Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 19
ERLENT
Atlaga að
ofbeldinu
London. Reuter.
BRESKA stjórnin lét í gær til
skarar skríða gegn ofbeldismynd-
um þegar Michael Howard innan-
ríkisráðherra lagði til, að viðurlög
við því að leigja eða útvega fólki
undir lögaldri ofbeldisfullar kvik-
myndir yrðu tveggja ára fangelsi
og ótakmarkaðar sektir.
Auk tillögunnar um hert viður-
lög var breskum kvikmyndaeftir-
litsmönnum uppálagt að skoða
miklu gagnrýnni augum myndir
þar sem stefíð er glæpir, eiturlyf,
ofbeldi, annar hryllingur eða kyn-
líf þegar aldurstakmörk eru ákveð-
in. Er hér um að ræða breytingu
eða viðauka við gildandi lög um
þessi efni en þau er verið að endur-
skoða á þingi.
-----» ♦ ♦
Boeing íhugar
smíði smáþotu
Seattle. Reuter.
BOEING-flugvélaverksmiðjurnar
hafa hrundið af stað athugun á
möguleikum þess að hefja smíði
nýrrar farþegaþotu sem yrði tals-
vert minni en Boeing-737 þotan.
Hingað til hafa Boeing-verk-
smiðjurnar eingöngu framleitt
stærri þotur og er 737-þotan
minnsta farþegaþotan sem verk-
smiðjurnar hafa smíðað.
Frumkönnun verksmiðjanna,
sem unnin er í samvinnu við jap-
anskar og kínverskar flugvéla-
verksmiðjur, gengur út á að kanna
hvort markaður sé fyrir smíði
80-100 farþega þotu.
Hugmyndin er að hægt verði
að nota sömu tækni og búnað sem
nú er verið að þróa fyrir nýja kyn-
slóð af Boeing-737 þotum.
Ásamt þessu kanna Boeing-
verksmiðjurnar í samkeppni við
evrópsku flugvélaverksmiðjurnar
Airbus Industrie hagkvæmni þess
að smíða nýja 800 farþega risa-
þotu.
Reuter
Nýstárleg tískusýning
JAPANSKI tískuhönnuðurinn Hiroko Koshino er um þessar mundir
með sýningu í Pragkastala og er hún sérstaklega miðuð við kastala-
kjallarana, sem eru frá 10. öld. Hér hafa nokkrar tékknesku fyrirsæt-
anna hans komið sér fyrir með óvenjulegum hætti.
Gyðingaofsóknir
Viðurkenn-
ir kirkjan
samábyrgð?
Jerúsalem, Róm. The Daily Telegraph.
í DRÖGUM að skjali sem verið
er að vinna á vegum Páfagarðs
er viðurkennt að kaþólska
kirkjan hafi átt sinn þátt í upp-
gangi gyðingahaturs í Evrópu,
að sögn heimildarmanna í Róm
og Jerúsalem.
Hermt er að Hans Hermann
Henrix, prófessor við Kaþóisku
guðfræðistofnunina í Þýska-
landi, sé höfundur draganna.
Fréttir um innihald þeirra ollu
uppnámi í Róm en talsmenn
Páfagarðs lögðu áherslu á að
aðeins væri um drög að ræða
og páfi ætti eftir að samþykkja
þau.
„Helför gyðinga gerðist á
landsvæði sem var kristið í
grundvallaratriðum, og kaþ-
ólskan var ríkjandi," sagði þó
Edward Cassidy kardínáli.
„Kirkjan getur ekki hunsað það
og verður að svara spurningum
sem það vekur.“
David Rosen rabbíni, sem
hefur tekið þátt í viðræðum
fulltrúa Páfagarðs og gyðinga,
kvaðst hafa séð drogin. „Kirkj-
an hefur viðurkennt ábyrgð
sína á því að leggja grunninn
að ofsóknunum og helförinni,"
sagði hann. „Sögulegt mikil-
vægi þessa skjals er því vissu-
lega mikið.“
Lesnir voru kaflar úr skjalinu
í Útvarpi Jerúsalem þar sem
samábyrgð kirkjunnar er viður-
kennd og vísað til ofsókna á
hendur gyðingum á Spáni, í
Austur-Evrópu og Þýskalandi á
valdatíma nasista. „Andgyð-
ingleg kenningahefð kirkjunn-
ar var mikilvægur þáttur í hel-
förinni“ og aldagömul andúð
kaþólikka á gyðingum „greiddi
fyrir gyðingahatri nútímans“,
segir m.a. í drögunum, sam-
kvæmt heimildarmönnum út-
varpsins.
Vladívostok fyrsti áfanginn í heimkomu Alexanders Solzhenítsyns
Andvígur allri viðhöfn
— vill aðeins tala við fólk
Vladívostok. Reuter.
RÚSSAR bjuggu sig undir það í gær að fagna
skáldinu Alexander Solzhenítsyn en heimkoma
hans er táknræn í mörgum skilningi, fyrir sigur
hans sjálfs á kommúnískum kúgurum sínum og
fyrir hið nýja Rússland. Hann kemur til Vladívo-
stok á Kyrrahafsströndinni í dag og það fyrsta,
sem hann ætlar að gera, er að fara út á meðal
fólksins í borginni. „Tala við fólk, tala við fólk.
