Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 27.05.1994, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 57 ÍÞRÓTTIR FulK hús hjáKR „KNATTSPYRNAN er bara svona," sagði súr og svekktur þjálfari Stjörnumanna, Sigurlás Þorleifsson, eftir leik gegn KR- ingum í Garðabænum í gær- kvöldi. Ástæðan er öllum þeim sem sáu leikinn augljós. Stjörnumenn voru síst lakari aðilinn í leiknum, en máttu engu að síður sætta sig við tveggja marka tap, 0:2. KR-ingar geta hins vegar vel við unað eftir fyrstu tvo leiki íslandsmótsins. Sex stig af sex mögulegum kom- in í hús, markatalan sjö mörk gegn engu og það eftir tvo leiki á útivelii. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill, einkum vegna þess að liðunum gekk illa að moða úr ágætu sam- spili úti á vellinum, Stefán ÞeSar að vitateig Eiríksson andstæðinganna var skrifar komið. Síðari hálf- leikur var öllu fjör- ugri. Stjörnumenn byijuðu hann af miklum krafti. Baldur Bjarnason fékk dauðafæri á 54. mínútu en sendi knöttinn nett framhjá stönginni fjær úr ágætu færi vinstra megin í víta- teignum. Tvær snarpar Stjörnusókn- Morgunblaðið/Bjami Goran Micic Stjörnumaður berst um boltann við markahæsta mann fyrstu deildar; Tómas Inga Tómasson, sem skor- að hefur fjögur mörk í fyrstu leikjunum tveimur. ir fylgdu í kjölfarið. KR-ingar voru á þessum tíma einkar mistækir í flestum sínum aðgerðum. Það var nánast hending að sending skilaði sér til samheija og miðjumennimir Heimir, Rúnar og James Bett virkuðu einkar þungir og silalegir. Það var því töluvert gegn gangi leiksins er Hilmar Björnsson kom KR-ingum yfir á 70. mínútu eftir snögga sókn. Markið hleypti lífí í KR-inga og áttu þeir eitt gott færi áður en Tómas Ingi bætti öðru marki við á 88. mín. Leikurinn var jafn þegar á heildina er litið og Stjörnumenn áttu svo sannarlega skilið að skora að minnsta kosti eitt mark. Þeir spila oft ansi skemmtilega úti á vellinum, en hefur gengið illa í fyrstu tveimur leikjum sínum að skapa sér vænleg marktækifæri. Valgeir Baldursson og Ragnar Gíslason eru sprækir á miðjunni og Baldur Bjamason sér- lega hættulegur þegar hann tekur sig til á vinstri kantinum. Goran Micic er einnig sterkur í vörninni. KR-ingar virkuðu þungir á miðjunni lengi vel, og Rúnar Kristinsson var sá eini sem náði að rífa sig upp úr meðalmennskunni er á leið. Tómas Ingi skilaði hlutverki sínu ágætlega, sem og Óskar Hrafn og Sigurður B. Jónsson í vöminni. KR-ingar vom ekki sannfærandi í þessum leik, en úthaldið er augljóslega í góðu lagi, og skipti það líklega sköpum. FOLK ■ GUÐMUNDUR Benediktsson lék með Þór_gegn FH í gær. Skeyti barst til KSI frá belgíska félaginu Ekeren um miðjan dag í gær, um að Guðmundur væri laus allra mála og gæti því leikið með Þór. Hann var í bytjunarliðinu og sýndi ágæta takta í fyrri hálfleik, en meiddist í síðari hálfleik og varð að fara af leikvelli. Meiðslin eru ekki talin alvarleg og hann ætti því að geta leikið gegn Fram í 3. um- ferð. ■ HÖRÐUR Hilmarsson, þjálfari FH, skrifar í leikskrá sem FH gaf út fyrir leikinn gegn Þór í gær. Þar segir hann m.a. að helstu mark- mið sumarsins séu að vinna DRAGO-styttuna, sem veitt er fyr- ir prúðastan leik og að halda FH í hópi fjögurra bestu liða landsins. ■ PÉTUR H. Marteinsson, sem var veikur í 1. umferð og missti því af leik Fram og Stjörnunnar, verður í byijunarliði Fram í kvöld gegn íslandsmeisturum ÍA á Laug- ardalsveili. ■ BJARNI Benediktsson fyrirliði Stjörnunnar meiddist í fyrri hálf- leik gegn KR og þurfti að fara af leikvelli. Meiðslin munu ekki vera alvarleg. ■ VALDIMAR Kristófersson var á bekknum hjá Stjörnunni en kom ekki inn á. Hann er óðum að jafna sig eftir veikindi. