Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ1994 37 Frímerki helguð listum og minningu Gísla Sveinssonar FRÍMERKI í tilcfni lýdvcldis- a f m æ I is LÝÐVELDISÁRIN í LISTUM Myndefni: Tónlist, listiðn, kvik- myndalist, listdans og leiklist - Hönnuður: Steinþór Sigurðsson TIL MINNINGAR UM GÍSLA SVEINSSON SÝSLUMANN Myndefni: Gísli Sveinsson og Lýð- veldishátíðarmerkið - Hönnuður: Þröstur Magnússon Lýðveldisárin í listum Svo sem öllum er kunnugt, verð- ur þess minnzt með margvíslegum hætti á þessu ári og þá alveg sér- staklega 17. júní nk., að lýðveldi hefur staðið á íslandi í fímmtíu ár. Póst- og símamálastofnunin lætur sinn hlut ekki heldur eftir liggja í þeim hátíðahöldum, sem fram fara. Hinn 25. maí sl. komu út fimm frímerki, hvert að verðgildi 30 kr. Frímerki þessi eru helguð listum og menningu hér á landi á þessu fimmtíu ára tímabili. Sýna þau tónlist, listiðn, kvikmyndalist, list- dans og leiklist. Eins og segir í tilkynningu póststjórnarinnar er fulltrúi myndlistarinnar, Steinþór Sigurðsson listmálari, jafnframt hönnuður frímerkjanna. Hann er fæddur árið 1933 og stundaði list- Gísli Sveinsson, forseti sam- einaðs Alþingis 1944. nám við Handíða- og myndiista- skóla íslands og síðan í Stokkhólmi og Barcelona á árunum 1949 - 1956. Þá var Steinþór um hríð kennari við Handíða- og mynd- listaskólann, en frá árinu 1960 hefur hann verið leikmyndateikn- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og ýmsum öðrum leikhúsum. Verk hans eru í flestum helztu listasöfn- um landsins, þar á meðal í Lista- safni íslands. I tilkynningu póststjórnarinnar er gerð nokkur grein fyrir þessum listgreinum. Bent er á, að með vígslu Þjóðleikhússins og stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands árið 1950 hafi verið stigið stórt skref til framdráttar listum og menningu íslenzku þjóðarinnar. Síðan hefur Þjóðleikhúsið verið vettvangur helztu leiklistarafreka íslendinga. Þá hefur það veitt brautargengi öðrum listgreinum, svo sem list- dansinum. Islenzki dansflokkurinn var stofnaður innan vébanda þess árið 1973. Þá var óperuflutningur frá upphafí á stefnuskrá Þjóðleik- hússins, og voru helztu óperur tón- listarsögunnar fluttar þar, þar til íslenzka óperan tók til starfa árið 1980. íslenzk listiðn var mjög í skugga gróskumikillar myndlistar í landinu framundir síðari heims- styijöld. Viðhorf landsmanna tii listiðnar breyttist svo smám saman með stofnun Handíða- og mynd- listaskólans árið 1939. Yngst þess- ara listgreina hér á landi er kvik- myndalistin. Að mínum dómi hefur Steinþóri Sigurðssyni tekizt hér að teikna eða hanna mjög skemmtileg frí- merki, sem menn hljóta að veita sérstaka athygli. Þau koma vel til skila þeim listgreinum, sem þau eiga að lýsa. Þá met ég mikils, að bæði heiti landsins og verðgildi merkjanna koma skýrt fram og eru í láréttri stöðu á frímerkjunum. Fyrir bragðið er þá enginn í vafa um það, hvernig merkin eiga að snúa á umslaginu! Hið eina, sem má e.t.v. velta fyrir sér, er stærð frímerkjanna. Trúlega hefur lista- maðurinn talið sig þurfa á þessu rými að haida til þess að geta dreg- ið hveija listgrein nógu vel fram. Þessi frímerki eru offsetprentuð í franskri prentsmiðju, Cartor S.A., LAigle, og er hún ný í sambandi við prentun íslenzkra frímerkja. Um prentunina skal ekki fjölyrt, en því miður er miðjun frímerkj- anna langt í frá nógu vönduð. Vonandi gerir