Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LARUSM. K. GUÐMUNDSSON
+ Lárus Mikael Knudsen
Guðmundsson fæddist í
Stykkishólmi 19. júni 1924.
Hann lést í Reykjavík 17. þessa
mánaðar. Foreldrar hans voru
Lára Margrét Knudsen Lárus-
dóttir og Guðmundur Elías
Símonarson, sem bæði eru lát-
in. Lárus kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Jónínu Nieljohnius-
dóttur, 21. desember 1946.
Börn þeirra eru: Ólafur, f. 18.
mars 1947, Guðmundur Elías,
f. 18. júní 1949, Ragnar, f. 13.
júní 1952, og Lára Margrét,
f. 21. mars 1958. Lárus lauk
námi í bifvélavirkjun og starf-
aði þjá Ræsi hf. í 50 ár. Útför
hans fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag.
MIKIÐ ER erfitt að kveðja þá sem
eiga stóran stað í hjarta okkar.
Tengdafaðir minn, Lárus Guð-
mundsson, var aðeins 69 ára að
aldri er hann lést. Kallið kom
skyndilega og öllum á óvart. Það
er vor í lofti og bjart yfír hér í
borginni, þegar ég skrifa þessar
línur á fögrum maídegi.
Fyrstu kynni mín af Lalla og
Nínu konu hans urðu fyrir um tutt-
ugu árum, er þau voru að koma
heim úr sumarfríi um landið sitt
Island, sem þau nutu að ferðast
um og skoða. Og voru móttökurnar
eins og ég væri daglegur gestur,
strax farið að sýna manni myndir
úr ferðinni og segja frá, þannig að
feimni hvarf strax.
Þau hjón nutu að fara í ferðalög
og útilegur um landið á sumrin.
Fyrst með börnin lítil, svo fækkaði
í hópnum er börnin uxu úr grasi,
svo varð breyting á, aftur fóru
bömin að fara með í útilegur, þá
orðin fullorðin og komin með maka
og börn, svo oft var líflegt og mik-
ið fjör. Skrýtið fannst mér fyrst
að fara í útilegu með væntanlegum
tengdaforeldrum, en það var fljótt
að hverfa því það var eins og að
vera með jafnöldrum. Og nú síðari
ár biðu bamabörnin spennt eftir
afa og ömmu ef það átti að hittast
einhvers staðar um landið.
Meira ljúfmenni en Lalla hefí ég
ekki kynnst. Það var sama hvort
mann vantaði tiisögn, aðstoð eða
huggun, alltaf var hægt að leita
til hans. Og veit ég að hann var
vel metinn af öllum er til hans
þekktu.
Margt er hægt að rifja upp við
missi, en sorgin er erfíð og þung,
og manni finnst maður svo van-
máttugur, en þá er gott að hafa
trú og leita í hana því hún gefur
okkur styrk.
Lárusar er sárt saknað af eigin-
konu, börnum, tengdabörnum og
niðjum þeirra, en minningin um
góðan dreng mun lifa með okkur.
Guðs blessun fylgi honum.
Ó, vinur kær, ég sáran sakna þín,
en samt ég veit, að ávallt hjá mér skín
þín minning fögur, göfug hrein og góð,
sem gimsteinn, lögð í minninganna sjóð.
(Margrét Jónsd.)
Eygló.
Fótmál dauðans fljótt er stigið.
Þetta kemur upp í hugann, þeg-
ar skyndileg dauðsföli verða. Svo
var þegar elskulegur mágur minn
var hrifinn burt úr þessu lífi aðfara-
nótt hin 17. þ.m. Um miðaftans-
leytið daginn áður litu þau hjónin
Nína og Lárus inn til mín, glöð og
hress að vanda. Þau
ætluðu að leggja af
stað í bítið næsta
morgun til ísafjarðar
þar sem dóttursonur
þeirra skyldi fermast á
hvítasunnudag. Eigi
má sköpum renna.
Önnur ferð var ætluð
Lárusi.
