Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjuni 1994næste måned
    mationtofr
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 13

Morgunblaðið - 10.06.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 13 VIÐSKIPTI Óþverralegt stríð ríkir á milli tveggja sápurisa BLÁAR og rauðar stuttbuxur eru nýjasta deiluefnið í heiftúðugu stríði milli stóru sápufyrirtækjanna, bandaríska fyrirtækisins Procter & Gamble og bresk-hollenska fyrirtækisins Unilevers. Segja talsmenn þess fyrrnefnda, að umræddar stuttbuxur hafi hreinlega leyst upp við endurtekinn þvott með nýja þvottaefninu frá Unilever, Persil Power. í skýrslu, sem P&G hefur dreift um niðurstöður sérstakra rann- sóknastofnana á Persil Power, segir, að það skemmi fatnað og sýndar eru annars vegar litmyndir af snjáðum og upplituðum fötum eftir þvottaefni andstæðingsins og hins vegar mynd- ir af litskrúðugu, tandurhreinu taui, sem að sjálfsögðu hafði verið þvegið með þvottaefni frá P&G. Seinna neyddist P&G þó til að viðurkenna, að myndirnar hefðu ekki verið tekn- ar á rannsóknastofnununum, heldur við eigin tilraunir. Talsmaður fyrir- tækisins neitaði hins vegar, að gerð hefði verið tilraun til að blekkja með því að leggja fram myndirnar ásamt skýrslunni. Unilever hefur vísað fullyrðingum P&G út í hafsauga og segir, að við tilraunir á einni rannsóknastofnun- inni, sem P&G vitnar til, hafí ekki komið fram neinar skemmdir á fatn- aði. í síðustu viku höfðaði svo Unile- ver mál á hendur P&G í Hollandi vegna „ósanninda og villandi um- mæla“ um nýja þvottaefnið, sem er selt undir heitinu Omo Power á meginlandinu. Það viðurkenndi þó, að nýju efnin gætu skemmt fatnað við „ítrustu og jafnvel afbrigðilegar tilraunir" á rannsóknastofu. Nestle vill dótturfyr- irtæki Volvo Madrid. Reuter. SVISSNESKA matvælafyrir- tækið Nestle hefur hafið samn- ingaviðræður um hugsanleg kaup á dótturfyrirtæki Volvo, Branded Consumer Products (BCP). Stjórnarformaður Nestle, Helmut Maucher, sagði þó í samtali við spænska viðskipta- blaðið La Gaceta de los Negoci- os að ekkert lægi á og enginn samningur yrði undirritaður fyrr en vissa hefði fengizt fyrir því að hann væri heppilegur svissn- eska fyrirtækinu. Einkum yrði að taka tillit til þess hvort tób- aks-, bjór og matvæladeildir BPC væru til sölu hver í sínu lagi eða sem ein heild. BPC er verðmætasta eign Volvo-verk- smiðjanna. Velta BPC nam 2,85 milljörðum sænskra króna 1993. Finnair hagnast Helsinki. Reuter. FINNSKA flugfélagið Finnair skilaði hagnaði á Ijárhagsárinu 1993/94 eftir þriggja ára tap- rekstur þrátt fyrir samdrátt í Finnlandi og fækkun farþega. Hagnaður félagsins, sem rík- ið á 72,5% hlut í, nam jafnvirði 26,40 milljóna dollara á tólf mánaða tímabili til 31. marz miðað við 14,63 milljóna tap árið áður. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1989/90 að félagið skilar hagn- aði heilt fjárhagsár. Velta jókst um 8% í jafnvirði 1,07 milljarða dollara. Farþegum Finnair fækkaði um 1,5% í 4,92 milljónir, en frakt- og póstflutningar jukust um 17%. P&G heldur því einnig fram, að föt, sem þvegin eru með Persil Pow- er, haldi áfram að snjást jafnvel þótt fólk fari að nota annað þvotta- efni og er ástæðan sögð sú, að virk- ar manganleifar úr Persil sitji eftir í fötunum. P&G vitnar í niðurstöður sex óháðra rannsóknastofnana í Evrópu en Unilever mótmælir harð- iega og vitnar til annarra, óháðra rannsóknastofnana í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Við þetta má að síðustu bæta, að haft er eftir • sérfróðum manni á þessu sviði, að í rannsóknastofum sé enginn vandi að búa til tilrauna- aðstæður, sem leiði einniitt til þeirr- ar niðurstöðu, sem sóst er eftir. LACÖSTE ÖLDUNGAMÓT hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi, laugardaginn 11. júní kl. 10 Mótsgjald kr. 1.500 Karlaflokkar 50-54 ára og 55 ára og eldri. Kvennaflokkar 50 ára og eldri. Skráning til kl. 21.00 föstudaginn 10. júní í Golfskálanum sími 93-12711. Nú förum við öll á Skagann og tökum með okkur gesti. Notaðir bílar meb allt að 20% afslætti! Fram til 17. júní verða notaðir bílar í eigu Glóbus í Bílahöllinni seldir á einstökum kjörum, enda sérstakur tími framundan í sögu þjóöarinnar. Skundum í Bílahöll og tryggjum oss góðan, notaðan og umfram allt, mjög ódýran bíl. Gleðilega þjóðhátíð! SIMI: 674949 ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR: Mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30 laugardaga kh 10.30 - 17.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 129. tölublað (10.06.1994)
https://timarit.is/issue/126431

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

129. tölublað (10.06.1994)

Handlinger: