Morgunblaðið - 19.06.1994, Side 23

Morgunblaðið - 19.06.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ1994 23 rr Morgunblaðið/Þorkell 'ýwmœt (y ijtckriffr útskriftargjöf í tilefni af merkum ÓLfangcL RAYMOND WEIL GENEVE Vf Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 14100 Mikið um að vera Sigríður Hannesdóttir frá Kringlu í Grímsnesi var ásamt dætrum sínum þremur, Þor- kötlu, 16 ára, Helenu, 10 ára, og Þorbjörgu, 14 ára, Sigurðar- dætrum, á Þingvöllum og voru mæðgurnar allar í íslenskum búningi. Aðspurð um hvað henni þætti bera hæst frá þessum hátíðis- degi nefndi Sigriður framlag hestamanna til hátíðarinnar og kvaðst hafa haft mest gaman að fylgjast með þvi. Þær sögðu að hátíðardagskráin hefði mikið til farið fram hjá þeim þar sem hátalarakerfíð hefði ekki verið nægilega öflugt til að koma dag- skránni til skila til þeirra sem sátu ofarlega í brekkunni. „En það er svo mikið um að vera hérna að maður kemst ekki yfir að fylgjast með því öllu,“ sagði Þorkatla. Mæðgurnar voru sam- mála um að dagurinn yrði þeim eftirminnilegur. Morgunblaðið/Þorkell Gaman að koma hingað HAUKUR Davíðsson 17 ára kom til Þingvalla seinnipartinn ásamt félögum sínum. Skruppu þeir fyrst til að sýna bandarísk- um vini Gullfoss og Geysi og fóru svo á þjóðhátíðina. „Það er búið að vera gaman að koma hingað og sjá þetta allt sam- an,“ segir Haukur, sem einnig sagðist ánægður með flutning margra okkar frægustu tónlist- armanna á helstu dægurperlum síðastliðinna 50 ára á hátíðar- pallinum á Efri-völlum. „En það er ekkert eitt sem stendur upp úr, mér finnst allt sem ég sá hafa tekist mjög vel.“ ogumhverfið Á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins er hollt að minnast Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti, sveitakonunnar sem barðist í þágu landverndar. Þegar áformað var að virkja fossinn á jörðinni hennar, hóf hún áralanga baráttu til varnar. Erfiðar ferðir fór hún til höfúðstaðarins máli sínu til stuðnings en þar tók Sveinn Björnsson, síðar forseti, við málflutningi fyrir hennar hönd. Sigríður lagði allt í sölurnar fyrir fossinn og að lokum var hætt við framkvæmdi rnar. Fossinn á jörðinni hennar Sigríðar var Gullfoss. Saga hennar er stórkosdegt dæmi um hvaða áhrif einstaklingurinn getur haft á umhverfi sitt, landi og þjóð til heilla. ®BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.