Lárus mágur minn
var myndarlegur á
velli, dökkhærður og
móeygður. Hann var
góðlyndur og glað-
sinna, gat verið stríð-
inn en‘"það kom aldrei
að sök. Hann var drengur góður.
Foreldrar hans voru hjónin Lára
Margrét Lárusdóttir Knudsen frá
Stykkishólmi og Guðmundur Elías
Símonarson sjómaður frá Bjama-
stöðum í Ölfusi. Börn þeirra voru
fjögur og var Lárus elstur. Faðir
hans var mikið fjarverandi vegna
starfs síns og kom þá í hlut Láru
að sjá um börn og bú. Elsti sonur-
inn var þá hennar hjálparhella enda
alltaf mjög hlýtt og gott samband
milli þeirra mæðginanna.
Ég sá Lárus fyrst í Skíðaskála
KR fyrir meira en fimmtíu árum.
Hann var með Hrefnu systur sinni
og fannst mér þau sérlega glæsileg
ungmenni. Ég hugsaði eins og ís-
lendinga er háttur: Hverra manna
skyldu þau vera? Síðar átti ég eftir
að kynnast Lárusi og hans góðu
fjölskyldu betur, því að hinn 21.
desember 1946 kvæntist hann Jón-
ínu systur minni. Hann var þá við
nám í bifvélavirkjun sem hann vann
við þar til á síðasta ári, alla tíð í
Ræsi hf. Einn vetur dvaldi hann í
Stuttgart í Þýskalandi hjá Merce-
des Bens-fyrirtækinu á vegum
Ræsis hf. og dvaldi þá Nína með
honum síðasta mánuðinn.
Þau hjónin eignuðust fímm börn,
þtjá syni og tvær dætur, sem öll
eiga sín heimili. Barnabömin eru
tólf.
Nína og Lárus voru einstaklega
samhent hjón, stunduðu íþróttir og
voru þar í fremstu röð. Unnu þau
oft til verðlauna á skíðamótum og
síðar badmintonmótum. Á sumrin
ferðuðust þau víða um land, bæði
byggðir og óbyggðir, oft ásamt
bömum sfnum og baúiabörnum.
Einn staður var þeim afar kær,
Vatn í Haukadal, þar höfðu þau
alltaf bækistöð á sumrin. Systir
mín hafði verið þar í sveit hjá
frænku okkar Sigríði og Jömndi
Guðbrandssyni bónda þar. Oft var
glatt á hjalla þegar fjölskyldan var
þar samankomin, börn, tengdaböm
og bamabörn frá Reykjavík, Akur-
eyri og ísafirði, svo og annað kunn-
ingjafólk.
Foreldrar mínir og bróðir mátu
Láms mikils enda reyndist hann
þeim alla tíð stoð og stytta og ekki
síst, þegar aldur færðist yfír þau.
Ekki fannst föður mínum verra að
Láms var bæði Vesturbæingur og
KR-ingur.
Margt kemur fram í hugann á
kveðjustund. Ég minnist þess ekki
að Láms hafí komst í uppnám eða
reiðst illa öll þau ár, sem við áttum
samleið. Ég man þegar hann, einu
sinni sem oftar, kom heim með
vikukaupið í buxnavasanum og
systir mín skellti öllu í þvottavél-
ina, þá var bara brosað og gert
gott úr öllu. Svona var Láras, allt
var fært til betri vegar.
Sár er nú söknuðuc systur
minnar og fjölskyldunnar. Ég flyt
þeim samúðarkveðjur okkar Guð-
Fallegt og varan-
legt á leiði
Smíðum krossa úr ryðfríu
stáli, hvíthúðaða. Stuttur
afgreiðslufrestur.
Sendum um allt land.
Ryðfrftt stál - endist um
ókomna tfð.
Blikkverk sff.}
sími 93-11075.
mundar og fjölskyld-
unnar með þakklæti í
huga fyrir allar góðu
stundirnar með Lárusi.
Blessuð sé minning
Lárusar K. Guðmunds-
sonar.
Sigfríður Nieljohni-
usdóttir.
