Morgunblaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 31
JltaQpuiÞliifetfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SfMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
„GRASRÓTAR-
HREYFING“ GAM-
ALLA FLOKKA!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-listans, hélt
því fram á fundi, sem Stöð 2 efndi til í gærkvöldi á Hótel
Borg, að valið í borgarstjórnarkosningunum á morgun stæði
um flokksvald Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eða „hreyfingu
fólksins“, sem hún sagði R-listann vera. Þetta eru mikil öfug-
mæli, svo að ekki sé meira sagt.
Framboðslistinn, sem Ingibjörg Sólrún veitir forystu, er eng-
in grasrótarhreyfing, sem spratt upp á meðal almennings í
Reykjavík. Þvert á móti varð R-listinn tii með baktjaldamakki
gamalla stjórnmálaflokka, sem sumir hveijir þorðu ekki að bjóða
fram einir. Baktjaldamakkið hófst, þegar vinstri menn sáu nið-
urstöður skoðanakannana, sem bentu til þess, að sameiginlegt
framboð þeirra mundi hafa meiri möguleika gegn Sjálfstæðis-
flokknum en flokksframboð. Þá hófust miklar samningaviðræð-
ur á milli fulltrúa flokkanna fjögurra, sem strönduðu aftur og
aftur vegna þess, að mikil andstaða var innan einstakra flokka
gegn því að taka þátt í sameiginlegu framboði.
R-listinn varð til með gamaldags baktjaldamakki milli gam-
alla stjórnmálaflokka. Þar kom engin fjöldahreyfing fólksins í
borginni við sögu. Þegar Ingibjörg Sólrún sjálf var valin til setu
á R-listanum, gerðist það heldur ekki með því, að fjöldahreyfing
fólksins í Reykjavík gerði hana að borgarstjóraefni, heldur fóru
fram samningaviðræður á milli hennar og fulltrúa flokkanna
fjögurra um að hún tæki þetta hlutverk að sér. Hún varð við
þeim óskum. Ástæðan fyrir því, að hún skipar 8. sæti R-listans
er ekki sú, sem hún lét í veðri vaka í umræðunum á fundi Stöðv-
ar 2 í gærkvöldi, að hún vildi standa og falla í þessari baráttu,
heldur hin, að þar með taldi hún sig lausa allra mála, ef meiri-
hluti næðist ekki.
„Flokksvaldið", sem Ingibjörg Sólrún kallaði svo, þegar hún
fjallaði um Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, hagaði vali frambjóð-
enda sinna á annan veg. Það var gert í opnu prófkjöri, sem
þúsundir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í. Fram-
boðslisti Sjálfstæðisflokksins er skipaður í samræmi við niður-
stöður þessa prófkjörs í öllum meginatriðum. Árni Sigfússon,
borgarstjóri, náði kjöri í annað sæti í því prófkjöri og tók við
borgarstjórastarfinu og fyrsta sæti listans eftir að Markús Örn
Antonsson hafði dregið sig í hlé.
Þegar þessi bakgrunnur framboðslistanna tveggja er skoðað-
ur er auðvitað ljóst, að það jaðrar við lýðskrum, þegar borgar-
stjóraefni R-listans heldur því fram, að hinn sameiginlegi fram-
boðslisti vinstri manna sé „hreyfing fólksins" gegn „flokks-
veldi“ Sjálfstæðisflokksins. Það hefur vissulega gerzt í íslenzk-
um stjórnmálum, að fram hafi komið öflugar almannahreyfing-
ar, sem hafa látið að sér kveða í kosningum og hægt var að
segja með sanni, að væru grasrótarhreyfingar sprottnar upp á
meðal fólksins í landinu. Vel má vera, að borgarstjóraefni
R-listans hafi talið sjálfri sér trú um, að hún sé frambjóðandi
slíkrar almannahreyfingar. En veruleikinn er allt annar. R-list-
inn er framboðslisti þriggja gamalla vinstri flokka og eins nýrri
vinstri flokks, sem orðinn er til með baktjaldamakki og samn-
iíigaþófi á milli fulltrúa þessara flokka.
