Morgunblaðið - 28.06.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.06.1994, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 KRIPAiUJÓGA Verið velkomin á kynningu á jóga fimmtudaginn 30. júní kl. 20.30. Einnig verður kynnt nýtt námskeið - JÓGA GEGN KVÍÐA - sem hefst 12. júlí. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson. Byrjendanám- skeið hefst 6. júlí. Nýjar bækur og snældur í bók- sölu. JÓGASTÖÐIN HEIMSUÓS, Skeifunni 19, 2. hæð, s. 880181 (kl. 17-19). Biddu um Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel ef þú vilt 40-60% ódýrara Aloe gel Banana Boat 99,7% hreina Aloe Vera gelið er án spírulínu, án tilbúinna lyktarefna og annarra ertandi ofnæmisvalda (önnur Aloe gel eru i hæsta lagi 98%). □ Um 40 mismunandi Banana Boat sólkrem, olíur og gel með sólvörn frá #0 og upp i #50. o Næringarkremið Banana Boat Brún-án-sólar. 3 gerðir: Fyrir venjulega húð, fyrir viðkvæma húð og fyrir andlit. □ Banana Boat sólkrem sérhónnuð fyrir andlit með sólvörn #8, #15 og #23. Verðfrákr.295,-. □ Um 30 gerðir sjampóa og hárnæringa, m.a. GNC Aloe Vera, Faith In Nature Aloe Vera, Naturade 80% Aloe Vera, Joe Soap Hair Care Aloe Vera og Banana Boat flækjubaninn. Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. Heilsuval, Barónsstig 20, ® 626275 Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu ' byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 Tilbuinn stíflu eyöir -tWPL* ( JARÐVATNSBARKAR Með eða ón filters. Stœrðir 50 -100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem rœsa þart fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. VATNS VIRKINN HF. ARMULA 21 SIMAR 686455 - 685966 FAX 91-687748 X LISTIR BÓKMENNTIR Ljóð LAND MITTOG JÖRÐ Eftir Matthias Johannessen. Bók- menntafélagið Hringskuggar — 53 blaðsíður. Verð 980 krónur. MATTHÍAS Johannessen sendir frá sér af mikilli hógværð dálítið kver sem hann nefnir af enn meiri hógværð Land mitt og jörð. Bókin tengist fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Það er reyndar um- hugsunarefni að í Noregi kemur út ný ljóðabók eftir Matthías í þýð- ingu Knuts Gdegárds af sama til- efni með ljóðum sem ekki hafa ver- ið birt á frummáli. Ekki þarf að leita lengi til að komast að því að Land mitt og jörð sækir ýmislegt til og er reyndar framhald bókar Matthíasar Jörð úr ægi (1961) („Hún var land með brún augu/ sem fylgja mér eins og tungl nóttinni") og víða má heyra líka tóna og í síðustu ljóðabók skáldsins Árstíðaferð um innri mann (1992). Matthías er eitt þeirra skálda (ekki í vondum félagsskap þar) sem yrkja í samhengi, þannig að bækur hans mynda heild og skírskotanir og tilvísanir hver til annarrar. Hjá Matthíasi er þetta styrkur, öðrum veikleikamerki. Portúgalska skáldið Fernando Pessoa var mörg skáld og orti und- ir ýmsum nöfnum. Það er Matthías líka. En alls staðar heyrir Iesandinn rödd hans, hvort sem hann yrkir háttbundið eða fijálslega. Matthías vill ná til sem flestra með ljóðum sínum og það hefur honum tekist þótt ýmsir okkar verðum að sætta okkur við að höfða til fárra, vera takmarkaðri en þetta kraftmikla skáld sem stundum hefur verið líkt við Pablo Neruda og það ekki út í bláinn. Sænska skáldið Tomas Tranströmer sem nú er almennt tal- inn eitt af höfuðskáld- um aldarinnar setti það skilyrði þegar hann kom fram á Bóka- stefnu í Gautaborg fyr- ir nokkrum árum að lesa með Matthíasi. Þeir höfðu kynnst og Tranströmer hrifist af þýðingum landa síns Christers Erikssons sem þýddi Matthías með sínum hætti, en alltaf af listrænum tilþrif- um þótt deila megi um viss atriði eins og tíðkast í þýðingum. Strangt til tekið verða Ijóð ekki þýdd, en það má reyna. Stór hluti Land mitt og jörð er prósaljóð eða ókveðin ljóð eins og Jóhann Jónsson kallaði þau. Matthí- as hefur ort prósaljóð áður, sumar smásögur hans og þættir eru prósa- ljóð (alltof vanmetnar að mínum dómi) en þessi prósaljóð eru nýjung hjá honum. Það eru fyrst og fremst myndhverfmgarnar sem gæða þau lífi og hafa þau þó margt annað við sig. Á einum stað er þessar eftir- minnilegu línur að finna: „Af þver- stæðu erum við komin, að þver- stæðu skulum við aftur verða og af þverstæðu aftur upp rísa.