Símhringing rauf
kyrrð sumamæturinn-
ar hinn 17. maí síðast-
liðinn. Lárus mágur
minn var allur. Lárasi
Mikael Knudsen Guð-
mundssyni bifvélavirkjameistara
var mánaðar vant í að fylla sjötug-
asta árið þegar kallið kom, öllum
að óvörum.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast hans og þakka honum
samfylgdina á lífsleiðinni.
Láms var nýlega hættur störfum
hjá Ræsi hf. þar sem hann hafði
starfað við verkstjóm um árabil.
Hann var frábær fagmaður og
leysti hvers manns vanda af alúð
og kostgæfni enda sérlega vel lát-
inn í starfí. Hann naut mikils
trausts í starfsstéttinni og var um
árabil prófdómari í bifvélavirkjun.
Láms stundaði íþróttir frá ungl-
ingsárum og starfaði mikið í skíða-
deild KR. Hann hóf snemma að
stunda badminton í TBR og komst
þar fljótt í fremstu röð. Það vom
ipargir sigrarnir sem þau hjónin
Jónína og Lárus hlutu í gegnum
árin bæði ein sér og saman. Þrátt
fyrir frábært keppnisskap var Lár-
us afar ljúfur, glaðvær og yfirveg-
aður í daglegri umgengni.
Lárus naut útivem og þess að
skoða landið. Þau hjón hafa um
árabil ferðast með tjaldið, og seinna
tjaldvagninn, í nokkrar vikur á
hvetju sumri og komið víða við.
Það eru eflaust ekki margir staðirn-
ir sem þau hafa ekki heimsótt. Við
hjónin eigum ljúfar minningar frá
fyrri ámm þegar við ferðuðumst
með þeim hjónum og ekki síst sam-
verustundirnar við Haukadalsvatn.
Það hafði skapast sú hefð að Lárus
og Jónína, bömin og barnabömin
komu saman að „Vatni“ og nutu
samverunnar minnst einu sinni á
sumri. Það var gaman að vera gest-
ur á þeim stundum og njóta gest-
risni þeirra hjóna.
Minningin um Lárus á þessum
stundum mun ávallt lifa i hugum
fjölskyldunnar.
Það ríkir söknuður í Mávahlíð
16, elskulegur eiginmaður, faðir
og afí hefur kvatt í hinsta sinn, en
minningin um góðan dreng mun
lifa.
Elsku Nína, við hjónin og fjöl-
skyldan biðjum þér og þínum guðs
blessunar.
Ragnar Þ. Guðmundsson.
í dag kveð ég afa minn í hinsta
sinn. Alla mína ævi hefur mér þótt
vænt um hann. í fyrstu var um
barnslega hrifningu að ræða. Ann-
að var varla hægt því að afí gat
galdrað og það enga venjulega
galdra. Hann gat nefnilega galdrað
puttann á sér í burt. Það var ekki
fyrr en seinna að ég komst að því
að puttann hafði alltaf vantað. Svo
varð hrifningin að stolti yfír að eiga
svona glæsilegan afa, einkum er
ég fór með honum á jólaböllin í
Frímúrarahúsinu, enda fannst mér
enginn bera kjólfötin eins vel og
hann og svo var hann að auki með
orðu. Stoltið varð að aðdáun þegar
ég lærði að lesa og gat lesið mér
til um íþróttaafrek afa á skíðum
og í badmintoni og komist að því
að hann hafði verið íslandsmeistari
til margra ára í þessum greinum.
Eftir því sem ég varð eldri
breyttist aðdáunin í gleði. Gleði
yfír því að honum skyldi fínnast
jafngaman og mér að skjóta upp
flugeldum á gamlárskvöld og horfa
á þá springa. Gleði yfir því að fá
að kynnast landinu með honum og
læra af honum að bera virðingu
fyrir náttúrunni. Á síðari ámm
varð afí svo að fyrirmynd minni á
margan hátt. Það var margt í fasi
hans sem ég hef reynt meðvitað
eða ómeðvitað að tileinka mér.
