Morgunblaðið - 19.06.1994, Page 18
18 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD
50ÁRA
I
Fjölsýningin Þjóðleikur
Skeifur smíðað-
ar, ættjarðar-
ljóð o g hópflug
Líf og fjör
hjá síldar-
stúlkum
MIKILL atgangur var í kringum
síldarstúlkurnar ú'órar frá Siglu-
firði sem verkuðu og söltuðu síld
í tunnur af miklum móð. Við og
við brugðu þær undir sig léttari
fætinum og dönsuðu við piltana
á planinu og sungu síldarlög.
Ef þeim fannst piltamir vera
eitthvað latir létu þær þá heyra
það og samkeppnin á milli þeirra
var mikil. „Það vantar síld hér í
hornið,“ kallaði ein. „Þið þurfið
að færa til í kössunum, hún er
alltaf með bestu sfldina,“ bætti
hún við og benti á stöllu sína.
Enginn tími til að slóra
Sildarspekúlantinn hafði svo
vakandi auga með vinnslunni á
meðan hann púaði gildan vindil.
Sjaldan gafst tími til að bregða
sér frá og svala þorstanum, og
því var vatnið drukkið beint af
slöngunni. Það þurfti að bera síld
í körin og brýna hnífa og enginn
tími var til að slóra.
Alls voru verkuð um þrjú kör
af síld á Þingvöllum, eða í um tíu
tunnur. Níu Siglfirðingar sýndu
réttu handtökin, en þeir náðu allir
í skottið á síldarævintýrinu á sín-
um tíma.
Morgunblaðið/Þorkell
Námsferð
kennara
Grænlensku kennararnir
Maren A. Clasen og Emilie
Rosbach, sem eru frá Nuuk
og Aasiaat, komu til íslands
i námsferð síðastliðinn mánu-
dag. „Það er yndislegt að fá
að upplifa þjóðhátíðardag ís-
lendinga og þetta hefur verið
ógleymanleg upplifun fyrir
okkur hér í dag. Við höldum
þjóðhátíðardag í Grænlandi á
þriðjudaginn kemur og þá
munum við svo sannarlega
hugsa til ykkar,“ sagði Maren.
„Landstjórinn okkar er
hérna, sem okkur finnst
ánægjulegt, og það er gaman
að fá að sjá hann. Þetta hefur
hreinlega verið yndislegl hér
í dag,“ sagði Emilie.
FJÖLSÝNINGIN Þjóðleikur fór
fram víða á Þingvöllum og var
mikið að gerast. Dagskráratriðin
voru flest ótímasett svo fólk
þurfti að hafa augun opin til
þess að taka eftir hinum ýmsum
uppákomum, söng- og tónlistar-
atriðum sem settu svip sinn á
þjóðhátíðina.
Sem dæmi um uppákomur voru
Kjarvalar að mála landslagsmynd-
ir hingað og þangað, siglfirskar
síldarstúlkur söltuðu síld og náðu
upp stemmningunni sem ríkti í
síldinni árið 1961.
Sigurður Sæmundsson, eld-
smiður smíðaði skeifur upp á
gamla mátann og gaf þær gestum
og gangandi. Skammt þar frá var
húsdýratjaldið, sem naut tals-
verðra vinsælda yngri kynslóðar-
innar. Þar var að finna meðal ann-
ars, grísi og gyltur, kýr með kálfa,
kindur, hesta og gæsir.
Ungar leikkonur fóru með ætt-
jarðarljóð víðs vegar um hátíðar-
svæðið og á hádegi flaug hópur
einshreyfilsflugvéla yfir svæðið.
Nokkrir fombílar voru til sýnis,
nýbónaðir og glansandi. Ýmsar
uppákomur voru í kringum þá,
meðal annars tók sönghópurinn
Emil og Anna Sigga lagið upp á
einum pallbílnum.
Kórar sungu ættjarðar- og
tregasöngva, lúðrasveitir léku og
boðið var upp á göngutúra um
svæðið. Einnig setti þjóðleg fjöl-
skyldureið í sauðalitunum svip
sinn á hátíðarsvæðið.
Kjarvalar með krumpaða
hattkúfa máluðu landslags-
og álfamyndir víða á Þingvöll-
um og sáust bera trönur og
olíuliti um svæðið. Þeir voru
einnig íklæddir snjáðum ryk-
frakka og fötum í anda lýð-
veldishátíðarinnar 1944. Þessi
Kjarval heitir réttu nafni Har-
aldur Haraldsson og segir að
hann hafi einungis haft eina
mynd með sér til að mála yfir
daginn. Upp úr hádegi var
myndin nær fulikláruð, en
Kjarvalarnir áttu að vera að
mála fram eftir degi.
Morgunblaðið/Rax
Síldin söltuð af kappi og eng-
inn tími er til að slóra. Margt
fólk staldraði við og fylgdist
með atganginum.
Stund milli stríða og gömlu sjó-
mannalögin tekin. Margir tóku
undir með söngfólkinu að norðan
og greinilegt er að lögin riofj-
uðpu upp gamlar minningar hjká
mörgum.
Frá Egils-
stöðum á
Þingvöll
Hjónin Úlfar Jónsson og Krist-
björg Halldórsdóttir, sem bú-
sett eru á Egilsstöðum, létu
sig ekki vanta á Þingvöll. Þau
kváðust þó ekki hafa gert sér
ferð sérstaklega til að vera
við hátíðarhöldin; undanfarna
viku hefðu þau verið í sum-
arbústað í grenndinni og því
hefði ekki annað komið til
greina en að mæta á Þingvöll
og taka þátt í hátíðarhöldun-
um, sem þeim þótti hafa farið
hið besta fram.
Morgunblaðið/Golli
ÞESSAR ungu konur íklæddar gömlum íslenskum búningum, tóku lagið fyrir gesti þjóðhátíðarinnar.
Tónlist var gert hátt undir höfði á Þingvöllum og ómaði lúðraþytur og kórsögnur víða um svæðið.
ÞJÓÐlEG hópreið í sauðalitunum var um svæðið og fóru þar
hreppstjóri, oddviti, prestur, maddama, bændur og hjú. A Ieið-
inni áðu þau tvisvar, bundu bagga og sóttu skreið áður en för-
inni var haldið áfram upp Almannagjá.
LADA SAMARA