Morgunblaðið - 27.05.1994, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNIIMGARNAR 28. MAÍ
Kópavogur
Sumardagar í Kópa-
vogi byrja á kjördag
YFIRKJÖR-
STJÓRN í Kópa-
vogi hefur haft
frumkvæði að því
að margir aðilar
legðu hönd á plóg-
inn með skipulagðri
dagskrá frá morgni
kjördags til kvölds
undir heitinu „Upp-
haf sumardaga í
Kópavogi".
Sumardagar í
Kópavogi hefjast með morgun-
andakt í Kópavogskirkju og
kaffisölu í safnaðarheimilinu að
messu lokinni. Þar gefst gestum
kostur á að skoða myndlistar-
sýningu nemenda Kársnesskóla
sem heitir „Kirkjan okkar“.
Skólahljómsveit Kópavogs mun
leika við Sundlaug Kópavogs um
morguninn og þar hefst kl. 11
hið áriega Landsbankahlaup. Á
sama tíma hefjast tónleikar í
Kópavogskirkju þar sem nem-
endur í Tónlistarskóla Kópavogs
spila. '
í hádeginu verður opnuð sýn-
ing á verkum Gerðar Helgadótt-
ur í Gerðarsafni. Eftir hádegi
verður boðið upp á dagskrár
samtímis í félags-
heimilinu, bóka-
safninu og Gerðar-
safni. Sérstök lýð-
veldisdagskrá verð-
ur í félagsheimilinu
sem ber heitið
„Merkar konur,
sorgir og sigrar“.
Sveinn Sæmunds-
son flytur frumort
ljóð. Kvenfélaga-
samband Kópavogs
flytur sérstaka dagskrá sem
nefnist „Húsmóðirin í Kópavogi
fyrr og nú“. Auk þess syngja
Skólakór Kársness og Samkór
Kópavogs. í bókasafninu verður
boðið upp á myndskreytta sögu-
stund. í Gerðarsafni verða
píanótónleikar þar sem fjórir
nemendur úr Tónlistarskóla
Kópavogs spila. í safninu verður
ennfremur endurflutt bók-
menntadagskráin „Tíu skáld í
Kópavogi" sem flutt var í vor.
Loks mun Leikfélag Kópavogs
sýna Brúðuheimilið eftir Henrik
Ibsen í leikstjórn Ásdísar Skúla-
dóttur í félagsheimilinu. Sýning-
in hefst kl 17.
Ókeypis aðgangur verður að
öllum dagskráratriðum.
28.MAI
Um skáldaleyfi
frambj óðanda!
Fasteignaverð í Kópavogi 1993
FYRIR rúmum mán-
uði mátti lesa umijöllun
um fasteignaverð í
Kópavogi í bæjarpólit-
ísku blaði minnihlutans
þar í bæ. í þessu riti
var því haldið fram að
verðfall hafi átt sér
stað á íbúðum í fjölbýli
í þeim góða bæ. Til
grundvallar þessari
niðurstöðu var notað
fréttabréf Fasteigna-
mats ríkisins sem gefið
var út í mars sl. Undir-
rituðum fannst þetta
nokkuð skrýtin niður-
staða þar sem tilfínn-
ing okkar var önnur.
Svanberg
Hreinsson
Fórum við þess vegna á stúfana og
könnuðum sannleiksgildi þessara
orða. Hér á eftir koma nokkrar stað-
reyndir málsins ásamt niðurstöðum
okkar.
Ekki þurftum við að leita lengi til
að sjá í gegnum talnaleik þann sem
átt hafði sér stað.
Fyrst skoðuðum við það fréttabréf
sem vitnað var í og komumst þar
að, okkur til ánægju, að fasteigna-
verð í fjölbýli í Kópavogi var næst
hæst á höfuðborgarsvæðinu, utan
Reykjavíkur. Eina bæjarfélagið sem
Sveinbjörn
Kristjánsson
hafði hærra meðalverð árið 1993, á
íbúðum í fjölbýli, var Seltjamames.
Næst fyrir neðan Kópavog var
Garðabær; öðruvísi mér áður brá.
Síðan slógum við nokkrum tölum
inn í vasatölvuna og fundum út þá
hrikalegu lækkun sem átt hafði sér
stað á milli fyrsta og síðasta ársfjórð-
ungs 1993. Viti menn, fasteignir í
Kópavogi höfðu hríðlækkað um
1,48%.
En þá var ekki öll sagan sögð því
að næst fómm við lengra aftur í tím-
ann til að fá gleggri mynd af þróun
fasteignamarkaðarins. Til þess fór-
um við sex mánuði aftur í tímann
og fengum fréttabréf Fasteignamats
ríkisins frá því í september á sl. ári.
Nú fóru að koma í ljós tölur sem
staðfestu að tilfinning okkar hafði
verið rétt. Á þessu kjörtímabili hefur
fasteignaverð í fjölbýli í Kópavogi
farið frá því að vera lægst á höfuð-
borgarsvæðinu í það að vera næst
hæst, utan Reykjavíkur.