Reykvíkingar hafa töluverða reynslu af opinberum störfum
fulltrúa þessara flokka. Þeir höfðu meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur í fjögur ár. Þeir hafa nokkrum sinnum á lýðveldis-
tímanum myndað ríkisstjórnir saman. Undantekningarlaust hef-
ur Samstarf vinstri flokkanna, hvort sem er í borgarstjórn eða
ríkisstjórn, endað með ósköpum. Hvers vegna ættu borgarbúar
að gera eina slíka tilraun enn?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gagnrýndi Sjálfstasðisflokkinn
fyrir skattahækkanir á fundi Stöðvar 2 í gærkvöldi. Árni Sigfús-
son, borgarstjóri, benti á, að vinstri flokkarnir hækkuðu alla
þá skatta á Reykvíkingum, sem þeir gátu, þegar þeir höfðu
meirihluta í borgarstjórn um fjögurra ára skeið. Allar vinstri
stjórnir, sem hér hafa setið hafa lagt sig fram um að hækka
skatta á landslýð eins og framast var unnt. Eftir að Sjálfstæðis-
flokkurinn lýsti því yfir, að flokkurinn mundi beita sér fyrir
lækkun hitaveitugjalda í Reykjavík spurði Morgunblaðið borgar-
stjóraefni R-listans um afstöðu hennar til slíkrar lækkunar. í
ljós kom, að borgarstjóraefni R-listans hafði allt á hornum sér
vegna þessa fyrirheits Sjálfstæðismanna. Það má gagnrýna
Sjálfstæðismenn fyrir margt í skattamálum. Þeir komast þó
hvergi nálægt vinstri flokkunum í skattaálögum. Miðað við
fengna reynslu eiga Reykvíkingar því ekki von á góðu í þeim
efnum, ef R-listinn fær meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á
morgun.
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR
skrifstofur. Einar Örn sagði nokkur
hundruð manns hafa lagt á plóginn
og hefði starf sjálfboðaliðanna helst
einkennst af því að dreifa bækling-
um og blöðum til kjósenda. Þá fæl-
ist starfið í því að taka á móti gest-
um, skipuleggja viðveru frambjóð-
enda og hringja í kjósendur. Síð-
ustu dagana hefur R-listinn hringt
í marga kjósendur og spurt hvort
þeir teldu Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur eiga erindi í borgarstjórn,
og sagði Einar Örn að það væri
einungis gert til að meta stöðuna
en það væri ekki nýtt í neinum
ákveðnum tilgangi. '
Aðalbækistöð sjálfstæðismanna
í kosningabaráttunni er í Valhöll,
en auk þess eru starfandi sjö kosn-
ingaskrifstofur í hinum þrettán
hverfum borgarinnar. Að sögn Ág-
ústs Ragnarssonar hefur í hverri
hverfaskrifstofu verið einn starfs-
maður sem notið hefur fulltingis
eins stjórnarmanna í viðkomandi
hverfafélagi, en þegar nær kjördegi
tók að líða komu auk þess til starfa
umdæmisfulltrúar og hundruð sjálf-
boðaliða.
Á kjördag bætist síðan enn í
hópinn til að liðsinna kjósendum
sem leita eftir upplýsingum um allt
milli himins og jarðar. Ágúst segir
starfið á kosningaskrifstofunum
hafa fyrst og fremst verið fólgið í
því að ræða málin við kjósendur
og taka á móti frambjóðendum sem
haft hafa viðveru á hveijum stað
og rætt við kjósendur. Hverfaskrif-
stofurnar hafa séð um að dreifa
öllu efni sem frá Sjálfstæðisflokkn-
um hefur komið í tilefni kosning-
anna. Þá hafa þær auk þess verið
með sitt eigið kosningastarf, sent
út bæklinga sem eingöngu eru ætl-
aðir viðkomandi hverfi, og auk þess
verið með alls kyns uppákomur.
