Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ekkert lát á spillingarmálum í Frakklandi
Frakkar óttastað þeir
verði „næsta Italía“
BAKSVIÐ
Hvert spillingarmálið á fætur
öðru þar sem stjómmálamenn
hafa gegnt stóru hlutverki
hefur komið upp í Frakklandi
að undanfömu. Óttast Frakk-
ar nú að „ítalskt ástand“ sé
að komast á í landinu.
Spumingin sem hefur veríð á allra
vörum í verðbréfahöllinni í París
er hvort að Frakkland sé á góðri
leið með að verða „næsta Ítalía“.
Ástæðan er fjölmörg spillingarmál tengd
háttsettum mönnum úr stjórnmála- og við-
skiptalífi, sem hafa komið upp að undan-
förnu. Er bók um spillingu eftir dómarann
Thierry Jean-Pierre var gefín út í síðustu
viku hrundi verð á frönskum verðbréfum.
í bókinni heldur Jean-Pierre því fram að
„tvær stórar samsteypur" beri ábyrgð á
80% af allri spillingu í Frakklandi.
Frökkum þótti það hin besta skemmtun
er borgarstjóri Nice, Jacques Medecin, flúði
til Urugay fyrir nokkrum árum vegna
ákæru um skattsvik og fjárdrátt. Nú hafa
hins vegar margir af þekktustu og virtustu
stjórnmálamönnum Frakklands orðið úpp-
vísir að spillingu og brosið hefur stirðnað
á vörum flestra.
Michel Noir, borgarstjóri Lyon, hefur
verið sakaður um að misnota sjóði borgar-
innar, Francois Léotard, varnarmálaráð-
herra og borgarstjóri Frejus, tengist fast-
eignabraski og mútumálum við Miðjarðar-
hafsströndina og Gerard Longuet, iðnaðar-
ráðherra og formaður Repúblikanaflokks-
ins, hefur verið beðinn um að mæta fyrir
FRANSKA lögreglan handtók á föstudag tvo menn sem háfa játað að hafa myrt
þingkonuna Yann Piat í febrúar. Piat, sem sat á þingi fyrir hægrimenn, hafði bar-
ist gegn eiturlyfjasölu og mafíunni og er talið að mafían hafi staðið að baki morðinu.
dómstól í París til að gera grein fyrir ýmsu
varðandi fjármál flokksins.
Fjölmörg hneykslismál hafa komið upp
á valdatíma Francois Mitterrands Frakk-
landsforseta og nú virðist sem það sé farið
að hafa áhrif á álit manna á honum. Pi-
erre Beregovoy, fyrrum forsætisráðherra,
framdi sjálfsmorð fyrir ári eftir að upp
komst að hann hefði þegið vaxtalaust lán.
Annar af nánustu samstarfsmönnum Mitt-
errands, Francois de Grossouvre, ræddi
opinskátt um hversu mikla fyrirlitningu
hann hefði á spillingu í stjórnkerfinu nokkr-
um dögum áður en hann skaut sig til bana
í forsetahöllinni í apríl.
Beregovoy og Grossouvre tengdust báðir
Pechiney-hneykslinú, einhvetju dularfyllsta
hneykslismáli undanfarinna ára, en um var
að ræða innherjaviðskipti sem kaupsýslu-
maðurinn Roger-Patrice Pelat, náinn vinur
forsetans, átti aðild að. Pelat lést úr
hjartaáfalli 1989.
Þá verða kröfurnar sífellt háværari um
að Bernard Tapie, fyrrum ráðherra og einn
frægasti kaupsýslumaður Frakklands,
verði dreginn fyrir rétt. Tapie á yfir höfði
sér ákæru vegna mútumáls og svindls en
hann er meðal annars sakaður um að hafa
samið fyrirfram um úrslit í leikjum sem
knattspyrnulið hans, Marseilles, lék. Þá á
hann að hafa svikið undan skatti og
ógreiddar skuldir hans eru taldar nema
rúmum fímmtán milljörðum íslenskra
króna. Ekkert hefur þó enn verið aðhafst
ekki síst vegna þess að Tapie, sem er þing-
maður sósíalista, nýtur þinghelgi.
Mál Tapie er þó hjákátlegt í saman-
burði við það sem hefur verið að gerast í
héraðinu Var við Miðjarðarhafsströndina.
Þar er mafían komin í spilið líkt og á ítal-
íu og er hún talin bera ábyrgð á morðinu
á þingmanninum Yann Piat í febrúar. Piat
hafði heitið því að fletta ofan af spilling-
unni í Var og er talið að það hafi kostað
hana lífið. Rannsóknin í kjölfar morðsins
hefur aftur á móti orðið til að margir af
helstu pólitísku andstæðingum Piats auk
þekktra kaupsýslumanna hafa verið hand-
teknir.
Nýrra af nálinni er aftur á móti Schneid-
er-málið. Þann 27. maí var Didier Pineau-
Valencienne, stjórnarformaður stórfyrir-
tækisins Groupe Schneider handtekinn í
Belgíu en þangað hafði hann komið að
beiðni belgísks dómara til að svara spurn-
ingum um kaup fyrirtækisins á tveimur
belgískum dótturfyrirtækjum. Þetta vakti
mikla athygli og hörð viðbrögð í Frakk-
landi. Þrjátíu og fimm af þekktustu ráða-
mönnum landsins, þ.á m. Edith Cresson,
fyrrum forsætisráðherra, undirrituðu
stuðningsyfirlýsingu við Pineau-Valenci-
enne. Það, ásamt persónulegum afskiptum
Edouards Balladur forsætisráðherra af
málinu, dugði hins vegar skammt. Pineau-
Valencienne var ekki sleppt fyrr en eftir
tólf daga en Belgar telja sig hafa sannanir
fyrir því að Groupe Schneider tengist pen-
ingaþvottsstarfsemi á Ítalíu og eigi leynda
sjóði í Sviss.