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Dómari: Ólafur Ragnarsson. Línuverðin Ari Þórðarson og Pjetur Sig- urðsson. Áhorfendur: Um 1000. Stjarnan: Sigurður Guðmundsson - Birgir Sigfússon, Goran Micic, Lúðvik Jónasson, Bjarni Benediktsson (Hermann Arason 41.) - Rögnvaldur Rögnvaldsson (Bjami G. Sig- urðsson 71.), Ragnar Gíslason, Ingólfur Ingólfsson, Valgeir Baldursson, Baldur Bjamason - Leifur Geir Hafsteinsson. KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg- ilsson, Óskar Þorvaldsson, Sigurður B. Jóns- son, Izudin Daði Dervic - Hilmar Björns- son, Heimir Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, James Bett, Salih Heimir Porca (Þorsteinn Þorsteinsson 87.) - Tómas Ingi Tómasson. ÍBV-Valur 1:1 Hásteinsvöllur: Aðstæður: Gott veður, frábær völlur - gerist ekki betra. 1:0. Hermann Hreiðarsson skoraði af stuttu færi á 26 mín., eftir fyrirgjöf Bjam- ólfs Lárassonar. 1:1. Eiður Smári Guðjohnsen fékk knött- inn um 26 m frá marki ÍBV — skaut að marki og knötturinn fór í netið eftir að Friðrik Friðriksson kom aðeins við hann. Gul spjöld: Jón S. Helgason, Val (8 mín. - brot), Nökkvi Sveinsson, ÍBV (19. - brot), Kristinn Lárusson, Val (55. - þras), Stein- grímur Jóhannesson, ÍBV (65. - þras), Heimir Hallgrímsson, ÍBV (77. - brot), GUðmundur Gíslason, Val (84. - brot). Rautt spjald: Nökkvi Sveinsson (90. - fyr- ir að spyma knettinum í burtu. Var áður búinn að sjá gula spjaldið.). Dómari: Sæmundur Víglundsson. Linuverðir: Einr Sigurðsson og Guðmund- ur Stefán Maríasson. Áhorfendur: Um 650. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - Magnús Sig- urðsson (Þórir Ólafsson 60.), Dragan Ma- njolovic, Jón Bragi Amarson, Heimir Hall- grímsson - Hermann Hreiðarsson, Sumar- liði Árnason, Nökkvi Sveinsson, Friðrik Sæbjömsson - Steingrímur Jóhannesson, Bjamólfur Lárusson. Lið Vals: Láras Sigurðsson - Bjami Stef- ánsson Kristján Helgason, Jón S. Helgason, Guðmundur Gíslason - Eiður Smári Guðjohnsn, Jón G. Jónsson, Atli Helgason, Stinar D. Adolfsson - Davið Garðarson (Hreiðar Öm Ómarsson 86.), Sigurbjöm Hreiðarsson (Kristinn Lárasson 41.). ÍBK- Breiöablik 4:0 Keflavikurvöllur. Aðstæður: Eins og þær gerast bestar, hægviðri, þurrt og sól. 1:0. Ragnar Margeirsson skoraði öragg- lega á 19. mín. eftir þríhymingsspil við Kjartan Einarsson. 2:0. Óli Þór Magnússon skoraði með skalla á 77. min. 3:0. Óli Þór setti sitt annað mark á 86. mín., eftir að Gísli Þ. Einarsson markvörður Breiðabliks hafði hálfvarið skot frá Kjartani Eináresyni. 4:0. Óli Þór skoraði örugglega af stuttu færi á 90. mín. Gul spjöld: engin. Rautt spjald: engin. Ahorfendur: Um 800. Dómari: Kristinn Jakobsson, sæmilegur.E Línuverðir: Gísli Björgvinsson og Róbert Róbertsson. ÍBK: Ólafur Gottskálksson, Jakob Már Jón- harðsson, Ragnar Steinarsson, Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason, Georg Birgisson, Gunnar Oddsson, Ragnar Mar- geirsson, Marko Tanasic, Kjartan Einars- son, Óli Þór Magnússon. UBK: Gísli Einarsson, Hákon Sverrisson, Einar Páll Tómasson, Gústaf Ómarsson, Asgeir Halldórsson, Siguijón Kristjánsson (Tryggvi Valsson 74.), Guðmundur Guð- mundsson (Vilhjálmur Kári Haraldsson 42.), Amar Grétarsson, Grétar Steindórsson, Kristófer Sigurgeirsson, Raspislav Lasorih. Dragan Manjolovic, Jón Bragi Amarson, Hermann Hreiðarsson, Nökkvi Sveinsson, Steingrímur .Jóhannesson, Bjarnólfur Lár- usson, IBV. Bjarki Stefánsson, Jón S. helgason, Guðmundur Gísiason, Eiður Smári Guðjohnsen, Steinar D. Adolfsson, Val. Ólafur Gottskálksson, Kristinn Guð- brandsson, Jakob Jónharðsson, Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnússon, Kjartan