Efast verður um það að á þeim
tíma sem foreldrar okkar voru að
Stjórnendur Kópavogs
hafa unnið mikinn varn-
arsigur, að mati Svein-
björns Kristjánssonar
og Svanbergs Hreins-
sonar, á þeim samdrátt-
artímum, sem riðið hafa
yfir efnahagslíf okkar.
festa sér íbúðir í Kópavogi, af hag-
kvæmniástæðum (þ.e.a.s. lágt verð),
hafi þeir látið sig dreyma um að staða
Kópavogs ætti eftir að styrkjast svo
mikið sem raun ber vitni á fasteigna-
markaðnum. Segja verður að stjóm-
endur Kópavogs hafi unnið mikinn
vamarsigur á þeim samdráttartímum
sem riðið hafa yfir efnahagslíf okkar.
Svcinhjörn Krisijánsson er
iðnrekstrarfræðingur og
Svanberg Hreinsson
markaðsstjóri.
Kópavogsbúar -
stöndum saman, kjósum
Kvennalistann
Oflugur kvennalisti get-
ur tekið frumkvæði í
launamálum, segir
Helga Sigurjónsdótt-
ir, og farið nýjár leiðir
í málefnum aldraðra.
um, farið nýjar ieiðir í málefnum
aldraðra og mótað nýja stefnu í fjöl-
mörgum öðrum málum sem varða
almenning miklu.
Þetta eru aðeins fáein dæmi um
möguleika Kvennalistans sem er
reiðubúinn að taka forystu í málefn-
um Kópavogsbúa. Hann er listi
mannúðar og mannréttinda. Hann
er talsmaður karla og kvenna. Hann
er besti kosturinn í kosningunum 28.
maí 1994.
Höfundur skipar 1. sæti á
Kvennalistanum íKópavogi.
TÆPLEGA efast
nokkur maður um það
lengur að hlutur kvenna
er fyrir borð borinn í
íslensku samfélagi. Um
leið er hlutur bama fyr-
ir borð borinn. Bömin
standa konum oftast
nær en körlum en því
fer þó fjarri að hér sé
aðeins um að ræða
hagsmuni kvenna.
Slæmur aðbúnaður
barna og lág laun
kvenna er ekki síður
áhyggjuefni karla. Feð-
ur vilja ekki láta koma
illa fram við bömin sín
og eiginmenn taka upp
hanskann fyrir eigikonu
sína sem er hlunnfarin í launum.
Láglaunastefnan er þegar farin að
setja mark sitt á fjölmargar fjölskyld-
ur og trúlega er aðeins tímaspursmál
hvenær blaðran springur.
Gömlu „karlafiokkamir" hafa allir
mótað þessa stefnu sem er í and-
stöðu við viija og þarfir almennings,
karlajafnt sern kvenna.
Þeir ýta konum í eigin
flokkum til hliðar en
telja samt pólitísk sam-
tök kvenna tíma-
skekkju. Almenningur
getur ekki lengur treyst
þessum gömlu og
þreyttu flokkum fyrir
málefnum sínum. Þeir
hafa orðið viðskila við
fólkið í landinu. Þeir eru
talsmenn horfinnar ald-
ar.
Kvennalistinn er
andstæða þessara
flokka. Hann er tais-
maður nýrrar aldar.
Hann er talsmaður al-
mennings, óháður forn-
um kreddum hægri og vinstri flokka.
Hann einn getur breytt stefnu stjóm-
valda í málefnum fjölskyldunnar og
hefur þegar fengið miklu áorkað í
þeim efnum. Hann einn getur um-
bylt stefnunnj í umhverfis- og skipu-
lagsmálum. Öfiugur kvennalisti get-
ur líka tekið frumkvæði í launamál-
Helga
Sigurjónsdóttir
Kópavogur-
inn okkar
ÞAÐ LÍÐUR að
kosningum, þitt er val-
ið og valdið. Nýttu þér
það og hugleiddu
möguleika þína til að
efla mannlíf í Kópa-
vogi. Kópavogur er nú
eins og heylaus bóndi
að vori, engin hey að-
eins skuldir — síðan
eru blekkingar leiknar
svo undrun sætir.
Skuldir eru tvöfaldar
skatttekjur bæjarins á
einu ári.
Við jafnaðarmenn
viljum grynnka á bið-
lista leikskóla sem hef-
ur aukist á kjörtímabil-
inu og er nú á fimmta hundrað.
Kópavogur er eins og
heylaus bóndi að vori,
segir Krislján Guð-
Við viljum ljúka mið-
bæjarframkvæmdum,
huga að bættum hag
aldraðra, efla allt ják-
vætt starf í þágu ungl-
inga, sem hefur verið
sýnt fádæma tómlæti.
Við viljum taka til
hendi í umhverfismál-
um, koma á boðkerfí
til íbúanna, stuðla að
hverfastjórnum þann-
ig, að rödd íbúanna sé
virt og berist til stjórn-
enda bæjarins.
Fjölgun íbúa hér er
minni en í nágranna-
bæjunum og það þarf
kúvendingu til að bæta
ímynd bæjarins og bæjarbrag allan.
Það þarf að efla stolt okkar. Einn-
ig eru fasteignagjöld hærri hér en
annarstaðar, úr því viljum við bæta.
Við jafnaðarmenn heitum ykkur
þjónustu og viljum hafa að leiðar-
ljósi réttlætiskennd og jöfnuð.
Kristján
Guðmundsson
mundsson, engin hey,
aðeins skuldir.
Höfundur er fyrrverandi
bæjarstjóri og skipar 2. sætiá
A-Iista íKópavogi.
r~
*
G-tréð
Gjöftil þín frá G listanum
Fyrir bœinn okkar!
Islenskt birki: Tákn um gróanda og gott manntif
G-listar um land allt þakka góðar móttökur.