Hann kenndi mér að bera virðingu
fyrir skoðunum mínum og jafn-
framt að standa við þær, hvort sem
öðmm fannst þær réttar eða rang-
ar. Af honum lærði ég að æsingur
og óðagot leiða sjaldan til farsælla
málaloka, heldur að bestu lausnirn-
ar fyndust oft í ró og næði. Síðast
en ekki síst hafði hann þann ríka
kost til að bera að æðrast ekki
yfír örlögunum því hann hélt alltaf
ró sinni hvað svo sem á dundi. Það
sem hægt var að lagfæra var lag-
fært, en það sem ekki var hægt
að gera við eða bæta varð ekki
bætt og við það sat.
í Kína er til spakmæli á þá leið
að maður geti ekki hindrað fugla
sorgarinnar í því að fljúga yfir
höfði sér, en maður geti hindrað
þá í að gera hreiður í hári sínu. í
því felst kjarni lífsviðhorfs afa. Með
það í huga þakka ég honum sam-
fylgdina og alla þá góðu hluti sem
hann gaf mér, vitandi það að minn-
ing hans lifir áfram innra með mér
og að ég minnist hans best með
því að reyna að tileinka mér alla
góðu eiginleikana í fari hans. Með
því lifír minning hans áfram.
Ég bið Guð að styrkja ömmu
mína sem hefur misst lífsförunaut
og félaga, sem og föður minn og
systkini sem hafa misst föður og
vin.
Ása.
Okkur samstarfsmenn Lámsar
setti hljóða að morgni þriðjudagsins
17. maí þegar okkur barst sú fregn
að Lárus hefði orðið bráðkvaddur
þá um nóttina. Láms hafði haft
það fyrir sið að heimsækja okkur
reglulega í vinnuna eftir að hann
varð að hætta vegna veikinda í
baki. Deginum áður en hann lést
leit hann til okkar og var að venju
sami hlýi andblærinn, sem fylgdi
honum og var honum svo eiginleg-
ur.
Lárus starfaði hjá Ræsi hf. frá
stofnun fyrirtækisins 1943 og náði
því marki að vinna í 50 ár hjá fyrir-
tækinu, áður en hann lét af störfum
eins og áður sagði. Ef telja ætti
upp þá menn, sem mest og best
hefðu mótað starfsemina, væri
Láms þar í allra fremstu röð. Það
er engin tilviljun að svo er, Lárus
hafði til að bera þá mannkosti sem
prýði er að og settu hann sjálf-
krafa í fremstu röð.
Þegar Lárus hóf störf á bifreiða-
verkstæði Ræsis hf. vom aðstæður
allt aðrar en í dag. Reyndi þá mik-
ið á útsjónarsemi og fagmennsku
þar sem varahlutir vom oft á tíðum
illfáanlegir og upplýsingar oft af
skornum skammti. Ollum verkefn-
um var sinnt af alúð og þau nán-
ast án undantekninga leyst og
reynslunni miðlað til samstarfs-
mannanna. Láras hafði til að bera
þann eiginleika að kunna að miðla
þekkingu og reynslu, ekki bara
með orðum heldur á enn betri hátt,
með fordæmi sínu. Það eru gömul
sannindi og ný að það læra bömin
sem fyrir þeim er haft en ekki það
sem þeim er bara sagt. Þetta nýtt-
ist heilli kynslóð bifvélavirkja vel,
sem ólst upp hjá Lámsi á verkstæð-
inu og enn fleiri nutu leiðsagnar
hans þó í minna mæli væri, t.d. var
hann í mörg ár prófdómari við próf
í bifvélavirkjun og einnig virkur
þátttakandi í félagi bifvélavirkja
og var formaður félagsins um
nokkurt skeið. Lárus var þannig
óumdeildur foringi og sjálfkjörinn
sem verkstæðisformaður og þjón-
ustustjóri Ræsis hf.
