Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 2

Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ lð94 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GRÆNLAND Þrjú skip eru komin á síldar- miöin NA af Langanesi____ Jan Majen ISLAND FÆREYJAR «> / Flokksþing Alþýðuflokks hófst í gærkvöldi • • Ossur gefur kost á sér sem varaformaður Morgunblaðið/Þorkell Heilbrigðisráðherra um útgjalda- aukningu í ráðuneyti hans Halli eykst ekki um 1-2 milljarða GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að það sé af og frá að útgjöld heilbrigðisráðuneytisins verði 1-2 milljörðum króna hærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum. Að frátöldum þeim sérstöku útgjaldaákvörðunum sem ríkisstjórnin hafí tekið sameigin- lega eftir samþykkt fjárlaga sé um að ræða vanda upp á einhverjar hundr- uðir milljóna og hann hafí góðar vonir um að viðunandi niðurstaða náist varðandi hann með útgjaldaniðurskurði. sem þeir hefðu haft á stóru sjúkra- Ný útgjaldatilefni Guðmundur Ámi sagði að ýmsar forsendur hefðu breyst frá af- greiðslu fjárlaga. í fyrsta lagi vægi þungt sú ákvörðun forsætisráð- herra og ríkisstjórnar eftir viðræður við verkalýðshreyfingu að falla frá áformum um breytingar á ein- greiðslufyrirkomulagi til lífeyris- þega og öryrkja, en þær yrðu greiddar út með óbreyttum hætti þetta árið. Auk þess hefði verið tekin ákvörðun um að sex þúsund króna eingreiðslan sem launþegar fengju kæmi einnig lífeyrisþegum til góða. Samanlagt myndi þetta auka útgjöldin um 320 milljónir króna umfram ákvarðanir fjárlaga. Þá væri einnig ljóst að í nýgerð- um kjarasamningum við hjúkrunar- fræðinga væru staðfest þau kjör húsunum, en hingað til hefði verið miðað við að sjúkrahúsin bæru þennan kostnað með gerð ráðning- arsamninga og ýmissa starfskjara- breytinga. Nú kæmi þetta inn í grunn fjárlagagerðar þar sem um formlega kjarasamninga væri að ræða og myndi leiða til útgjalda- auka frá fyrri forsendum. Guðmundur sagði að áform um mikla lækkun sjúkratrygginga myndu skila sér að verulegu leyti. Hins vegar hefði dregist að ná nýjum samningum við sérfræðinga. Þeir væru lausir en Tryggingastofnun gerði kröfu um verulega lækkun á þeim töxtum sem hefðu verið í gildi. Þá hefði verið gripið til umtalsverðra aðgerða varðandi lyfjakostnað og hann vænti þess að þau sparnaðar- áform skiluðu sér síðar á árinu. Guðmundur Árni Stefánsson tekur ákvörðun á þinginu ÖSSUR Skarphéðinsson, umhverf- isráðherra, hefur gefið kost á sér til varaformanns og styður Jón Baldvin Hannibalsson til áframhald- andi formennsku í Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, heil- brigðisráðherra, sagði í viðtali í gærkvöldi að hann ætlaði að taka ákvörðun um hvort hann byði sig fram til varaformanns þegar til þings kæmi og hann fyndi hver væri vilji fulltrúa. Aðspurður sagðist hann myndi styðja Jóhönnu Sigurð- ardóttur í formannskjöri. Endurkosning heppilegust Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið telja heppileg- ast og best fyrir flokkinn að endur- kjósa formann og varaformann. „Nú er þörf á að velja sterka forystu- sveit, bæði út og inn á við. Hún sé skipuð fólki sem treystir hvort öðru og eigi gott með að vinna saman,“ sagði Sighvatur. Hann svaraði því til að ef Rannveig Guðmundsdóttir héldi fast við ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram kæmi til kasta kjömefndar. „Hennar hlutverk er að leita að því sem mest samstaða getur orðið um. Ég á ekki von á að hún leiti til mín, heldur til starf- andi varaformanns og hann, þegar hann finni fyrir þrýstingnum, svari því játandi.“ Rannveig sagðist í gærkvöldi ekki hafa endurskoðað þá afstöðu sína að gefa ekki kost á sér áfram í varaformannssæti. Hún sagðist, eins og fyrr, ekki gefa upp hvern hún styðji til formanns í flokknum. Flokksþingið hófst með menning- arhátíð i íþróttahúsi Suðurnesjabæj- ar í gærkvöldi. Formlega þingsetn- ing er kl. 10 í dag. Morgunblaðið/Þorkell [ JÓN BALDVIN Hannibalsson ávarpar menningarhátíð í upp- » hafi flokksþings Alþýðuflokksins sem hófst í gærkvöldi. Svína- og nauta- kjöt hækkar í verði \ FOLALDAKJÖT hefur lækkað um allt að 35% og segir Júlíus Jónsson í Nóatúni að markmiðið sé að auka sölu kjötsins, en folaldakjöt sé erf- itt í sölu á þessum árstíma. Hann segir að nú hafí framleiðendur svínakjöts hækkað verð um 10% og einnig fari nautakjöt hækkandi á næstunni og nemi sú hækkun allt að 100 krónum á kílóið. Júlíus segir að hörð samkeppni ríki á milli mismunandi framleið- enda. Þegar ljóst var að verð svína- og nautakjöts myndi hækka hefðu framleiðendur folaldakjöts séð sér leik á borði með að reyna að selja einhvetja tugi tonna af því. Um nýtt folaldakjöt væri að ræða, ekki reykt, saltað eða bjúgu. Hefur verð á folaldagúllasi t.d. lækkað í 598 krónur úr 1098 krónum í Nóatúni. Verslunareigundur ósáttir við frystingu Júlíus segir að nautakjötsfram- leiðendur frysti nýtt kjöt til að halda verðinu uppi og verslunareigendur séu ósáttir við það. Offramleiðslan væri hreinlega fryst og þar með vandamálið sem henni fylgdi. Á bát til Hafnar frá Helsinki Hornafirði. Morgnnblaðið. TVEIR ofurhugar frá Finn- landi komu heilir í höfn á hrað- bát sínum á Höfn um miðjan dag í gær. „Ferðin hefur geng- ið mjög vel, en veðrið var held- ur slæmL nema þegar við nál- guðumst ísland. Þá lægði vind- inn og öldurnar minnkuðu," sagði leiðangursstjórinn Pekka Piri við komuna. Pekka og Matti Pulli, skip- stjóri, hófu för sína í Helsinki fyrir 23 dögum, á Finnfaster, um 8 metra löngum, opnum hraðbáti úr áli. Eina vistarver- an á bátnum er stýrishús úr segli. Kapparnir hafa komið við á tíu stöðum í ferðinni, til dæmis Gautaborg, Kaup- mannahöfn og Færeyjum. Samhugur fólks í norðri Ferðin er farin til að kanna styrk bátsins, en þessi tegund af bátum er að mestu notuð af hernum og við olíuborpalla. Þeir félagar hafa með sér skjal sem þeir fengu í Helsinki þann 22. mars sl. á ráðstefnu nyrstu landa norðursins. Hafa ýmsir ritað nafn sitt á það á við- komustöðum þeirra og á það að sýna samhug fólksins í norðri. Nú liggur leið tvímenn- inganna til Reykjavíkur, þar sem forseti Islands ritar nafn sitt á skjalið. Táskór hurfu með farangri FARANGUR tveggja ballett- dansara fráSan Fransisco týnd- ist á leið til íslands í gær. Dansararnir Elizabeth Loscavio og Anthony Randazzo eru stödd hér á landi til að sýna tvo dansa úr ballettum Helga Tómassonar. í farangrinum voru táskór í eigu Elizabeth og þurfti hún því að finna passlega skó hjá Listdans- skóla Islands. Salvör Nordal, framkvæmdasljóri islenska dansflokksins, segir að þar sé mikið til af skóm, en þetta sé þó bagalegt því táskór dansara séu eins og hljóðfæri tónlistar- manna. Mokveiði var á síldarmiðunum norðaustur af landinu í gær Börkur NK náði 700 tonnum í þremur köstum ÞRJÚ skip hófu síldveiðar norðaustur af landinu í gær og komust strax í mokveiði á svæðinu þar sem rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fann stórar torfur af Íslandssíld fyrir skömmu innan íslensku lögsögunnar. Börkur NK frá Neskaup- stað hóf veiðar í gærmorgun og var kominn með 700 tonn síðdegis, sem skipið fékk í þremur köstum. Amþór EA kom á miðin um miðjan dagiiin í gær og hafði í gærkvöldi fengið um 300 tonn í tveimur köstum. Ingvar Guð- mundsson, skipstjóri, sagði að nóg virtist vera af síld, að vísu væru þeir ekki búnir að fara yfír stórt svæði. Síldin væri góð og ekki væri alveg á hreinu hvort eitthvað af henni færi í söltun. Nótin sprakk í risakasti Þórshamar GK hafði fengið 200 tonn þegar skipverjar urðu fyrir því óhappi að nótin rifnaði í risa- kasti, sem þeir höfðu komist í. „Við erum hæst ánægðir með þetta. Þetta er öllu meira en menn áttu von á. Síldin er stór og fal- leg,“ sagði Sturla Þórðarson, skip- stjóri á Berki í samtaii við Morgun- blaðið. Skipin eru við síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum al- veg út við miðlínuna á milli ís- lands og Jan Mayen norðaustur af Langanesi. Að sögn Jóhanns K. Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, sem gerir út Börk, virð- ist síldin svipuð þeirri sem fannst í rannsóknarleiðangri Hafrann- sóknastofnunar en fituinnihald hennar var 15%. „Þetta lítur vel út. Þetta voru ekki stærri köst í gamla daga,“ sagði Jóhann, og sagði að þá hefði þótt gott að fá 50-100 tonn eða í 2.000 tunnur til söltunar, en þessi síld sem nú veiðist sé hins vegar ekki söltunarhæf, þar sem of mik- il áta sé í henni á þessum tíma. Fleiri skip stefna á miðin Fleiri skip stefna nú á miðin norðaustur af landinu eða eru í startholunum. Einnig eru Ámi Friðriksson, skip Hafrannsókna- stofnunar og norskt rannsóknaskip á þessum slóðum við rannsóknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.