Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 18

Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Grikkland jrá 73 Það kostar minna ! en þig grunar að s hringja til útlanda. PÓSTUR OG SÍMI Fréttamönnum leyft að ræða við „Toto“ Riina í réttarsal Hótanir mafíósans vekja ugg á Italíu Róm. Reuter. YFIRLÝSINGAR „Toto“ Riina, „foringja foringjanna" meðal ít- alskra mafíósa, hafa vakið nokkurn ugg á Ítalíu en þær eru túlkaðar sem bein hótun um að kunnir emb- ættismenn og baráttumenn gegn glæpasamtökunum verði myrtir. Lét hann ummælin falla þegar fréttamönnum var leyft að leggja fyrir hann spumingar í réttarsal. ítalska ríkisstjórnin hefur fyrirskip- að tafarlausa rannsókn á þessu máli. Salvatore „Toto“ Riina, sem var handtekinn á síðasta ári eftir að hafa farið huldu höfði í nærri aldar- fjórðung, sakaði „kommúníska" lögregluforingja, sem færu fremstir í baráttunni gegn mafíunni, um samsæri gegn sér og hinni nýju stjórn á Ítalíu. Nefndi hann sérstak- lega aðalsaksóknarann í Palermo á Sikiley, Gian Carlo Caselli, og Lue- iano Violante, fyrrum formann þingnefndar, sem fjallaði um maf- íuna, og félaga í Lýðræðisflokki vinstrimanna, arftaka kommúnista- flokksins. Riina, sem hafði einnig viðumefnið „Skepnan", nefndi einn- ig á nafn Pino Arlacchi, sérfróðan Salvatore „Toto“ Riina eftir að hann var handtekinn í fyrra. mann um mafíuna og höfund margra bóka um skipulagða glæpa- starfsemi. Forsetinn hneykslaður Yfirlýsingar Riina voru fluttar í sjónvarpi og ítalskir embættismenn segjast taka þær sem morðhótun og þeir og Oscar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, hneykslast á því, að honum skuli hafa verið leyft að ræða við fréttamenn. Var hann í búri í réttarsal í Reggio Calabria á Suður-Ítalíu þegar þeir lögðu fyrir hann spurningar en verið er að rétta í morðmáli gegn honum. Riina úthúðaði einnig þeim fyrr- verandi mafíósum, sem hafa gengið yfirvöldum á hönd og vitnað gegn glæpafélögum sínum, en á einu ári hefur tala þeirra næstum tvöfaldast og eru nú um 700. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði í gær, að dóms- málaráðuneytið hefði hafið rann- sókn á tildrögum þess, að frétta- mönnum var leyft að ræða við Riina og öryggisgæsla um mennina, sem mafíuforinginn nefndi sérstaklega, hefði verið aukin. *73,50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Grikklands á næturtaxta m. vsk. - kjarni málsins! með frönskum og sósu =995.- TAKIÐMEÐ i i j j / TAKIÐMEÐ - tilboð! WW - tilboð! Jarfínn ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► Laugardaginn 28. maí 1994 frá kl. 14:00 til 17:00 Nýútskrífuðum grunnskóla- nemum og aðstandendum þeirra er sérstaklega boðið að koma og kynna sér skólann, námsefni og félagslíf. ALLIR VELKOMNIR l i L VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS OFANLEITII • S: 688 400 3 J Reuter , Farkosturinn FINNSKU ofurhugarnir leysa landfestar og leggja upp í Islands- siglinguna. Ráðgera þeir að sigla opnum hraðbátnum á 20-25 hnúta hraða. Á opnum hraðbáti frá Helsinki til Islands TVEIR fínnskir ofurhugar lögðu í síðustu viku af stað á opnum hraðbáti til íslands. Hafa þeir viðkomu á mörgum stöðum á leiðinni en áætla að vera í Reykjavík 9. júní eftir þriggja vikna ferðalag, að sögn fínnska blaðsins Hufvudstadsbladet. Farkosturinn er finnskur sjö metra langur og tveggja og hálfs metra langur sérstyrktur álbátur. Er hann knúinn 175 hestafla Evinrude utanborðsmótor sem und- irbúinn hefur verið sérstaklega til siglinga á Norður-Atlantshafi. Finnarnir tveir, Pekka Piri blaða- maður sem er leiðangursstjóri og Matti Pulli skipstjóri, hafa mikla reynslu af siglingum en báðir eru 48 ára. í gær voru íslandsfararnir finnsku komnir til Kaupmannahafn- ar en þeir höfðu tafist um sólarhring á leiðinni þangað frá Helsinki. Þaðan liggur leiðin um Gautaborg og Skag- en í Danmörku, Kristjánssand, Sta- vanger og Bergen í Noregi, Leirvík á Hjaltlandi og Þórshöfn. Frá Fær- eyjum liggur leiðin til Hafnar í Hornafirði en það er lengsti áfang- inn, um 300 sjómílur. Ekki sigla þeir til baka til Finnlands heldur verður báturinn fluttur með skipi frá Reykjavík og síðar járnbrautarlest til Stokkhólms. Þaðan sigla þeir til Finnlands. Upplýsingalína Sjálfstæðismanna Reyfcjavík Hrmgdu núna Jeltsín varar við njósnurum BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hvatti rússnesku leyniþjón- ustuna til að leggja harðar að sér því erlendir njósnarar ógn- uðu rússnesku þjóðinni. Að sögn Interfax- fréttastofunn- ar fullyrtu yf- irmenn gagnnjósna- þjónustunnar (FSK) á fundi með forsetan- um að erlendir njósnarar stunduðu þjófnað á viðskiptaleyndarmál- um í þeim tilgangi að skemma fyrir útflutningsstarfsemi. Tvísýnt í Austurríki FIMMTÍU prósent Austurríkis- manna styðja aðild að ESB, samkvæmt niðurstöðum Gall- up-könnunar sem birtar voru í gær. Andvígir aðild eru 38% en 12% sögðust enn óákveðin. Þjóðaratkvæði um ESB-aðild fer fram í Austurríki 12. júní. Finnar kjósa um ESB í október ESKO Aho forsætisráðherra Finnlands sagði í gær að þjóð- aratkvæði um aðildina að Evr- ópusamban- dinu (ESB) færi að öllum líkindum fram 16. október. Samkvæmt skoðanakönn- un frá í síð- ustu viku styðja 46% Finna aðild að ESB, 25% voru andvíg en 29% óákveðin. Gert er ráð fyrir þjóð- aratkvæði um ESB-aðild í Sví- þjóð 13. nóvember og 28. nóv- ember í Noregi. Lítið friðarút- lit í Bosníu LITILL árangur hefur enn orð- ið af viðræðunum um frið í Bosníu en þær fara fram fyrir milligöngu sáttasemjara í franska bænum Talloires. Sök- uðu Serbar múslima um „yfir- gengilegar" landakröfur og sögðu þá haga sér eins og þeir væru sigurvegararnir í stríðinu. Var að lokum sæst á það eitt að hittast aftur bráðlega. Vill eyju upp í skuld ÞÝSKUR kráareigandi, sem tapaði miklu fé eftir að Sovét- ríkin hrundu, hefur krafist lítill- ar, rússneskrar eyjar í Finnska flóa upp í skuldina og hyggst breyta henni í ferðamannastað. Er forsagan sú, að 1992 frysti rússneski utanríkisviðskipta- bankinn níu milljarða dollara innstæður vegna mikils lausa- fjárskorts, þar á meðal inn- stæður erlendra fyrirtækja, en borgaði þær síðan með skulda- bréfum, sem eru lítils virði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.