Morgunblaðið - 28.06.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 28.06.1994, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rósir fyrir atvinnulausa Ný finnsk glerlist MYNPLIST H<iöhús Rcykjavíkur GLERLIST Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Opið 9-17 daglega. Aðgangiir ókeypis. Ut mánuðinn. FRÆNDUR vorir Finnar eru iðnir við að kynna okkur þá hlið listhefðar sinnar er lytur að gler- blástri og mótun glers, en hún er 300 ára gömul. Ber að þakka það með virktum, en sjálfsögðu hafa Finnar margt fleira fram að færa en gler einvörð- ungu, og vonandi kemur að því að við fáum hingað gott sýnishorn finnskrar samtímalistar, þ.e. eftir 1945 og til dagsins í dag. Ógleymd er sýning á eldri finnskri list á Listasafni íslands, er vakti dijúga athygli og hlaut mjög góða aðsókn að ég best veit. Fjórða júní var opnuð sýning á nýju finnsku gleri í Ráðhúsi Reykjavíkur, en listrýnirinn var þá staddur erlendis svo nokkur bið hefur orðið á umfjöllun hans. En sýningin stendur yfir til mánaða- móta svo enn gefst rúmur tími til að nálgast hana. Hér hefúr verið stefnt á vett- vang mörgum af nafnkenndustu glerhönnuðum Finnlands og má nefna menn eins og Timo Sarp- aneva, Oiva Toikka og Markku Salo, sem gulltryggja að sjálfsögðu hátt ris hverrar sýningar á list- hönnun. En það verður að segja hveija sögu eins og er, og listrýnirinn hrökk sannast sagna við er niður í sýningarþróna kom einn góð- viðrisdaginn, og uppgötvaði að svo til öll sýningin er innst í salar- kynnunum og upp við hina stóru suðurglugga er vita að Tjörninni. Við það myndast mikið og nákalt tómarúm fyrir framan hana. Þetta var laust eftir hádegi og sólin skein glatt inn um gluggana og þegar svo á sér stað eru hlutir fyrir framan þá auðvitað í skugga, og þannig rétt mótaði fyrir formum einstakra gripa. Glerlist er að sjálf- sögðu hringsæ, þ.e. það á að vera hægt að skoða gripina hringinn í kring, en því var ekki að heilsa og helst hefðu menn þurft að fá sér árabát og róa að gluggunum til að nema hið rétta form margra gripanna þessa dagstund! Nokkrir gripanna eru sem betur fer í glerskápum, og var allt annar handleggur að skoða þá, en _sá var ljóðurinn að stóra líkanið af Islandi þrengdi að sumum þeirra. Allt er þá þrennt er, og svo á einnig við neikvæða hluti og þannig lágu ein- ungis ljósrituð eintök af sýningar- skrá frammi, sem að sjálfsögðu var ekki nógu gott. En hvort sem skráin var uppurin eður ei, telst hún í sjálfu sér ekki samboðin sýn- ingunni, þótt það sem ritað er í hana sé í besta lagi. Þar sem listrýnirinn er búinn að sjá svo margar vel upp settar sýningar á finnskri glerlist urðu þetta honum vægast sagt mikil vonbrigði. Þetta voru fyrstu áhrif- in, en það var lán á óláni, að atvik höguðu því, að rýnirinn gat ekki hafið umfjöllun strax eins og hann hugðist. Mál skipuðust þannig að hann var staddur í nágrenni Ráð- hússins daginn eftir og datt í hug að skoða sýninguna aftur, einkum vegna þess að nú var önnur birta því að sólar naut ekki . Það er skemmst frá að segja, að við blasti allt önnur sýning og nú nutu form glermunanna sín ólíkt betur, en þó varð hann að fá leyfi til að bregða sér yfir kaðlana til að greina sum höfundarnöfnin, og einnig til að fá rétta yfirsýn. Sum formin sá maður trauðla, eins og t.d. verk