Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 17
VIÐSKIPTI
VIÐURKENNIIMG - Fortsvars-
menn fýrirtækjanna sem tóku þátt í verkefninu
og á innfelldu myndinni er Júlíus Karlsson frá
Afli ásamt Jóni Ásbergssyni framkvæmda-
stjóra Útflutningsráðs en Júlíus fékk sérstök
verðlaun.
liUIUUJI.l-lll J
Verkfræðistofan
Afl verðlaunuð
Seðlabankinn og
Þjóðhagsstofnun
Sjá engin
merki
þenslu
ÞAÐ er ekki að sjá nein merki
þenslu i þjóðfélaginu að mati
Eiríks Guðnasonar, Seðla-
bankastjóra, og Þórðar Frið-
jónssonar, forstjóra Þjóðhags-
stofnunar.
í nýjasta hefti Hagtalna
mánaðarins kemur fram að
peningamagn og sparifé hafði
í lok mars sl. aukist um 10% á
síðustu tólf mánuðum þar á
undan. Þorvaldur Gylfason pró-
fessor sagði í viðtali í viðskipta-
blaði Mbl. í gær að ef þetta
aukna peningamagn í umferð
væri ekki bara bóla sem hjaðn-
aði fljótlega væri full ástæða
til varúðar og vísaði þar til
hættu á aukinni verðbólgu.
„Svona tölur geta verið við-
vörunarmerki, en eins og sakir
standa teljum við þær ekki gefa
vísbendingu um verðbólgu-
hættu vegna þess hve dauft er
yfir efnahagslífinu,“ segir Ei-
ríkur. „Annað væri upp á ten-
ingnum ef hér væri til dæmis
full atvinna."
Aðhaldssemi mikilvæg
Þórður segir nokkrar sér-
stakar ástæður liggja að baki
aukins peningamagns í mars
sl. og því beri að túlka tölurnar
með varúð. Þar komi m.a. til
gríðarlega mikill útflutningur
fyrstu mánuði ársins og sú
ákvörðun að flýta greiðslu
launa fyrir páska.
„Mér sýnist að það ráði
mestu um framhaldið hvaða
stefnu verði fylgt í ríkisfjármál-
um á næstu misserum. Ef
stjórnvöld hafa ekki trú á að-
haldssemi á þessum tíma er lík-
legt að annað tveggja gerist,
vextir hækki eða verðbólga láti
á sér kræla,“ sagði Þórður.
VERKFRÆÐISTOFAN Afl hlaut í gær sérstök verðlaun fyrir þátttöku
sína í verkefninu „útflutningsáukning og hagvöxtur" sem staðið hefur
yfir sl. 12 mánuði á vegum Útflutningsráðs íslands. Þetta er þróunarverk-
efni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutn-
ing eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Átta íslensk fyrir-
tæki tóku þátt í verkefninu að þessu sinni en því var slitið formlega í gær
við hátíðlega athöfn.
Fyrirtækin átta sem þátt tóku í
verkefninu voru auk Verkfræðistof-
unnar Afls, Austmat hf., Nýjar
víddir hf., Hótel Saga, Hótel Oðal
á Akureyri, Stilling hf., Fiskur hf.
og Miðlun hf. Sérstök dómnefnd
hlýddi á fulltrúa fyrirtækjanna
kynna áætlun sína og fór yfir þau
gögn sem unnin hafa verið á undan-
förnum mánuðum. Niðurstaðan
varð sú að áætlun Júlíusar Karls-
sonar, framkvæmdastjóra verk-
fræðistofunnar, varð fyrir valinu
sem besta markaðssóknin.
Verkfræðistofan var stofnuð árið
1987 og hefur sérhæft sig í gerð
hugbúnaðar. Hyggst fyrirtækið
markaðssetja erlendis sjálfvirkt
birgðaupplýsingakerfi fyrir olíufé-
lög. Þessi hugbúnaður var þróaður
í samvinnu við Olíufélagið Esso hf.
og hefur verið settur upp í birgða-
stöðvum í Örfirisey, Hafnarfirði og
Keflavíkurflugvelli. Kerfið byggir á
Oracle-gagnagrunni.
Leitar fyrir sér á
Noregsmarkaði
Verkfræðistofan hyggst leita fyr-
ir sér á Noregsmarkaði með hug-
búnaðinn enda eru aðstæður þar
svipaðar og hér á landi. Hefur þeg-
ar komið fram áhugi hjá olíufélög-
unum á að skoða þetta kerfi.
