Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 13 Vil/lr þú endingu og gæði velur þú SIEMEIUS SIEMENS TRYGGÐU ÞÉR FYRSTA, ANNAÐ eða ÞRIÐJA SÆTIÐ! Við bjóðum þessi frábæru Siemens sjónvarps- og myndbandstæki á sérstöku tilboðsverði í tilefni af knattspyrnuviðburði ársins - í beinni útsendingu. HM1994USA FS 268MB „BLACK-LINE SUPER" myndlampi • 28" skjár • íslenskt textavarp • Víðómur („Nicam stereo") • 2 x 20 W hljóðmagnari »♦# Viiurttnndur tilutðé é itltnd. é Wortd Cup USA »4 tftgónju miAurn og furftum ur ÍMC-Rttvit. t.JI-641522 efta 96-12999 „Munið okkarðsmenn okkarumiand al/tf FC 212R6 21M skjár • Mónó 1 fslenskt textavarp Aðgerðir sýndar á skjá Fjölþætt sjálfleitarkerfi Pað er engin ástæða til að missa af einum einasta leik. Hér eru tvö hágæða Siemens myndbandstæki á mjög góðu verði. 1) FM 722Q6: 36.955,- stgr. 2) FM 724Q6: 49.755,- stgr. FC 202K6 14" skjár • Mónó Aðgerðir sýndar á skjá Fjölþætt sjálfleitarkerfi SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 LÝÐVELPIÐ ÍSLANP 50ÁRA í þeim verkum öllum birtist reisn þessarar fámennu þjóðar. Þau sýndu vilja hennar til að standa á eigin fótum og jafnframt að hún byggi yfir nægjanlegu afli til að snúa sjálf sínu hamingjuhjóli. Þess- ar þúsundir, þessar sjálfstæðishetj- ur eiga það skilið að við hugsum til þeirra í dag. Þar fór ekki nafn- laus skari, sem engin minnist. Þvert á móti. Þetta voru heilsteyptir ein- staklingar, sem vildu þjóð sinni vel og unnu framtíð hennar mikið. Þið, sem eruð hér á Þingvöllum í dag, eða fagnið þjóðhátíð annars staðar, þekkið þetta fólk - foreldra ykkar og þeirra foreldra, afa þeirra og ömmur. Þetta var fólkið, sem vildi Islandi allt og missti aldrei trúna á landið. Og landið: Það beið sinnar þjóðar, og hingað var ferð- inni heitið. Þinn hamingjudraumur tók svipmót af land- inu bjarta, sem gerðist þín ættjörð og lagði þér ljóð sín á tungu. Ó, lát ekki rödd hennar farast í æskunnar hjarta. Það spyr engin saga, það forvitnast aldrei nein framtíð um fólk, sem er ætt sinni horfið og reisn sinni glatar. Því land þitt er einnig þín örlagaborg og þitt vígi og einungis þangað um sál þína hamingjan ratar. Við hugsum einnig í dag til gömlu herraþjóðarinnar og allar væringar eru gleymdar, eða geymdar sem hluti af sögu beggja þjóða, sögu sem aðeins verður lesin og skýrð af sanngirni, ef litið er til sjónar- miða beggja og tíðarandans. Og nú er gamla herraþjóðin í fremstu röð vinaþjóða, og við íslendingar höfum bæði efni og ástæðu til að viður- kenna, að til hennar höfum við margt gott sótt, að fornu og nýju. Akvörðun Danmerkur um að skila sinni gömlu nýlendu handritunum, þjóðargersemum hennar, er einstök um alla veröld, og verður í minni höfð meðan bæði löndin eru byggð. Við höfum einnig gildar ástæður til að þakka öðrum þjóðum norræn- um fyrir samstarf og vináttu sem okkur hefur verið ómetanleg og þá virðingu sem þjóðhöfðingjar þeirra sýna okkur íslendingum með nær- veru sinni. Sérstökum fulltrúum annara þjóða, sem hér eru staddir eni færðar þakkir fyrir velvilja þeirra og vinsemd. Það var löngum haft á orði að ísland lægi á mörkum hins byggi- lega heims. Og ekki er loku fyrir það skotið, að einangrun landsins hafi í senn verið þess mesta blessun og mesta bölvun. Lega landsins hefur ekki breyst, en samt búa þjóð- ir, sem áður voru fjarlægar nú í næsta nágrenni. Samstarf og sam- vinna þjóða og ríkja hefur ekki í annan tíma verið nánara. íslending- ar hafa jafnan kosið að eiga náin skipti við önnur lönd, stór og smá, ekki síst í sínum heimshluta. En við höfum einnig áskilið okkur rétt til að hlú að því sem íslenskt er og sýna því umhyggju og rækta það vel, sem gerir okkur að þjóð. Okkar hamingju er hér að fínna, hamingju- draumur hvers góðs íslendings tek- ur svipmót af þessu bjarta landi. Þegar sagan spyr, hvort við höfum sem þjóð gengið til góðs, viljum við hvert og eitt eiga svar sem við get- um borið fram kinnroðalaust. Sú vitneskja er greypt inn í íslenskt hugarfar að það spyr engin saga, það forvitnast aldrei nein framtíð um fólk, sem er ætt sinni horfíð og reisn sinni glatar því land