Morgunblaðið - 19.06.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1994 35
I
!
!
I
I
I
I
I
1
.1
I
1
I
í
I
■i
J
i
I
I
3
:
4
MINNINGAR
INDÍANA GUÐLA UGSDÓTTIR
+ Indíana Guð-
laugsdóttir,
kennari, var fædd
á Laugalandi
Vestmannaeyjum
26. september
1922. Hún andaðist
á heimili sínu,
Njálsgötu 49
Reykjavík, 4. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðlaugur,
trésmiður, fæddur
30. júní 1889, dáinn
23. júní 1970, Þor-
steinsson, járn-
smiðs í Vestmannaeyjum,
Sveinbjörnssonar, og Guðríður
Björg, fædd á Seyðisfirði 31.
október 1890, dáin 8. maí 1972,
Sigurðardóttir, verkamanns í
Vestmannaeyjum, Vigfússonar.
Indíana varð gagnfræðingur í
Vestmannaeyjum 1938, tók
handavinnukennarapróf frá
Handíðaskólanum 1949, sótti
námskeið í Engelsholm Hoj-
skole í Danmörku 1951, handa-
vinnunámskeið í Danmörku
1952, síðar við Askov Hojskole
og Snoghoj Hojskole. Hún
stundaði nám við Fashion Aca-
demy í New York 1955-1956,
og í fimm ár við Florida Stade
University og lauk þaðan BA-
prófi 1978. Indíana var kennari
við Húsmæðraskóla Suðurlands
frá 1949 til 1955, 1956-1957,
1959-1960 og 1978-1979 (sam-
tals níu ár); Lindargötuskólann
í Reykjavík 1960-1970; við
Gagnfræðaskólann á Selfossi
1970-1973; Fóstruskóla íslands
1979-1980; Geðdeild Borgar-
spítalans 1980—1981; Héraðs-
skólann á Reykjum 1981-1984
og Langholtsskólann
frá 1984 til starfs-
loka. Alsystkini Indí-
önu voru fimm: Þor-
steinn, Guðbjörn,
Sveinbjörn, Emelía
og Sigurður, sem
fæddur var 6. janúar
1919 en andaðist 5.
maí 1957 frá konu
og fjórum börnum og
var búsettur í Vest-
mannaeyjum. Einnig
átti Indíana hálfsyst-
ur, Laufeyju Guð-
laugsdóttur, sem bú-
sett er á Norðfirði.
Utfjör Indíönu fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudag.
INDÍANA Guðlaugsdóttir hafði átt
við vanheilsu að stríða um nokk-
urra ára skeið, en ofan á það bætt-
ist að í vetur féll hún í götuna með
þeim afleiðingum að það brákaðist
hryggjarliður í baki hennar. Dvald-
ist því um tíma í vetur á sjúkra-
húsi. Fyrir stuttu hitti ég hana
heima hjá henni á Njálsgötunni.
Hún var þá mjög hress, svo mér
kom ekki í huga að það væri í síð-
asta sinn sem ég sæi hana. Að
vanda snaraði hún kaffi á könnuna
og færði mér ásamt volgri krydd-
köku sem Lillý systir hénnar hafði
bakað og fært henni um morgun-
inn. Við röbbuðum lengi saman um
lífið og tilveruna. Hún var venju
fremur opin, en Indíana var yfir-
leitt dul um sína hagi. Hún kvaðst
vera þakklát eftir sinn langa
kennsluferil, hve nemendur sínir
með ýmsu móti hefðu sýnt sér
mikla ræktarsemi og nefndi dæmi
um það þegar hún kenndi í Lindar-
götuskólanum hjá Jóni Gissurar-
syni, skólastjóra.
Kveikjan að heimsókn minni að
þessu sinni til Indíönu var að færa
henni tíu rósir frá 40 ára nemend-
um hennar sem hún hafði kennt á
sínum fyrstu kennsluárum við Hús-
mæðraskóla Suðurlands. Þær
höfðu boðið henni ásamt okkur
öðrum kennurum sínum í afmælis-
fagnað sem þær héldu í gamla
skólanum, Lind að Laugarvatni,
daginn áður, en hún ekki treyst sér
til að mæta. Eg flutti henni einnig
kveðjur nemenda og þakklæti fyrir
hve leiðsögn hennar hefði orðið
þeim dýrmætur vegvísir í gegnum
lífið. Það brá miklum gleðiljóma
yfir andlit Indíönu þegar hún tók
rósirnar varfærnislega, með mjúk-
um höndum, úr umbúðunum. Til
að umskiptin yrðu sem minnst, eft-
ir ferðina frá Laugarvatni, setti hún
rósirnar í vatnskönnu inn á baðher- ’
bergi.