Verkefnið ,;útflutningsaukning
og hagvöxtur" er írskt að uppruna
og var þróað hjá Stjórnunarfélagi
Irlands í samvinnu við Útflutnings-
ráð írlands og fleiri aðila. Var það
fyrst reynt þar í landi árið 1986
en vegna góðrar reynslu hefur af-
notaréttur af því verið seldur til
átta landa og eru nú fjórtán aðilar
reglulega með það á dagskrá. Þetta
er þriðja yfirferð verkefnisins hér á
landi og hafa 23 fyrirtæki tekið
þátt.
T23ZSZXSSZS
Okkur vantar sjálfboðaliða til margvíslegra
starfa fram að kjördegi og á kjördag 28. maí.
Komdu á næstu hverfaskrifstofu og
fáðu allar nánari upplýsingar.
Vesturgata 2
Símar: 18400* 18401 • 18402
Valhöll
Sími: 880903
Grensásvegur
Símar: 880905 • 880906 • 880907
Skandia komin með 3 milljónir
króna af Stöðvar 2 bréfum í sölu
Viðskiptum
virðist lokið
ENGIN viðskipti voru með hlutabréf í íslenska útvarpsfélaginu í gær.
Fjárfestingarfélagið Skandia sem ásamt Handsali hefur á síðustu dögum
keypt bréf í félaginu fyrir óþekkta aðila hefur frá því seinni hluta miðviku-
dags verið með bréf að nafnvirði 3,0 milljónir króna í sölu eftir að hafa
verið fyrst og fremst kaupandi bréfa fram að því.
Þykir nú allt benda til þess að
þeim aðila eða aðilum sem einkum
hafa staðið fyrir þessum kaupum á
hlutabréfum í Stöð 2 hafi tekist ætl-
unarverk sitt og jafnframt að breyt-
ing á valdahlutföllum hafi orðið í
félaginu, eða að viðkomandi sé þar
kominn í einhvers konar lykilaðstöðu.
Þróunarfélagið var meðal þeirra
aðila sem seldi hlutabréf á síðustu
dögum. Félagið keypti hlutabréf í
íslenska útvarpsfélaginu í apríl að
nafnvirði 5 milljónir á genginu 2,5
en seldi um helming þeirra á síðustu
dögum á genginu 3,0. Guðjón Odds-
son, einn af fjórmenningunum svo-
nefndu ásamt Jóni Ólafssyni, Jó-
hanni J. Ólafssyni, fyrrum stjórn-
arformanni, og Haraldi Haraldssyni
staðfesti í samtali við Morgunblaðið
að hann hefði selt lítinn hluta bréfa
sinna en það hefði verið í síðasta
mánuði og því ótengt kaupkapp-
hlaupinu síðustu daga. Þá hefur Árni
Samúelsson í Sambíóunum staðfest
að hann hafi síðustu daga selt hlut
sinn í stöðinni til félaga sinna innan
Áramótahópsins svonefnda sem hafa
verið ráðandi innan félagsins síðustu
misseri. Einnig mun Tryggingamið-
stöðin hafa selt hlut sinn í félaginu
nú í vikunni en ekki náðist í forsvars-
menn félagsins til að fá um það nán-
ari upplýsingar.
Þýzkaland
Minnsta
verðbólga
í þrjú ár
Frankfurt. Reuter.
VERÐBÓLGA í vesturhluta
Þýzkalands hefur minnkað í
maí og er innan við 3% í fyrsta
skipti í rúm þijú ár, að sögn
yfirvalda.
Verðbólgan hefur ekki verið
eins lág síðan í apríl 1991, þeg-
ar verðlag lækkaði um 2,8%.
Hagfræðingar gera ráð fyrir
að verðbólga haldi áfram að
minnka síðar á þessu ári vegna
launasamninga, sem voru gerð-
ir í fyrra og voru ekki verð-
bólguhvetjandi.
Verð á neyzluvarningi hækk-
aði um 2,9% í maí miðað við
sama mánuð í fyrra og um 0,2%
miðað við apríl.
*
Alver Alusuisse
selt stjómendum
STJÓRNENDUR álvers í Essen í
Þýzkalandi, sem Alusuisse hugðist
loka, hafa gengið frá kaupum á
verinu. Starfsmenn nýja fyrirtæk-
isins, Aluminium Essen GmbH,
verða 400.
Kerskálar þeir sem voru seldir
voru upphaflega þrír og tveimur
þeirra hafði þegar verið lokað.
Þegar enn var starfað með fullum
afköstum 1992 nam sala fyrirtæk-
isins 273 milljónum marka. Þegar
næstsíðasta kerskálanum var lok-
að í fyrra nam salan 189 milljónum
marka.
Hagstæð skilyrði á málmmörk-
uðum greiddu fyrir kauþum stjórn-
endanna á fyrirtækinu að sögn
Alusuisse.
(Wall Street Journal)
Royal
-uppáhaldið mitt!