Að lokum gaf svo dómarinn Jean-Pierre
út bók sína. Þó að hann nefni ekki þau
fyrirtæki sem hann telur að standi að baki
allri spillingunni er nokkuð ljóst að hann
eigi við stóru vatnsfyrirtækin tvö, Lyon-
naise de Eaux-Dumez og Compagnie Gén-
érale des Eaux, en þau ráða yfir nánast
öllum vatnsbirgðum Frakklands. Segir
dómarinn fyrirtækin óspart hafa beitt mút-
um til að ná samningum við einstaka sveit-
arfélög.
Ekki bætti úr skák að tímaritið L'Évené-
ment du Jeudi birti á dögunum forsíðu-
grein um fyrirtækin þar sem fjallað var
um skuggahliðar þeirra.
Þessar uppljóstranir hafa vakið gífurlega
reiði meðal hluthafa í fyrirtækinu sem kom
greinilega í ljós á hluthafafundi í síðustu
viku. Sögðust sérfræðingar aldrei hafa orð-
ið vitni að áþekkum fundi. Um helmingur
spurninga hluthafanna hafi fjallað um
mútumál en ekki rekstur fyrirtækisins.
Byggt á The Daily Telegraph.
Jimmy Carter kominn aftur til Seoul frá Norður-Kóreu
Kim Il-sung
vill kóreskan
leiðtogafund
Seoul, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
JIMMY Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði á laugardag, að Kim II-
sung leiðtogi Norður-Kóreu, hefði lýst því yfir í samtölum við sig að
hann vildi tafarlaust koma á leiðtogafundi með Kim Young-sam, forseta
Suður-Kóreu. Young-sam hafði boðið slíkan fund, annaðhvort í norður-
eða suðurhluta landsins, í fyrra og ítrekaði það fyrr á þessu ári. Sagði
náinn aðstoðarmaður forsetans, að Kim Young-sam teldi einnig rétt að
fundurinn yrði haldinn eins fljótt og unnt væri. „Ég samþykki tillögu Kim
Il-sungs um að hitta mig án nokkurra skilyrða," hafði hann eftir forsetan-
um. Yrði það í fyrsta skipti, sem leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu hittast.
Reuter.
JIMMY Carter og Kim Young-sam áttu á laugardag fund í
forsetahöllinni í Seoul.
Carter er nýkominn úr þriggja
daga ferð til Norður-Kóreu til að
reyna að miðla málum í Kóreudeil-
unni. Norður-Kóreumenn hafa neit-
að að leyfa alþjóðlegum eftirlits-
mönnum að fylgjast með kjarnorku-
iðnaði sínum, en talið er að þeir séu
að reyna að þróa kjamavopn í trássi
við alþjóðlegar skuldbindingar sín-
ar. Átti Carter fund með Kim Yo-
ung-sam á laugardag, þar sem hann
greindi frá viðræðum sínum við leið-
toga Norður-Kóreu.
Carter sagði á blaðamannafundi
í Suður-Kóreu að hann teldi að
refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu-
mönnum myndu torvelda lausn
deilunnar og ekki hafa tilætluð
áhrif. Hins vegar yrði litið á refs-
iaðgerðirnar sem „móðgun" við
Norður-Kóreu og Kim Il-sung per-
sónulega. „Að mínu mati gæti hann
aldrei sætt sig við slíkt,“ sagði
Carter. Hafa Norður-Kóreumenn
hótað stríði, verði af refsiaðgerð-
um.
Forsetinn fyrrverandi fór sem
einkaaðili til Norður-Kóreu og vakti
það mikla reiði hjá Bandaríkjastjórn
er fréttist að hann hefði lýst því
yfir í viðræðum við Kim Il-sung á
föstudag að Bandaríkjamenn hefðu
hætt undirbúningi refsiaðgerða
vegna sáttfysi Kim Il-sungs í kjarn-
orkudeilunni. Var ítrekað að undir-
búningur refsiaðgerða væri enn í
fullum gangi. Carter sagði þetta
vera á misskilningi byggt og kenndi
um misskilningi við þýðingu. Sagð-
ist hann hafa tekið skýrt fram að
Bandaríkjastjóm myndi setja
ákveðin skilyrði fyrir slíkri ákvörð-
un.
Andrei Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í viðtali sem
birtist á laugardag að Norður-
Kóreumenn hefðu ekki enn smíðað
kjarnorkusprengju og að það myndi
taka þá þrjú til átta ár til viðbótar
að þróa slíka sprengju.
NRK-
verkfalli
lokið
Ósló. Morgunblaðið.
VERKFÁLLI starfsmanna á
norska ríkisútvarpinu, NRK,
lauk um hádegisbilið á laugar-
dag.
Þar með hefjast að nýju
útsendingar norska ríkissjón-
varpsins og ríkissjónvarpsins,
sem hafa legið niðri að öllu
leyti frá því á sunnudag. Þá
hófst verkfall hinna 2.200
starfsmanna til að undirstrika
kröfur um launahækkanir.
Norðmenn varpa öndinni
léttar
Verkfall starfsmanna NRK
olli Norðmönnum miklum
áhyggjum, þar sem sjónvarps-
stöðin hafði einkarétt á út-
sendingu heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu.
Á síðustu stundu náðist
samkomulag um að fyrstu
leikimir á föstudag yrðu send-
ir út á einkastöðinni Kanal 2
en framhald keppninnar verð-
ur nú sent út á NRK líkt og
til stóð.