Morgunblaðið - 19.06.1994, Page 22
22 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LÝÐVELDIÐ ÍSLAIMD
50ÁRA
Sjö íslenskir stórmeistarar í hraðskák á Nýjatorgi
Tólf ára
strákur í
hópi sig-
urvegara
Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið.
ÍSLENSKU stórmeistararnir sjö
vöktu óskipta athygli á Nýjatorgi
vegfarenda síðdegis 17. júní, þar sem
þeir tefldu hraðskákir. Það voru þeir
Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigur-
jónsson, Helgi Ólafsson, Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón
L. Ámason og Hannes Hlífar Stef-
ánsson. Guðmundur Arnlaugsson,
alþjóðlegur dómari, var í fararbroddi
skákmannanna og leiddi mótið.
Alls tefldu meistaramir 278 skák-
ir, eða næstum fjörutíu skákir á mann
á þeim þremur tímum, sem skákmót-
ið stóð. Sautján skákmenn unnu ís-
lensku meistarana og 33 náðu jafn-
tefli. Yngsti sigurvegarinn, Stig Jörg-
ensen, var tólf ára og sigraði Mar-
geir Pétursson. Systir hans, Karina,
tefldi einnig, en hún er aðeins sjö
ára, Það var íslendingafélagið sem
skipulagði mótið, í samvinnu við
danska Skáksambandið. Eiguleg skrá
var gefln út í sambandi við mótið og
forsíðuna prýddi mynd eftir Tryggva
Ólafsson myndlistarmann. Meðal efn-
is var kveðja frá Vigdísi Finnboga-
dóttur forseta íslands
Friðrik Ólafsson sagðist hafa haft
ánægju af taflmennskunni, þó langt
væri síðan hann hefði teflt fjöltefli.
Þetta hefði riflað upp margar góðar
endurminningar, en hann hefur oft
teflt hér. Meðal danskra skákmanna
eru viðureignir Friðriks og Bents
Larsens enn í minnum hafðar, því þær
vöktu alltaf athygli. Friðrik tapaði
engri skák, en gerði nokkur jafntefli.
Jóhann Hjartason sagði að
skemmtilegt hefði verið að taka þátt
FRIÐRIK Ólafsson tapaði engri skák í fjölteflinu á Nýjatorgi í
Kaupmannahöfn enda þótt langt væri um liðið siðan hann tók
þátt i slikri keppni.
í mótinu, þó það hefði verið strembið.
Einkum sagðist hann þreyttur í fótun-
um, því þeir voru margir hringimir
sem meistaramir fóm þama á hellu-
lögðu torginu. Jóhann sagði að and-
stæðingamir hefðu verið misjafnir,
en yfírleitt góðir, enda flestir úr skák-
klúbbum. Jóhann tapaði fyrir tveimur
færeyskum skákmönnum, sem hann
sagði að hefðu verið býsna seigir.
Enginn hörgull var á keppendumn,
því fyrir hvem sem féll bættist strax
nýr í skarðið. Framan af vom menn
reyndar hvattir til að játa sig sigr-
aða, en reyna ekki að sitja, til að
rýma fyrir nýjum. Þeir sigmðu vom
reyndar ótrauðir að reyna aftur og
þá gjaman við sama meistarann.
Sumir sátu við allan tímann, sem
mótið stóð.
MAGNÚS Tómasson, lengst til hægri, og fjölskylda hans á ÞingvöUum. Við hlið Magnúsar eru Jó-
hann Geirharðsson, Olafía Sigríður Magnúsdóttir, Þorbjörg Eiðsdóttir og Geirharður Snær Jóhannsson.
Magnús Tómasson var á Þingvöllum nú og 1944
Allsherj ar bílakös
MAGNÚS Tómasson kom frá
Reykjavík til að vera við hátíðina
ásamt eiginkonu sinni, dóttur,
tengdasyni og dóttursyni. Hann
var einnig á Þingvöllum við lýð-
veldisstofnunina 1944.
„Þetta er ósköp svipaður
fólksfjöldi og maður bjóst við,
og eins er bílafjöldinn gífurleg-
ur,“ sagði Magnús, þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann skammt
frá hátíðarsvæðinu í gær. Hann
var þá nýkominn til Þingvalla
eftir langa ferð úr Reykjavík,
hafði lagt af stað um kl. 11 úr
Reykjavík en verið um þrjá
klukkutíma á leiðinni og komist
á áfangastað í þann mund er
hátíðardagskránni var að ljúka.