Indíana var auðsjáanlega mikil
blómakona því stofuglugginn hjá
henni var þakinn kaktusum af mis-
jafnri stærð og gerð og fóru þeir
vel innan um listaverkin á veggjun-
um sem öll voru eftir hana sjálfa
nema eitt, sem var mynd af altaris-
töflunni í Skálholtskirkju eftir
Gerði Helgadóttur listakonu. Per-
sónugerð Indíönu speglaðist að
nokkru leyti í stofunni hennar. Þar
mátti sjá dulúð hennar og listfengi.
Þau sex ár sem við vorum sam-
starfsmanneskjur við Húsmæðra-
skóla Suðurlands féll aldrei neinn
skuggi á sambúð okkar eða sam-
starf. Hún var eini fasti starfsmað-
urinn við skólann þegar við Gerður
Jóhannsdóttir réðum okkur þangað
1952. Hún var því stoð og stytta
JÓNÍNA ÓLÖF
SVEINSDÓTTIR
"|" Jónína Ólöf
Sveinsdóttir var
fædd á Setbergi á
Akranesi 14. maí
1907. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 10. júní 1994.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónína
Árnadóttir og
Sveinn Magnússon.
Eftirlifandi eigin-
maður Jónínu er
Sverrir Bjarnason
frá Hvammi í
Skorradal. Börn
þeirra voru tvö,
Aðalsteinn, fæddur 30. septem-
ber 1944, dáinn 1. október á
sama ári, og Ingveldur Sóllín,
lyfjafræðingur, fædd 10. maí
1946. Eiginmaður Ingveldar er
Þorvaldur Sigtryggsson, húsa-
smiður, frá Arnesi á Akranesi.
Þeirra börn eru Sverrir,
Tryggvi og Inga Valdís. Útför
Jónínu fer fram frá Akranes-
kirkju á morgun.
ar, Herdísij Ingveldi og
Sóllínu Árnadætrum
að Oddsstöðum í Lund-
arreykjadal. Það var
ávallt traust samband
á milli heimilanna. Ing-
veldur og Sóllín fóru
til Ameríku árið 1914
og hélt Jóna alltaf
góðu bréfasambandi
við þær.
Þegar Jóna var ung
stúlka fór hún til
Reykjavíkur til að læra
hannyrðir í Baldurs-
brá, sem lengi var á
Skólavörðustíg. Hún
var alla tíð mikil hannyrðakona og
eru til eftir hana margir mjög fal-
legir munir, því vandvirk var hún
svo af bar. Hún hélt námskeið í
hannyrðum eftir að hún kom heim
og það sem mér fannst sérstakt var
að hún leyfði mér, 10 ára gamalli,
að vera með og fann hæfileg verk-
efni fyrir mig.
Jóna átti einn hálfbróður, Þor-
berg Sveinsson sjómann, sem var
sonur Sveins af fyrra hjónabandi.
Hann var stálpaður þegar hann kom
að Setbergi og átti þar heimili upp
frá því. Þorbergur lést fyrir nokkr-
um árum. Fósturbróðir Jónu var
Þórður Hjálmsson, eigandi Efna-
laugar Akraness. Hann tók Herdís
að sér nýfæddan vegna erfiðra að-
stæðna móður hans. Hann er líka
látinn.
Jóna var vel af guði gerð. Hún
var jafnlynd og vildi öllum vel, enda
lagði hún aldrei misjafnt orð til
nokkurs manns. Hún var sérstak-
lega trygglynd sem sést best á því
að margir sem höfðu haft samband
við Setberg fyrr á árum og voru
burtfluttir, ef til vill fyrir tugum
ára, og áttu leið um Akranes, heim-
sóttu Jónu og Sverri. Það þótti sjálf-
sagt og var þeim tekið opnum örm-
um. Jóna og Sverrir voru mjög sam-
rýnd og samtaka í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur. Þau byggðu
sér stórt og myndarlegt hús á land-
areign Setbergs. Þá seldi Herdís
sitt hús og flutti með þeim í nýja
húsið og bjuggu þau þar frá árinu
1950.
Að lokum vil ég þakka Jónu fyr-
ir allt sem hún gaf mér og mínum
í gegnum árin og senda ykkur,
kæri Sverrir, Ingu, Þorvaldi og
börnunum innilegar samúðarkveðj-
ur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Halla.
