Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ
Alger umskipti
í leikskólamál-
um í Kópavogi
FUÓTLEGA eftir
að núverandi meirihluti
í bæjarstjórn Kópavogs
^tók við stjórntaumun-
um gerði hann sér
grein fyrir kalli okkar
tíma. Menn hlustuðu á
það sem kjósendur í
bænum óskuðu helst
eftir í hinum ýmsu
málaflokkum. Það kom
í ljós að Kópavogur
hefur lengi verið á eftir
öðrum bæjarfélögum
með ýmiskonar þjón-
ustu, sem bæjarfélög
inna af hendi og þykir
ekki nema sjálfsögð.
Eitt þeirra atriða sem greinilega var
langt á eftir voru leikskólar fyrir 2
til 6 ára böm í bænum.
• ‘ Leikskólar eru meðal homsteina
nútíma samfélags. Samfélagsgerðin
hefur breyst frá því þegar fjölskyl-
dufaðirinn dró einn björg í bú, nú
er það nánast reglan að foreldrarnir
vinni báðir utan heimilis og ekki að
sjá að á því verði breyting í framtíð-
inni. Þetta er að sjálfsögðu skiljan-
legt, konur vilja fá að njóta sín úti
á vinnumarkaðnum, ekki síst þær
fjölmörgo sem orðið hafa sér úti um
góða menntun á ýmsum sviðum.
—/ 85% fj ölgun leikskólarýma á
kjörtímabilinu
Bæjarstjórn Kópavogs tók á leik-
skólamálunum svo um munaði.
Leikskólaplássum fjölgaði um 85%
frá því að núverandi meirihluti tók
við, hvorki meira né minna, eftir
að tekinn var í notkun nýr leikskóli
á nýbyggingasvæðinu í Smára-
hvammi í síðustu viku. Leikskóla-
pláss á vegum bæjarins
eru orðin 940 í Kópa-
vogi, en voru 508 árið
1990 þegar skipt var
um stjómendur bæjar-
ins.
Sjálfstæðismenn í
Kópavogi telja að því
fé sem varið hefur ver-
ið til leikskólauppbygg-
ingarinnar á skömmum
tíma sé vel varið og
vona ég að bæjarbúar
séu mér sammmála um
það. Erlendar rann-
sóknir hafa sýnt að
með tryggri dagvistun
bama hafá ijarvistir
fólks á vinnustöðum minnkað, af-
köst þess eru betri - og þeir sem
öruggrar þjónustu njóta þjást ekki
af streitusjúkdómum í sama mæli
og þeir sem njóta hennar ekki.
Sj álfstæðisflokkurinn
mun ganga milli bols
og höfuðs á illræmdum
biðlistum eftir leikskóla-
plássi, segir Gunnar
Birgisson, fái hann til
þess kjörfylgi.
Mikið talað, minna framkvæmt
hjá fyrrverandi meirihluta
Auk þess að fjölga svo stórlega
leikskólaplássum hefur verið unnið
mikið starf af starfsfólki leikskól-
anna í Kópavogi til að geta veitt
Gunnar Birgisson.
sem allra fullkomnasta þjónustu.
Við erum svo heppin í Kópavogi að
hafa í okkar þjónustu afar vel
menntaða og hæfa starfskrafta.
Gæði leikskólanna okkar em því
mikil og það er engin spurning að
leikskólarnir veita börnunum mikla
og góða fræðslu og þar þroskast
þau af visku og viti.
í tíð A-flokkanna svokölluðu var
mikið rætt um leikskólamál, en
minna varð úr framkvæmdum. Nú-
verandi meirihluti ræddi málin í sín-
um hópi eftir að ógnarlangir biðiist-
ar um leikskólarými lágu fyrir, -
og framkvæmdi það sem gera
þurfti. Nýr leikskóli var opnaður
1991; leikskólinn við Fögmbrekku
var stækkaður; byggt var við leik-
skólann við Bjarnhólastíg; leikskól-
anum við Hábraut var gjörbylt og
hann nánast endurbyggður, enda
viðhaldsvinnu þar ábótavant um
árabil; - og nú hefur verið opnaður
nýr leikskóli í Smárahvammi. Leik-
skóii er nú í hönnun fyrir íbúa í
Nónhæð og þess ekki langt að bíða
að framkvæmdir hefjist. Auk þess-
ara leikskóla eru tveir einkareknir
leikskólar í bænum og Kópavogsbær
niðurgreiðir vistun fyrir börn sem
eru á leikskólum Ríkisspítalanna.
