Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 42

Morgunblaðið - 27.05.1994, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SIGURBRANDSDÓTTIR frá Flatey, Breiðafírðí, Hraunbæ 34, lést 24. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Aðalsteinsson, Elsa Aðalsteinsdóttir, Oddný Einarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður minnar, JAKOBÍNU ÁMUNDADÓTTUR, fer fram frá Kópavogskirkju í dag, föstu- daginn 27. maí, kl. 15.00. Ámundi Ævar. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og útför SOLVEIGAR ÁSGERÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki á Dalbraut 27 svo og starfsfólki á bráðamóttöku og á deild 11A á Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Þór Pálsson. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÍDU KAMILLU ÞÓRARINSDÓTTUR, frá Gautsstöðum, Tjarnarlundi 16c, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. ym Erla Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurður Kristinsson, Svandis Stefánsdóttir, Einar Fr. Malmquist, Elsa Stefánsdóttir, Jóhann Friðgeirsson og fjölskyldur. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, sonar og bróður, RAGNARS HJÁLMARS RAGNARSSONAR, Hjallabraut 6, Hafnarfirði. Birkir Freyr Ragnarsson, Ragnar Konráðsson, Annabella Harðardóttir, Aðalbjörg Ragnarsdóttir, Rúnar Ragnarsson Sindri Rafn Ragnarsson, Ása Hjálmarsdóttir, Sonja Garðarsdóttir, Konráð Ragnarsson, og aðrir aðstandendur. Lokað í dag frá kl. 13.00-16.00 vegna jarðarfarar LÁRUSAR GUÐMUNDSSONAR. Ræsir hf. Lokað verður frá kl. 12.00 föstudaginn 27. maí vegna jarðarfarar GUNNARS HJÁLMARSSONAR. Bætir hf., Smiðshöfða 7, Reykjavík. GUÐVARÐUR SIGURÐSSON + Guðvarður Sig- urðsson var fæddur í Hofsgerði á Höfðaströnd í Skagafirði 11. febrúar 1917. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Sveinsson, Þrastar- staðagerði á Höfðaströnd í Skagafirði, og Guð- björg Sigmunds- dóttir frá Bjarna- stöðum í Unadal sem var hennar ættarjörð. Hann kom ekki einsamall í heiminn, heldur ásamt tveimur öðrum, þeim Höskuldi og Hjalta. Skírð börn þeirra voru: Bjarni An- ton, f. 1901, Sveinbjörn Maron, f. 1902, Sigmundur, f. 1905, Sveinn, f. 1906, Guðjón, f. 1908, Jóhanna, f. 1913, Guð- mann, f. 1909, Sveinn Sigurjón, f. 1911, Höskuldur, f. 1917, Hjalti, f. 1917, Guðvarður, f. 1917 og Pálmi, f. 1921. Útför Guðvarðar fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag. ÞAÐ er mér ljúft og skylt að minn- ast kærs vinar míns Guðvarðar Sigurðssonar. Ævi Guðvarðar var bæði löng og fjölbreytt. Ég kynntist honum á hans síðari árum og læt þessi orð miðast við þann tíma. Fundum okkar Guðvarðar bar saman um það leyti þegar hann hóf starf sitt við æðarvarp í Þerney, en þá var hann einnig kjallarameistari hjá Hótel Holti. Síðar helgaði hann sig Þern- ey og æðarfuglinum, og var það hans líf og starf síðustu árin. Fyrstu starfsár hans í Þerney ein- kenndust mjög af landvörslu og aðhlynningu. Til þess lagði hann það á sig að búa í tjaldi. Hann sagðist hafa komist að því, að hann myndi fínna ágætt drykkjar- vatn úr gömlum brunni, þótt ekki væri öðrum þægindum til að dreifa. Ég minnist þess að þá var hann 71 árs gamall. Guðvarður fann strax, hversu nauðsynlegt það var, að víkja ekki frá varpinu meðan vargavá