KOMIÐ er að kveðjustund, hún
Jóna er dáin, horfin yfir móðuna
miklu, hún lést 10. þ.m. Þegar hún
var nokkurra vikna gömul andaðist
móðir hennar, svo hún ólst að öllu
leyti upp hjá móðursystur sinni,
Herdísi Árnadóttur, og föður sínum,
Sveini Magnússyni, en hann andað-
ist árið 1922.
Hjá þeim var yndislegt heimili
alla tíð. Það var eins og annað heim-
ili fyrir okkur systkinin og einnig
fyrir dætur mínar tvær sem oft
þurftu að skreppa upp að Setbergi
og ávallt var tekið jafnvel á móti
okkur öllum, en Setberg var næsta
hús við heimili okkar í Ási. Við
Jóna vorum ekkert skyldar en móð-
ir mín ólst upp hjá Ólöfu ömmu
hennar ásamt Jónínu móður henn-
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnistu,
áður Hofsvallagötu 15,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík þriðjudaginn 21. júní nk. kl. 15.00.
Vilborg Jónsdóttir,
Pálína Aðalsteinsdóttir, Valberg Gíslason,
Halldóra Aðalsteinsdóttir, Magnús Þorbjörnsson,
Agnes Aðalsteinsdóttir, Brynjólfur Sandholt,
Guðmundur Aðalsteinsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
í öllum ráðagerðum og vissi hvern-
ig allt hafði verið. Þá var Indíana
ung eins og tískudama, klippt úr
blaði, vandvirk og hugkvæm, alltaf
að kenna, jafnvel þegar hún mætti
nemendum á göngunum. Ef hún
var ekki að kenna útbjó hún módel
fyrir kennsluna næsta dag.
Indíana var vandvirk og kröfu-
hörð í kennslu sinni og óspör á að
rekja upp og spretta saumum ef
illa var unnið. Stundum var þetta
ekki vel séð af nemendum í bili,
en eftirá hlaut hún fyrir þakklæti
þeirra og velvilja. Hún gerði þær
kröfur til nemenda að þeir héldu
sig vel að námi og fengju sem
mest út úr námstímanum. Til þess
að svo mætti vera sparaði hún í
engu krafta sína og kunnáttu. Hún
var fjölhæf í saumgerðum bæði á
fatnaði og í útsaumi og dæmi er
um að sami nemandi gerði á einum
vetri hjá henni sjö stóra dúka með
mismunandi saumgerðum.
Á fyrstu kennsluárum sínum
sótti Indíana námskeið erlendis til
að auka kunnáttu sina og leikni í
handmennt og 1955-56 fékk hún
launalaust orlof í Húsmæðraskóla
Suðurlarids til að fara til Bandaríkj-
anna þar sem hún stundaði í eitt
ár nám við þekktan skóla í tísku-
teikningum og fatahönnun. Einnig
lagði hún stund á leikbúningagerð.
Að námi loknu kom hún heim og
tók aftur við starfi sínu við skólann
og bryddaði þá upp á ýmsum nýj-
ungum sem ekki höfðu þekkst áður
i kennslu. Því miður þurfti hún
næsta haust að flytja í bæinn til
að eiga auðveldara með að hlynna
að öldruðum foreldrum sínum. Rak
hún saumastofu í Reykjavík í nokk-
ur ár, en sneri sér síðan aftur að
kennslu þar til hún fór i fimm ára
nám í háskóla í Flórída þaðan sem
hún lauk BA-prófi í almennum list-
greinum og listasögu 1978.
Eftir námið í Flórída var hún
eitt ár kennari við Húsmæðraskóla
Suðurlands og rifjaðist þá upp vin-
átta okkar á nýjan leik. Ég hafði
alla tíð miklar mætur á Indíönu og
hennar listahæfileikum.
Frá náminu i Flórída kom hún
heim með mikið af málverkum. Auk
þess hafði hún selt og skilið þar
eftir myndir hjá íslenskri konu, sem
verið hafði velgjörðamaður hennar
meðan hún dvaldi þar. Mér fundust
málverk Indíönu vel þess virði að
halda á þeim sýningu og hvatti
hana til þess. Indíana var hlédræg
og vanmat sjálfa sig sem listakonu.
Því komst hún aldrei á framfæri
sem slík. Síðustu árin kenndi hún
í ýmsum skólum, aðallega teikn-
ingu og föndur.