Þá er öflugt dagmæðrakerfi í bæn-
um, sem minnkar í takt við fleiri
rými í leikskólum bæjarfélagsins.
Gæsluvellir eru víða um bæinn og
bjóða örugga gæslu, auk fjölda op-
inna leiksvæða.
Burt með biðlistana!
Fái Sjálfstæðisflokkurinn kjör-
fylgi til að fara með stjórn bæjarfé-
lagsins næstu ijögur árin, mun hann
ganga milli bols og höfuðs á hinum
illræmdu biðlistum eftir leikskóla-
plássi. Þeir listar hafa stöðugt verið
að styttast undanfarin fjögur ár.
Markmið okkar er einfaldlega
þetta: Burt með biðlistana! Allar
bamafjölskyldur eiga að fá aðgang
með börn sín að leikskólum bæjarins
strax og þær óska þess. Það er
ekki annað en sanngjörn og eðlileg
krafa í nútíma þjóðfélagi. Við þetta
munum við standa, sjálfstæð-
ismenn.
Höfundur er efsti maður á D-Iista
í Kópavogi.
Hvert er það
siðgæði?
HÚN kostar sitt í
ár, kosningabaráttan í
Kópavogi. Merihluti
Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks eys nú
óspart úr sjóðum bæj-
arfélagsins og sendir
frá sér hvern
glæsibæklinginn á
fætur öðrum. Svo mik-
ill er ákafinn að ekki
er gætt að því að stór
hluti þeirra upplýs-
inga, sem fram koma
er úreltur eftir nokkra
mánuði enda var það
ekki upplýsingaþörfin,
sem bjó að baki útgáf-
unni. Kosningabarátta Sigurðar
Geirdal og Gunnars Birgissonar er
nú þegar búin að kosta Kópa-
vogsbúa hátt í 10 milljónir og fieira
er á leiðinni. Þeir voru víst búnir
að hugsa sér eitthvað þessu líkt,
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík.
Gefa út nokkra litprentaða bækl-
inga um hvað allt væri gott í henni
Reykjavík. En þeim var ráðlagt frá
þessu. Kosningaráðgjafar flokks-
ins töldu að fólk myndi bregðast
illa við svo auðsæju bruðli með
almannafé. En þeir hafa ekki
áhyggjur af því í Kópavogi. Fimm,
sex, sjö eða átta bæklingar, allir
prentaðar á glansandi pappír, litur
á hverri síðu, ekkert til sparað og
hvergi hugað að mengun og um-
hverfi.
Og hvers vegna skyldu mennirn-
ir líka spara? Nú skuldar Kópavog-
ur að vísu helmingi meira en þegar
þeir félagar settust að völdum eða
þrjá milljarða. Hins vegar er við-
skiptafræðingurinn í bæjarstjórn-
arstólnum búinn að skuldbreyta
þannig að þegar loks kemur að
skuldadögum verður hann búinn
að draga sig í hlé frá amstri hvers-
dagsins. Og ætti að
geta lifað ágætu lífi
af einum saman vöxt-
um þess sem hann
getur lagt fyrir af
bæj arstj óralaunum
sínum. Það eru hins
vegar ég óg mín kyn-
slóð, sem situr í súp-
unni. Við fáum að
borga eyðslu og sukk
síðustu ára, við fáum
að borga kosningabar-
áttu Framsóknar-
flokksins og Sjálf-
stæðisflokksins.
Fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar
skrifaði Gunnar Birgisson forystu-
grein í blað Sjálfstæðisflokksins,
Voga (4. tbl. 1990). Hann sagði
þar meðal annars: „I kosningabar-
Yið fáum að borga
kosningabaráttu Fram-
sóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins,
segir Flosi Eiríksson,
um bæjarmál í
Kópavogi.