En minnisstæðastur er Láms
okkur samferðamönnunum fyrir
hve næmt auga hann hafði fyrir
mannlegu hliðinni. í Einræðum
Starkaðar eftir Einar Benediktsson
segir að „Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar“ og má með sanni segja
að þá list kunni Láms. Hvort sem
um var að ræða samstarfsmenn eða
viðskiptavini þá kunni hann að
gleðjast með þeim þegar vel gekk
og taka þátt í mótlæti af nærgætni
og samúð. Þegar á bjátaði var allt-
af hægt að leita til Lárusar og oft-
ar en ekki hafði hann frumkvæði
að því sjálfur því hjálpsemi og hug-
ulsemi hans gerði að hann vildi
hvers manns vanda leysa.
Að leiðarlokum langar mig að
færa Lárusi alúðarþakkir fyrir góð
kynni, vinsemd og traust fyrr og
síðar með ósk um að hugarfar og
verklag Lárusar megi lifa með okk-
ur _sem leiðarljós til framtíðar.
Ég votta þér, kæra Jónína, og
allri fjölskyldunni mína innilegustu
samúð. Megi Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar. Blessuð sé minnig Lár-
usar Guðmundssonar.
Hallgrímur Gunnarsson.
Lárus Guðmundsson var þekktur
bifvélavirki og veitti stóm bifreiða-
verkstæði í Reykjavík forstöðu um
áratuga skeið. Hann var fjölmörg-
um Reykvíkingum og öðmm lands-
mönnum að góðu kunnur af þeim
verkum.
Það er þó ekki vegna þeirra
starfa hans, sem ég minnist hans
nú, heldur vegna afreka hans í
badminton og starfa hans í þágu
Tennis- og badmintonfélags
Reykjavíkur (TBR). Lárus var
reyndar ekki aðeins góður badmin-
tonleikari heldur einnig fjölhæfur
íþróttamaður í öðmm greinum. Á
badmintonvelli mátti greinilega sjá
tilþrif, sem sýndu kunnáttu og
tækni, er tengdust öðmm íþróttum.
Á sjöunda áratugnum varð Láms
þrisvar sinnum Islandsmeistari 5
badminton í tvíliðaleik og einnig
þrisvar í tvenndarleik og þá ásamt
konu sinni, Jónínu. Hann keppti
einnig á mörgum öðrum mótum og
var ávallt mjög hressilegur andblær
í kringum hann, enda var hann
mjög skemmtilegur keppnismaður.
Þau Lárus og Jónína voru afar
samtaka á vettvangi íþróttanna og
voru bæði eftirsóttir félagar vegna
glaðværðar, drenglyndis og ann-
arra mannkosta.
Þegar þau hjón hættu að taka
þátt í keppni þótti mörgum badmin-
tonmönnum skarð þeirra vandfyllt
og söknuðu félagsskapar þeirra.
Hins vegar lifír minningin um góð-
an íþróttamann og kveðja félagar
í TBR hann nú með virðingu og
þakklæti.
Undirrituð sendir Jónínu og allri
fjölskyldu þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Lovísa Sigurðardóttir, for-
maður Tennis- og badminton-
félags Reykjavíkur.
INGIBJÖRG
ODDSDÓTTIR
+ Ingibjörg Oddsdóttir fædd-
ist 13. janúar 1916. Hún lést
8. maí 1994. Útför hennar var
gerð í kyrrþey 16. maí.
HIMINN og jörð, sól og máni, við
munum lifa í þessu umhverfi án
þín, því tilvist þín er nú á öðm sviði.
Við lifum án þín, en samt ekki, því
minningamar um þig lifa ávallt í
hugum okkar. Bros og hlátur þinn
verður alltaf lifandi og þú munt
jafnvel koma til okkar í draumi.
Og þegar þú Iítur til baka á himin-
inn, jörðina og svo sólina og mán-
ann, þá sérð þú margar persónur
sem geisla af kærleik til þín. Við
kveðjum þig nú í hinsta sinn og
vonum að sál þín muni njóta af því
ljósi og kærleika sem þér nú gefst.
Elsku amma mín, ég vil þakka
þér fyrir að vera alltaf til staðar
fyrir mig. Ég elska þig.
Þín Elísabet.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I
i
i
(
(
(
I
I
I
I
I