vofði yfir meinlausri kollunni, í formi hrafna, minka, máva og manna, sem samanlagt hafði áður gjört varpinu verulega skaða. Ég veit að þetta framtak varð landsþekkt, en Guðvarður fékk fjölda heim- sókna vina og blaðamanna sem dáðust að hugrekki og einurð hans. Og árangurinn lét ekki á sér standa, varphreiðrum fjölgaði hratt, hann hafði t.d. þann sið að leika á munnhörpu sem hann kvað æðarfugli vel líka. Ég hreifst svo mjög af einlægni og trúfesti Guðvarðar og ég ákvað að nema af honum og aðstoða hann. Það þróaðist svo þannig að við urðum miklir vinir. Hann miðl- aði mér svo miklu af þeim mann- kostum sem hafði farið halloka í nútímasamfélagi, en gamli tíminn hafði innblásið honum sem ungum manni. Þessa kosti þekkja allir. Ég geri það einnig nú, þökk sé Guðvarði vini mínum. Árin í Þern- ey með Guðvarði verða mér ógleymanlegur skóli einurðar, trú- festi, og glaðleika. Hann var með eindæmum einlægur og ljúfur hú- moristi, sem ekki gerði gys á ann- arra kostnað, söngelskur með af- brigðum, og sannur í verkum sín- um. Þetta veganesti fékk ég frá honum, og í Þerney verður nafni hans haldið þannig á lofti, með þeim besta vilja sem unnt er að koma fram. Alla hluttekningu mína og sam- úð eiga vinir og skyldfólk Guðvarð- ar. Eg bið vini mínum blessunar Guðs. Haraldur Sigurðsson. MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR + Margrét Jó- hannsdóttir, húsfreyja á Sauðár- króki, fæddist á Þröm á Langholti í Skagafirði hinn 19. janúar árið 1899. Foreldrar hennar voru Jóhann Sig- urðsson bóndi og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir Ijósmóðir. Eignuð- ust þau ellefu börn og var Margrét sjötta í röð þeirra átta er náðu full- orðinsaldri. Margrét var aðeins fjögurra ára þegar fjölskyldan fluttist að Kjartansstöðum í sömu sveit, þar sem hún átti síðan heima öll uppvaxtarár sín. Margrét giftist fósturafa mínum, Jóni Stefánssyni (d. 28. janúar 1994) frá Marbæli, árið 1920. Þau voru í vinnumennsku fyrstu sambýlisár sín en flutt- ust til Sauðárkróks árið 1932. Þar eignuðust þau húsið Skriðu, síðar Skógargötu 19, og bjuggu þar alla tíð upp frá því meðan heilsa leyfði. Mar- grét stundaði ýmis störf utan heimilis á Sauðárkróki, var m.a. lengi þvottakona á Sjúkra- húsi Skagfirðinga. Margrét og Jón eignuðust þrjá syni: Árna Magnús, f. 15. júlí 1922, versl- unarmann á Sauð- árkróki, Jóhann, f. 15. október 1928, d. 22. júní 1946, og Kjartan Ingiberg, f. 21. september 1936, fram- kvæmdastjóra á Keflavíkurflug- velli. Útför Mar- grétar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag. ÞEGAR móðir mín, Sigríður Ögmunds- dóttir, kynntist fósturföður mínum, Árna Magnúsi, var ég aðeins barn að aldri. Fljótlega fór ég að venja komur mínar í Skriðu þar sem fósturamma mín og fósturafi bjuggu. Þetta var notalegt lítið hús og bar merki um það fólk sem þar bjó, mjög snyrtilegt og laust við flestan óþarfa. Fósturamma mín og fósturafí voru af svokallaðri aldamótakyn- slóð. Lífshættir þeirra einkenndust af nægjusemi hvað varðaði eigin lifnaðarhætti og um leið miklum rausnarskap við alla er bar að garði. Bæði voru þau trúuð og ein helsta tilbreyting þeirra í önnum hversdagslífsins var að fara til kirkju á sunnudögum. Líf þeirra var því fábrotið á nútíma mæli- kvarða