Morgunblaðið - 19.06.1994, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMP 50 ÁRA
Apabrúin
vinsælust
Skátar settu svip sinn á þjóð-
hátíðina sem fyrr og voru leik-
tæki þeirra fyrir börn vel sótt.
Linda Frederiksen, úr skátafé-
laginu Skjöldungi í Sólheimum,
aðstoðaði börn við að ganga yfir
apabrúna svonefndu. Skátarnir
voru með þrjár þrautabrautir og
sagði Linda að apabrúin og að
labba yfir tunnur sem hreyfast
hefði verið vinsælast. Hún sagði
að starfið hefði gegnið vel, þó
einhver röð hefði myndast á
timabili í tækin.
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Golli
Matthías Á. Mathiesen formadur þjóðhátíðarnefndar
Sýnum virðingu
og drengskap
Sjá, enn skal hátíð haldin, enn skal minnast,
og horft til baka yfir foma vegi.
Enn dregur landsins fólk sinn fána að húni
og fapar nýjum sigri á góðum degi.
Þessar upphafsljóðlínur í þjóðhá-
tíðarkvæði Guðmundar Böðvarsson-
ar skálds á Kirkjubóli sem flutt var
á þjóðhátíð Borgfirðinga 1974 eiga
ekki síður við í dag en þá.
Við höldum hátíð og fögnum því
að í dag eru fimmtíu ár liðin frá
stofnun lýðveldis á íslandi. Löng og
ströng leið var að baki þegar við
íslendingar söfnuðumst saman hér
á Þingvöllum 17. júní 1944 og loka-
takmarki sjálfstæðisbaráttunnar var
náð. Ég trúi því og vona að ókomn-
ar kynslóðir muni á meðan íslensk
tunga er töluð draga réttan lærdóm
af því sem þjóðarsagan kennir í þeim
efnum.
Sjálfstæðisbarátta þjóðar sem vili
sækja fram er ekki aðeins barátta
um stjórnarhætti heldur einnig um
allt það sem snertir okkur sjálf sem
einstaklinga. Ekki er síður mikil-
vægt fyrir okkur sem byggjum land-
ið að setja samskiptareglur sem
tryggja að hver einstaklingur fái
notið frelsis og þar með hæfileika
sinna.
Til þess að tryggja efnahagslegt
sjálfstæði verðum við að umgangast
öll náttúruauðæfi, sem okkur hefur
verið trúað fyrir, með þeim hætti
að nýting þeirra valdi ekki skaða
fyrir óboma tíð.
Ekkert dugði okkur þó betur í
sjálfstæðisbaráttunni en sá menn-
ingararfur sem þjóðin á og hefur
ávaxtað frá upphafi byggðar á ís-
landi. Jón Sigurðsson forseti og aðr-
ir þeir sem stóðu í fremstu víglínu
sjálfstæðisbaráttunnar notuðu aldrei
önnur vopn en þjóðernisleg og sögu-
leg rök. Forsenda þeirrar baráttu
var varðveisla íslenskrar tungu frá
öndverðu. íslensk tunga verður
ævinlega fjöregg sjálfstæðis þjóðar-
innar.
í lýðræðislandi hljóta ávallt að
vera skiptar skoðanir um leiðir, jafn-
vel um grundvallaratriði. Til þess
að tryggja frið og sjálfstæði ber
okkur að leita þeirra leiða sem sam-
eina okkur fremur en sundra, minn-
ug þess hvað sundurlyndið varð þjóð-
inni dýrkeypt.
Þegar við komum saman í dag til
þjóðhátíðar á Þingvöllum
er það til að fagna og
minnast þess sem gerðist
fyrir hálfri öld með þakk-
læti til genginna kynslóða
fyrir þrotlausa og ómetan-
lega baráttu þeirra. En við
eram hér ekki aðeins til
að fagna og minnast held-
ur einnig til að minna okk-
ur sjálf á hversu dýrmæt-
an arf við höfum hlotið,
arf sem okkur ber að skila
til komandi kynslóða með
þeim hætti að aldrei -verði
hægt að bera fram ásak-
anir í okkar garð. Það
gerum við með því að
varðveita friðinn og sýna
hvert öðru virðingu og
drengskap.
í lokaerindi þjóðhátíðar-
kvæðis Guðmundar Böð-
varssonar, sem reyndar
voru síðustu ijóðlínurnar
sem hann orti, dregur
hann fram þennan sann-
leik á eftirminnilegan hátt,
og leyfi ég mér að ljúka
máli mínu með orðum skáldsins:
Heyr íslands lag í árdagsblæ á vori,
heyr íslands lag í hljóðleik stjömunótta,
og þú munt skilja að framtíð þín er falin
í friðsæld þessa lands, án striðs og ótta.
Lát ei hinn grimma galdur um þig villa,
ráð götu þinni sjálf í lengd og bráð.
Gleym aldrei sannleik þeim, að frelsi og friði
öll fegurð mannlegs lífs er tengd og háð.
Fyrir hönd þjóðhátíðarnefndar
býð ég yður öll velkomin á Þingvöli.
Sérstaklega er ánægjuleg þátt-
taka yngri kynslóðarinnar, sem setur
sterkan svip á þessa þjóðhátíð.
Gleðilega þjóðhátíð 1994.
Morgunblaðið/Golli
Að snæðingi
BÍLL slökkviliðsins í Reylg'avík nr. 1 var til sýnis á Þingvöllum.
Hann er af gerðinni Ford og er frá árinu 1947, en slökkviliðið fékk
hann nýjan hingað til lands. Það eru ekki nema um átta ár síðan
honum var lagt og er hann nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Þeir Sig-
urður G. Benediktsson, EgiII Jónsson og Sigfús Svavarsson sátu að
snæðingi um hádegisbilið í gær við afturenda bilsins, en bifreiðin
vakti verulega athygli á hátíðasvæðinu að sögn þremenninganna.
Sigurður er fyrrverandi slökkviliðsmaður, kominn hátt á níræðisald-
ur en félagar hans eru enn starfandi slökkviliðsmenn.
Morgunblaðið/Þorkell
Bragðið á leik
MARGIR brugðu á leik og mynduðu vini og vandamenn í búningum
fornmanna og var eins og sumir væru skapaðir í hlutverkin.
NYTIÐ YKKUR
^^NÁLÆGÐINA
VIÐ LAUGARDALINN.
18. og 19. júní er hátíð
í fjölskyldugarðinum í Laugardal.
Komdu við á McDonald’s og gerðu
þér og þínum glaðan dag.
LYST
8555
Leyfishafi McDonald's
íslensktfýrirtœki
íslenskar lanahúnaÖarafurtiir
Verði ykkur að góðu
hjá McDonald’s.
VEITINGASTOFA
FJÖLSKYLDUNNAR
SUÐURLANDSBRAUT 56
Morgunblaðið/Golli
Hestamenn í Almannagjá
UM 100 hundrað hestamenn, jafnt ungir sem aldnir, komu riðandi
niður Almannagjá upp úr kl. 13. Þetta voru hestamenn úr 13 hesta-
mannafélögum, flestum af suðvesturlandi. Einn elsti hestamaðurinn
í hópnum var Ólafur Eysteinsson, úr hestamannafélaginu Mána á
Suðurnesjum, en hann var einnig á lýðveldishátíðinni árið 1944.