„Almennt hefur þetta verið fólg-
ið í því að vera í sem mestri snert-
ingu við fólkið, og síðan jafnhliða
þessu undirbúningur starfsins á
sjálfan kjördaginn. Þá hvetjum við
fólk til að fara að kjósa, en allt
kosningastarf miðar auðvitað að
því að ná sem bestum árangri,“
segir Ágúst.
Kjósendur aðstoðaðir á kjördag
Á kjördag bjóða báðir framboðs-
listarnir kjósendum upp á akstur á
kjörstað, og verða bílamiðstöðvar
D-listans starfræktar á kosninga-
skrifstofunum og bílamiðstöð R- -
listans verður í kosningamiðstöð-
inni í Glæsibæ. Opið hús verður í
hverfamiðstöðvum framboðslist-
anna á kjördag og kosningavökur.
Sjálfstæðisflokkurinn verður
samkvæmt venju með fulltrúa í
hverri kjördeild sem fylgist með því
hveijir koma og kjósa. Hins vegar
mun R-listinn ekki hafa þann hátt-
inn á, en nokkrir starfsmenn á hans
vegum verða þó á kjörstöðum og
fylgjast með og aðstoða þá sem
þess óska. Ágúst Ragnarsson bend-
ir á að af hálfu R-listans hafí verið
fylgst með utankjörstaðakosning-
unum og flokkarnir fjórir sem að
R-listanum standa hafí fram til
þessa gert hið sama og nánast alls
staðar á landsbyggðinni hafi flokk-.
arnir fulltrúa sína í hverri kjördeild.
„Þetta er því ekkert einsdæmi
og raunverulega er þetta grund-
vallaratriði i sambandi við kosning-
ar um allan heim,“ segir hann.
Lokasprettur
baráttunnar
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
R-listinn á Ingólfstorgi
R-listinn hélt útiskemmtun á Ingólfstorgi í
gær. Aðalræðumaður dagsins var Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni listans.
Fyrst var safnast saman í Hljómskálagarðinum
og síðan var gengið með lúðrablæstri og bum-
buslætti niður á Ingólfstorg. í Lækjargötu var
kórsöngur og á Ingólfstorgi skemmtu ýmsir
listamenn fundarmönnum með glensi og söng.
Nú stendur lokaspretturinn
í kosningabaráttu sjálf-
stæðismanna og sameig-
inlegs framboðs minni-
hlutaflokkanna í borgarstjórn
Reykjavíkur um hvor aðilinn nær
umboði meirihluta kjósenda til að
fara með stjórn borgarinnar á
næsta kjörtímabili. Kosningabar-
áttan að þessu sinni hefur einmitt
verið sérstök fyrir þá sök að nú á
Sjálfstæðisflokkurinn aðeins við
einn öflugan andstæðing að etja
og hefur það óneitanlega sett sitt
mark á kosningaslaginn. Hafa
kosningar til borgarstjórnar senni-
lega aldrei verið jafn tvísýnar og
einmitt nú, enda benda niðurstöður
nýjustu skoðanakannana til þess.
Dagurinn í dag er lokaspretturinn
í þeirri áróðursbaráttu sem átt hef-
ur sér stað milli aðila í kosninga-
undirbúningnum, en á morgun,
kjördaginn sjálfan, beinist starfs-
orka þeirra sem staðið hafa í eldlín-
unni í kosningaslagnum að mestu
í annan farveg en verið hefur fram
að þessu.
Einar Örn Stefánsson kosninga-
stjóri R-listans segir kosnin-
gaundirbúninginn allan hafa gengið
ljómandi vel og menn hafi starfað
saman í fullkominni einingu eins
og um einn samstæðan og samhent-
an flokk væri að ræða. Kosninga-
baráttan hafi verið meira spennandi
og raunverulegri þar sem aðeins
tveir stórir og sterkir framboðslist-
ar væru að keppa, og skilin væru
skýrari og andstæðurnar skarpari
heldur en áður hefði verið.
