Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 9

Morgunblaðið - 27.05.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 9 VEIÐI ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Laxinn mættur og skilyrði virðast góð LAXVEIÐI á stöng hefst í fyrstu ánum á miðvikudag, 1. júní. Það eru Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum sem þá opna, en síðan koma aðrar fljótlega á eftir. Laxinn er mættur í þessar ár og skilyrði virð- ast góð, utan að vatn er enn tals- vert kalt í ánum. Eðlilegt er að menn sjái hvað mest af laxinum í Norðurá, þar er veiðisvæðið til- tölulega stutt á þessum tíma sum- ars og hægt að skyggna ána ofan af klettum. Erfiðara í alla staði er t.d. að fylgjast með fiskför i Þverá, en áður gáfu netaveiðarnar í Hvítá nokkra vísbendingu um þær göngur. Breyting í Langá Samþykkt mun hafa verið á síð- asta aðalfundi veiðifélags Langár, að fyrir næsta sumar verði þess freistað að leigja ána út í einu lagi. Oft hefur þetta komið upp á áður, en jafnan verið fellt, eða þar til nú. Langá hefur verið leigð út í mörgum stubbum, Langárfoss og Ánabrekka verið saman neðst í ánni, Jarðlangsstaðir, Hvítsstaðir og Stangarholt saman með mið- bikið og síðan Grenjar og Litla Fjall á svokölluðu „Fjalli". Langá er svo „löng“, að hún er ein hér og önnur þar eftir því hvenær sumars er að ræða. Þannig er til dæmis veiði farin að stórminnka á neðstu svæðunum er Fjallið fer að gefa afla. Svona staðreyndir kunna að flækja málin er svona- tilraunir eru gerðar, en tíminn leið- ir í ljós hvernig málin fara. „Hafbeitarárnar" Svokallaðar „hafbeitarár“, það er að segja ár sem sleppt er í villt- um hafbeitarlaxi, hafa verið vin- sælar meðal margra veiðimanna, ekki síst vegna þess að þær hafa kostað til muna minna en aðrar ár og menn vita að hverju þeir ganga. Nú stefnir í að ár þessar, þ.e.a.s. þær sem opna í júní, verði ef til vill öruggustu júníárnar, en göngur tveggja ára laxa í júní síð- ustu ár hafa verið skrykkjóttar. Ein þessara áa, Núpá í Eyjahreppi á Snæfellsnesi, sem gaf tæpa 250 Iaxa á tvær stangir í fyrra, er Lokasigur... gott dæmi um „hafbeitará“. Hún á að vísu sinn eigin stofn, en hann er lítill og aðalveiðin í ánni hefur verið bleikja og sjóbirtingur. Einn leigutaka Núpár, Eiríkur S. Eiríks- son sagði í samtali við Morgun- blaðið að sleppt yrði 250 til 300 iöxum í ána í sumar, þeim fyrstu um miðjan júní. „Það verða ein- ungis stórlaxar, 10 til 20 pund, en síðan eykst hlutfall smálaxins jafnt og þétt,“ sagði Eiríkur. Upplýsingalína Sjálfstæðismanna G120S4 Hringdu núna Reykjavílc HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 BARNANÁMSKEIÐ 1 .-14. júní fyrir 8-11 ára. Flugdrekagerð, víkingaskartgripir, þæfing, pappírs- og bókagerð, ofl. SÍÐUSTU INNRITUNARDAGAR Innritun í síma 17800 frá kl. 9-13. TILBOÐSDAGAR - TILBOÐSDAGAR - Við rýmum fyrir nýjum vörum - Næstu daga bjóðum við 15-30% afslátt af öllum vörum í verslun okkar. Gríptu tœkifœrið og gerðu góð kaup. \/ BORGARKRINGLUNNI L Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 40 milljónir Dagana 19. til 25. maí voru samtals 40.489.810 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 19. maí Háspenna, Hafnarstræti...... 103.849 20. maí Háspenna, Laugavegi........ 107.761 20. maí Háspenna, Laugavegi........ 96.009 21. maí Pizza 67, Hafnarfirði......... 123.225 21.maí Pizza 67, Hafnarfirði......... 84.302 23. maí Mónakó......................... 76.325 24. maí Háspenna, Hafnarstræti...... 136.624 25. maí Kringlukráin................... 132.586 Staða Gullpottsins 26. maí, kl. 13:30 var 5.300.000 krónur. I o o >- Silfurpottarnir byrja alltaf (50.000 kr. og Gullpottarnir (2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. HAGKAUP Barnakerrur Bremsur, snúningshjól, öryggisbelti, stillanlegt bak, hlíf yfir fætur, skyggni meö plastglugga. Kr. 9.995,- lsland Sækjum það heim! Regnhlífarkerrur Bremsur, snúningshjól, öryggisbelti. ^L-3.995,- Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu, þá minnum við á grænt númer póstverslunar 99 66 80.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.