Manni blöskrar
„Við lentum í einni allsherjar
bílalest alveg frá Grensásvegi,“
sagði Magnús og kvaðst hafa
verið um það bil klukkustund
upp Ártúnsbrekkuna. „Flösku-
hálsinn var frá Grensásvegi og
uppúr Artúnsbrekku og ég skil
ekki í því að umferðar|jósin
skyldu vera notuð eins og þarna
væri veryuleg umferð. Það er
ótrúlegt að hafa ekki lögreglu-
þjóna til að stjórna umferðinni
og skjóta bílum inn í röðina af
hliðargötunum. Þetta er
hneyksli, manni blöskrar."
„Egvar hér á Þingvöllum
1944. Ég var þá þjónn á Esjunni
og við vorum lánaðir til vinnu
hingað. Það var mikið að gera
hjá okkur og þegar það var búið
fórum við að skemmta okkur og
gleðjast með öðrum, þannig að
maður hafði lítið af hátíðarhöld-
unum þá að segja," sagði Magn-
ús en taldi þó útilokað að bera
saman hátíðina þá og nú. „Þá,
þegar þjóðin var að öðlast sjálf-
stæði, gladdist hvert einasta
mannsbarn í hjarta sínu og það
hefur margt breyst síðan þá en
samt er umgjörðin að mörgu
leyti svipuð," sagði Magnús
Tómasson. Hann sagði að sér
sýndist að hátiðin nú færi fram
með mesta sóma og kvaðst telja
að liklegast mundi heimsókn
hinna erlendu þjóðhöfðingja
verða talin minnisstæðust frá
þessum degi þegar frá liði.
Hátíð í skugga
Svalbarðadeilu
Ósló. Morgunblaóið.
NORSKIR fjölmiðlar gerðu flestir
hátíðahöldunum vegna íslenska
lýðveldisafmælisins góð skil og
fjölluðu ítarlega um lýðveldishátíð-
ina á Þingvöllum. Það vakti hins
vegar athygli að stærsta dagblað
Noregs, Verdens Gang, birti ekki
staf um lýðveldisafmælið.
Blaðið Aftenposten tekur fram
í ítarlegri frétt sinni um Þing-
vallahátíðina að íslendingar hafí
tekið vel á móti Haraldi Noregs-
konungi en að það hafí verið Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands,
sem var miðpunktur dagsins.
Blaðið tekur sérstaklega fram
að hvorki Vigdís né Davíð Oddsson
forsætisráðherra hafí minnst á
Svalbarðadeiluna við Norðmenn í
ræðum sínum. Hins vegar hafi for-
sætisráðherrann þakkað Norður-
löndunum sérstaklega fyrir góða
vináttu og samvinnu og hafí hann
þar ekki undanskilið Norðmenn.
Á sömu blaðsíðu birtir blaðið
frétt um að engir íslenskir togarar
til viðbótar séu á leið á vemdar-
svæðið við Svalbarða og að tog-
ararar þar hafí hætt veiðum.
Dagbladet leggur tvær síður
undir lýðveldishátíðina og gerir
ummæli Haralds Noregskonungs
um Svalbarðadeiluna að aðalfyrir-
sögn fréttar sinnar frá Þingvöllum.
Segir blaðið deiluna hafa skyggt
nokkuð á komu konungshjónanna
þrátt fyrir hlýjar móttökur. Þá seg-
ir Dagbladet lýðveldishátíðina hafa
verið hátíð í lagi enda séu íslend-
ingar ekki bara þekktir fyrir gos-
hveri, eldfjöll og uppáþrengjandi
togara heldur einnig fyrir að vera
óvenjulega úthaldsgóðir gleði-
menn. A opnunni er einnig viðtal
við einn þingmanna Jafnaðar-
mannaflokksins sem sakar íslensk
stjómvöld um tvískinnung í Sval-
barðamálinu.
Blaðið Arbeiderbladet segir
föstudaginn hafa verið dag veislu-
halda en nú sé hætta á að deilan
blossi upp á ný af fullum krafti.
„Veislan fyrir storminn?" er fyrir-
sögn blaðsins. Það tekur hins veg-
ar fram að hvorki Noregskonungur
né aðrir Norðmenn á Islandi hafí
orðið fyrir neinu aðkasti vegna
málsins.
Finnar styðja ekki
málstað Norðmanna
Helsinki. Morgunblaðið.