Indíana var uppalin í Vest-
mannaeyjum og þar sem þær voru
báðar upprunnar þar Gerður og hún
og við aðeins þrjár á kennarastof-
unni fyrstu ár mín í Húsmæðra-
skóla Suðurlands hlaut allt tal að
snúast um Vestmannaeyjar. Það
var oft glatt á hjalla á kennarastof-
unni og margar kynjasögur sagðar
frá Vestmannaeyjum, því að báðar
voru þær Gerður og Indíana inn-
blásnar af frásagnarsnilli sem þær
höfðu teygað með hinu silfurtæra
eyjalofti í uppvextinum. Ég öfund-
aði þær oft af sögum þeirra sem
nægðu, fyndnar og skemmtilegar,
í heila stóra bók ef ég myndi þær
allar.
í þessu litla samfélagi á kennara-
stofunni myndaðist einskonar
systrakærleikur á milli okkar sem
enst hefur svo vel og blessunar-
lega. Ég taldi Indíönú ævinlega
sem einn af bestu vinum mínum
og þannig kveð ég hana með sökn-
uði og þakklæti.
Blessuð sé minning hennar.
Jensína Halldórsdóttir.
FRETTIR
Siglingamálastofn-
un ríkisins
Brýntað
setja regl-
ur um sigl-
ingar á ám
ENGAR reglur eru til fyrir þá sem
hyggjast sigla niður ár eða bjóða
upp á slíkar ferðir hér á landi.
Að sögn Páls Guðmundssonar,
hjá Siglingamálastofnun ríkisins
er brýnt að setja slíkar reglur en
lað sé Samgönguráðuneytisins
að óska eftir að slíkar reglur verði
settar. Tvö fyrirtæki bjóða upp á
ferðir niður ár hér á landi í at-
vinnuskyni. Undanfarin sjö ár
hefur fyrirtækið Bátafólkið staðið
fyrir siglingum niður Hvítá og
Markarfljót. Nú nýverið hóf fyrir-
tækið Ævintýraferðir á Sauðár-
króki að bjóða upp á siglingu nið-
ur Vestari-Jökulsá í Skagafirð.
Um síðustu helgi björguðust níu
manns þegar þeir féllu útbyrðis í
Vestari-Jökulsá þegar bátnum
sem þeir voru á hvolfdi.
Farþegar Bátafólksins fá vinnu-
flotgalla til að vera í á meðan á
ferðinni stendur að sögn Björns
Gíslasonar, eiganda fyrirtækisins.
Ef siglt er niður Markarfljót, sem
telst vera grunnt, fá þátttakendur
einnig hjálma, en ekki er þörf á
þeim á Hvítá, sem er mun dýpri.
Einnig eru um borð neyðarblys,
plastpokar, farsími er í landi og
svo og kastlínur.
Hann segir að farastjórarnir
hafi fengið þjálfun í skyndihjálp,
björgunarstörfum og björgunarút-
búnaði. Einnig hafi bandarískir,
franskir og kanadískir aðilar kom-
ið hingað til lands til þjálfunar.
Þá sé fyrirtækið í sambandi við
norska aðila sem bjóða upp á
fljótasiglingar.
Hann segir að mikilvægt sé að
setja reglur um fljótasiglingar
strax og hann hafi í þeim tilgangi
sett sig í samband við Siglinga-
málastofnun fyrir um mánuði síð-
an til þess að ýta á að það verði
gert.
Allir fari í flotgalla
Hreiðar Gestsson, einn aðstand-
enda Ævintýraferða, segir að eftir
óhappið sem varð um helgina hafi
verið ákveðið að allir þeir sem fari
í siglingu niður Vestari-Jökulsá
verði klæddir í vinnuflotgalla og
nú sé verið að semja um kauþ á
þeim. Hingað til hafi farþegar
verið íklæddir regngalla, stígvél-
um, björgunarvesti og verið með
hjálm. Einnig sé um borð í bátun-
um björgunarbúnaður, kastlína,
dráttartóg og talíur, pumpur og
viðgerðasett.
Hann segri að þeir hafi prófað
ána í fyrra og ákveðið að fara af
stað með ferðirnar nú í ár.
Einn fararstjóri er um borð í
hverjum báti fyrir sig, en þeir eru
alltaf tveir á ferð. Hreiðar fór á
námskeið í Noregi þar sem farið
var í róðrartækni og björgunarað-
ferðir. Hinir fararstjórar fyrirtæk-
isins séu allt reyndir björgunar-
sveitarmenn á Sauðárkróki, sem
ýmislegt hafi reynt.v
+
Bróðir okkar,
EIRÍKUR MARELSSON,
Njarðargötu 43,
andaðist í Borgarspítalanum 16. júní.
Systkini hins látna.