Marie Myllimáki(frá 1991), sem er í þremur aflöngum kössum. Kom þá að sjálfsögðu í ljós að á ferðinni er mjög athyglisvert úrval finnskrar glerlistar og marg- ir munanna eru mjög frábrugðnir þeim sem sést hafa hér áður. Og þrátt fyrir að margur fari óhefð- bundnar leiðir, þá skín hið trausta grunnform og þekking á handverk- inu alltaf í gegn, sem að sjálfsögðu er aðall góðrar hönnunar. Nú birtust rýninum svo margir áhugaverðir gripir, að hann á í vandræðum með að nefna þá alla. Að auk er það í hæsta móti var- hugavert í ljósi mistakanna við hönnun sýningarinnar, sem bitnar óhjákvæmilega á einstökum grip- um og er því gert með nokkrum fyrirvara. Allir fyrrnefndir lista- menn eiga mjög fína hluti, einkum Markku Salo. Þá vakti sérstæð skál eftir Selja Gerdt (frá 1993) mikla athygli mína svo og gripir eftir Paivi Kekáláinen, Timo, Rytk- önen Eija Leinonen og Taru Syijánen. Margir gripanna sitja óhaggan- legir í minni mínu, en best fer að gleyma uppsetningunni, og biðja um að slík mistök og virðingar- leysi við mikla listhönnun komi ekki fyrir aftur. Bragi Ásgeirsson MYNPLIST P « r (i ð AKRÝL Á STRIGA BERGUR THORBERG Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Til 3. júlí. ÞAÐ ER margt sem sumir leggja fyrir sig hér á landi sem annars staðar, og einn af þeim telst vissulega Bergur Thorberg, sem sl. laugardag opnaði aðra ein- kakasýningu sína í Portinu í Hafnar- firði. Aðallega mun hann þekktur sem trúbador og sem slíkur flakkaði hann víða um Norðurlönd á ár- unum 1980-86. Annars er hann stúdent frá MA (1971) og var um árabil kennari í Borgarfirði eystra og Vestmannaeyj-. um. Hélt svo til framhaldsnáms í Svíþjóð 1977, og var þar við ýmis störf og nám í háskólanum í Lundi, eða allt þar til hann gerðist trúbador. Árið 1985 hóf hann að mála og tók fyrst þátt í sýningu í Lundi tveim árum seinna. Árið 1989 gaf hann út hljómplötu með eigin lögum og textum, sem varð met- söluplata. Sem málari kom hann fyrst fram í innri sal Portsins á sl. hausti og var þar um all óstýril- áta sýningu að ræða, þar sem pentskúfurinn og önnur tilfallandi verkfæri voru auðsjáanlega mund- uð ótt og títt og meira af kappi en forsjá. Trúlega hefur hann ekki verið alveg sáttur við sinn hlut og málað af krafti síðan, og er sýningin í fremri sal Portsins vafalítið af- rakstur þeirrar vinnugleði þótt engin ártöl séu finnanleg í sýning- arskrá. Það stingur helst í augu er inn er komið, að eiginlega er hægt að skipta sýningunni í þrennt. Fyrir hið fyrsta lausform- að landslag, líkt og t.d. í myndun- um „Sólarmegin“ (9) og „Nóttin kemur nær“ (11), þar næst bundið litaflæði svo sem í „Uppstilling" (7) og „Sóley“ (12) og loks mynd- tákn sem leiða hugann að graffiti sem kemur helst fram í dúkunum „Rósir fyrir atvinnulausa“ (2) og „Frá Leirbrúðulandi“ (8). Sýningin einkennist svo af nokkrum sveiflum á milli þessara stílbragða og má finna sitthvað bitastætt í þeim öllum og þá sér í lagi hvað bundna litaflæðið áhrærferð, en með dijúgan vilja til sjálfsnáms. Þá er sýningin öllu heillegri hinni fyrri og má alveg gera ráð fyrir að listaspíran nálg- ist enn frekar sinn sanna tón í þriðju tilraun. Bragi Ásgeirsson MÁLVERKIÐ „Sólarmegin" (10) er gott dæmi um bundið litaflæði á sýningu Bergs Thorbergs í Portinu. Ekkí fæddir í gær KVIKMYNPIR