Morgunblaðið - 28.06.1994, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sæfrosti á Bíldudal lokað fram til hausts
Kvótinn búinn og verð
á fiskmörkuðum of hátt
STJÓRNENDUR Sæfrosts á Bíldudal hafa
tekið ákvörðun um að hætta allri fiskvinnslu
í fyrirtækinu fram til haústs. Ástæðan er sú
að bátur fyrirtækisins er búinn með kvótann
og sá fiskur sem er til sölu á fiskmörkuðum er
á það háu verði að ekki er talinn grundvöllur
fyrir vinnslu hans. „Við værum bara að keyra
fyrirtækið beina leið í botninn ef við ynnum
fisk á þessu verði,“ sagði Guðmundur Sævar
Guðjónsson, stjórnarformaður Sæfrosts.
„Það gengur ekki upp að reka frystingu þeg-
ar við þurfum að kaupa hráefni á 80-85 krónur
og upp í 90 krónur, eins og var á fiskmörkuðum
í morgun. Við reynum það ekki. Það er betra
að hafa einfaldlega lokað,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að stjórnendur Sæfrosts
hafi fullan hug á að hefja vinnslu aftur í haust
þegar nýtt kvótaár hefst og hráefnisverð hefur
lækkað.
Guðmundur sagði að í fyrrasumar hefði
gengið mun betur að halda uppi rekstri, enda
hefði framboð á fiski verið mikið og verð mun
lægra en í dag eða um 65-70 krónur kílóið.
Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvernig menn
eigi að fara að því að standa í frystingu á
næsta ári miðað við þann litla kvóta sem nú
hefur verið ákveðinn. Hann sagði að fisk-
vinnslufyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum
hafi treyst mikið á krókaleyfísbáta, en nú sé
búið að skerða kvóta þeirra. „Ég kvíði næsta
vori. Það er ekki ólíklegt að menn verði að
loka fyrirtækjunum fyrr.“
Guðmundur sagði að til greina hefði komið
að vinna Rússafisk í sumar, en bæði sé verð
á honum nokkuð hátt og eins séu markaðshorf-
ur á Rússafiski ekkert sérstaklega góðar. Hann
sagði að sölusamtökin séu ekki hrifín af því
að selja tvífrystan fisk.
Um 15-20 manns voru í vinnu hjá Sæfrosti
þegar vinnslan í húsinu var stöðvuð fyrr í
mánuðinum. Flestir ganga nú um atvinnulaus-
ir, en mjog erfítt er að fá vinnu á Bíldudal
núna. Engin vinna er hjá Rækjuveri, sem er
annar aðalvinnuveitandinn á staðnum. Þar
hafa 16 manns unnið.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gert klárt
MARGIR nýttu sér veiðidag fjöl- vatn, sem var eitt þeirra fjöl-
skyldunnar, sem var á sunnu- mörgu vatna þar sem fólk gat
dag. Myndin er tekin við Elliða- veitt ókeypis í tilefni dagsins.
Tsjajkovskíj-keppnin
Sigrún komst áfram
í annan áfanga
SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari
náði góðum árangri í Tsjajkovskíj-
tónlistarkeppninni sem nú stendur
yfír í Moskvu. Var hún valin í hóp
42 fiðluleikara sem þátt tóku að
þessu sinni og komst áfram í ann-
an áfanga.
Keppnin er haldin á fjögurra ára
fresti- og komst Sigrún í annan
áfanga hennar ásamt 20 öðrum
fíðluleikurum. Hins vegar komst
hún ekki í úrslit átta keppenda sem
tilkynnt voru síðastliðið föstudags-
kvöld. Gunnar Gunnarsson sendi-
herra íslands í Moskvu segir að
Sigrún hafí fengið lofsamlega
umfjöllun og verið vel tekið.
„Sigrúnu gekk prýðilega. Hún
var sú fyrsta sem spilaði í öðrum
áfanga keppninnar og fékk þau
ummæli í Moskovskaja pravda að
hún hefði spilað
erfið verk og gert
það mjög vel,
enda tóku áheyr-
endur henni afar
vel og talað var
um að hún hefði
staðið sig mjög
vel.“
Segir Gunnar
að keppendur séu
frá fjölmörguni
löndum þótt rússneskir þátttak-
endur séu fjölmennir. „Það eru
ekki nema mjög góðir tónlistar-
menn sem komast inn í keppnina
og eru valdir til þátttöku með hlið-
sjón af ferli sínum. Sennilega er
þetta ein erfiðasta keppni sem tón-
listarmenn taka þátt í,“ segir
Gunnar loks.
Sigrún
Eðvaldsdóttir
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
FLUTINGABÍLLINN sem valt í Eyjum í gær skemmdist talsvert.
Veltur og
árekstrar
í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið
TVEIR fólksbílar og einn flutn-
ingabíll eru skemmdir eftir óhöpp
í Eyjum frá því á föstudag. Annar
fólksbíllinn er illa farinn og slasað-
ist ökumaður hans talsvert en
annars urðu ekki alvarleg slys á
fólki.
