Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Voði fyrir sunnan Frá Bimi Egilssyni: NÚ ER voði fyrir sunnan. Borgin er að falla. Út af þessu heyrast rama- kvein úr fjarlægð, vestan af Fjörðum og norðan af Langanesi. Landsfólkinu er ekki sama. Séð úr fjarlægð er Reykjavík fögur borg með ráðhús í Tjörn og kirkjutuma á hæðum. Hvað gerist þegar borgin fellur? Það gerist að vinstri menn ná meiri- hluta í stjórn borgainnar og ráða lögum og lofum í fjögur ár, stjóma bæði vel og illa. Þetta er að gerast nú og sagt að vinstri menn hafi bijóstvit naumlega í meðallagi og alls ekkert peningavit. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra þegar smáflokkar draga sig saman. Orðin hægri og vinstri maður í stjómmálum eiga sér langa sögu. Stjórnarbyltingin í Frakklandi markaði tímamót í stjórnmálasögu Evrópu seint á 18. öld. Þeir sem vildu skerða auð og völd lorda og lávarða tóku sér stöðu vinstra megin í þing- sal Frakklands og voru kallaðir vinstri menn. Ég horfi löngum til vinstri manna. Ég hef alltaf verið einhvers staðar vinstra megin, aldrei meira en hálfur inni í íhaldinu. Mér hefur geðjast vel að Jóhönnu. Hún er vel ættuð þó hún sé ekki heilög. Vinstri menn eru ekki vondir upp til hópa. Þetta eru meinlausir menn sem vilja vinna sín verk vel, eins og góðir vinnumenn á stóru heimili. Hið sama gildir um alþingismenn og þá sem stjórna málefnum Reykja- víkurborgar. Þeir em meinlausir og tiltölulega sómakærir. Bíð eftir Morgunblaðinu Við hér í Neðra á Króknum höfum það gott. Okkur líður vel. Við fáum að borða mikinn og góð- an mat sem Jón Baldvin lætur kaupa oní okkur. Hitinn í húsinu kostar ekki neitt. Hann kemur úr Áshildar- kotsvatninu. Á hverjum degi sit ég lengi frammi við dyr að bíða eftir Morgunblaðinu. Ég vil verða fyrstur að lesa það. Það er hlegið að mér þegar ég sit við dyr. Það hefur engin áhrif á mig. Sauðþráinn hefur alltaf komið mér að gagni. Sumir tala til mín og ég tek undir, ef ég er ekki fúll. Það em ekki allir sammála sem láta til sín heyra. Þegar ég segi að Morgunblaðið sé besta blað norðan Alpafjalla, þá eru sumir sem fussa og sveia og segja að Mogginn sé ómerkilegur blaðs- nepill sem ætti að brenna. Innfluttar plágur íslendingar hafa fyrr og síðar flutt til landsins bæði gott og vont. Á 18. öld fluttu þeir fjárkláðann inn og síðar riðuveiki, garnaveiki, mæðiveiki og mink. Og þessum innflutningi er alls ekki lokið. Það er eftir að flytja inn gin- og kaufaveiki og aðrar plágur, sem upp kunna að koma suður í hinni svörtu Afríku. íslendingar lifðu af svarta dauða og móðuharðindi og enn munu þeir hjara suðrænar plágur þó þeir losni aldrei við bandorminn og minkinn. Hvað veldur? Því veldur seiglan og þrjóskan sem býr í þessum norræna kynþætti. Landsmenn brotna ekki þótt þeir svigni. Noregskonungar fluttu kristindóm til íslands fyrir þúsund árum. Þá var bannað að bera út börn og útburðar- væl heyrðust ekki lengur. Það var góð innkoma og þeim lögum hefur ekki verið breytt. Úlfur, úlfur! Það er gott að vara við hættum. Það er gott fyrir okkur hér fyrir Léleg gufubaðsaðstaða við Sundlaug Kópavogs Frá Jóni Stefánssyni: ÉG GET ekki á mér setið að taka mér penna í hönd, í sambandi við Sundlaug Kópavogs. Þótt við íbúar Kópavogs getum státað af góðri og stórri sundlaug, er það ekki nóg. Það þarf að halda við hlutum og þrífa sem best. Það hefur nú farið úr böndunum hjá sundlaugarstarfs- mönnum. Ég tók eftir þessu þegar nýja sundlaugin var tekin í notkun. Það var eins og gamli hlutinn af sundlauginni væri ekki til í augum starfsmanna sundlaugarinnar. Ég spurði einn af nýju starfsmönnunum af hveiju þeir sinntu ekki skyldum og þrifum í gömlu lauginni, var svar- ið á þá leið: „Ég var ekki ráðinn við gömlu sundlaugina." Mér fannst þetta skrýtið svar. Það sem ég vil tala um er gufu- baðið, sem tilheyrir gömlu sundlaug- inni. Eftir að nýja laugin tók til starfa tók ég eftir því að þeir sem fóru í gufu voru ekki í eins góðu sambandi við starfsfólk og áður og þrifín fóru versnandi. Eg skrifaði stjórn sundlaugar og bæjarstjórnar- mönnum og benti á öryggismálin og þrifín. Það eina sem kom út úr því var öryggishnappur sem er vita gagnslaus þar sem staðsetning hans er röng, að öðru leyti voru engin önnur viðbrögð af þeirra hálfu. Mað- ur taldi sér trú um að þetta gæti ekki versnað en annað kom nú á daginn. Aðstaðan minnkuð Eftir að þeir lokuðu lauginni um tíma hugsaði maður að nú tækju þeir þetta almennilega í gegn og kæmu með nýja