Morgunblaðið - 19.06.1994, Side 34

Morgunblaðið - 19.06.1994, Side 34
34 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LEIGA - ATVINNUHÚSNÆÐI LAUFBREKKA HEILDVERSLUN - IÐNÐAÐUR - ÞJÓNUSTA Frábært og vel útlítandi 200 fm húsnæði við Laufbrekku í Kópavogi. Góð vinnuaðstaða. Góðar innréttingar. Mikil lofthæð. Innkeyrsludyr. Sanngjörn leiga. 52 fm heilsárs sumarbústaður 52 fm sumarbústaður með 20 fm svefnlofti. Fullbúinn að utan. Tlbúinn til flutnings nú þegar. Byggingaraðili Álmur hf. Upplýsingar í símum 657247, 667469 og 985-27941 eða á fasteignasölunni Hóli, sími 10090. Frostaskjól - einbhús Vorum að fá í sölu glæsilegt 226 fm einbhús. Á neðri hæð eru forst., hol, vandað eldhús, borðst., stofa, gestasn., þvhús og innb. bílsk. Uppi eru 3-4 rúmg. svefnh., vandað bað og sjónvhol. Fallegur garður. Sökklar komnir að gróðurhúsi. Eign í algjörum sérflokki. Allar nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. ■ F a ste ig n a sa la n KJÖRBÝLI NÝBYLAVEGUR 14 _ _ . . - 200 KÓPAVOGUR OlMI 641 400 FAX 43307 Ofanleiti 7 - 2ja Rúmgóð 66 fm íb. á 1. hæð. Þvottah. í íb. Áhv. 1,4 millj. Verð 6,7 millj. Álfhólsvegur 149 - Kóp. - Opið hús Séri. falleg ib. á 1. hæð ásamt bflsk, Eign í toppstandi. Sigriður og Sigurður sýna íbúöina á milli kl. 14 og 18 á sunnudag. Verð 7,4 millj. Hverafold 23 - 3ja Glæsil. 90 fm endaíb. á efstu hæð. Útsýni í þrjár áttir. Stutt i skóla og þjónustu. Áhv. Byggsj. 3,5 millj. Verð 7950 þús. Sæbólsbraut - Kóp. - 4ra Glæsil. 100 fm íb. á 1. hæð. Parket. Vandaðar innr. Áhv. 3 millj. Verð 7950 þús. Víðihvammur - Kóp. - sérh. Glæsil. 122 fm efri sérh. í tvíbýli ásamt 32 fm bílsk. 60 fm sólpallur. Eign í sérflokki. Verð 10,9 millj. Hjallabrekka 9 - Kóp. - einb. Fallegt mikið endurn. 184 fm einb. ásamt 27 fm bílsk. Áhv. 8,4 millj. Góð lán. Ákv. sala. Verð 12,8 millj. Melgerði 44 - Kóp. - einb. Sérl. skemmtil. 150 fm tvfl. eldra einb. í góðu ástandi ásamt 36 fm bflsk. Verð 11,5 millj. ______MINNINGAR___ ÓLA SVEINSDÓTTIR + Óla Sveinsdótt- ir fæddist í Naustahvammi í Norðfirði 27. ágnst 1906. Hún lést á Borgarspítalanum 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lukka Ingi- björg, f. 14. júní 1888, d. 4. nóvem- ber 1921, Aradótt- ir, Marteinssonar frá Sandvík, og Sveinn Jónsson frá Valþjófsstað i Núpasveit. Óla giftist Þorsteini Stefánssyni frá Nýjabæ í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu árið 1927. Þorsteinn lést árið 1964. Börn þeirra eru Stefán, Erna, sem er látin, Sveinn, Ingibjörg, Þráinn, Eggert, Jón og Berg- þóra. Auk þess ólu þau upp sonardóttur sína, Þórhildi Eggertsdóttur. Útför Ólu fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánudag. í hafi speglast himinn blár, sinn himin á hvert daggartár. í hverju blómi sefur sál, hvert sandkom á sitt leyndarmál. Nú dreymir allt um dýrð og frið, við dagsins þðgla sálarhlið. Og allt er kyrrt um §öll og fjörð, og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Nú þegar ég minnist móður minnar, þá leitar sterkt á hugann hversu það hæfði henni að vera fædd í undrafegurð hins kveðjandi sumars og komandi hausts. Aldrei er landið undursamlegra en þegar himinn og jörð fallast í faðma og skapa þann frið og unað, sem við þekkjum fullkomnast á þessari jörð. Þar er „ágústkvöld búið best- um auði“. Alla tíð mat hún móðir mín það mest, sem er friðsælt og fagurt. Þetta vildi hún líka helst og fremst kenna okk- ur bömum og ömmu- bömum að sjá, meta og elska. Hún vildi að við reyndum að skapa það í sál og svip, orð- um og umhverfi. Og auðvitað man ég hana móður mína frá því að ég vissi að ég var til. Enginn hefur verið mér ógleymanlegri, enginn betri, enginn rétt mér meira. Hvað gætu böm átt betra en góða og göfuga móður sem alltaf er reiðubúin að hjálpa, gleðja, gefa og fræða? Þannig mun hún móðir mín alltaf verða í mínum augum. Eiginlega fínnst mér hún að vissu leyti alltaf nærri. Einmitt þess vegna man ég svo vel allt, sem hún óskaði og vildi kenna okkur. Best var ávallt að fylgja hennar léiðsögn og ráðum, hvað sem fyrir kom. Best að spyija sjálfan sig: Hvað myndi hún móðir mín hafa ráðlagt mér og óskað? Hún gæti nefnilega alltaf hafa sagt eins og ljóðsmiður orðar á þessa leið: Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, berðu sérhveijum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson) Móðir mín var ákaflega fómfús kona og vildi öllum gott gera. Því ber fagurt vitni, hversu vinamörg hún var alla tíð. Hún var ljóðelsk kona og fróðleiksfús. Það var henni mikið áfall, þegar hún missti systur sína, Laufeyju, árið 1979, og dóttur sína, Emu, ári síðar. í ársbyijun 1991 fluttist móðir mín til Eggerts bróður míns og konu hans, Birnu, en þau reyndust henni í alla staði einstaklega vel. Hvergi vildi móðir mín fremur dvelja ævikvöldið sitt, og naut hún frábærrar umönnunar Birnu tengdadóttur sinnar. Við stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir alla þá fómfýsi sem þar var látin í té. Blessuð sé minning móður minnar. Þráinn Þorsteinsson. Sofðu vært hinn síðasta blund, unz hinn dýri dagur ljómar. Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morpnstund. (V. Briem) Hún Óla amma mín er dáin. Þegar ég fékk þessa fregn að morgni 9. júní sl. helltust minning- ar yfir mig. Gömlu dagarnir á Heiði í Blesugróf stóðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Enda sögðu bömin mín: „Mamma, segðu okkur meira“. Já, þeim fannst þetta ævintýri líkast. Sögumar um sokkabuxurnar sem amma pijón- aði á okkur öll, og við rifum rass- inn úr við að renna okkur niður stigann. Ferðimar niður að Elliðaá sem famar vom í leyfisleysi. Dag- ana sem við reyndum allt hvað við gátum að stríða nágrannanum. Einu sinni kom ég haugskítug inn og amma sagði að best væri að setja mig í þvottavélina sem var stórt gímald úti á gólfi. Þá sagði ég: „Amma mín, ekki þvottavéla mig.“ Þá hló amma sínum dillandi hlátri. Oft sátum við í stóra eldhúsinu á Heiði og horfðum á ömmu pijóna á vélina sína. Hún sagði okkur sögur meðan við borðuðum kringlumjólk og hún töfraði lista- verk úr pijónavélinni sinni. Ófáar flíkurnar sem amma galdraði fram úr þessari líka stórmerkilegu vél hafa yljað köldum. Þegar amma var þreytt strukum við lúna fæt- uma og bárum krem á fótasárin eða greiddum síða hvíta hárið hennar. En æskuárin með öllum sínum barnalátum liðu. Amma fluttist á Hrísateig 43. Fór ég stundum að þn'fa hjá henni og tók þá eftir leigj- andanum, ungum bóndasyni að austan frænda ömmu sem seinna varð eiginmaður minn. Oft sagði amma: „Mikið ertu lengi að reikna dæmin þín.“ Þetta var notað sem yfirskin, en auðvitað vissi gamla konan hver ástæðan var. Seinna sagði hún að ég hefði stolið besta leigjandanum frá sér. Ola amma var yndisleg kona, hlý og góð, og hafði nóg pláss í faðminum handa öllum. Börnin mín höfðu gaman af að heim- sækja langömmu og fá hjá henni mjólk og kleinu. Var undrun þeirra mikil yfír síða hvíta hárinu sem greitt var í fléttu og undið í krans á höfðinu. Forláta síma átti hún með stórri skífu fyrir sjóndapra. Þetta fannst þeim merkilegt. Og vinir þeirra áttu sko ekki langömmu sem hafíð átt apa í búri. En heilsu ömmu fór hrakandi, sjónin dapraðist og stundum átti hún erfítt um gang. En kraftur- inn, vinnusemin og eljan alltaf til staðar enda var amma alltaf kát og glöð. Hún átti bágt með að sætta sig við að geta ekki gert það sem hún var vön að gera. Fyrir fjórum árum hringdi hún til mín og vildi fá uppskrift að randal- ínu. Hún ætlaði að baka gamla konan. Svona var hún, vildi alltaf vera að. Öll eigum við um sárt að binda, en við vitum að nú líður ömmu vel. Hún er komin á sinn stað við hlið afa þar sem engar þjáningar eru. Nú getur hún vakað yfír okk- ur öllum. Elsku amma hafðu þökk fyrir allt. Verði, Drottinn, viji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem) Hildur Jónsdóttir og fjölskylda. -nnori lóððni uninpL linmls 'iErinhd t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför VILBORGAR VILHJÁLMSDÓTTUR, sfðast til heimilis að Elliheimilinu Grund. Systur og aðrlr vandamenn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLA SVEINSDÓTTIR frá Neskaupstað, til heimilis í Hamrabergi 22, áður á Hrísateigi 43, er andaðist í Landspítalanum 9. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Stefán Þorsteinsson, Sveinn Þorsteinsson, Jónfna Vilhálmsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttlr, Agnar Ármannsson Þráinn Þorsteinsson, Hulda Jónsdóttfr, Eggert Þorsteinsson, Birna Kristinsdóttir, Jón Þorsteinsson, Þórey Á. Kolbeins, Bergþóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kringlan - verslunarhúsnæði Til sölu á besta stað í Kringlunni 8-12 verslunarhús- næði sem er um 65 fm nettó og 95 fm brúttó að stærð. í húsnæðinu er rekin snyrtivqruverslun og eru aðeins tvær slíkar í Kringlunni. Leigusamningur til 4ra ára. Mjög góð leiga. Upplýsingar aðeins á skrifst. Ásbyrgi, fasteignasala Suðurlandsbraut 54,108 Reykjavík, sími682444. V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.