Ásdís Halla Bragadóttir, fram-
kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins, sem starfar að kosning-
arundirbúningi flokksins í Reykja-
vík, er sammála því að kosninga-
baráttan hafi verið mjög jöfn og
spennandi og það hafi verið öðru-
vísi en áður fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að vera í kosningabaráttu við
einn framboðslista. Það hafi verið
nokkuð á brattann að sækja og því
hafí þurft að hugsa hvem þátt bar-
áttunnar betur en oftast áður þegar
talsvert mikill meðbyr hafi verið.
Kosningaslagurinn í tvísýnustu borgar-
stjómarkosningum sem fram hafa farið í
Reykjavík er nú kominn á lokastig. Hallur
Þorsteinsson kynnti sér kosningastarfið hjá
báðum framboðslistunum og ræddi við tals-
menn þeirra um kosningabaráttuna.
í
Morgunblaðið/Sverrir
D-listavagninn í Mjódd
D-listavagninn var við Álfabakka í Mjódd síð-
degis í gær. Þar voru frambjóðendurnir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Helga Jóhannsdóttir
og Þorbergur Aðalsteinsson á ferð og flutti sá
fyrstnefndi stutta ræðu. Síðan var leikin djass
og hverfafélögin í Breiðholti buðu upp á úti-
grill. Á myndinni er Þorbergur Aðalsteinsson
að ræða við fundarfólk.
Engu að síður hafi það verið mjög
skemmtilegt að starfa í kosninga-
baráttu og vera undir og saxa síðan
stöðugt á forskot keppinautarins.
Því hafí fylgt mikil stemmning og
árangurinn af starfinu hafi verið
sýnilegur dag frá degi.
„Að R-lista standa margir flokk-
ar sem núna hafa gengið í kosn-
ingabandalag og því er kosninga-
baráttan óneitanlega öðruvísi. Frá
byijun vissum við að hveiju við
gengum, en það var þó nokkur
munur á fylgi framboðslistanna til
að byija með samkvæmt skoðana-
könnunum. En jafnt og þétt hefur
dregið úr þessum mun og núna er
það þannig að lítill munur er á fylgi
flokkanna. Síðustu dagar hafa því
einkennst af vaxandi spennu," seg-
ir Ásdís Halla.
Hún segir kýnningu Sjálfstæðis-
flokksins á stefnu flokksins og
árangri á síðustu þrem kjörtímabil-
um sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið með meirihluta í borgarstjórn
hafa komist vel til skila og gaman
hafi verið að sjá hve borgarbúar
hafa tekið vel við sér þegar þeir
hafi velt þessu fyrir sér. Einmitt
þetta væri greinileg skýring á því
hve saxast hefði á forskot R-listans.
Einar Örn Stefánsson segir að
R-listinn hefði frá byijun gert sér
grein fyrir að mjög mjótt yrði á
mununum og markmiðið hefði alltaf
verið það að ná átta manns inn í
kosningunum, og þrátt fyrir mikinn
meðbyrð í skoðanakönnunum í byij-
un kosningabaráttunnar hefði þetta
sjónarmið ekkert breyst.
„Þetta hefur verið óvenjuleg
kosningabarátta að því leyti að við
höfum reynt að halda uppi já-
kvæðri og málefnalegri umræðu og
fjöri. Við höfum lagt áherslu á að
það sé kominn tími til að
breyta og gefa Sjálfstæð-
isflokknum frí eftir nær
samfellt nær 60 ára völd
í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Við teljum að það sé
engum flokki hollt að sitja svo lengi,
hvar sem hann er í hinu pólitíska
litrófið. Það er einfaldlega nauðsyn
fyrir lýðræðið.“
Ásakanir um óheilindi
Talsmenn R-listans hafa upp á
síðkastið vænt sjálfstæðismenn um
að hafa beitt óheiðarlegum vinnu-
brögðum í kosningabaráttunni. Ein-
ar Örn Stefánsson kosningastjóri
R-listans segir kosningabaráttuna
hins vegar hafa verið heiðarlega
og málefnalega af hálfu R-listans
og þar á bæ hafi allir reynt að
halda ró sinni.
„Mér finnst Sjálfstæðisflokkur-
inn hafa beitt gífurlegum fjármun-
um í þessari kosningabaráttu og
langt er síðan maður hefur séð
annað eins. Þar að auki eru ótal
margar aðferðir sem flokkurinn
hefur beitt sem kannski er ekki
hægt að tengja beint kosningunum
en hefur engu að síður
verið áróður. Þá fínnst
mér flokkurinn hafa
gengið óvenju langt í því
að ata einstaklinga aur,
t.d. í auglýsingum sem
hann hefur þurft að draga til baka.
Mér finnst því kosningabaráttan
hafa verið óvenju persónuleg og
rætin af hálfu Sjálfstæðisflokksins
en við höfum reynt af fremsta
megni að falla ekki í þá sömu
gryfju. Við höfum stundum gert
góðlátlegt grín að þeim en ekki
gert árásir á menn,“ segir Einar
Orn.
Ágúst Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisflokksins, segir að tölur um
auglýsingamagn Sjálfstæðisflokks-
ins séu fjarstæðukenndar og úr
lausu lofti gripnar. Það að flokkur-
inn hafí eytt mörgum tugum millj-
óna í kosningabaráttuna sé rangt.
„Að Sjálfstæðisflokknum stendur
fjöldahreyfing og sjálfstæðismenn
í Reykjavík eru alls 14 þúsund tals-
ins. Ef hver þeirra greiðir 1.000
kr. til flokksins í kosningabarátt-
unni eru það 14 milljónir, sem er
ekki fjarri því sem kosn-
ingabaráttan kostar. Þá
er hægt að benda á að
R-listinn hefur auglýst
mjög mikið í þessari viku,
bæði í dagblöðum og ljós-
vakamiðlum, og síðastliðna daga
höfum við frekar fengið ábendingar
um að R-listinn hafí auglýst meira
en Sjálfstæðisflokkurinn," segir
hann.
Ásdís Halla bætir við að R-listinn
rugli saman rógburði og því að
Sjálfstæðisflokkurinn dragi fram
staðreyndir um það sem einstaka
frambjóðendur R-listans hafa hald-
ið fram. Hún segir jafnframt að
ásakanir R-listans um rógburð og
ómálefnalega kosningabaráttu séu
mjög merkilegar. í auglýsingum á
vegum D-listans hafi einungis verið
dregið fram hvað frambjóðendur
R-listans hefðu sagt, og jafnframt
það sem D-listinn hefði gert.
„Þegar við höfum rifjað upp
ummæli þeirra á ákveðnum tíma-
punktum þá erum við sögð ómál-
efnaleg og þau vilja setja lögbann
á eigin orð. Þau vilja einfaldlega
ekki að borgarbúar fylgist með því
sem þau hafa sjálf sagt
vegna þess að þau fara í
svo marga hringi. Það eru
greinilega þau sem hafa
eitthvað að fela og það
eru þau sem vilja ekki að
það sé dregið fram í dagsljósið."
Líflegt kosningastarf
Einar Örn segir gífurlegan fjölda
sjálfboðaliða hafa starfað á vegum
R-listans allan tímann sem kosn-
ingabaráttan hefur staðið, og mikið
Ú'ör, gleði og baráttuhugur hafi ein-
kennt kosningabaráttuna í herbúð-
um R-listans. Aðalkosningamið-
stöðin er á Laugavegi í húsnæði
þar sem Alþýðubankinn var á sínum
tíma til húsa, en þar að auki hafa
verið opnar þijár aðrar kosninga-
Andstæðurn-
ar eru skarp-
ari en áður
Baráttan hef-
ur verið jöf n
og spennandi
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Sverrir
Erilsamt á
kosningaskrifstofum
HUNDRUÐIR sjálfboðaliða hafa mætt til starfa á kosningaskrifstof-
um D-listans og R-listans og fjölmargir kjósendur hafa komið þang-
að í heimsókn til skrafs og ráðagerða. Efri myndin var tekin í höfuð-
stöðvum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem margt var um mann-
inn i gær, og á neðri myndinni sem tekin var í höfuðstöðvum R-Iist-
ans við Laugaveginn sjást starfsmenn ræða við gesti.