og aldrei höfðu þau mikið á milli handanna. Samt fannst þeim þau alltaf hafa meira en nóg. Margrét, fósturamma mín, var tilfinninganæm kona, og oft fann maður hvað umhyggjusemi hennar gagnvart öðru fólki, einkum þeim sem minna máttu sín, risti djúpt. Þegar ég rifja upp heimsóknir mínar í Skriðu eru mér minnisstæð- astar þær stundir þegar við sátum þrjú í eldhúsinu yfir rjúkandi kúm- enkaffi og einhverju heimatilbúnu meðlæti, en gestur kom varla í Skriðu án þess að fósturamma mín bakaði pönnukökur eða lummur. Síðan settumst við öll við eldhús- borðið og ræddum ýmis mál. Voru þau mjög samrýnd og mikið jafnað- arfólk alla ævi. Helsta dægrastytting fóst- urömmu minnar hin síðari ár, með- an hún hafði heilsu, var lestur bóka, auk prjónaskapar. Oft laumaði hún til mín vettlingum eða sokkum, „sem gætu komið sér vel“, eins og hún orðaði það. Fyrir um það bil áratug fór heilsu fósturömmu minnar og fósturafa að hraka og fengu þau þá vist á Dvalarheimili aldraðra við Sjúkra- hús Skagfirðinga. Þar dvöldust þau við mjög góða aðhlynningu síðustu æviár sín. Jón lést hinn 28. janúar síðastliðinn, en hinn 20. maí voru dagar hennar allir. Blessuð sé minning fósturömmu minnar. Magnús H. Helgason. RAGNAR HJÁLMAR RAGNARSSON + Ragnar Hjálmar Ragnars- son var fæddur 1. maí 1959. Hann lést 8. maí 1994. Útför hans var gerð frá Víðistaða- kirkju 13. maí. Kveðja frá vinum VINUR 'okkar og félagi, Ragnar Hjálmar Ragnarsson, er látinn. í örfáum orðum langar okkur að minnast hans. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar við vorum saman í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fyrir rúmlega 20 árum. Við eyddum miklum tíma saman næstu árin á eftir og oftar en ekki vorum við heima hjá honum, þar sem við hlust- uðum á tónlist, tefldum skák eða bara sátum og spjölluðum saman. Ragnar var góður skákmaður og það var því oft barist af mikilli hörku þegar sest var við taflborðið. Ragnar hafði alltaf mikinn áhuga á tónlist og hann hafði mikil áhrif á tónlistarsmekk okkar beggja. Heilu og hálfu dagana hlustuðum við á gömlu poppgoðin og lásum poppblöð. Það fór aldrei mikið fyrir Ragn- ari, hann var hæglátur en jafnframt góður og traustur drengur og vinur vina sinna. Ragnar var viðkvæm sál og átti sína erfíðu daga en hann gerði lítið af því að ræða sín vanda- mál við aðra. Hann hafði mikil sam- skipti við Ásu móður sína, sem allt- af reyndist honum vel og vildi allt fyrir hann gera. En nú er Ragnar látinn, aðeins 35 ára gamall. Þegar ungur maður á besta aldri er kallað- ur á braut, vakna upp spurningar en það er jafnframt fátt um svör. Allir þeir sem þekktu Ragnar minn- ast hans sem elskulegs drengs sem öllum vildi vel. Hann eignaðist tvo syni, Birki Frey og Sindra Rafn, og reyndist þeim alla tíð góður faðir. Elsku Ása, missir þinn, sona þinna og annarra fjölskyldumeðlima er mikill en vonandi gefur góður guð ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ragnar mun lifa í minningu okkar. Um leið og við þökkum honum allar ánægju- legar samverustundir í gegnum tíð- ina, vonum við bara að hann hafi fundið frið og ró í nýjum heimkynn- um. Blessuð sé minning Ragnars Hjálmars Ragnarssonar. Guðlaugur Adolfsson og Krislján Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.