Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 27
KOSNINGARNAR 28. MAÍ
D-listinn er
listi atvinnu-
uppbyggingar
ATVINNUMÁL
setja sterkan svip á
kosningabaráttuna,
og á það sérstaklega
við um Akureyri. Það
er eðlilegt. Um og eft-
ir 1990 áttu mörg af
stærstu fyrirtækjum
bæjarins í miklum
rekstrarlegum erfið-
leikum, en sum voru
að þrotum komin. Af
þeim sökum hefur at-
vinnuleysi verið veru-
legt. Merkilegt starf
er unnið í Punktinum,
þar sem leiðsögn og
aðstaða er til þess sem
í daglegu tali er kallað heimilisiðn-
aður.
Eg hef orðið var við, að ýmsir
frambjóðendur, einkum úr röðum
Framsóknarflokksins, vilja kenna
atvinnuleysið Sjálfstæðisflokkn-
um. Eg skorast ekki undan ábyrgð-
inni og skal hlaupa yfir sviðið.
Kappsamlega hefur verið unnið
að því að endurreisa þann rekstur,
þar sem áður voru SlS-verksmiðj-
urnar. Ég nefni Foldu, sem ber
höfuð og herðar yfir aðra útflytj-
endur á ullarvörum með 80% mark-
aðsaðild. Og með sameiginlegu
átaki tókst okkur að láta skinna-
iðnaðinn halda velli þrátt fyrir
ýmsar úrtöluraddir. Skinnaiðnaður
hf. hefur mjög styrkt markaðs-
stöðu sína og náð hærra verði en
áður.
Niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
sonar varð gjaldþrota, sem var
dapurlegur endir á miklu braut-
ryðjendastarfi. En verksmiðjan er
hin fullkomnasta hér á landi, sem
gerði það auðveldara en ella að
halda rekstrinum áfram. Strýta hf.
er fyrirtæki í góðum vexti.
Skipasmíðaiðnaðurinn hefur
staðið höllum fæti um árabil og
sameining Slippstöðvarinnar og
Vélsmiðjunnar Odda stóðst ekki.
Nú er unnið að því að styrkja inn-
viði skipasmíðaiðnaðarins á nýjum
grunni og lögð hafa verið drög að
því, að flotkví verið keypt. Það er
nauðsynlegt vegna mikilvægis
togaraútgerðarinnar á Akureyri,
sem hvergi er rekin með meiri
dugnaði og festu.
Það er athyglisvert
í þessu sambandi,
hversu sterk fjárhags-
staða bæjarins er, þeg-
ar tekið er tillit til þess
hversu miklum fjár-
munum Akureyri hef-
ur varið til atvinnu-
uppbyggingar. Minni-
hlutaflokkamir hafa
varast að víkja að þeim
þætti málsins í kosn-
ingabaráttunni, sem er
skiljanlegt.
Góðir Akureyringar!
Eins og á þessari
stuttu upprifjun sést
er mikið að gerast í bænum okk-
ar. Og er þó ýmislegt ótalið eins
og ný viðbygging við Sjúkrahúsið
og kennaradeildin við Háskólann,
sem hvort tveggja á eftir að skapa
ófá atvinnutækifæri, þegar fram
líða stundir.
Að síðustu nefni ég, að sam-
Kappsamlega hefur ver-
ið unnið við endurreisn
í þeim rekstri, þar sem
SlS-verksmiðjur voru
áður, segir Halldór
Blöndal, og telur Foldu
skara fram úr í útflutn-
ingi á ullarvörum.
gönguleg einangrun Akureyrar er
að rofna. Á næstu mánuðum verð-
ur komið bundið slitlag til Reykja-
víkur og uppbygging vegarins
austur á land er hafin, en sú fram-
kvæmd var ekki á blaði hjá síðustu
ríkisstjórn. Við höfum því ástæðu
til bjartsýni, ef rétt verður að
málum staðið. Og reynslan sýnir,
að það verður best tryggt með því
að Sjálfstæðisflokknum verði
áfram falið að hafa forystu í bæjar-
málum Akureyrar.
Höfundur er samgöngu- og
landbúnaðarráðherra.
Halldór Blöndal
í meir en hálfa öld hefur versluninVeiðimaðurinn þjónað sportveiðimönnum dyggilega
með úrvali af gæðavörum og góðum ráðum. Hvort sem þú ert að byija í sportveiðinni eða ert einn
af fengsælustu veiðimönnum landsins, þá átt þú erindi til okkar.
• Glæsilegt úrval fatnaðar til
að sækja Island heim.
• Sportveiði-vörur á verði
við allra hæfi.
• Viðgerðarþjónusta.
Láttu fagmanninn leiðbeina þér um valið!
OPIÐ í SUMAR:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9 - 18
Föstudaga kl. 9 - 19
Laugardaga kl. 9 - 17
Sunnudaga kl. 11 - 17
Vertu viss um
að geta landað
þeim stóra
HAFNARSTRÆTI 5 -REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800
I
I
TIL LONDON MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL LONDOIM MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL LOIMDOIM MEÐ FLU
á mnnninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nætur á St. Giles Hotel.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar,
umboðsmenn um allt land, ferðaskrifetofurnar
eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud.
frá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.)
« a manninn i viku m.v. u
(2 fullorðna og 2 bijrn, 2-11 ára) í bíl í A-flokki.
41.140 kr.* á manninn í viku m.v. 2 í bíl í A-flokki.
Náðu þér í ferðabæklinga Flugieiða,
Út í heim og Út í sól.
* Flugvallarskattar innifaldir. 14 daga bókunarfyrirvari.
** Flugvallarslcattar ckki innifaldir. 21 dags bókunarfyrirva.ri.
FLUGLEIÐIR
Trausíur íslenskur ferdafélagi
TfL LOIMDOIM MEÐ FLUGLEIÐUM
------- -rtt-t -'-vi v-'i-t-S—: r-’—• r;”"
FLUG OG GISTING
FLUG OG BILL