Morgunblaðið - 10.06.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.06.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 13 VIÐSKIPTI Óþverralegt stríð ríkir á milli tveggja sápurisa BLÁAR og rauðar stuttbuxur eru nýjasta deiluefnið í heiftúðugu stríði milli stóru sápufyrirtækjanna, bandaríska fyrirtækisins Procter & Gamble og bresk-hollenska fyrirtækisins Unilevers. Segja talsmenn þess fyrrnefnda, að umræddar stuttbuxur hafi hreinlega leyst upp við endurtekinn þvott með nýja þvottaefninu frá Unilever, Persil Power. í skýrslu, sem P&G hefur dreift um niðurstöður sérstakra rann- sóknastofnana á Persil Power, segir, að það skemmi fatnað og sýndar eru annars vegar litmyndir af snjáðum og upplituðum fötum eftir þvottaefni andstæðingsins og hins vegar mynd- ir af litskrúðugu, tandurhreinu taui, sem að sjálfsögðu hafði verið þvegið með þvottaefni frá P&G. Seinna neyddist P&G þó til að viðurkenna, að myndirnar hefðu ekki verið tekn- ar á rannsóknastofnununum, heldur við eigin tilraunir. Talsmaður fyrir- tækisins neitaði hins vegar, að gerð hefði verið tilraun til að blekkja með því að leggja fram myndirnar ásamt skýrslunni. Unilever hefur vísað fullyrðingum P&G út í hafsauga og segir, að við tilraunir á einni rannsóknastofnun- inni, sem P&G vitnar til, hafí ekki komið fram neinar skemmdir á fatn- aði. í síðustu viku höfðaði svo Unile- ver mál á hendur P&G í Hollandi vegna „ósanninda og villandi um- mæla“ um nýja þvottaefnið, sem er selt undir heitinu Omo Power á meginlandinu. Það viðurkenndi þó, að nýju efnin gætu skemmt fatnað við „ítrustu og jafnvel afbrigðilegar tilraunir" á rannsóknastofu. Nestle vill dótturfyr- irtæki Volvo Madrid. Reuter. SVISSNESKA matvælafyrir- tækið Nestle hefur hafið samn- ingaviðræður um hugsanleg kaup á dótturfyrirtæki Volvo, Branded Consumer Products (BCP). Stjórnarformaður Nestle, Helmut Maucher, sagði þó í samtali við spænska viðskipta- blaðið La Gaceta de los Negoci- os að ekkert lægi á og enginn samningur yrði undirritaður fyrr en vissa hefði fengizt fyrir því að hann væri heppilegur svissn- eska fyrirtækinu. Einkum yrði að taka tillit til þess hvort tób- aks-, bjór og matvæladeildir BPC væru til sölu hver í sínu lagi eða sem ein heild. BPC er verðmætasta eign Volvo-verk- smiðjanna. Velta BPC nam 2,85 milljörðum sænskra króna 1993. Finnair hagnast Helsinki. Reuter. FINNSKA flugfélagið Finnair skilaði hagnaði á Ijárhagsárinu 1993/94 eftir þriggja ára tap- rekstur þrátt fyrir samdrátt í Finnlandi og fækkun farþega. Hagnaður félagsins, sem rík- ið á 72,5% hlut í, nam jafnvirði 26,40 milljóna dollara á tólf mánaða tímabili til 31. marz miðað við 14,63 milljóna tap árið áður. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1989/90 að félagið skilar hagn- aði heilt fjárhagsár. Velta jókst um 8% í jafnvirði 1,07 milljarða dollara. Farþegum Finnair fækkaði um 1,5% í 4,92 milljónir, en frakt- og póstflutningar jukust um 17%. P&G heldur því einnig fram, að föt, sem þvegin eru með Persil Pow- er, haldi áfram að snjást jafnvel þótt fólk fari að nota annað þvotta- efni og er ástæðan sögð sú, að virk- ar manganleifar úr Persil sitji eftir í fötunum. P&G vitnar í niðurstöður sex óháðra rannsóknastofnana í Evrópu en Unilever mótmælir harð- iega og vitnar til annarra, óháðra rannsóknastofnana í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Við þetta má að síðustu bæta, að haft er eftir • sérfróðum manni á þessu sviði, að í rannsóknastofum sé enginn vandi að búa til tilrauna- aðstæður, sem leiði einniitt til þeirr- ar niðurstöðu, sem sóst er eftir. LACÖSTE ÖLDUNGAMÓT hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi, laugardaginn 11. júní kl. 10 Mótsgjald kr. 1.500 Karlaflokkar 50-54 ára og 55 ára og eldri. Kvennaflokkar 50 ára og eldri. Skráning til kl. 21.00 föstudaginn 10. júní í Golfskálanum sími 93-12711. Nú förum við öll á Skagann og tökum með okkur gesti. Notaðir bílar meb allt að 20% afslætti! Fram til 17. júní verða notaðir bílar í eigu Glóbus í Bílahöllinni seldir á einstökum kjörum, enda sérstakur tími framundan í sögu þjóöarinnar. Skundum í Bílahöll og tryggjum oss góðan, notaðan og umfram allt, mjög ódýran bíl. Gleðilega þjóðhátíð! SIMI: 674949 ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR: Mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30 laugardaga kh 10.30 - 17.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.