áttu sinni virðast A- flokkarnir
einskis svífast. Gefnir eru út bækl-
ingar á kostnað bæjarsjóðs í áróð-
ursskyni fyrir þá... Á hvaða stigi
er siðgæði manna sem þannig
vinna í skjóli aðstöðu sinnar?“ Það
er nú það. Það er sitthvað hérland
og þarland.
Höfundur er húsasmiður og skipar
þriðja sætiá G-Iista íKópavogi.
Flosi Eiríksson
Kvennalistinn setur leik-
skóla í forgang
Á YFIRSTAND-
ANDI ári fjölskyld-
unnar keppast stjórn-
málamenn við að lýsa
því yfir hve annt þeim
er um fjölskyldur
þessa lands. Orð eru
vissulega til alls fyrst,
en hugur verður þá
að fylgja máli.
Kvennalistakonur
hafa frá upphafi lagt
ríka áherslu á málefni
fjölskyldna í víðum
skilningi þess orðs,
^ekki aðeins í kosn-
ingaslagorðastíl, held-
ur m.a. með tillögu-
flutningi á Alþingi sem sjaldnast
hefur hlotið hljómgrunn meðal
annarra flokka. Á sama hátt og
Byggingarfyrirtæki á Spani
leitarað sölumanni
til að markaðssetja lúxus-
íbúðirfyrirtækisins, sem eru
á einstökum stað á Costa
Blanca. Há umboðslaun.
Fáið nánari upplýsingar hjá:
La marquesa Golf &
Country Club. Apartadode
Correos No 6 03170 Rojales
(Alicante) Spáni, eða sím-
bréf: 90 34-6-671 9174.
x
við kvennalistakonur
höfum sagt að öll mál
séu kvennamál má
segja að öll mál séu
fjölskyldumál með
einum eða öðrum
hætti.
Sá málaflokkur
sem foreldrar ungra
barna ræða sennilega
einna oftast sín á milli
og hafa áhyggjur af
eru leikskólamálin.
Það má ekki gleymast
í umræðunni um Ieik-
skóla að fæðingaror-
lofið er aðeins sex
mánuðir og margar
mæður verða að fara að vinna
utan heimilis strax að loknu fæð-
ingarorlofi. Segja má að svo til
eina úrræðið á þeim tímapunkti
sé gæsla hjá dagmæðrum. Fátítt
er að börn komist inná leikskóla
fyrr en í fyrsta lagi við tveggja ára
aldur.
Biðlistar á leikskóla
Það er álit margra að staðan í
leikskólamálum í Kópavogi sé
mjög góð a.m.k. miðað við önnur
bæjarfélög. Sumir halda jafnvel
að öll börn sem sótt er um pláss
fyrir í Kópavogi komist inn við
tveggja ára aldur. Svo er ekki. I
október 1993 voru 488 börn á bið-
lista eftir leikskólaplássi í Kópa-
vogi. Nú eru 865 leikskólapláss í
Kópavogi og nú hafa 130 pláss
bæst við á nýjum leikskóla í
Smárahvammi. Miðað við tölur
yfir fjölda barna á leikskólaaldri í
Kópavogi má gera ráð fyrir að
biðlistinn styttist lítið á þessu ári,
þrátt fyrir viðbótarpláss. Það eru
því alltof margir foreldrar í Kópa-
Öll mál eru kvennamál,
fjölskyldumál, segir
Sigrún Jónsdóttir, og
kvennalistakonur leggja
ríka áherslu á hvaðeina
sem kemur fjölskyld-
unni til góða.
vogi sem þurfa enn um sinn að
að bíða eftir plássi fyrir börn sín.
Sérstakt átak í leikskólamálum
ætti að vera forgangsverkefni
bæjarfélagsins á ári fjölskyldunn-
ar.