þitt er einnig þín örlagaborg og þitt vigi og einungis þangað um sál þína hamingjan ratar. Góðir íslendingar, ágætu þjóðhá- tíðargestir. Kristján Eldjárn, fyrrum forseti, sagði svo í einni af ræðum sínum til þjóðarinnar: „Kjörorð Jóns Sig- urðssonar var Eigi víkja, og getur þýtt margt, meðal annars að aldrei megi láta undan síga í sókn þjóðar- innar að markmiðum frelsis og menningar í þessu landi, á hvaða vettvangi sem er. Það merkir einnig að ekki skuli æðrast og þaðan af síður örvænta þó eitthvað gefí á bátinn." - Þessi orð standa í fullu gildi - kjörorð Jóns Sigurðssonar er eilíf áminning til okkar allra um að sýna staðfestu, jafnt í vöm sem sókn. Fimmtíu ára ganga, ég leyfi mér að segja sigurganga hins íslenska lýðveldis er að baki. Okkur er sam- eiginlega falin varðveisla fjöreggs þess. Ekkert okkar vill bregðast þeim mikla trúnaði. Við heitum því, að rækta svo okkar hlutverk og sinna svo okkar skyldum, að þeir sem eftir 50 ár og 100 ár koma hér saman, geti hugsað til okkar með sama hlýhug og virðingu og við hugsum nú til þeirra, sem full- komnuðu íslenska sjálfstæðis- og frelsisbaráttu hinn 17. júní 1944. Góðir Islendingar. Gleðilegt afmæli, gleðilega þjóð- hátíð. Davíð Oddsson forsætisráðherra Hamingjudraumur hvers Islendings tekur svipmót af þessu bjarta landi ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTIR, góðir íslendingar. Það var úrhellisrigning k Þing- völlum fyrir 50 árum, þegar íslend- ingar tóku öll sín mál í eigin hend- ur. Gömul kona, sem hér var þá, sagði mér strák oft frá þeim atburð- um. Var ekki ausandi rigning, spurði ég? „Jú, það var yndisleg rigning" sagði hún, „það rigndi upp á punt.“ Það var svo mikil sól í sinni íslensku þjóðarinnar 17. júní 1944 að lemjandi rigningin var bara upp á punt. Við fögnum öll góðum gesti, ekki síst ef hans hefur lengi verið beðið. Sautjánda júní 1944 hafði verið beðið í tæpar sjö aldir. Sá lang- þráði atburður verður ætíð talinn einn af hápunktum íslenskrar sögu. Stofnun íslenska lýðveldisins gat aldrei farið fram annars staðar en hérna, á helgasta reit þjóðarinnar. Hér, og aðeins hér, á bergkastala úr bálastorku gat fijáls þjóð komið saman á fyrsta degi hins nýja lýð- veldis. Þjóðfrelsisbaráttan íslenska var hvorki stríð né styijöld í hinum venjulega skilningi. Margar stundir, jafnvel heilu aldirnar, var lífsbarátt- an á íslandi svo hörð, að ekkert var afgangs fyrir annað. En jafnvel á þeim eymdartímum lifði neistinn, sem síðar kveikti baráttueldinn. Þótt Islendingar hafi ekki háð sína frelsisbaráttu með brandi og byssustingjum, sem margar aðrar þjóðir hafa ekki komist hjá, var sóknin að lokamarkinu löng, leiðin ;torsótt og glíman ætíð hörð. En eins og endranær var sú glíman hörðust sem þjóðin átti við sjálfa ' sig. Úrtölur, sundrung, vonleysi og önnur innanmein voru of oft drag- ! bítur á framfaraþróun í þessu landi. Ákall skáldsins var ekki ástæðu- laust. „Litla þjóð, sem átt í vök að veijast, vertu ekki við sjálfa þig að beijast.“ Glíma þjóðarinnar við sjálfa sig tekur sjálfsagt aldrei enda. En það besta í þjóðinni hafði að lokum yfirhöndina í frelsisbar- áttunni og sigurlaun þeirrar glímu voru afhent einmitt hér á þessum stað fyrir réttri hálfri öld. Okkur verður í dag hugsað til baráttumannanna, sem ruddu brautina, fundu rökin og reiddu þau fram af þrótti og óbilandi þraut- seigju. Okkur verður hugsað til skáldanna, sem ortu í þjóðina kraft og kjark og kyntu eldana. Hlutur þeirra ofurhuga og vakningamanna er ekki ofmetinn og má aldrei liggja í þagnargildi. En hinu megum við enn síður gleyma, að sérhver mað- ur, sem gott dagsverk vann, um hinar drejfðu íslensku byggðir, var mikilvægur hlekkur sem ekki máttí bresta. Án þrotlausrar vinnu ís- lenskra sjómanna, ellegar baráttu og staðfestu íslenskra bænda hefði verið til lítils barist. Hin haga hönd iðnaðarmannsins, hagsýni og iðju- semi bústýrunnar og uppalandans, já sérhvert verk, sem hreif þjóðina áfram, var jafn þýðingarmikið sjálf- stæðisbaráttu okkar, og vopnaburð- ur hermanna í öðrum frelsisstríðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.