“ Þetta er næstum því biblíulegt, en þegar betur er að gáð er hér komin minning úr Breiðafirði þar sem skáldskapurinn hefur lifað betra og varanlegra lífí en á flestum stöðum öðrum. Það er verið að yrkja um hina saltdrifnu hetju úr Svefn- eyjum, Eggert Ólafs- son. Jónas Hallgrímsson er vitanlega ekki langt undan, enda er Jónas mér liggur við að segja á annarri hverri síðu í bókum Matthíasar Jo- hannessen og hann er nýbúinn að færa okkur bók um Jónas, Norð- lendinginn sem hlýtur að hafa hugsað margt um trúna og Guð og birtir okkur nýjan skilning í einu mesta ljóði íslenskrar tungu, Álsnjóa. Það er mikið ljóð vegna þess að það er eins og það hafi verið ort í gær, sprottið af sársauka og þrálátri til- finningu fyrir fallvaltleika og upp- risu. Engin ákveðin uppskift Ég ætla að víkja aðeins betur að myndhverfingunum svo les- andinn skilji hvað ég er að fara. Við höfum ekki ákveðna uppskrift að skáldskap og myndhverfíngar eru því ekki nauðsynlegar. En ég veit ekki til þess að þær hafi sak- að. Spænskur skáldskapur (þar með talinn Chilemaðurinn Neruda) er uppfullur af myndhverfingum. „Skilur veturinn eftir hvítdröfn- ótt egg við hraunhvassa vængi ijallsins, kemur aprílgrænt vor að viðkvæmu skurni dauðans, flýgur hugsun guðs á heiðlóuvængjum til himins." Þetta er 3. erindi. Virðing fyrir landinu og sögunni og sú ár- átta að átta sig á upprunanum kem- ur ekki í veg fyrir að Land mitt og jörð er bók um ást og ástir. Skáld- ið þarf ekki að leita til Salómons konungs þótt það geri það. í 16. erindi eru falleg orð um ástina, myndlíkingar sem líka eru landsins: „Merking ijallsins andstæða við himin en það kallast á við andstæðu sína því hún gefur fjallinu merkingu einsog ég leita sjálfs mín í þér og andstæða þín er ég sem þú leitar einsog himinn opnist að fjalli, þann- ig er einnig ástin, hún leitar sín sjálfs og finnur sjálfa sig enn í andstæðu sinni einsog eldfjall sem leggur umhverfi sitt undir ösku og hraun, þannig leitar ást mín and- stæðu sinnar í þér sem ferð hana eyðandi eldi.“ Fyrri hlutinn virðist sprottinn úr ferð um Breiðafjörð og er expres- sjónískur sem slíkur. Upprisa þjóðar í nauðum leiðir hugann að Eggert. Síðari hlutinn, Við seglhvítan væng, Ferð inn í haustið og Vestur með vötnum leiða hugann að þeirri hnitmiðun sem Matthías hefur náð í náttúruljóðum og eru kröfuhörð. Það er kannski léttúð að kalla þau ferðakvæði, en í því felst engin gagnrýni heldur gleði yfir að fylgja skáldinu á ferðum þess. Helst mætti það að finna að skáldið kann hand- bragðið svo vel að ljóðunum hættir til einhæfni í myndvali og líkingum. Þetta verður líklega að teljast fjar- stæða, að ásaka skáld fyrir að yrkja vel. Styrkir enn stöðu skáldsins Land mitt og jörð er bók sem ég held að margir muni fagna og styrk- ir enn stöðu Matthíasar sem skálds, en hróður hans hefur borist víða á undanförnum árum svo að nú er hann talinn í þeim fámenna hópi norrænna skálda sem best kveða og eiga helst erindi við umheiminn. Ég hef verið að lesa bók Matthí- asar undanfarna daga og hún hefur vaxið í höndum mér, sumt leitar oft á hugann. Ég nefni sem eitt dæmi þetta erindi úr Vestur með vötnum: „skuggalaus/ horfir/ örn eins og opni/ marglúinn/ himinn/ sitt auga“. Ef þetta er ekki ljóðræn nýsköpun með persónugervingu og dulúð og samruna dýrs/manns og náttúru hef ég ekkert vit á ljóðlist. Þetta er eftir mínum skilningi upp- hafin og mikil Ijóðlist og í anda þess sem best hefur verið gert. Það er eins og við sjáum fyrir okkur höfund Völuspár horfa yfir svið nýrrar jarðar sem kannski var að- eins til í hans eigin huga. Jóhann Hjálmarsson Þverstæður lands og ástar Matthías Johannessen Vald kústsins og vitið sem í því býr LEIKLIST Borgarlcikhús THE STREET OF CROCODILES Theatre de Complicité á Listahátíð. Leikstjóri: Simon McBumey. Leik- mynd og búningar: Rae Smith. Lýs- ing: Paule Constable. Tonlist: Gerard McBumey. Hreyfi- og