Það er allt Sem hann vill,“ sagði embættismaður
í Vladívostok.
Solzhenítsyn, sem er hálfáttræður, var rekinn
frá Sovétríkjunum fyrir 20 árum og bjó í Banda-
ríkjunum í 18 ár. Til Vladívostok kemur hann
frá Anchorage í Alaska ásamt konu sinni, Nat-
alju Dmítíevnu, og tveimur sonum sínum. Búist
var við, að hann myndi dvelja í nokkra daga í
borginni áður en hann legði upp í langa ferð
með lest til Moskvu. Solzhenítsyn er afar íhalds-
samur þjóðemissinni á rússneska vísu og fullur
tortryggni gagnvart embættismannavaldinu í
landi sínu. A hann þá ósk eina að blanda geði
við óbrotið alþýðufólk og sagt er, að hann kæri
sig ekkert um opinberar móttökuathafnir.
BBC gerir heimildamynd um heimkomuna
Dagblaðið Vladívostok í samnefndri borg seg-
ir, að hann hafí hafnað boði um að dvelja í glæsi-
legri tónleikahöll, sem á sínum tíma var reist
fyrir Leoníd Brezhnev, leiðtoga Sovétríkjanna,
og hann vildi heldur ekki gista á nýju hóteli, sem
byggt var í samvinnu við vestrænt fyrirtæki,
Solzhenítsyn er ekki hrifínn af Vesiurlöndum
Heimferðin hafin
ALEXANDER Solzhenítsyn brosti til við-
staddra þegar hann yfirgaf heimili sitt
síðustu 18 árin í Cavendish í Vermont í
Bandaríkjunum. Fyrir aftan hann er son-
ur hans, Stephan.
og hefur margoft fordæmt þau fyrir andlega
úrkynjun. Hann hefur þó selt BBC, Breska ríkis-
útvarpinu, réttinn til að gera heimildamynd um
heimkomuna til Rússlands.
Talið er, að Solzhenítsyn, sem er lítið gefinn
fyrir sviðsljósin, hafi ákveðið að koma fyrst til
Vladívostok til að minna yrði gert úr komu hans
en ekki er víst, að honum verði að þeirri ósk
því að fréttamenn hafa verið að streyma til borg-
arinnar.
Það Rússland, sem Solzhenítsyn yfirgaf fyrir
20 árum, er gjörólíkt því, sem hann á eftir að
kynnast nú. Hann er mikill trúmaður og mun
því fagna endurreisn kirkjunnar en margt annað
mun líklega verða honum martröð líkast, upp-
lausnin, ofbeldið og glæpirnir. Þeir tímar þegar
unga fólkið þyrsti í að lesa um kúgun stalíns-
tímans og gúlagið eru löngu liðnir og líklega
mun draumur hans um að endurvekja Rússland
keisaratímabilsins eiga sér lítinn hljómgrunn.
Of seint á ferðinni
Margir Rússar telja, að Solzhenítsyn sé nokkr-
um árum of seint á ferðinni til að hafa einhver
áhrif, heimkoman muni í raun verða til að draga
úr virðingunni fyrir honum. „Ef hann ætlar í
pólitikina mun hann gera áhrif sín að engu.
Þegar dýrlingarnir stíga niður til okkar er hætt
við, að lotningin fyrir þeim hverfí,“ sagði um-
bótasinninn Gavríl Popov, borgarstjóri Moskvu,
í viðtali við blaðið Komsomolskaja Pravda sl.
þriðjudag.
Fjölskyldan
í Hewlett-
Packard
bleksprautu-
prenturum:
HP DeskJet 310
Einn sá allra sniðugasti á markaðinum.
Fyrirferöalítill, vandaður, hljóðlátur
og auðveldur í notkun. Fæst með
arkamatara og sem fullkominn litaprentari.
HP DeskJet 310, sv/hv, án arkamatara:
Kr. 33.500,
00
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 310, sv/hv, m/arkamatara:
Kr. 39.900,-
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 310 litaprentari
Kr. 46.900, ®®
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 520
Sterkur og hraðvirkur. Gæðaútprentun.
300x600 dpi + RET*
Kr. 34.900,?®
staðgreitt m/vsk
HP DeskJet 550C
Öflugur og ódýr litaprentari.
Tvlskipt bleksprautun. Samsíða svört
og litaprentun. 300x300 dpi*
Kr. 56.900,2®
riX staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 560
Nýjung frá HP. Öflugur og hraðvirkur.
Colorsmart. 300x600 dpi + RET*
og spamaðarhamur.
Kr. 85.500,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 1200C
oq HP DeskJet 1200C/PS
Hraðvirkur hágæða litaprentari sem
hefur slegið I gegn um allan heim.
Fjórskipt bleksprautun.
300x600 dpi + RET*
HP DeskJet 1200C (2MB):
Kr. 189.000,2®
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 1200C/PS (4MB m/Postscript)
Kr. 269.900,2®
staögreitt m/vsk.
Kynntu þér heila fjölskyldu
af bieksprautuprenturum frá
Hewiett-Packard hjá okkur!
* dpi = Upplausn
punkta á tommu.
RET = HP
upplausnaraukning.
o 10 k'
Tæknival
Skeifunni 17
Sími 681665 - Fax 680664
I
i
I