póststjórnin þegar í stað athugasemd við hana, ef hún sækir aftur til þessarar prent- smiðju. Nýtt frímerki 14. þ.m. Þremur dögum fyrir lýðveldisaf- mælið eða nk. þriðjudag, 14. júní, kemur út frímerki með mynd af Gísla Sveinssyni sýslu- manni, sem var for- seti sameinaðs Al- þingis árið 1944. Féll það því í hlut hans að Jýsa yfir lýðveidi á íslandi á hinum fornhelga stað, Lög- bergi á Þingvöllum. Þá komst Gísli m.a. svo að orði: „Hinu langþráða marki í baráttu þessarar þjóðar fyrir stjórn- málafrelsi er náð. Þjóðin er loks komin heim með allt sitt, fullvalda og óháð. Stjórnmálaskilnaður við erlent ríki er fuil- komnaður. Islenzkt lýðveldi er sett á stofn. Endurheimt hið forna frelsi." Síð- an endaði hann ræðu sína á þessum orð- um: „í dag heit- strengir hin íslenzka þjóð að varðveita frelsi og heiður ætt- jarðarinnar með ár- vekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýðveldi full- komna hollustu. Til þess hjálpi oss Guð Drottinn." Gísli Sveinsson fæddist 7. des. 1880 á Sandfelli í Öræf- um, sonur sr. Sveins Eiríkssonar frá Hlíð í Skaftártungu og Guðríðar Pálsdóttur, prófasts í Hörgsdal á Síðu, Pálssonar. Gísli lauk stúdentsprófí 1903 og lög- fræðiprófí í Khöfn 1910. Hann var yfirdómslögmaður í Rvík 1910 - 1918 og sinnti auk þess margvís- legum öðrum lögfræðistörfum á þeim árum. Sýslu- maður Skaftfellinga varð hann árið 1918 og gegndi því emb- ætti til. 1947 með aðsetri í Vík í Mýr- dal. Það ár varð hann sendiherra ís- lauds í Noregi, en fékk lausn frá því starfi 1951. Gísli var lengi þingmaður Vestur-Skaftfell- inga og naut al- mennra yinsælda sýslubúa. Á Hafn- arárum hans bar mjög á honum í frelsisbaráttu ís- lendinga, enda var hann alla tíð ein- dreginn og harðvít- ugur skilnaðarsinni. Eiginkona Gísla Sveinssonar var Guðrún Einarsdótt- ir. Hann lézt tæp- lega áttræður árið 1959. Póst- og síma- málastofnunin minnist með þessu frímerki Gísla Sveinssonar og þess, að hann sem forseti sameinaðs Alþingis lýsti yfir á Þingvöll- um gildistöku stjórnarskrár ís- ienzka lýðveldisins. Þröstur Magnús- son hannaði frí- merkið, en það sýnir auk myndar af Gísla Sveinssyni Lýðveldishátíðarmerk- ið, sem Stefán Jónsson teiknaði við stofnun lýðveldisins. Hönnun frímerkisins hefur tekizt mjög vel, en það er offset-litógrafískt prent- að hjá The House of Questa Ltd. í Englandi. Jón Aðalsteinn Jónsson Lýðveldisárin í listum. RAÐAUGIYSINGAR HÚSEIGENDUR - HÚSFÉLÖG ÞARF AÐ GERA VIÐ í SUMAR? VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA? í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins eru aðeins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með mikla reynslu. Leitið upplýsinga í síma 16010 og fáið sendan lista yfir trausta viðgerðaverktaka. SAMTÖK IÐNAÐARINS TILKYNNINGAR Bæjardekk opnar smurstöð laugardaginn 11. júní. Ávallt heitt á könnunni. Verið velkomin. Bæjardekk, Langatanga 1a, 270 Mosfellsbæ, sími 668188. Fjallahjólakeppni Bikarmeistaramót Eimskips verður haldið í Öskjuhlíð sunnudaginn 12. júní kl. 13.00. Mæting kl. 12.00við Perluna. Brautarskoðun laugardagskvöldið 11. júní kl. 20.00. Nánari upplýsingar í síma 678955. Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Lausafjáruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, ýmissa lögmanna og stofnana, fer fram nauöungarsala á ýmsu lausafé, bifreiöum o.fl. laugardaginn 11. júnf nk. kl. 13.30 í uppboös- sal í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin). Eftir kröfu tollstjórans ótollaðar vörur m.a. skófatnaður, allskonar fatnaður, Calsium Cloride, rafmagnsvörur, snyrtivörur, skothylki ca 2.300 stk., bómullarvörur, búsáhöld, örbylgjuofn, stólar og borð, umbúðir fyrir fisk 1100 kg, skrúfur og boltar, allskonar húsgögn, allskonar varahlutir, geisladiskar, vefnaðarvara, eldhúsinnréttingar, plastprófílar, 1 gm. dekk ca 11.000 kg, borðbúnaður, allskonar hús- gögn, teppi, koparplötur, fiskvinnsluvél, bifr. Plymouth Volare árg. 1978, Citroen BX19 árg. 1984, og margt fleira. Eftir kröfu ýmissa lögmanna, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, banka, sparisjóða og fl. Bifr., KC-880 Ford árg. 1986 6 víxlar hver að fjárhæð kr. 220.000,- með gjalddögum 12.10.'94, 12.11.'94, 12.12.'94, 12.01.'95, 12.02.'95, 12.03.'95, allir útg. 11.06.'93 af Ester Antonsdóttur til greiðslu af Þorbirni Pálssyni og ábektir af Karli Pálssyni, sjónvarps- tæki, hljómflutningstæki, allskonar húsmunir og tæki, málverk, alls- konar skrifstofutæki, fatnaður og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiösla við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Reykjavík. auglýsingar yJ skíðadeild 1. Aðalfundur skíðadeildarinnar' verður haldinn í Hamragili sunnud. 12. júní kl. 11. 2. Hreinsunardagur í Hamragili sunnudaginn 12. júní kl. 13. 3. Sumarferðin verður 9.-11. júlí. Farið verður á Snæfells- nes. Nánar auglýst síðar. 4. Æfingakrakkar, fylgist með símsvaranum, s. 77750, vegna æfinga í sumar. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir laugardaginn 11. júní: 1. Kl. 09.00 Söguferð á Njálu- slóðir. Fararstjóri: Árni Björns- son. Leiðin liggur um sögusvið Njálu í Rangárvallasýslu. Rifjað verður upp efni sögunnar eins og tilefni gefst til. Fróðleg ferð - upplifið Njálu i réttu umhverfi - einstakt tækifæri. Verð kr. 2.200. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. 2. Kl. 13.00 Vigsla bautasteins og hringsjár á Þverfells- horni/gönguferð. Gengið frá Mógilsá - allir velkomnir. Verð kr. 800 (tilboð). Brottför frá BSI, austanmegin og Ferðafélags- húsinu, Mörkinni 6. Þátttakend- ur geta einnig komið á eigin far- artækjum að Mógilsá. Allir fá merki Esjugönguársins sem nú hefst fyrir alvöru. Sunnudagur 12. júní. Lýðveldisgangan 7. áfangi: Kl. 10.30 Jórukleif - Heiðarbær. Kl. 13.00 Á slóðum Jóru, fjöl- skylduferð. Nú hafa 955 tekið þátt í lýöveld- isgöngunni. Eittþúsundasti þátt- takandinn verður væntanlega með á sunnudaginn. Síðasti áfanginn er sunnudaginn 26. júní. Ferðist um ísland í sumar. Sumarleyfisferðir í júní: Jónsmessuganga 19.-28. júnf frá Hesteyri um Hlöðuvík í Hornvík. Gist í húsum. Horn- strandir hafa sérstöðu - engin vélvædd umferö - göngufólk hefur landið fyrir sig. 21. -26. júni Ingjaldssandur á Vestfjörðum 21.-26. júní. Ný ferð. 18.-21. júní Breiðafjarðareyjar - Látrabjarg. 22. -26. júní Með jarðri Vatna- jökuls, skíöagönguferð. 22. -26. júnf Esjufjöll. Biðlisti. 23. -26. júnf Jónsmessuferð: Skagafjörður - Málmey - Tindastóll. Upplýs. og farm. á skrifstofunni. Gerist félagar og eignist nýju árbókina „Ystu strandir noröan Djúps“. Fullbókað er í Skagfjörðsskála, Þórsmörk, nú um helgina 10.-12. júnf. Botnssúlur, helgarferð, 11.-12. júní. Opið hús: Kynning á ferðabún- aði og ferðum á mánudags- kvöldið 13. júní kl. 18-22. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.