Rcgnboginn GESTIRNIR „LES VISITEURS“ ★ ★ '/j Leikstjóri: Jean-Marie Poiré. Hand- rit: Christian Clavier og Poiré. Aðal- hlutverk: Christian Clavier, Jean Reno, Valérie Lemercier, Marie- Anne Chazel, Christian Bujeau, Isa- belle Nanty og Gerard Sety. Gaum- ont. 1993. FRANSKA gamanmyndin Gest- irnir eða „Les visiteurs" hefur notið fádæma vinsælda í heimalandi sínu, sem kannski þarf ekki að koma á óvart. Hún grínast með franskan broddborgaraskap og smáborgara- hátt út í eitt í sögu af tímaferða- lagi hugumstórs riddara frá 12. öld og skósveins hans til nútímans. Hinir hömlulausu, frumstæðu og illa þefjandi miðaldamenn eiga auð- vitað hvergi heima í snyrtilegri og brothættri veröld franskra brodd- borgara og brandararnir og húmor- inn allur er á kostnað menningar- árekstursins sem verður þegar þessir tveir heimar mætast. Myndin höfðar kannski mest til Frakka svona líkt og Sódóma Reykjavík höfðar mest til íslendinga en í henni er skemmtilega durtsleg fáránleika- fyndni og ekta gamanmál sem kitla hláturtaugarnar. Gestirnir segir af því þegar greifi nokkur drepur verðandi tengdaföð- ur sinn fyrir slysni og verður svo mikið um að hann fær seiðskratta til að brugga göróttan drykk sem á að flytja greifann aftur til tímans rétt áður en voðaverkið var framið svo hann geti strikað það út. Það vill ekki betur til en svo að hann lendir á sama stað árið 1992, kast- alinn hans er orðinn að uppahóteli og afkomendur hans allt að því al- múgafólk í hans augum. Myndin virkar best eins og við er að búast þegar miðaldamennirn- ir eru að kynnast nútímaundrum eins og bifreiðum og vatnssalern- um, sem þeir reyndar taka í mis- gripum fyrir handlaugar. Einnig þegar hinni grófgerðu og fullkom- lega óhefluðu karlmennsku riddar- ans, sem Jean Reno leikur af stakri ruddamennsku, er stillfupp til mót- vægis við hinn „mjúka“ karlpening nútímans, sem samanstendur af heldur mélkisulegum lýð. Það tekst þó ekki að halda gamninu gangandi þegar frumleikinn og nýjabrumið er að mestu farið af kringumstæð- unum og spennan og grínið í frá- sögninni dettur svolítið niður um miðbikið. Reno, einn af uppáhaldsleikurum Luc Bessons, er býsna voldugur í hlutverki riddarans og virðist það sniðið sérstaklega fyrir hans gróf- gerðu framkomu. Það dettur hvorki af honum né drýpur hvað sem á gengur en skósveinninn er grínar- inn í dúettnum, leikinn af Christian Clavier. Hann er vitgrannur æringi og einstakur tækifærissinni er leyn- ir á sér sem nútímamaður. Clavier, hann skrifar handritið ásamt leik- stjóranum Jean-Marie Poiré og stel- ur auðveldlega senunni, Ieikur einn- ig mjög skemmtilegan afkomanda skósveinsins, snyrtilegan hóteleig- anda sem á skilið þau örlög sem hann fær. Önnur hlutverk eru ágæt- lega skipuð. Allt er þetta sárasaklaust grín. Gestirnir er geðþekk frönsk sumar- mynd sem nær því markmiði sínu að skemmta manni ágætlega í tæpa tvo tíma. Arnaldur Indriðason Agatha sýnir í Þrastarlundi AGATHA Kristjánsdóttir opnaði sýningu á olíumálverk- um í Þrastar- lundi 20. júní sl. Þetta er 11. einkasýning hennar og sú fjórða í Þrastar- lundi. Agatha er fædd í Reykjavík og hefur stundað mynd- list í áratug. Sýningin stendur til 3. júlí. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Agatlia Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.