gufubaðsaðstöðu, þar sem margir notfæra sér þau þægindi að fara í gufubað og sund, það myndi nú ekki draga úr aðsókn- ini að lauginni. Eftir að þeir opnuðu gömlu laugina aftur var maður í hálfgerðu sjokki, það var búið að minnka gufubaðsaðstöðuna um helming og sementryk yfir öllu í gufubáðinu og er enn í axlarhæð í dag, en það er ekki búið að mála yfir þá bletti sem púsað var upp í. Gufubaðsofninn slær út í tíma og ótíma, og hefur ekkert verið gert við það. En mér finnst verst að missa plássið þar sem við gátum teygt á okkur og gert ýmsar æfingar, en í dag er engin aðstaða til neins í gufu- baðinu. í því plássi sem var er nú nuddari, sem er nánast ekkert við og fékk þessa aðstöðu tilbúna og tekið af framkvæmdafé sundlaugar- innar. Kasta krónunni og spara aurinn Ég veit að ég er ekki sá eini sem er búinn að kvarta bæði við stjórn- armenn og bæjarfulltrúa. Þeir eru búnir að bjóðast til að framkvæma þær breytingar á gufubaðinu með þeim skilmálum, að þeir borguðu efnið. Þessu hefur verið hafnað af hálfu stjórnarmanna. Ég verð að segja að það er furðulegt að eitt stórt bæjarfélag geti ekki rekið eitt gufu- bað með reisn. Svo skil ég ekki þau kaup á þremur pottum sem komnir eru. Þeir eru alltof litlir og grunnir og gagnslausir að mínu mati. Það hefði verið nær að fá tvo eins og fyrir eru með nuddi í báðum, þar sem þeir sanna gildi sitt. Þessir menn sem eiga að stjórna eru ekki starfi sínu vaxnir, og fram- kvæma eitthvað út í bláinn eins og gufubaðið sýnir. Ég verð að segja að krónunni er kastað og aurinn hirt- ur í Sundlaug Kópavogs. Þannig lítur þetta út frá mínum bæjardyrum séð. Með von um einhveija úrlausn mála læt ég nú staðar numið. JÓN STEFÁNSSON, Engihjalla 4 Kópavogi. laugavegi 45 simi 21255 í kvöld: Dos Pilas útgáfupartý ítilefni af nýrri plötu. Allir velkomnir. Ókeypis inn. Laugardagur: 2 fyrir 1 til miðnættis. Black out skemmtir. Sunnudagur: 2001 Los Reptilicus. f FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1994 49 norðan að heyra hróp og köll að sunnan. Voði, voði, úlfur, úlfur. Reykjavík- urborg er að falla. í dæmisögunni kom úlfurinn aldrei og það mun verða eins nú. Fyrir nokkrum árum stjórnuðu vinstri menn Reykjavíkurborg eitt kjörtímabil. Það var glundroðastjórn að sagt var. Hvað er glundroði? Glundroði er það, þegar engin stefna er mörkuð, hvorki upp né nið- ur, út eða suður. Það heitir stjóm- leysi. Það stjórnarfar var austur í Rússlandi áður en Rússakeisari féll. Það skiptir ekki sköpum, þó Reykjavíkurborg falli um árabil. í fyllingu síns tíma rís borgin aftur á grænum grundum, þar sem gras er nóg í fjallahlíðum og feitir sauðir og stóðhestar með reistan makka ganga þar um fijálsir ferða sinna. Og það verður fullt samræmi í ríki náttúrunnar. Allt hold er gras. Þetta gerist þó ekki verði kominn nýr himinn og ný jörð. Sú breyting tekur tíma. Allir strangheiðarlegir Ég er alinn upp í góðu plássi. Sigurður sýslumaður Skagfirðinga lét svo ummælt fyrir löngu að heiðar- leiki væri Lýdómönnum svo eiginleg- ur að þó snærisspotti lægi við veginn væri hann ekki tekinn. Sumir segja að það sé ekki ljótt að stela frá ríkum. Ég veit það ekki. Það hefur aldrei verið stolið frá mér. Ég er hvorki ríkur né fátækur, er einn af þessu svokallaða almúgafólki. Þjófsart er lúmsk, kemur stundum í þriðja og fjórða lið. Ég hef verið að leita að þjófum í mínum ættum og hef ekki fundið nema einn sem var hýddur. Það er alltaf eitthvað að gerast hér á Króknum. Nýlega stálu tveir strákar hér. Það hlýtur að vera af- brigðilegt því hér er gott fólk. Mér fannst það sérstaklega ánægjulegt þegar ég frétti að Sveinn Guðmundsson hefði verið sæmdur riddarakrossi. Hann átti það sannar- lega skilið fyrir áratugastörf að hrossarækt. íslenski hesturinn var og er einn þráður í menningu Evrópu. BJÖRN EGILSSON, Sauðárkróki. úr UJ glasfiber f— \A Með öllum búnaði Verð 6 metra kr. 24.450. ■ 7metrakr.26.670.- 8 metra kr. 28.820,- SNARI TRANAVOC11 SlMI 682850 FAX6828S6 < z < LL. < tí. < z \A i i I i } | í íslensk hönnun °g hondverk PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vesturgata 3 sími 20376 Þorvald Gunn ná upp go dórsson vason emmningu Þcegilegt umhverfi - ögrcmdi vinningarl OPIÐ FRA KLUKKAN 1 9:00 - 03:00 VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI Ó85090 Gömlu og nýju dansarnlr í kvöld frá kl. 22-3 Hljómsveitin Tónik leikur Miðaverð kr. 800. Miða- og borðapantanir i simum 685090 og 670051.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.