Hærri leikskólagjöld í
Kópavogi en í
nágrannasveitarfélögum
Fjölskyldur í nágrannasveit-
arfélögum Kópavogs búa síður en
svo við nægt framboð leikskóla-
plássa, það er hins vegar stað-
reynd að leikskólagjöld í t.d. Hafn-
arfirði og Reykjavík eru töluvert
lægri en í Kópavogi. I Kópavogi
er gjald fyrir níu stundir með
máltíðum 19.800 kr. á mánuði, í
Hafnarfirði og Reykjayík er gjald-
Sigrún Jónsdóttir
ið 16.000 kr. Samtals greiða for-
eldrar í Kópavogi 45.600 kr. meira
á ári en foreldrar í Reykjavík og
Hafnarfirði fyrir heilsdagspláss á
leikskólum. Fyrir sex stunda pláss
greiða foreldrar í Kópavogi 10.200
kr. meira á ári en foreldrar í ná-
grannabæjunum tveim. Það getur
svo sannarlega munað um þessar
upphæðir á erfiðum tímum. í báð-
um þessum bæjarfélögum greiða
námsmenn lægra gjald en aðrir
foreldrar fyrir heilsdagspláss, þ.e.
í Hafnarfirði 14.000 kr. ef annað
foreldri er í námi og í Reykjavík
14.400 kr. Slíku er ekki til að
dreifa í Kópavogi. Þama munar
því töluverðu á aðstöðu foreldra í
námi í Kópavogi annars vegar og
Reykjavík og Hafnarfirði hins veg-
ar.
Við kvennalistakonur teljum
nauðsynlegt að endurskoða leik-
skólagjöldin með tilliti til þessa
munar og aðstöðu námsmanna.
Ég er ekki viss um að foreldrar í
Kópavogi viti almennt af þessum
mun. Ung kona sem er í námi
hafði orð á því að ef hún hefði
gert sér grein fyrir þessum að-
stöðumun námsmanna hefði hún
svo sannarlega hugsað sig tvisvar
um áður en hún festi kaup á hús-
næði í Kópavogi. Þessi málefni
skipta vissulega máli þegar ungt
fólk velur sér búsetu og ljóst má
vera að nægt framboð er af hús-
næði á almennum markaði í Kópa-
vogi í dag, þannig að bæjarfélagið
verður að gera sitt til að laða fólk
að.
Aðrir valmöguleikar
Þó að leikskólar reknir af bæjar-
félaginu sé sá kostur sem flestir
foreldrar kjósa er ekki þar með
sagt að einkareknir og/eða for-
eldrareknir leikskólar eigi ekki að
vera til staðar. Kvennalistakönur
í Kópavogi telja að slíkir möguleik-
ar eigi vissulega að vera fyrir
hendi, en gæta þarf þess að þeir
uppfylli þær kröfur sem gerðar eru
til leikskóla.
Eins og staðan er í dag í leik-
skólamálum er nánast útilokað að
koma börnum undir tveggja ára
aldri að á leikskóla. Þar hafa dag-
mæður komið til sögunnar og brú-
að bilið, starfsemi dagmæðra í
Kópavogi hefur eflst með árunum
og margar þeirra hafa nú mikla
reynslu og góða aðstöðu. Stuðn-
ingur og eftirlit bæjaryfirvalda
með þessari starfsemi er nauðsyn-
legur, þó að tilvist dagmæðrakerf-
isins megi ekki verða til þess að
draga úr framkvæmdum við leik-
skóla.
Gæsluvellir, eða róló eins og
þeir eru kallaðir í daglegu tali, er
þjónusta við barnafjölskyldur sem
hlúa þarf að. Gæta þarf þess við
skipulag vallanna að umhverfið
bjóði upp á fjölbreytta leikaðstöðu
og að fyllsta tillit sé tekið til örygg-
is barnanna.
Krónur og aurar?
En koma ekki tillögur Kvenna-
listans í leikskólamálum til með
að kosta bæjarfélagið alltof mikið?
Fer hið skuldsetta bæjarfélag ekki
einfaldlega á hausinn? Nei varla.
Kostnaður við byggingu leikskól-
ans í Smárahvammi mun vera
u.þ.b. 70 milljónir króna. Benda
má á í þessu sambandi að skatt-
tekjur bæjarins eru áætlaðar á
þessu ári 1,6 milljarðar, þannig
að hér gildir sem fyrr að forgangs-
raða verkefnum með tilliti til þess
sem talið er brýnast hverju sinni.
Kvennalistinn setur leikskólamálin
í forgang.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
og skipar annað sæti á lista
Kvennalistans íKópavogi.