Einarsson, ÍBK. Einar Páll Tómasson, Raspislav Lasorih, Kristófer Sigurgeirsson, UBK. Stefán Amarson, Petr Mrazek, Atli Einarsson og Hallsteinn Arnarson, FH. Ólafur Pétursson, Lárus Orri Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson, Þór. Birgir Sig- fússon, Goran Micic, Ragnar Gíslason, Val- geir Baldursson, Baldur Bjarnason, Ingólfur Ingólfsson, Stjörnunni. Oskar Þorvaldsson, Sigurður B. Jónsson, Izudin Daði Dervic, Tómas Ingi Tómasson, Þormóður Egilsson, KR. 4. deild: C-riðiII: Neisti H. - Hvöt...................0:1 HSÞ-b-Þrymur.......................LO Vináttuleikir Guayaquil, Ekvador: Ekvador - Argentína. Byron Tenorio (82.). Kirik Cup í Japan: Frakkland - Ástralia..............1:0 Eric Cantona (42.). 25.000. Piscataway, New Jersey: Bandaríkin - Saudi-Arabía.........0:0 5.576. Kaupmannahöfn: Danmörk - Svíþjóð.................1:0 Michael Laudrup (53.). 28.689. Cape Town, S-Afriku: Cape Town Spurs - Liverpool.......0:3 Robbie Fowler 2 (5., 50.), Neil Ruddock (89.). 20.000. Noregur Brann - V álerengen..............1:1 Bodö/Glimt - Start..............1:1 ■Rosenborg er efst með 23 stig, en Brann í öðra sæti með 17 stig. Handknattleikur Æfíngalandsleikur í Porto: Portúgal - ísland 24:24 Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 7, Ólafur Stefánsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Jón Kristjánsson 3, Júlíus Jónason 2, Valdi- mar Grímsson 1, Gunnar Beinteinsson 1, Róbert Sighvatsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12. Áhorfendur: Um 200 í sjö þús. manna höll. ■ísland leiddi nær allan leikinn og var yfir í leikhléi 18:11. Portúgalir komust yfir und- ir lokin, en Bjarki Sigurðsson jafnaði, 24:24, úr vítakasti. ■ Sigurður Sveinsson og Dagur Sigurðsson léku ekki með — sátu á bekknum allan tím- ann. Körfuknattleikur NBA Houston - Utah..............104:99 •Houston er yfir 2-0. ■Hakeem Olajuwon skoraði 41 stig og tók þrettán fráköst fyrir Houston. Hann skor- aði tólf stig á síðustu fimm mfn. leiksins — og vann einvígið við Karl Malone, sem skor- aði 32 stig fyrir Utah. Blak Smáþjóðamót í San Marinó: San Murínó - ísland...........3:1 ^16:17, 15:7, 15:9, 17:7. 89 mín.) Ishokkí Úrslitakeppnin f Austurdeild: New Jersey Devile - New York...2:4 (2:0, 2:1 - 2:4). • Staðan er jöfn 3-3. ■ New York Rangers, sem er ríkasta fé- lagslið Bandarfkjanna, hefur ekki leikið f úrslitum síðan 1940. Ikvöld Knattspyrna kl. 20.00 1. deild karla: Laugardalsvöllur: Fram - ÍA 2. deild karla: Akureyrarvöllur: KA - Víkingur Kópavogsvöllur: HK - Þróttur R. ÍR-völlur: ÍR - Grindavík 3. deild karla: Dalvík: Dalvík - Skallgrímur Ásvellir: Haukar - Reynir S. Egilsstaðir: Höttur - BÍ Sauðárkr.: Tindastóli - Völsungur Garðsvöllur: Viðir - Fjölnir 4. deild: Varmárvöllur: UMFA - Grótta Grindavík: Gk. Grindav. - Njarðvík Tennisklúbbur Víkings Tennisskóli og kynningarnámskeið 2ja vikna tennisskóli fyrir börn 7—11 ára og unglinga 12—15 ára í allt sumar. Fyrstu námskeið hefjast 30. maí. Kynningarnámskeið fyrir fullorðna í allt sumar. Fyrsta námskeið hefst 30. maí, annað námskeið 6. júní. Skráning stendur yfir. Sími 33050. Cíuuouns Opið Golfinót Verður haldið á Keilisvelli í Hafnarfirði laugardaginn 28 maí n.k. Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgj. í karlaflokki og með forgj. í kvennaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti í báðum flokkum. Aukaverðlaun: Nœst bolu á 16. braut og nœst holu á 18. braut í öðru böggf. qolfskór GORE-TEX REGNGALLAR Hapþdnetti: Dregið úr skorkortum í mótslok. Ræst út frá kl. 8.00 Skráning er í síma 65 33 60 'ýnumy C&uuowi/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.