Fólksbíll valt á Helgafellsvegi
aðfaranótt laugardags. Þrír voru
í bílnum og slasaðist ökumaður
hans mikið og var fluttur með
sjúkraflugi til Reykjavíkur. I gær
urðu tvö óhöpp í umferðinni.
Flutningabíll með tengivagni sem
var að vinna við vegagerð í Eyjum
valt þegar verið var að losa hlass
af honum. Bíllinn skemmdist tals-
vert en ökumaður hans slasaðist
ekki. Síðdegis í gær varð all harð-
ur árekstur á horni Heiðarvegar
og Kirkjuvegar. Er önnur bifreiðin
sem í árekstrinum mjög illa farin
en engin meiðsl urðu.
Grímur
Járnblendiverksmiðjan
Viðgerð
lýkur í dag
RÁÐGERT er að viðgerð á ofni Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grundart-
anga, sem bilaði í síðasta mánuði,
ljúki í dag. Verksmiðjan hefur verið
rekin með hálfum afköstum á meðan
og segir Sigurður Guðni Sigurðsson
rekstrarstjóri að hálfan mánuð taki
að koma ofninum fyllilega í gagnið.
Viðgerðin kostar um 80 millj. en
Sigurður Guðni segir líklegt að
tryggingar greiði um 5.500 tonna
framleiðslutap sem hlotist hefur af
biluninni. Fram hefur komið að
kostnaður vegna framleiðslutaps og
viðgerða væri 150-200 millj.
„Verið er að setja í pottinn nýja
fóðringu sem þarf að þurrka og baka.
Síðan erum við að búa til ný raf-
skaut og lokastig framleiðslu þeirra
er í ofninum sjálfum," segir Sigurður.
ið fer ekki framhjá þér!
Tæknival hf. er sölu-
og þjónustuaðili á
íslenska Skjáfaxinu.
H Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664
Fallhlífar-
stökkvari
slasaðist
BANDARÍSKUR fallhlífar-
stökkvari mjaðmagrindarbrotn-
aði og fékk sprungu í höfuðkúpu
þegar hann lenti á stórum trukk
við flugvöllinn á Flúðum á
sunnudag. Höggið var svo mikið
að talsvert sá á trukknum.
Félagar í Fallhlífaklúbb
Reykjavíkur voru að æfa stökk
og segir Þóijón Pétursson, yfír-
kennari klúbbsins, að maðurinn,
sem er þaulvanur fallhlífar-
stökki, hafi misreiknað sig í
lendingu. „Þegar hann kom úr
brattri beygju í lokastefnu lenti
hann í vindhviðu, þar sem vindur
fór úr 5 hnútum í 18 hnúta.
Hann sá að hann myndi lenda á
húsi við flugvöllinn, en náði að
sveigja frá og lenti á bílnum."
Leitað var til Landhelgisgæsl-
unnar, sem sendi þyrlu sína á
staðinn sem flutti manninn á
Borgarspítala.
Tyrkneska
forræðismálið
Reynt á um-
gengisrétt
TYRKNESKUR undirréttur
frestaði í síðustu viku forræðis-
máli Sophiu Hansen. Sophia læt-
ur reyna á umgengninsrétt við
dætur sínar um næstu helgi.
Sigurður Pétur Harðsson,
stuðningsmaður Sophiu, sagði
að afgreiðslu forræðismálisins
hefði verið frestað þar sem ekki
hefðu borist gögn frá hæstarétti
í Ankara en málið yrði tekið
fyrir allra næstu daga.
Sophiu var dæmdur um-
gengnisréttur í apríi. Hún átti
að fá að hitta dætur sínar um
hveija helgi. Vegna fjárskoits
hefur henni ekki verið fært að
sinna þessum rétti fyrr en nú.
Skemmtun
án leyfis í
Bolholti
LÖGREGLAN var kölluð að húsi
á mótum Skipholts og Bolholts
aðfaranótt sunnudags. Þar var
mikill mannsöfnuður og leikur
grunur á að haldin hafí verið þar
skemmtun án leyfis.
Lögreglan fékk kvörtun
vegna hávaða kl. 4.43, en þá var
nokkur mannsöfnuður við húsið.
Þegar lögreglumenn komu á
vettvang skömmu síðar og
knúðu dyra var þeim ekki hleypt
inn, en ljóst var að samkvæmi
var innan dyra. Aftur var kvart-
að undan hávaða kl. 6.13, en
þá voru um 30-40 manns fyrir
utan húsið og ölvun mikil. Lög-
reglan fór á vettvang kl. 6.45
og tvístraði hópnum.
Málið er í rannsókn.
Sjö sluppu úr
bílveltu
JEPPI valt skammt austan við
Mánárbakka á Tjömesi um kl.
14 á laugardag. Sex börn voru
í bílnum, auk ökumanns, og sak-
aði þau ekki. Ökumaður kenndi
eymsla í baki.
Bömin voru á leið í sumarbúð-
ir í Ástjörn þegar óhappið varð.
Rigning var og leirkenndur veg-
urinn háll. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu á Húsavík skrik-
aði kerra aftan í jeppanum til á
veginum og olli því að ökumað-
urinn missti stjórn á bílnum, sem
valt og er ónýtur eftir.