáningu og einstakling-
seinkenni. Mér fínnst sjóndeildar-
hringur minn stærri fyrir vikið.
Ég ólst líka upp við tónlist, hún
er hluti af mér og móðir mín var
mér fyrirmynd að mörgu leyti. Um
tíma hugleiddi ég að vísu að nema
sálfræði sem ég hef áhuga á, en
tónlistin varð fyrir valinu sem
ævistarf og tjáningarform og ég
sé ekki eftir því.“