FINNSKIR fjölmiðlar hafa undan-
farna daga tengt saman lýðveld-
isafmæli Islendinga og átök Norð-
manna og íslendinga í Norður-Atl-
antshafí. í fréttaflutningi fínnska
einkasjónvarpsins MTV frá há-
tíðarhöldunum á Þingvöllum var
vegna þessa viðtal við Martti
Ahtisaari Finnlandsforseta um af-
stöðu Finna til deilunnar.
Sagðist Ahtisaari harma það að
íslensk stjómvöld vilji gefa í skyn
að Finnar hafí einir allra þjóða tek-
ið afstöðu með Norðmönnum. Þetta
væri að sögn Finnlandsforseta al-
gjör misskilningur og yfírtúlkun.
Ahtisaari sagðist heldur líta á
málið þannig að Finnar höfðu á
þeim tíma, fyrir um tuttugu ámm,
aðeins viljað tjá ánægju með að
nokkur þjóð skuli taka að sér vernd
lífríkisins á þessum svæðum. Hins
vegar væri ekki hægt að túlka
afstöðuna þannig að Finnar væm
í dag með Norðmönnum á móti
íslendingum.
Umfjöllunin um ísland hefur
verið óvenju mikil í fínnskum fjöl-
miðlum í sumar, og var sagt ræki-
lega frá hátíðarhöldunum í öllum
þrem aðalfréttatímum sjónvarps-
rásanna á föstudag. Hið virta tíma-
rit Suomen Kuvalehti birti m.a. á
þjóðhátíðardeginum grein eftir
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra.
Finnum hefur þótt það einkar
áhugavert að íslendingar skuli nú
íhuga aðild að Evrópubandalaginu
og ef trúandi er frásögn fínnska
ríkissjónvarpsins í þessu efni hafa
íslendingar tekið þá stefnu að
reyna að gerast aðilar um leið og
hin Norðurlöndin. Nú séu íslend-
ingar aðeins að bíða eftir niður-
stöðum þjóðaratkvæðagreiðslna í
nágrannalöndunum.
Finnsku ríkisíjölmiðlarnir hafa
gert út marga fréttamenn vegna
hátíðarinnar og fínnskir blaða-
menn hafa streymt til landsins svo
tugum skiptir. Stuttum kafla af
fundi Alþingis á Þingvöllum var'
útvarpað beint á rás 3 fínnska rík-
isútvarpsins. Þessi rás er sannköll-
uð „rás allra landsmanna" því hún
hefur fleiri hlustendur en allar hin-
ar rásirnar samtals.
Lýðveldisfagnaður íslendinga í London
Norski sendiherr-
ann boðaði forföll
Lundúnum. Morgunblaðid.
LÝÐVELDISFAGNAÐUR íslend-
inga í London var haldinn á Reg-
ent’s London hótelinu að kvöldi 17.
júní. Viðstaddir voru meðal ann-
arra sendiherrar allra hinna ríkja
Norðurlandanna að norska sendi-
herranum undanskildum. Hann
boðaði forföll á seinustu stundu.
Fyrr um daginn komu Islend-
ingar saman um borð í togaranum
Leifí Eiríkssyni, sem liggur við
St. Catherine’s Dock og hefur
verið menningarmiðstöð íslend-
inga undanfarna daga. meðal ann-
ars sendir „Úvarp Reykjavík" út
fréttir, viðtöl og íslenska tónlist
frá skipinu.
Aðalhátíðahöldin í tilefni lýð-
veldisafínælisins voru í Regent’s
Park um seinustu helgi. Að kvöldi
sautjándans skemmtu hins vegar
margir landskunnir Iistamenn
landanum á einu glæsilegasta hót-
eli borgarinnar. Magnús Magnús-
son sjónvarpsmaður stjórnaði
veisluhöldum, Helgi Ágústsson
sendiherra flutti ávarp og Guð-
mundur Andri Thorsson rithöfund-
ur var aðalræðumaður kvöldsins.
Fjöldi íslenskra menningarvið-
burða í tilefni hálfrar aldar afmæl-
is íslenska lýðveldisins hefur vakið
talsverða athygli í London, enda
margir fremstu listamenn íslands
á ferð. Sjálfur þjóðhátíðardagurinn
fór hins vegar að mestu framhjá
Englendingum og ekki var staf-
krók að fínna í Lundúnablöðunum
um þessi tímamót í sögu íslenska
lýðvéldisins.