kórþjálfun: Marcello Magni. KRÓKÓDÍLASTRÆTIÐ er leik- gerð, sem byggð er á sögum pólska rithöfundarins Bruno Schulz. Verk- ið fjallar á eilítið sérkennilegan hátt um veröld sem var. Drengurinn Joseph er þvingaður til að vinna fyrir nasista í hernumdu Póllandi. Hann flokkar bannfærðar bækur til eyðileggingar. En hann notar tíma sinn til að lesa bækurnar og við það vakna minningar um fortíð hans; bernskuheimilið, þar sem skraddarinn, faðir hans, notar sitt ríkulega ímyndunarafl til að hefja sig yfír leiðindi hversdagsleikans. I stað þess að láta veruleikann Ieggja sig að velli, býr faðirinn, Jakob, sér til annan heim með sköpunarkraft- inn að leiðarljósi. Á háalofti heimil- is síns leggur hann lífinu lið með því að unga út sjaldgæfum fuglum. Heimilið fyllist smám saman af fu- glaskít og ólykt en um leið hlátri og gleði. Allt þar til þjónustustúlkan Adele kemur og sópar út öllu draslinu. Um leið eýðir hún grundvelli allrar tilveru Jakobs og þarmeð fjölskyld- unnar. Fuglarnir, með sinn söng og tíst, voru samband hans við eig- inlegt líf. Hann var guð í sínum fuglaheimi; skaparinn og verndar- inn og auðvitað fylgdi því hávaði og skítur eins og öllu öðru lífi — en hans heimur bar ekki í sér sömu eyðingu og eyðileggingu, sem heim- ur mannanna allt um kring. Verkið er tákrænt fyrir það starf, sem sonurinn, Joseph, hefur méð höndum. Hann er að eyða þeirri sköpun, sem þjóð hans byggir á; arfleifðinni sem sýnir sérkenni hennar, hugsunarhátt og er grund- völlur vona hennar. Það sem nas- istarnir bannfæra — kalla skít og hávaða á prenti — er Joseph og jijóð hans nauðsynlegur lífsþráður. Án bókmenntanna er þjóðin týnd og glötuð — ofurseld kústlegu valdi og hver maður veit hversu mikið vit er í einum kústi. Um leið er verkið óður til listar- innar — því hver þjóð er metin eft- ir þeirri sköpun sem á sér stað á hveijum tíma. Sköpunin er vitnis- burður um hugsunarhátt og tilfinn- ingar kynslóðanna, sem byggja hvert land — um leið og listin er aðferð listamannsins til að hefja sig yfír amstur, leiðindi, sorgir og sárs- auka, sem óhjákvæmilega eru fylgi- fiskur lífsins. Með þvi að hverfa á vit ímyndunaraflsins hefur lista- maðurinn sig yfir jarðbundinn hvunndaginn, upp á sitt háaloft, þar sem hann er skaparinn; lífgjafinn, sem kallar fram hlátur og gleði, skít og hávaða. Þó er ljóst að há- vaða og skít valdsins fylgir mun meiri eyðilegging og eyðing. Leikgerð Krókódílastrætisins er langt frá því að vera aðgengileg og byggist að mestu á hreyfingu, sem nýtir sér aðferðir sjónhverf- ingalistar til að umbreyta sviðinu, stirðlegum texta, sem er stundum á ensku, stundum á þýsku, eitthvað á pólsku og stundum eitthvert bull eða bara hljóð og undirstrikar hversu lítið við skiljum hvert annað þótt við notum tungumálið. Allt er þetta frábærlega vel gert og er sýningin svo makalaust sterk fyrir augað að stundum minnir hún meira á sirkus en leikhús. Sjálfsagt er ekki fjarri lagi að ætla að hluti af tilgangi sýningarinnar hafi verið að sýna hversu fáránlegur sirkus mannlífið er í samanburði við sköp- unina. Að minnsta kosti er það meira en eilítið fáránlegur sirkus, sem útrýmir bókmenntum eða ann- arri sköpun nokkurrar þjóðar. Í Theatre de Complicité starfa aldeilis makalausir listamenn, sem galdra fram sérstæða og heillandi sýningu, sem skilur mikið eftir sig. Eg ætla ekki að halda því fram að mér hafi þótt „gaman“ enda er kaldur og harður sannleikurinn sjaldnast skemmtiefni. En það er óhætt að segja að það séu verk á borð við Krókódílastrætið sem sparka í afturendann á lötu hliðinni á manni og verða uppspretta að óteljandi hugsunum um gildismat og hugsunarhátt manns sjálfs og þess samfélags, sem maður býr í. Efnið er ekki sett fram á aðgengi- legan hátt í sýningunni og gerir nánast lamandi kröfur til áhorfand- ans — en þeim mun meiri er ögrun- in og í framhaldi af því hamingjan yfir að enn skuli vera hægt að finna nýstárleg og spennandi tjáningar- form og sjónarhorn á tilveruna. Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.