Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 7

Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 7 FRÉTTIR Lögmaður stofn- enda Tímans hf. Staðið var við skuld- bindingar LÖGMAÐUR Framsóknar- flokksins og stofnenda Tímans hf., síðar Mótvægis hf., telur að staðið hafi verið að fullu við skuldbindingar þessara aðila gagnvart Tímanum hf. Lögmaðurinn, Gunnar Jóns- son, hdl., sendi frá sér fréttatil- kynningu í gær, þar sem fram kemur að skiptastjóra þrotabús Mótvægis hf. hafi verið greint frá þessari niðurstöðu með rök- studdu svarbréfi. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að rökstuðningurinn væri ætlaður skiptastjóra og vildi ekki tíunda í hveiju hann fælist. Skiptastjórinn sagði í apríl að full ástæða væri til að rannsaka gaumgæfilega ýmsar aðgerðir forsvarsmanna Mótvægis hf., einkanlega hvað varðaði greiðslu Framsóknarflokksins á 4,7 millj- óna hlutafé, serrt greitt hafi ver- ið með verðlitlum tækjum og viðskiptavild, þrátt fyrir ákvæði stofnsamnings um að hluthöfum væri óheimilt að greiða hlutafé með öðrum verðmætum en reiðufé. Stofnendurnir haldið því fram að þeir hafi staðið skil á greiðsl- um til félagsins, í formi leigu á búnaði og aðstöðu. Morgunblaðið/Kristinn Mjólkur- fernur fá nýtt útlit MJÓLKURFERNUR á svæði Mjólkursamsölunnar munu fá andlitslyftingu í sumar. Að frumkvæði Samsölunnar hófst samvinna milli hennar og Þjóð- minjasafns Islands um skreyt- ingar á 6 milljónum ferna og í .vikunni var nýja útlitið kynnt. Gunnar Karlsson teiknari varð hlutskarpastur í samkeppni um gerð 24 mynda sem prýða eiga femurnar en myndirnar tengjast allar starfi Þjóðminjasafnsins á einn eða annan hátt. Þær sýna muni á safninu, minjastaði úti á landi og merk hús sem sum hver hýsa byggðasöfn eða sýningar. Hverri mynd fylgir stuttur skýr- ingartexti og hvatningarorð til íslendinga um að ferðast um landið á afmælisári lýðveldisins. Slagorðið, Island, sækjum það heim, og merki Þjóðminjasafns- ins er ennfremur letrað á hveija femu. Tveir fengu 19 milljónir TVEIR deildu með sér stórum vinningspotti í Víkingalottóinu í fyrrakvöld. Enginn Islending- ur hafði heppnina með sér að þessu sinni en einn Dani og einn Finni fengu aftur á móti hvor um sig tæpar 19 milljónir króna. Bónusvinningur gekk út og hlaut heppinn íslenskur lottóspilari tæpa eina og hálfa milljón króna. ^SIORGIÐÍH^ Sækjum þaö heim! opnar Eitt skemmtilegasta markaðssvæði norðan Alpafjalla er rétt handan við heiðina. Nú fara allir i helgarbíltúr til Hveragerðis Fallegt og fjörugt Failegir göngustígar, heillandi trjágróður, barnahorn, spennandi sýningarsvæði - og auðvitað líflegu sölubásarnir. Gjörbreytt Tivolíhús í nýjum og miklu, miklu skemmtilegri búningi. 0 Blásarakvartet Harmonikkuleikarar halda uppi sveiflunni Freyju-karamellum rignir á gesti Svifdrekasýning Tjaldvagnasýning frá Gísla Jónssyni Eldhestar leyfa yngsta fólkinu að skreppa á bak ^ Trúðar og illþýði ur Reykjafjalli verða á sveimi KOMDU OC TAKTU ÞÁTT í GLEDINNI - ÞAD ERU ALLIR KÁTIR í HVERACERDI. • , allar helgar I s«««ar laugardag frá kl. lO til 22 sunnudag frá kl. 10 til 20 i - einmitt í leiðinni | Fjölbreyttir sölubásar íslenskt grænmeti Ódýrt kjöt og fiskur á grillið íslenskur heimilisiðnaður Þjóðlegur matur Fatnaður Sælgæti ... allt sem hugurinn girnist og miklu meira en það Marlcaðstorgið í Hverager 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.